Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Föstudagur 6. sept. 1957 Frú Roosevelt kynnir sér ástandiS í Sovétríkjunum FRÚ Eleanor Roosevelt ekkja stappi með þetta þar til loks nú hins vinsæla forseta Bandaríkj- anna Franklin Delano Roosevelts er enn á lífi, 73 ára að aldri. Hún nýtur enn hinnar mestu virðingar, bæði vegna sælla minninga um þau tólf ár, sem hún var æðsta frú lands síns, en ekki siður fyrir það, að hún er gáfuð kona, sem hefur unnið merkilegt lífsstarf ,í samtökum kvenna og á vettv .ngi Sameinuðu þjóðanna. Þótt aldurin sé farinn að fær- ast yfir frú Roosevelt er hún tnn við beztu heilsu og hefur mikið starfsþrek. Mörg síðustu ái hofur hún stundað blaðamennsku jafn- framt öðrum umfangsmiklum störfum. Skrifar hún fastar dag- legar greinar í stuðnmgsblað Demokrata-flokksins New York Post. Eru þær víðlesnar og frúin talin í hópi áhrifamestu blaða- manna Bandaríkjanna. ★ Stundum var Eleanor Roose- velt, sökuð alveg eins og maður hennar sálugi, um að hafa gengið með lokuð augu fyrir hættunni frá kommúnismanum. Einkum var það á stríðsárunum, er Banda ríkjamenn og Rússar voru banda- menn í styrjöldinni gegn Þjóð- verjum. Hver sem viðhorf henn- ar voru þá til kommúnismans er nú álitið að augu frúarinnar hafi opnazt fyrir árásar- og einræðis- hættunni frá Rússum. Hún veitti á sínum tíma forstöðu mannrétt- indanefnd S.Þ., en fá embætti munu hafa veitt eins greinargóða yfirsýn yfir hið hryllilega þrælk- unarkerfi Rússa. Hefur hún oft lýst blöskrun sinni yfir því hyldýpi villi- mennskunnar, sem viðgengst hjá Sovétþjóðunum, þar sem grundvallarmannréttindi cru einskis virt, persónu- og skoð- anafrelsi er svívirt og stór hluti íbúanna látinn dúsa í fangelsum og þrælkunarbuð- um sem ódýrt vinnuufl. ■ En jafnframt því sem frú Roosevelt hefur forda;mt þetta atferli hefur hún þó verið þeirr ar skoðunar, að erfitt sé að mynda sér fullnaðarskoðun um ástandið austur þar, nema að fá að sjá það af eigin raun, með ferðalagi um Sovét-Rúss- land. ★ Frú Roosevelt fékk ekki íeyfi til að ferðast um Rússland á dög- um Stalins, en skömmu eftir dauða hans sótti hún um leyfi til að mega ferðast um Rússland sem blaðamaður. Var henni veitt það, en hins vegar neituðu rúss- nesk yfirvöld tveimur fyigdar- mönnum hennar um fararleyfi. Þessu svaraði frú Roosevelt svo, að ef fylgdarmenn hennar túlkur og ritari fengju ekki að koma líka, væri gagnslaust fyrir hana að koma sjálfa. Sjálf kynni hún ekki orð í rússnesku svo ár- angur ferðarinnara yrði enginn, ef henni yrði meinað að hafa túlk með sér. Rússar buðu henni þá rússneskan túlk, sem hún hafnaði einnig af skiljanlegum ástæðum. Síðan hefur staðið í fyrir skömmu, að rússnesku yfir- völdin létu undan og sögðu að fylgdarmennirnir mættu koma líka. ★ Frú Roosevelt lét ekki á sér standa. f fyrradag kom hún við l í Kaupmannahöfn á leið sinni til Rússlands. Fannst dönskum blaðamönnum sérstaklega gaman að hitta og tala við þessa gömlu konu. Hún var bæði fljót og skemmtileg í tilsvörum. Um ferð sína sagði hún: — Þetta er ekki pólitísk ferð, því að ég ferðast sem blaðamaður. Verkefni mitt verður að eiga sam töl við eins marga rússneska menn og hægt er, allt frá sjálf- um Krúsjeff og til almúga- fólks. Greinar mínar um þett.a munu birtast í New York Post og einnig verða sendar til birtingar í fjölda minni blaða gegnum United Features blaðaskrifstof- una. — Hvað á ferðalagið að standa lengi? — Það verður í þrjár vikur og fjóra daga. Bandaríski sendiherr- ann í Moskvu hefur verið mér hjálplegur við að skipuleggja það. Ég mun m. a. fara til Leningrad. Stalingrad, Kíev, Samarkand og Tashkent. Svo hef ég beðið sendi- herrann, að undirbúa að ég fái að hitta frú Kopytskaja í Lenin- grad. ★ — Hver er Kopytskaja spurðu blaðamennirnir. Frú Roosevelt sagði þeim sög- una um frú Kopytskaja. Upphaf þess máls var að rússneska plað- ið Pravda birti samtal við Sulz- berger ritstjóra hins heims/ræga bandaríska blaðs New York Tim- es, en þar var m.a. talað um það að í Bandaríkjunum ríkti frelsi til að túlka skoðanir sínar í blöðum (pressufrelsi). Þá var það ein rússnesk húsmóðir, frú Nah- desda Alexandrov Kopytskaja, sem tók sig til og skrifaði langt bréf til New York Times og mót mælti því að pressufrelsi ríkti í Bandaríkjunum. Var hún þeirrar skoðunar að fólk í Bandaríkjun- um mætti ekki skrifa greinar gegn kjarnorkustríði. Skoraði hún á amerískar mæður að gera tilraun til að sýna hvort pressu- frelsi ríkti í Bandaríkjunum með því að mótmæla kjarnorkustríði. Bréf rússnesku konunnar var birt í heild í New York Times og þótti furðulegt hve rússneska konan hafði rangar hugmyndir um daglegt líf í Bandaríkjunum og það skoð- anafrelsi sem þar ríkir eins og í öllum lýðræðisríkjum. Var bréf rússnesku konunnar ein- mitt tilfært sem eitt dæmi um það, hvernig rússnesku vald- hafarnir, sem ráða öllum blöð- um þar í landi villtu almenn- ingi sýn og blekktu hann með röngum fregnum frá Banda- ríkjunum. Mikill fjöldi bandarískra kveni.a svaraði frú Kopytskaja og sýndi henni fram á misskilning hennar. Meðal þeirra sem skrifuðp frú Kopytskaja var frú Rooseveit. Og nú langar hana til að hitta hina rússnesku konu og segja henni allt af létta af lýðréttind- um þeim, sem virt eru hvarvetna á Vesturlöndum. ★’ Frú Roosevelt dvaldist einn dag í Kaupmannahöfn. Hún sagði blaðamönnum, að hana langaði að nota tímann til að heimsækja skemmtistað í Kaupmannahöfn, sem mikið væri af látið. Það var Tivoli. Og mikið rétt, um kvöidið, þegar múgur og margmenni var að skemmta sér í Tivoli kom þessi heimsfræga kona þangað og skemmti sér konunglega í spegla- sölum og draugahúsum og við að horfa á pantomime-sýningu. Loks settist hún inn á Tárnpaviljonen og snæddi hið gómsæta danska „smörrebröd“. Þetta atriði var klippt út úr „Sölku Völku“. KVIKMYNDA^ EFTIRLITIÐ KVIKMYNDAEFTIRLIT ann- arra þjóða snýst svo að heita al- gerlega um það, hvort þegnum landsins almennt sé talið hollt að sjá kvikmynd þá, er um ræðir hverju sinni. Trú, „siðgæði" og stjórnmál er sá mælistokkur, sem myndirnar eru metnar eftír. Styrr mikill í blöðum erlendis rís við hverja frétt um bann á einstökum kvikmyndum. Hér á íslandi gegnir öðru máli, og er mér ekki kunnugt um, að eina einustu mynd a.m.k. á síðan ár- um hafi verið með öllu bannað að sýna. Annaðhvort er það þá, að inn- flytjendur bjóða ekki annað en þeir vita, að getur gengið hér átölulaust, eða þá að íslending- ar (áhorfendur og yfirvöld) eru frjálslyndari en gerist meðal er- lendra þjóða. Lögreglustjórinn í Reykjavík tjáir mér, að lögreglustjórmn hafi heimild i lögreglusamþykkt Reykjavíkur til að beita eftirliti í lögsagnarumdæminu, sé um „skaðlegar eða siðspillandi" myndir að ræða. Hins vegar sé heimild þessari sjaldan beitt, tii sýningarbanns hafi ekki komið í fjölmörg ár, en samkomulags leitað við kvikmyndahúseigend- ur, um að sýna ekki mynd, sem teljast megi skaðleg eða siðspili- andi. Berast þá tilmæli um þetta annaðhvort frá barnaverndar- nefnd eða einstökum borgurum Sendir • lögreglustjóri fulltrua sína til að skoða myndina og dæma. Hins vegar sé ekkert stöð- ugt lögreglueftirlit með þeira myndum sem sýna skal. Slíkt eftirlit, segir lögreglustjóri, gilti einungis um lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og ef til allsherjar eftirlits yrðl stofnað, væri æski- legast að sérstök nefnd sérfræð- inga væri höfð í ráðum, endá gilti eftirlitið þá fyrir land allt. Börnin okkar Á hinn bóginn er mjög ná- kvæmt eftirlit í Reykjavík um, hvaða myndir skulu bannaðar börnum og innan hvaða aldurs. Samkvæmt lögum er eftirlit þetta í höndum barnaverndar- nefndar. I lögunum segir: „Barnaverndarnefnd er skylt að hafa í umdæmi sínu eftirlit með kvikmyndasýningum og öðrum opinberum sýningum. Er þeim. sem veita slíkum sýningum for- stöðu, skylt að veita barnavernd- arnefnd kost á því að kynna sér efni sýningar á undan almenn- ingi. Ef barnaverndarnefnd tel- ur sýningu skaðsamlega eða ó- holla sálarlífi barna, getur hún bannað, að börn innan ákveðins aldurs fái aðgang að henni----*'. Aðalbjörg Sigurðardóttir heitir konan, sem fer með fram- kvæmdavaldið á vegum barna- verndarnefndar. Hún, eða stað- gengill hennar, Jens Nielsson, kennari, skoða hverja einustu kvikmynd, áður en hún er sýnd almenningi. Þær skipta þúsund- um myndirnar, sem Aðalbjörg hefir séð, og mun enginn Islend- ingur hafa séð jafn margar mynd ir og hún. Aðalbjörg segir mér, að eftir- litið hafi verið stofnað árið 1932 og hafi það í upphafi verið i höndum fjögurra manna: Tveir skoðuðu myndir í Gamla-Bíói og tveir í Nýja-Bíói. Urðu tvímenn- ingarnir ekki alltaf sammála, og um áramótin 1933—34 var farið fram á, að einn og sami maður dæmdi um myndirnar. Þaðan í frá kom það í hlut Aðalbjargar einnar að skoða, skera og dæma. Framh. á ols. 15. shrífar úr daglega lifinu TVÁLKUNUM hefir borizt bréf um það frá lesanda að tvö af víðlesnustu bandarísku tímarit unum sem hér eru seld séu rang- lega verðmerkt. Eru það tímarit- in Time og Life. Ber að leiðrétta BÆÐI eru þetta fyrirtaks frétta tímarit, sannsögul og áreið- anleg og óhætt að segja að ekki fái íslendingar sannari eða gleggri fregnir af heimsbyggð- inni gjövallri en í greinum, sem í þessum blöðum birtast. Verðið er skráð á forsíðu blaðanna, en í vetur hækkaði útsöluverð þeirra hér á Time úr kr. 5 í 5,60 og Life tilsvarandi en verðið er enn- þá kr. 5 á forsíðu Time. Útsöiu- menn þessara blaða hér í Reykja- vík ættu ekki að láta það undir höfuð leggjast að tilkynna rit- stjórnarskrifstofum tímaritanna að verð þeirra hafi hækkað á íslandi því ekki verður önnur ályktun dregin en sú að um það sé ekki kunnugt vestra þar sem gamla verðið er enn á forsíðun- um. Áróðurinn snérist í höndum kommúnista ATHYGLI hafa vakið greinar sem ritaðar hafa verið aí ungum stúdent á æskulýðssíðuna hér í Morgunblaðinu um hið gíf- urlega „æskulýðsmót heimsæsk- unnar“ eins og ungkommúnistar hafa nefnt það. Höfundur grein- anna hefir varpað ljósi á hið stór- fellda gjaldeyrisbrask sem átti sér stað áður en mótið hófst og rætt var um í dagblöðunum, en kommúnistar reyndu að bera af sér. Er Ijóst af frásögn hans að um stórlega ólöglegt athæfi hefir verið þarna að ræða, og mega foreldrar sem unglinga áttu í ferðinni vita í hver ævintýri börn þeirra hafa ratað er þau skráðu sig á heimsmótslista kommúnista. Það hefir verið frá því skýrt í fregnum hve geysilegur skrípa og sjónleikur þetta mót var, og eftir því sem maður heyrir hjá mörg- um þeim sem á mótið héldu og voru ekki fyrirfram sannfærðir kommúnistar en stóðu sumir hverjir nærri þeim og höfðu kos- ið þá í Háskólanum, að þeir snéru aftur harðir andkommúnistar. Frásögnum þeirra ber saman um að það að koma til Moskvu hafi opnað augu þeirra fyrir muninum á lífskjörum vestan tjalds og austan og um leið fellt dauðadóminn yfir því stjórnar- fari sem um áratugi hefir reynt að telja mönnum trú um að það væri hjálpræðið til beztu iífs- kjara á jarðríki. E Andleg nauð ungu Rússanna N mest urðu þó vonbrigði fs- lendinganna á mótinu er þeir fóru að tala við unga Rússa og austantj aldsfólk og kynntust því við hvílíka andlega nauð þessir geðslegu unglingar bjuggu, hve heimsmyndin hafði verið íordjörf uð í augum þeirra og hvernig áróðursslímið hafði lagzt yfir alla skólamenntun, er þeir höfðu hlot- ið. En þó var eitt óbliknað, fróð- leiksást ungu Rússanna um allt það sem utan járntjaldsins var, tónlist kvikmyndir og lífskjör manna á vestrænum löndum. Þannig hefir þetta alheimsæsku mót reynzt Rússum og kommún- istum herfileg vonbrigði enda hurfu þeir frá því að ákveða hvar og hvenær næsta „alheimsmót“ verður haldið. En betur færi að þau væru sem flest. Því betur kynnumst við hinum sanna komm únisma í framkvæmd. Band Kalevala ISAMBANDI við komu Finn- lendinganna á mótinu er þeir leikum getið í blöðum, að mennta málaráðherra hefði fært forsetan- um að gjöf hina vönduðu þýð- ingu Karls ísfeld á Kalevala. Hins vegar láðist að geta þess, hver bundið hefði inn þennan kjörgrip, og mátti það þó gjarna vitnast, því þar voru að verki einhverjir högustu bókbindarar landsins, dætur Stefáns Eiríksson ar hins oddhaga, eins og hann var nefndur, en hann var lærifað- ir Rikharðs Jónssonar. Þær syst- ur unnu áður í Félagsbókband- inu, en reka nú sjálfstæða bók bandsstofu, sem önnur þeirra, Unnur Stefánsdóttir, veitir for- stöðu. Má fullyrða, að þær systur séu listfengustu bókbindarar, sem við eigum nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.