Morgunblaðið - 22.09.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1957, Blaðsíða 8
MORCTJlSBl ÍÐIÐ Sunnudagur 22. sept. 1957 JÍIuripttiM&fot!* Útgj H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjóróir: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Augiýsingar: Arni Garðar KrisUnsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði ínnaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. VIÐ ANDLÁT HÁKONAR NOREGSKONUNGS UTAN UR HEIMI \ Hákon VII,þjóbhetja Norhmanna Hákon konungur og Ólafur ríkisarfi í Molde 29. apríl 1940. Þann dag lögðu Þjóðverjar þennan bæ í rúst með stórfelldum loftárásum. honum. Slík var stilling hans og ar og þeirra stofnana, sem voru æðruleysi í lífsháskanum. Hugur Norðmanna til Hákonar undir handleiðslu hans. MEÐ HÁKONX Noregskon- ungi er til moldar hnig- inn mikilhæfur og ást- sæll þjóðarleiðtogi. Mörg rök hnigu til vinsælda hans meðal norsku þjóðarinnar. Hann var fyrsti konungur Noregs eftir að landið öðlaðist sjálfstæði að lok- inni aldalangri yfirdrottnun grannþjóðanna. Aðdragandinn að skilnaði Norðmanna og Svía bar svip mikils hita og ólgu ekki sízt í Noregi. Við borð lá að skilnað- aráform Norðmanna leiddu til blóðugra átaka milli þessara tveggja náskyldu norrænu þjóða. En deilumálin leystust farsæl- lega og í friði. Alfrjáls Noregur heilsaði hinum unga Danaprinsi, þegar hann kom til landsins. Þegar Carl prins barst mála- leitan Norðmanna um að taka við konungdómi í Noregi, setti hann það skilyrði að þjóðarat- kvæði yrði látið fram fara í landinu, um það hvort til kon- ungsdæmis skyldi stofna þar. — Fór það síðan fram og reyndist yfirgnæfandi meirihluti norsku þjóðarinnar með konungkjörinu. Sagan segir að þegar Carl prins frétti um úrslit atkvæðagreiðsl- unnar hafi hann sent forseta stór- þingsins eftirfarandi skilaboð: „Með leyfi Hans Hátignar konungsins, afa míns, ætla ég að taka konungskjöri í Noregi, taka mér nafnið Hákon og gefa syni mínum nafnið Ólaf- ur. — Guðs náðar og blessun- ar biðjum við konan mín norsku þjóðinni. Sæmd henn- ar. og heill mununt við héjan af helga líf okkar“. Tími starfs og uppbygg- ingar Allt fró því að Hákon konung- ur steig á land í Noregi sem ung- ur prins stóð hann við þessi orð sín, að vinna að sæmd og heill norsku þjóðarinnar. Enda þótt hann væri sonur þjóðar, seru áður hafði verið yfirþjóð Norð- manna leit norska þjóðin þegar á hann sem sinn son. Hið unga konungdæmi biómgaðist, norskt atvinnulíf efldist og heitur and- blær frelsisins skapaði gróanda í norsku menningarlífi. Konung- urinn gengdi störfum sínum af alvöru og skyldurækni, kjörorð hans var: Noregi allt. Noregur komst, eins og hin Norðurlöndin, klakklaust yfir fyrri heimsstyrj- öldina. Hin miklu reynsluár En hin miklu reynsluár í lífi norsku þjóðarinnar og Hákonar konungs VII. runnu upp, er síð- ari heimsstyrjöldin hófst. Þegar herskarar Hitlers hernámu Nor- eg kom til kasta konungsins að taka ákvörðun um það, hvernig við skyldi snúast. Mikill vandi var hinum roskna þjóðhöfðingja þá á höndum. Land hans var varnarlítið og óviðbúið. Óvígur erlendur her hafði tekið sér þar bólfestu. Hvert sem litið var, var fyrir ofurefli óvina. En Hákon konungur brást ekki þjóð sinni á þessari stóru ( stund. Hann varð sjálfur stór og gnæfir síðan upp úr norskri sögu sem eitt af mikilmenn- um hennar. Hákon konungur hafnaði allri samvinnu við of- beldisliðið, sem hafði hernum- ið land hans og þjóð. Hann vísaði með fyrirlitningu á bug öllu samneyti við Quisling og lið hans en fylgdi löglegri stjórn lands síns, fyrst meðan baráttan var háð í Noregi og síðan eftir aó ríkisstjórn Nor- egs hafði tekið sér bólfestu í Bretlandi, og stjórnaði þaðan frelsisbaráttu Norðmanna. Á þessum árum varð konungur- inn enn ríkará sameiningartákn þjóðar sinnar en nokkru sinni fyrr. Þegar hann kom heim til Noregs aftur að baráttunni lok- inni, hinn 7. júní árið 1945 var honum fagnað sem þjóðhetju. Og sem slíkur mun hann lifa í minningu Norðmanna. Samúðarkveðjur fslendinga íslenzka þjóðin sendir nánustu frændþjóð sinni innilegar sam- úðarkveðjur við andlát hins ást- sæla konungs hennar, Hákcn VII. var dáður og virtur af öllum íslendingum. Hann var íslenzkri þjóð tákn frelsisástar og baráttu- kjarks hinnar norsku bræðra- þjóðar. íslendingar hörmuðu hernám Noregs en fögnuðu frelsi og sigri norsku þjóðarinnar að loknum hinum mikla hildarleik, af heilum hug. Auk fornra ætt- artengsla og sameiginlegrar sögu og uppruna, hefur ef til vill ekkert fært Norðmenn og íslend- inga nær hvor öðrum en hin miklu reynsluár hinnar síðustu heimsstyrjaldar. Þessar tvær litlu þjóðir fundu þá betur en nokkru sinni fyrr að þær voru ekki aðeins tvær greinar af sama stofni, heldur voru þær í raun og veru eitt og sama fólkið. Þessi tilfinning hefur hald- ið áfram að rótfestast í brjóst- um íslendinga og Norðmanna síðan. íslendingar finna það aldrei beur en á örlagastund- um Noregs að þar stóð vagga ættstofns þeirra og menning- ar. Tengslin milli Islands og Noregs geta þess vegna aldrei slitnað. Þau hljöta þvert á móti að halda áfram að treyst- ast. — Konungurinn lifi Konungurinn er látinn, konung urinn lifi. Þessi forni boðskapur hefur hljómað yfir Noreg. Hákon VIL er fallinn frá. Ólafur kon- ungur V. Hákonarson er tekinn við völdum. Sagan endurtekur sig. Norska þjóðin hefur hvatt hinn aldna konung frelsistök- unnar frá 1905, eftir rúmlega hálfrar aldar gifturíka setu hans á konungsstóli. Um leið og hún syrgir hann fagnar hún syni hans, Ólafi konungi V. heils huga. íslendingar senda hinum nýja Noregskonungi og þjóð hans beztu árnaðaróskir, um leið og þeir láta í ljós þá ósk og von að með þeim og norsku þjóðinni megi enn sem fyrr ríkja vinátta og bróðurhugur. HÁKON VII. Noregskonungur var meðal ástsælustu þjóðhöfð- ingja þessarar aldar. Þegar hann tók við konungdómi árið 1905, vann hann sér strax hylli norsku þjóðarinnar með því að krefjast þess, að fram færi þjóðaratkvæða greiðsla, áður en hann settist að völdum Upp frá því leit hann á sjálfan sig sem umboðsmann þjóðarviljans og þjón norsku þjóðarinnar. Hann valdi sér þeg- ar í úpphafi kjörorðið „Alt for Norge“ og þykir hann hafa upp- fyllt allar þær vonir, sem Norð- menn bundu við hann, þegar þeir völdu hann að þjóðhöfðingja sín- um. Þetta kom kanrsski skýrast í ljós í heimsstyrjöldinni síðari, þegar Hákon konungur stóð í fylkin^árbrjósti þjóðar sinnar í baráttunni við þýzku kúgarana. Var hann þá oft í bráðri hættu, en gifta hans var ávallt slík, að hann komst heill á húfi úr hörm- ungunum. Hinn 7. júní 1905 lýsti Noregur yfir sjálfstæði sínu; 7. júní 1945 varð Hákon konungur að flýja land _ásamt Ólafi ríkis- arfa og norsku ríkisstjórninni; 7. júní 1945 kom konungur aftur heim úr útlegðinni og þótti þá mjög hafa vaxið af þeirri heljar- raun, sem styrjöldin lagði á hann. Viðskipti konungs við þýzka innrásarherinn eru öllum Norð- mönnum minnisstæð. Hinn 10. apríl 1940, daginn eftir innrásina, gerðu Þjóðverjar tilraun til að fá konunginn til að viðurkenna naz- istastjórn Quislings. Með óbilandi hugrekki neitaði konungur að víkja af vegi réttlætis og lýð- ræðisstjórnar. Hann kvaðst aldr- ei mundu viðurkenna aðra stjórn í Noregi en þá, sem hefði stuðn- ing þingmeirihlutans á frjálsu þingi. Þegar Hákon var á ferð í Nyborgsund í Trysi, gerðu Þjóð- verjar tilraun til að drepa hann. Hugðust þeir brjóta á bak aftur baráttuþrek og mótspyrnu Norð- manna með því að stytta kon- ungi þeirra aldur. Þann dag varð Hákon þjóð- hetja Norðmanna, sem ekki mun gleymast, meðan norsk tunga er töluð. Þegar vélbyssuskothríð Þjóðverja hafði dunið yfir kon- ung og fylgdarlið hans í skógin- um við Nyborgsund, tók hann upp úr sverðinum vélbyssukúlu og stakk henni í vasann. Hún átti að vera minjagripur um kveðj- una, sem óvinirnir höfðu búið VII kom berlega fram í ávarp- inu, sem þeir sendu honum á sjö- tugsafmæli hans árið 1942, en þá var hann í útlegð. í ávarpinu seg- ir m. a.: m „1 dag heilsar norska þjóðin, sem þerst heima fyrir, konungi sínum með lotningu. Norðmenn í stríði, opinberlega og með leynd, berjast fyrir frelsi Noregs og þúsund ára menningu lýðfrjálsrar þjóðar, er byggir líf sitt á réttarríki, hinu elzta sinn- ar tegundar í Evrópu. I þessari baráttu hefur konung urinn orðið lífið og sálin. Sem konungur er hann æðsti fulltrúi löglegrar stjórnar, kjörinn með þjóðaratkvæði. Með persónulegri áfstöðu sinni hefur hann samein- að hugi allra Norðmanna á þess- um árum.... ... .Með stillingu og virðuleik, án nokkurrar áberandi viðhafn- ar, hefur hann á stjórnarárum sínum styrkt lýðræði þjóðarinn- En sá dagur rann upp, að norska þjóðin gerði meiri kröfur til hans. Sá dagur rann upp, að villimennskan kom yfir land vort og reyndi að brjóta niður allt, sem vér höfðum byggt upp á rúmum þúsund árum. Þann dag hikaði hann ekkl. Hann lagði líf sitt í hættu fyrir frelsi og réttaröryggi þjóðarinn- ar, sem hann ber ábyrgð á. Því hata fjandmenn Noregs hann í dag, en allir Norðmenn elska hann og virða. Hann hefur vísað oss veginn: að berjast þrotlausri baráttu fyrir frelsi norsku þjóð- arinnar, hinu norska réttarríki. Norska þjóðin, sem berst heima fyrir, fylgir þessari leið af meiri stefnufestu nú en fyrir tveimur árum.... “ * Slíkur hefur hugur norsku þjóðarinnar verið til hins ástsæla konungs, sem nú er fallinn í val- inn í hárri elli eftir göfugt og vel unnið starf í þágu frelsis og lýðræðis. Hákon konungur, Ólafur ríkisarfi og fjölskylda hans við komuna til Óslóar 7. júní 1945, þegar friður ríkti á ný yfir Noregi frjálsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.