Morgunblaðið - 22.09.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1957, Blaðsíða 2
2 MORGVISBI 4ÐIÐ SunniKÍagur 22. sept. 1957 Mikkelsen forsætisráðherra Norðmanna tekur a möti Hákoni VII við komuna til Noregs í nóvember 1905. Konungur heldur á Ólafi ríkisarfa. íslendingar minnast Hákonar konungs Framh af bls. 1 og vildi enga hjálp þegar hann gekk niður. Hann var af okkar dansk-islenzku konungsætt, og hafði verið sjóliði á varðskipum hér við land um síðustu aldamót. Um það var honum ljúft að tala, og vissi meir en ég um Akureyri um aldamótin. Þá var hann prins og hét Karl ,og engan óraði fyrir því, að hann yrði konungur. En þær spurnir, sem ég hefi haft af honum sem sjóliða koma heim við kynningu síðar. Hann var há- reistur og höfðinglegur. Og þeg- ar honum var boðið konungdæmi í Noregi vildi hann ekki þiggja það, nema þjóðaratkvæði kæmi til. Það mun hafa verið erfitt að taka við konungdæmi í Noregi í þann tíð, þegar forseta- og kon- ungssinnar deildu. Það voru sex aldir síðan að Noregur hafði átt innlendan konung, og ýmis veður í lofti En sífellt óx vegur hins unga konungs, uns hann varð að lokum í síðustu styrjöld þjóðar- tákn. Hann varð tákn og oddviti þeirra afla, sem vildu varðveita norræna erfð. Hann var oft í lífs- hættu og tregur fór hann úr landi, þó þar bæri nauðsyn til um endurheimtingu Noregs. Við eigum hér heima mynd eftir prófessor Revold frá því þegar Hákon Konungur stígur á land eftir útlegðina, með Gerhardsen og Ólaf krónprins til beggja handa. Það var ein mesta hátíð- arstund í Norðurlandasögu síðari tíma. Norðmenn voru heilli öld á undan okkur í allri endurreisn. Þegar til stjórnskipulags kom, þá völdu Norðmenn konungdæmi Haralds hárfagra og Óláfs helga. Hákon konungur VII hefir sann- að, að Norðmenn gerðu rétt í því. Frá söguöld til vorra tíma eru nöfnin Hákon, Ólafur og Harald- ur farsælust. Hákon konungur var þeim við fangsefnum vaxinn, sem honutn mættu á langri og erfiðri æfi. Hann var teinréttur á fæti og allri framkomu, glaðlyndur og skemmtinn. Ég undraðist fyrir tveim árum minni og létta lund þessa aldraða konungs. Vér varðveitum i ókkar mlnn- ingu mynd hins vitra og gciða konungs, Hákonar sjöunda og óskum hinum nýja konungi Ólafi allra heilla. Farsæll hetjukonungur ÓLAFUR THORS, fyrrv. for- sætisráðherra, komst að orði á þessa leið: Hinn aldni konungur Norð- manna, Hákon VII er í valinn hniginn í hárri elli, á áttugasta og sjötta aldursári. Han’n var mikils virtur, dáður og elskaður sakir mannkosta sinna og stjórnvizku, og er því harmdauði þegnum sínum og öll- um öðrum, er honum kynntust beint og óbeint. Þegar hinum unga danska prinsi bauðs konungdómur í Noregi fyrir rúmri hálfri öld, kvaðst hann mundu ljá á því máls, ef þjóðaratkvæði gengi um málið og sýndi að Norðmenn óskuðu að endurreisa konung- dæmið. Þetta svar reyndist táknrænt fyrir lyndiseinkunn, stjórnsemi og stjórnvizku Hákonar VII. í meira en hálfrar aldar konung- dómi hafði hann jafnan norsk lög og norskan þjóðarvilja og réttlséti að leiðarljósi. Þetta vissi norska þjóðin því betur sem hún kynntist konungi sínum meir. Og einmitt þetta átti sinn veiga- mikla þátt í sívaxandi vinsæld- um og virðingu, sem Hákon kon- ungur átti að fagna. Valdataka Hákonar VII var samfara skilnaðinum við Svía og þess vegna háð mörgum fátíðum vandá. Enginn dregur í efa, að Hákon konungur reyndist þeim vanda vaxinn. Jafnvel betur en beztu vonir stóðu til. Sá sigur var undanfari margra annarra og er sá mestur, hversu hann varð við skyldum sínum og þörf þjóðarinnar eftir innrás Þjóðverja í Noreg 1940. Sýndi konungur þá mikla forustuhæfi- leika, einbeittni og manndóms- lund, hirti og hvorki um líf né limi og öðlaðist þá að makleikum heitið hetjukonungurinn. Sat hann síðan árum saman í útlegð ásamt ríkisstjórn sinni og mörg- um öðrum úrvalsmönnum, og Stýrði þaðan og styrkti með óbil- andi trú sinni og sigurvissu baráttu þeirra, sem í heimahög- um þoldu óbærilegar raunir er- i lendrar áþjánar. — ★ — Hin forna saga Norðmanna, sú, sem íslendingum er kunnust, er saga konunganna, kappa þeirra og höfðingja að þeirrar tíðar sið. Hitt er síður í samræmi við ald- arháttinn í dag, að saga kon- ungsins sé saga þjóðarinnar í jafn ríkum mæli og átt hefur sér stað um Hákon konung VII. og hefur hann þó ekki veríð harðráður, heldur aðeins Hákon góði. Norðmenn hafa átt marga og óvenju mikilhæfa afreksmenn i konungatölu, en enginn vafi er þó á því, að sagan mun skipa Hákoni VII. á bekk með hinum allra fremstu þeirra. Norska þjóðin á því nú á bak að sjá eigi aðeins ástsælum, heldur og óvenju farsælum og miklum for- ingja. Islendingar votta Norðmönn- um dýpstu samúð í þjóðarsorg þeirra og vænta þess, að Ólafi konungi megi takast að uppfylla þær vonir, sem við hann eru tengdar, og verða verðugur arf- taki síns ágæta föður. Síðasta myndin sem tekin var af Háköni Noregskonungí og systur hans Ingeöorg prinsessu Einn af mikil- mennum sögunnar BJARNI Benediktsson, fyrrv. utanríkisráðherra kemst að orði á þessa leið: EITT SINN er ég, nokkru fyrir hádegi, ók um úthverfi Oslóborg- ar með Gísla Sveinssyni, sendi- herra, tök ég eftir háum, grann- vöxnum, öldruðum manni, er auðsjáanlega var á hressingar- göngu. Mér virtist maðurinn ein- manalegur og flaug í hug, að hann væri afdankaður embættis- maður i vandræðum með að eyða tímanum. í því segir Gísli við mig: „Þarna sérðu Rex á 'morgun- göngu“. Tók ég og í sömu svifum eftir því, að hinn hávaxni göngumað- ur vár ekki svó einmana sem í fyrstu vir'tist, því að í humátt á eftir honum var annar, sem ég þóttist þá sjá, að mundi vera ó- einkennisklæddur Varðmaður, kónungi til verndar. Ekki gafst mér að því sinni færi á að virða Hákon könung VII., því að sá var maðurihh, bet- ur fyrir mér. En skömmu síðar var ég, ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norð urlanda, er þá voru á fundi í Osló, boðinn til hádegisverðar hjá konungi í höll hans. Hitti ég hann 2—3 sinnum með þeim hætti og átti nokkurt tal við hann. Þrátt fyrir hálfrar aldar dvöl í Noregi talaði Hákon konungur hreina dönsku, lausa við allan norskan hreim. Um útlit konungs mátti segja, að hann væri flestum öðrum ó- líkur, og er við búið, að nokkuð hafi farið eftir því hugarfari, sem til hans var borið, hvort menn teldu hann fremur einkennileg- an eða tígulegan. Um mig var það svo, að ég var fullur hrifningar af Hákoni kon- ungi frá bernskudögum. Sjálf- stæði Noregs og endurreisn inn- lends konungdóms þar, var ís- lendingum mjög hugstætt á upp- vaxtarárum mínum. Er enginn vafi á því, að atburðirnir í Nor- egi 1905 höfðu mikla þýðingu fyrir sjálfstæðisvilja íslenzku þjóðarinnar, og myndir af þeim, ekki sízt af komu Hákonar til Noregs, ásamt konu hans og kornungum syni, var eitt kærasta skoðunarefni íslenzkra barna þangað til ný, óhugnanlegri tíð- indi tóku að gerast 1914. Við þann ljóma, sem í mínum augum stafaði af konungi frá þessum árum, bættist svo frægð- in frá 1940. Þá var það skyldú- tilfinning konungs og skapstyrk- ur, sem meira réði um frelsishug og baráttu norsku þjóðarinnar en nokkuð annað. Með viðbrigð- um sínum þá gerðist Hákon kon- ungur einn af mikilmennum sög- unnar, hetja þvílík, sem allar þjóðir mundu óska að hafa fyrir höfðingja sinn. Þegar þetta er haft í huga má nærri geta, að mér fannst mikið til koma að hitta Hákon konung og eiga við hann tal. í spjallí sínu var hann vinsamlegur og minntist með ánægju dvalar sinnar hér á landi og við landið sem ungur sjóðliðsforingi, er hann var á dönsku varðskipi fyr. ir aldamótin. Ekki eru það þó nein sérstök ummæli konungs, sem mér eru minnisstæð, heldur sjálfur per- sónuleiki hans. Sannast sagt eru fáir, er standa mér jafn Ijóslif. andi fyrir hugskotssjónum, þegar ég renni huganum til þeirra. Það voru athafnir Hákonar VII, en ekki orð hans, sem gerðu hann mikinn og munu eiga ríkan hlut að því, að tryggja konung- dæmið á ókomnum árum í kjör- landi hans, Noregi. Sorg um allan heim OSLÓ, 21. sept. — Dauði Hákon- ar Noregskonungs hefur vakið sorg um allan heim. Hvaðanæva berast norsku konungsfjölskyld- unni samúðarskeyti, m.a. frá kon- ungum Danmerkur og Svíþjóðar, Bretadrottningu, forsetum ís- lands, Finnlands, Frakklands og Bandaríkjanna. Jafnframt hafa Leiðrélfing í FRÁSÖGN af danskri grein um handritamálið í blaðinu i gær hafa línur brenglazt meinlega á tveimur stöðum, þannig að merk ing hefur raskazt. Neðst i mið- dálki greinarinnar og efst i þriðja dálki átti að standa: „Þessi ímyndaða tilíinning „að þukla með höndunum frumritin" er víst dálítið loftkennd, er það ekki?“ segir hann í skilningsvana hroka. Warberg segir, að „góð- vildin", sem Kalsböll leggi svo mikið upp úr, komi nægilega fram með því að gefa íslending- um myndir af handritunum o.s. frv. Fyrir ofan og neðan myndina af Flateyjarbók átti að standa í þriðja dálki: Þessar kröfur hljóti að hafa verið á rökum reistar, þar sem íslendingar hafi fengið ríflegan ársstyrk á árunum 1874 —1918, og í lögunum 30/11 1918 hafi íslendingar enn fengið 2 milljónir króna, sem lagðar voru í sérstakan sjóð o. s.frv. Málverkasýning MYNDLISTASÝNING Nínu Tryggvadóttur, Þorvaldar Skúla sonar og Valtýrs Péturssonar, í Sýningarsalnum á horni Hverf- isgötu og Ingólfsstrætis, hefur nú staðið yfir í rúma viku, aðsókn hefir verið góð og nokkrar mynd. ir selst, sýningunni lýkur 25. þ.m. hinum nýja konungi borizt heilla óskir. Bretadrottning hefur fyrir skipað tveggja vikna sorg við hirðina og lagt svo fyrir að flagg- að verði á öllum opinberum bygg- ingum, þegar Hákon konungur verður grafinn. Það var á ríkisráðsfundi kl. 6 í morgun, sem Ólafur ríkisarfi tilkynnti eftirfarandi: „Það er skylda mín að tilkynna ríkisráð- inu, að minn kæri faðir, hans hátign Hákon konungur, lézt í morgun kl. 4:35. Samkvæmt stjórnarskránni hef ég tekið við völdum sem konungur Noregs og gef hér með hinn skriflega eið, sem níunda grein stjórnarskrár- innar mælir fyrir um. Ég mun bera nafnið Ólafur V og vel mér að kjörorði sömu orðin og faðir minn: „Alt for Norge“. Leiðrétting frá Finnlandi Frú Ásta Sigurbrandsdóttir Peltola, hin íslenzka húsmóðir í Finnlandi ,sem sendi kveðju með linsKu þingmönnum á dögunum, hefur skrifað Morgunblaðinu. Hún þakkar blaðinu fyrir að birta kveðjuna, en biður þess get- ið, að nokkurs misskilnings hafi gætt í frásögn Wickmons þíng- manns. Hún hafi ekki verið við hjúkrunarstörf í Finnlandi á stríðsárunum, heldur verið sem hj úkrunarkona í Danmörku og kynnst þar manni sínum, sem ver ið hafi einn af hinum mörgu finsku hermönnum, ér komið hafi til hjúkrunar í Danmörku. Blaðinu er ánægja að koma á- leiðis þessari leiðréttingu frá hin- um ágæta útverði íslenzkrar menningar í Finnlandi, er getið hefur sér svo gott orð í hinu nýja heimalandi sínu sem raun ber vitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.