Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ NA-kaldi, víða léttskýjað. 200. tbl. — Föstudagur 6. september 1957. AÐ LESA MILLI LÍNA Sjá Ltan úr heimi á bls. 8. Bygging Sundlougar Vestur- bæjar hófst í gær. Mikiö hagsmunamál Vesturbæinga kemst i framkvæmd í GÆRMORGUN hófst vinna Staðsetning sundlaugarinnar við byggingu Sundlaugar Vesturbæjar. Kl. 11 í gær- morgun voru saman komnir á þeim stað sem sundlauginni hefur verið valinn við Hofs- vallagötu, allmargir menn, sem unnið hafa að undirbún- ingi málsins. Birgir Kjaran hagfræðingur formaður bygg- ingarnefndar flutti stutta ræðu í þessu tilefni og rakti sögu byggingarmálsins. Steig Birgir síðan fram með skóflu í hönd og mælti: „Ég óska þess að mannvirki þetta megi vinnast vel og skjótt og megi verða íbúum þessa bæjarhluta og öllum Reykvíkingum heilsu- lind, hvíldarstaður og fagur leik- vangur“. Tók Birgir siðan fyrstu skóflu- stunguna en síðan hóf jarðýta að grafa fyrir sundlauginni. ★ Er þá hafin framkvæmd á lang þráðu verki í Vesturbænum, en mjög hefir verið bagalegt fyrir alla Vesturbæinga að þurfa að leita langa leið til sundlaugar, og á þetta einkum við um öll skóla- börnin sem heimilisföst eru í þessum bæjarhluta. Munu allir Vesturbæingar fagna því, að skjótt og vel hefir gengið undir- búningur sundlaugarbyggingar- innar og allar vonir standa til þess að sundlaug Vesturbæjar muni rísa af grunni innan skamms tíma. Hafa bæjaryfir- völdin sýnt málinu sérstaka vel- vild og skilning og undirbúnings- nefndirnar unnið störf sin með í ræðu sinni rakti Birgir Kjar- an sögu málsins og sagði m. a.: Á fundi sínum hinn 17. júlí 1953 tilnefndi bæjarráð í nefnd til að undirbúa byggingu sund- laugar í Vesturbænum þá Birgi Kjaran, hagfræðing, formann nefndarinnar, Tómas Jónsson þá- verandi borgarritara, Erlend Ó. Pétursson, forstjóra, Jón Axel Pétursson forstjóra, Þór Sandholt arkitekt og Gunnar Friðriksson forstjóra. í sama mund tók til starfa fjársöfnunarnefnd til öflunar fjár til þess að hefja fram- kvæmdir og skipuðu hana Gunn- ar Friðriksson forstjóri, form., Páll S. Pálsson hrm., Erlendur Ó. Pétursson forstjóri, Sveinn Þórðarson, bankaritari, Ólafur Halldórsson fulltrúi og Andrés Bergmann. Safnaði nefnd þessi kr. 155 þús. með almennum sam- skotum Vesturbæinga. Byggingarnefndin valdi sund- lauginni stað við Hofsvallagötu gegnt Melhaga og var sú stað- setning samþykkt af bæjarráði. Nefndin réði Bárð ísleifsson húsameistara til þess að gera teikningu af mannvirkinu. Áður en teikning var gerð, höfðu íþróttafulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einarsson, er setið hefur flesta fundi nefndarinnar og Þór Sand- holt skipulagsstjóri, samið ná- kvæma greinargerð um áætluð afnot laugarinnar og jafnframt gert tillögu um stærð hennar og annarra nauðsynlegra mann- virkja, svo sem búningsklefa, gufubaða o. fl. Þá hefur Gísli Halldórsson formaður íþrótta- bandalags Reykjavíkur og tekið mjög virkan þátt í öllum undir- búningi að laugarbyggingunni . og mun hann hafa með höndum umsjón á framkvæmd verksins. Stuðningur bæjarins Bæjarstjórn hefur allt frá skipun byggingarnefndarinnar árlega gert ráð fyrir fjárfram- lögum til sundlaugarbyggingar- innar og nema þau fjárframlög nú röskri einni milljón króna. Þá hefur íþróttanefnd ríkisins samþykkt að veita úr íþrótta- sjóði styrk til byggingarinnar, svo sem lög heimila. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að byrja framkvæmd- ir sökum þess að ekki hefur fengizt fjárfestingarleyfi, en nú hefur Innflutningsskrifstofan veitt heimild til byrjunarfram- kvæmda, sem hófust í dag með greftri sundlaugarinnar. Sundlaug Vesturbæjar er hugs uð fyrst og fremst sem opin úti- sundlaug fyrir almenning. f bún- ingsklefabyggingunni er tilætlun in að hafa gufubaðstofur og í kjallara innisundlaug fyrir skóla fólk við skyldusundnám og sjúk- linga. Sundlauginni er ætlað ríf- legt landrými, ca. 1.5 hektara, og mun innan þess verða gras- flatir, trjálundir og blómabeð, svo að sundlaug Vesturbæjar og umhverfi hennar geti orðið hvíld ar og hressingarstaður jafnt fyr- ir börn sem fullorðna bæjarbúa. Enn er dragnótabálur fekinn - landhelgísbrof þeirra eru fíð I FYRRAKVÖLD kom varðskipið María Júlía með dragnótabátinn Björn frá Rifi hingað til Reykjavíkur, sem það hafði tekið að veiðum inni á Skarðsvík, sem er yzt á Snæfellsnesi. Hefur skip stjórinn á bátnum nú verið kærður fyrir ólöglegar veiðar Birgir Kjaran, formaður byggingarnefndar, tekur fyrstu skóflustunguna. í : Cí Í Á! ! n : c i 4 v M * tusfss r.is, Afstöðumynd sem sýnir hina fyrirhuguðu sundlaug og um- hverfi hennar. Hæslu vinningar í Vöruhappdr. SÍBS f GÆR var dregið í 9. flokki Vöruhappdrættis SÍBS. Dregið var um 450 vinninga að fjárhæð alls 640 þús. krónur. Hæstu vinningar komu á eftir- talin númer: 200 þúsund krónur: nr. 22168; miðinn seldur í Reykjavík. 50 þúsund krónur: nr. 868; seldur í Reykjavík. 10 þúsund krónur: nr. 21539 26587, 29343, 40955, 45747, 47370, 53577, 57029, 62671. 5 þúsund krónur: nr. 8140, 13263, 25116, 32120, 40053, 42231, 46412, 47505, 50704, 53426, 54297, 56855, 59991, 60680. (Birt án ábyrgðar) Eftir því sem Mbl. hefur frétt þá munu nú allmörg slík land- helgisbrotamál dragnótabáta ýmist vera í rannsókn eða bíða dóms. Hafa verið meiri brögð að því í sumar að dragnótabátár fari inn fyrir „línu“ en nokkru sinni áður frá því Islendingar stigu það spor að loka fjörðum og flóum landsins og færa út fiskveiðitakmörkin kringum landið. Hafa bátarnir leitað inn fyrir, en þar er fiskmagnið nú orðið mikið vegna friðunarað- gerðanna. Eftir því sem Mbl. hefur frétt þá mun skipstjórinn á Rifshafn- arbátnum ekki telja sig hafa framið landhelgisbrot. Hann er þeirrar skoðunar að veiðar hans hafi verið ádráttur, frá skipi að vísu. Hann hafi haft leyfi land- eiganda í Skarðsvík- til ádráttar. Hins vegar notaði hann til þess dragnót Um réttmæti þessa sjónarmiðs skipstjórans verður nú deilt fyr- ir lögreglurétti Reykjavíkur, sem taka mun málið fyrir og kveða upp dóm í því. Fegurðarsamkeppni karla í Tívolí SLYSAVARNADEILDIN Ingólf- ur í Reykjavík efnir til fegurff- arsamkeppni karla í Tívolígarff- inum n. k. sunnudag til ágóða fyrir fjölþætta starfsemi sína. Keppt verffur um titilinn „fs- lendingurinn 1957“. Er þetta í fyrsta skipti sem slík samkeppni fer fram hérlendis, en víffa annars staðar í heiminum er £0 ára iæreyskur kiitter stranáar GJÖGRI, 5. sept. — Eldgamail færeyskur kútter strandaði í nótt í Reykjafirði á Kúvíkum skamrnt frá Djúpavík. — Ahöfnin var í skipinu í nótt, en komst hjálpar- laust í land árdegis í dag. 15 menn voru á skipinu. Ókunnugt er u:n tildrög strandsins. Það var ekki fyn en um kl. 9 í morgun að þessi tíðindi spurð- ust til Djúpavíkur. Siglufjarðar- radíó sendi þá þegar ske;-ti um skipstrandið. Var strax brugðið við, með þeim ófullkomnu björg- unartækjum sem tiltæk eru, á vélbátnum Dröfn frá Veiðileysu. Um klukkan 11 í morgun voru allir skipsmenn komnir í land, 15 að tölu. Fimm voru fluttir áfram til Djúpavíkur, fimm tóku þátt í björgunarstörfum ásamt heimamönnum. Skipstjórinn fór ásamt fjórum mönnum aftur um borð í skipið, og var þar enn, er síðast fréttist síðdegis í dag. — Var þá verið að bjarga öllu lauslegu úr kúttern- um, sem mun hafa verið byggð- ur fyrir 80 árum. Heitir hann Fimm systrar og er ekki vitað með vissu hvort heldur hann er frá Klakksvík eða Husum. Veður var hvasst í nótt, en hefur lægt mikið í dag. — R.T. ★ t SÍÐUSTU FRÉTTIR Varðskipið Þór náði skipinu á flot í gærkvöldi. slík keppni árlegur og vinsæll viffburffur. Má geta þess, aff hinn kunni líkamsræktarfrömuffur Charles Atlas, sem margir kannast viff hér á landi, hefir boriff sigur af hólmi í slíkri alþjóffakeppni. Nú hyggst slysavarnardeildin Ingólfur beita sér fyrir þessu ný- mæli hér á landi, í trausti þess, að Reykvíkingar fjölmenni í garð inn og geri með því hvort tveggja í senn -að velja réttilega þann, sem verður er sigurs og efla um leið með komu sinni starfsemi deildarinnar. Þátttakendur eru úr Reykjavík og víðar að af landinu, vaskir og glæsilegir menn. Fyrirkomulag keppninnar verð ur með þeim hætti, að allir kepp- endur koma fram á Tívolípallin- um kl. 3,30 e. h. á sunnudaginn kemur og velja þá Tívolígestir úr hópi þeirra þrjá menn, er koma munu aftur fram á pallin- um til úrslita strax eftir að fyrri talningu er lokið, en sá háttur verður á hafður, að hverjum að- göngumiða fylgja tveir atkvæða- seðlar til þess að velja í fyrsta, annað og þriðja sæti. Að lokinni síðari talningu atkvæða verður „íslendingurinn 1957“ hylltur og verðlaun afhent. Fyrstu verðlaun eru flugferð til Lundúna og heim aftur og vikudvöl þar. Önnur verðlaun eru vönduð föt frá Ultíma og þriðju verðlaun vetrarfrakki. Að sjálfsögðu verða fjölbreytt skemmtiatriði í sambandi við keppnina, flugvél flýgur yfir garðinn með gjafapakka og dans- að verður á Tívolípallinum síðdegis. — Garðurinn verð- ur opnaður kl. 1 og til þess að forðast biðraðir verða aðgöngu- miðar seldir í söluturnunum við Arnarhól og Laugaveg 30. Bíl- ferðir verða frá Búnaðarfélags- húsinu með S.V.R. Vafalaust verður margt um manninn í Tívolí á sunnudaginn kemur til þess að fylgjast með hinni nýstárlegu keppni og efla þar með slysavarnastarfsemina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.