Morgunblaðið - 22.09.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.09.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22. sept. 1P MORCUISBI AÐ1Ð 9 REYKJAVIKURBREF Laugard. 21 sept. Merkur vísindamaður Þessa dagana dvelur hér á landi Lárus Einarsson, prófessor í Árósum, ásamt eiginkonu sinni og elztu dóttur. Þau eru á leið vestur um-haf, þar sem Lárus mun um hálfsárs bil dveljast í Washington við vísindalegar rannsóknir. Mjög var sótt eftir því, að Lárus kæmi vestur og dveldist þar sem lengst. A s.l. ári fékk Lárus há vísindaleg verðlaun í Danmörku. Vegur hans í heimi vísindanna er því mikill. Lárus er borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur, sonur Magnús- ar heitins Einarssonar dýralækn- is, hins mætasta manns. Móðir hans frú Ásta býr hér í bæ, dótt- ir Lárusar Sveinbjörnssonar há- yfirdómara, komin af gömlum og góðum Reykjavíkurættum. Kunn ugir vissu ætíð, að Háskóla ísl. yrði að því tjón, er Lárus ílent- ist ekki hér. Árangurinn af vís- indastarfi slíkra manna er raun- ar ekki bundinn við neitt ein- stakt land, en víst væri það sómi fyrir ísland, ef starf Lárusar væri tengt við Háskóla þess. Ekki tjáir að sakast um orð- inn hlut, en stöðugt verður að hafa hugfast að búa svo að ung- um efnismönnum, að þeir flæmist ekki úr landi. Óljós utanríkis- stefna jafnaðar- rnanría ^asigur Adenauers Kosningasigur Adenauers í Þýzkalandi varð meiri en menn almennt höfðu búizt við. Svo var að sjá af ýmsum heimsblaðanna dagana fyrir kosningarnar sem flestir héldu, að Adenauer yrði að vísu ofan á, en ekki svo, að hann og flokkur hans gætu stjórn að einir án annarra atbeina. Víða virtist talið líklegt, að jafnaðar- menn mundu sækja töluvert á hann. Raunin varð önnur. Úrslit- in eru einn mesti stjórnmála- og persónusigur, sem unninn hefur verið síðustu áratugina. Allir dást að, eða a. m. k. viðurkenna, hinn ótrúlega kraft, sem býr í hinum ald*ia Adenauer. Óvinir hans reyna þó mjög að halda því á lofti, að nokkur elliglöp séu á hann kominn. Þýzkir kjósendur hafa þó ekki verið sammála þeim ásökunum, því að Adenauer á óneitanlega sjálfur mestan hlut í sigrinum. Fleira kemur þó til. Þá ekki sízt hve frjálsræðisstefna sú, sem Adenauer og viðskiptamálaráð- herra hans hafa fylgt, á ríkan þátt í uppgangi Þjóðverja síðustu ár- in. Sjálfur hafði Adenauer öðru hvoru í ræðum sínum borið hinar hraðstígu framfarir í Þýzkalandi saman við þá stöðnun, sem væri að verða í hinum sósíaldemókrat- isku Norðurlöndum. Sumir segja, að sá samanburður hafi ekki byggst á tölulegri nákvæmni. En hvað sem um það er, þá er víst, að umskiptin, sem orðið hafa í Þýzkalandi á valdatíma Adenau- ers, eru ævintýri líkust. Ekkert annað þjóðland á sér slíka sögu. Þjóðverjar eru allra manna vinnusamastir. Adenauer og hans menn hafa kunnað tökin á því að nota þá éigiftleika til fulls. I þeim löndum, þar sem ofstjórn sósíalismans ríkir, er hins vegar íetið hætta á, að framtakshug- urinn dofni og löngunin til sér- stakra vinnuafkasta hverfi, þeg- ar ríkið tekur broðurpartinn — og þó oft öllu meira — í sinn hlut. Ekki var einungis kosið um innanríkismálin heldur einnig utanríkisstefnuna. Þar hefur Ad- enauer ráðið því, að upp var tek- in náin samvinna við hinar vest- rænu lýðræðisþjóðir, m. a. með þáttöku í Atlantshafsbandalag- inu. Stefna Adenauers er ljós og ótvíræð, þótt ágreiningur sé um, hvo'rt hún muni leiða til hins þráða marks, að sameina allt Þýzkaland á ný. Gegn þessari einbeittu stefnu Adenauers hafa jafnaðarmenn sett fram meira eða minna loðnar yfirlýsingar, sem flestir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir, hvað í raun og veru felst í. Sá, er þetta ritar, átti fáum dögum fyrir kosningarnar tal við þýzkan rithöfund, sem ekki fór leynt með, að hann fylgdi sósíal- demókrötum að málum. Hann bjóst við sigri Adenauers, en ekki svo miklum, að hann gæti stjórnað einn. Þegar við hann var sagt, að ýmsum útlendingum þætti utanríkisstefna jafnaðar- manna helzt til óljós og þoku- kennd, dró hann ekki dul á, að svo þætti sjálfum honum einn- ig. Enginn efi er á því, að tvístig jafnaðarmanna í utanríkismál- unum er ein af ástæðunum fyrir tali sínu við blaðamanninn frá , Kristeligt Dagblad í sumar, sagð- ist hann vera með Atlantshafs- bandalaginu. Þessu hélt hann blákalt fram, þó að hann hafi á sínum tíma á Alþingi greitt at- kvæði á móti inngöngu íslands í bandalagið og í nóvember í vetur átt ásamt öðrum Alþýðu bandalagsmönnum hlut að yfir- lýsingunni um, að Atlantshafs- bandalagið bæri að leggja niður. Hannibal fram- lengdi bakara- vcrkfallið Tvísögli Hannibals á ekki aðeins við um utanríkismálin heldur einnig innanlandsmálin. Þessi gamli verkfallsfrömuður var t. d. hinn eindregnasti tals- maður þess innan ríkisstjórnar innar, að leysa farmannadeiluna í sumar með lögþvingun. Því til styrktar fékk hann Akureyrar samþykktina alræmdu gerða rétt fyrir verkfallslokin. Þá átti hann einnig manna mestan þátt í því að framlengja baKaraverkfallið Þar vildi það til láns, að hann þurfti að skreppa úr landi og lá við að verkfallið leýstist meðan. Nokkur formsatriði voru þó eftir er hann kom heim aftur og varð það til þess að lengja það enn um 1—2 vikur. Lausnin að svifta bæjarfélagið nauðsyn- legum tekjum um sinn. Afleið- ing þess yrði fyrst og fremst sam- dráttur verklegra framkvæmda og vaxandi vinnuleysi hér í bæ á sama tíma og atvinnuástandið er slíkt, að mennirnir, sem tóku undir, að betra væri að vanta brauð, en að hafa varnarlið í landinu, hafa orðið að knékrjúpa Bandaríkjamönnum um að bæta 400 manns við í vinnu á Kefla- víkurflugvelli. Reykvíkingar skilja ofur vel, að aðgerðir Hannibals eru ekki framkvæmdar vegna velfarnaðar eða hagsmuna þeirra. Verið er að hafa velferð bæjarfélagsins að leiksoppi í því skyni, að draga athyglina frá glappaskotum ríkis- stjórnarinnar. Bæjarstjórnin hef- ur undir öruggri forystu Gunn- ars Thoroddsens borgarstjóra, brugðist skelegglega við. Hún hefur mótmælt gerræði Hanni- bals og nýtur til þess eindreg- ins stuðnings yfirgnæfandi meiri- hluta borgaranna. Frumhlaup Hannibals verður aðeins enn ein stjórninni, þó að því sé skrökvað upp, að þeir séu í raun réttri engir kommar, greyin að tarna, og a. m. k. fái þeir ekki að fara með Guðmundi í. og Þórarni til fundar við fína fólkið á þingi Sameinuðu þjóðanna. Nota ser niðurlægmguna Kommúnistum kann að þykja súrt í broti að þurfa að una slíku tali, en þeir setja það ekki fyrir sig. Þeir telja annað og meira vera í húfi. Þeir vita ofurvel, að á þingi Sameinuðu þjóðanna mundu þeir ekki ráða neinum úrslitum. En hér á landi hefur seta þeirra í Stjórnarráðinu úr- slitaáhrif fyrir tilveru flokks þeirra og kann að ráða miklu um örlög Islands. Þeir hafa að sjálfsögðu ekkert á móti því, að Bandaríkjamenn veiti ríkis- stjórninni nægt fé svo að hún geti haldið áfram óráðsflani sínu. áminning til Reykvíkinga um að | Moskvamennirnir segja sem svo: Er það ekki einmitt maklegt a Bandarikjamenn að leggja af mörkum peningana, sem komm- únistar þurfa á að halda til að festa sjálfa sig í sessi? gæta þess, að láta ekki þá ógæfu henda bæjarfélagið, • að stjórn höfuðborgarinnar lendi í höndum glundroðaflokkanna. Seudiiiefndin á þins; Sameinuðu þjóðaima Þegar til kom gugnaði ríkis- stjórnin á því að senda kommún- ista á þann fund Sameinuðu Yfirlýsing Schuman fyrrv. forsætisráðherra Frakka heldur ræðu við setningu ráðstefnunnar í Briigga um Norður Atlantshafssamfélag. því, að ^þeim hefur ekki tekizt að ná því trausti með þýzku þjóð inni, er þeir vonuðust eftir. • • Ongþveiti Hannibals Fyrir okkur Islendinga er þetta sérstaklega athyglisvert vegna þess, að Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, hefur nú ný- lega hvað eftir annað opinberlega tengt efndirnar á fyrirheiti sínu um brottför erlendra varnarliðs- manna af íslandi við valdatöku jafnaðarmanna í Þýzkalandi og framkvæmd utanríkisstefnu þeirra. Óneitanlega virðist sá draumur eiga nokkuð langt yfir í land veruleikans. Ekki sízt á meðan eindregnir stuðningsmenn jafnaðarmanna í Þýzkalandi segja sjálfir, að þeir skilji hreint ekki, hver stefna flokksins í ut- anríkismálunum sé. En með vís- un til svo þokukenndra framtíð- arráðagerða, hyggst Hannibal Valdimarsson koma sér frá full- nægingu á loforðinu um að gera ísland varnarlaust. Hannibal ér að vonum lentur í algeru öngþveiti vegna hinna mismunandi yfirlýsinga sinna um utanríkismálin. I hinu fræga við- varð sú, að heitið var hækkun á brauðverði eða öðrum tilsvar- andi fríðindum til bakaranna, einungis mátti ekki þegar í stað koma í ljós hver friðindin yrðu. Þar varð að hafa sömu launung- ina á og ella um „bjargráð“ stjórnarinnar. Von er, að slíkir stjórnarherrar vilji sem mest draga athyglina frá eigin verk- um og reyna að beina henni að öðrum. r Arásin á Reykjavík Af þeim sökum var gerð hin fólskulega árás gegn Reykjavík, að fella útsvarsálagninguna hér úr gildi. Jafnvel þó að þar hefði verið við einhvcrn lagabókstaf að styðjast, sem ekki var, þá var sú ráðstöfun efnislega með öllu þýðingarlaus. Þegar áður var búið að lækka útsvörin meira en hinni umdeildu upphæð nam. Ef heimild Hannibals til útsvars- álagningar hefði verið fylgt til hlýtar, hefði því mátt hækka út- svörin á ný! Herferð Hannibals getur ekki orðið einum einasta útsvarsgjald- anda í Reykjavík til gagns. Einu áhrifin, sem hún gæti haft, væri þjóðanna, þar sem kommúnist- ar sátu á ákærubekknum vegna árásar sinnar á Ungverjaland. Sjálfsagt hefur sú ákvörðun þó ekki verið tekin átakalaust. Eng- inn vafi er á því, að óttinn við gagnrýni utanlands og innan hef- ur orðið til þess, að kommúnistar urðu hér að láta í minni pok- ann. Má segja, að sá ótti stjórn- arinnar sé út af fyrir sig lofsverð ur. En hér kemur fleira til. Ríkisstjórnin er nú að láta leita líklega sem ólíklega eftir lánsfé meðal lýðræðisþjóða til að halda sér við í bili. Einn þátturinn í þeirri viðleitni er að skrökva því til, að kommúnistar hafi í raun réttri engin áhrif innan ríkis- stjórnarinnar. Sendiför kommún- ista á allsherjarþingið meðan á betligöngunni stendur hefði illi- lega brotið í bág við þær skýr- ingar, sem stjórnin gefur á ástand inu hérlendis. Hún reynir því að styrkja lána-kvak sitt með því að vísa til þess, að máttleysi kommúnista sé svo mikið, að þrátt fyrir eindregnar kröfur þar um, hafi þeir ekki fengið að senda mann til New York. Stjórnin telur víst, að þetta þyki góðra gjalda vert — í bók- staflegri merkingu talað. En óhreinu börnin hætta ekki að vera til, þó að þau séu falin. Kommúnistar hverfa ekki úr Það kom berlega fram f ræðu þeirri, er Spaak, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, hélt hinn 14. september s.l. í Brúgge, að hann taldi hættuna af kommúnistum nú ekki fyrst og fremst vera hernaðarlega. Hern- aðarhættunni hefði verið afstýrt með uppbyggingu Atlantshafs- bandalagsins og henni mætti halda burtu með því að slaka hvergi til á vörnum aðildaríkja þess bandalags. Þó að hernaðar- hættan væri þannig ekki jafn geigivænleg og stundum áður, þá mættu menn ekki ætla, að komm únistar hefðu látið af yfirráða- fyrirætlunum sínum. Krúsjeff hefði þvert á móti hvað eftir annað lýst yfir, að kommúnism- inn væri það, sem kom skyldi og sigra mundi allan heiminn. Stjórnmálamenn síðustu áratuga hefðu gert sig seka um þá skyssu, að taka ekki þegar í stað nógu alvarlega það, sem Lenin og Hitler sögðu í skrifupi sínum. Báðir hefðu þessir menn þó lýst fyrirætlunum sínum og áformum, svo að ekki hefði verið um að villast. Ef aðrir hefðu tekið skrif þeirra alvarlega, hefði verið hægt að koma í veg fyrir skað- semdina af verkum þeirra. Af þessu yrðu menn að læra og átta sig á því, að Krúsjeff meinti bók- staflega það, sem hann segði um framtíðarsigur kommúnismans. Þann sigur ætluðu kommúnist- ar að vinna með lævísi, áróðri og fjármálaráðstöfunum í stað vopnavalds. Vissulega er þráseta komm- únista í íslenzku ríkisstjórninni, þrátt fyrir margs konar óvirð- ingu, er þeir verða að þola, enn' ein sönnun þess, að túlkun Spaaks á baráttuaðferðum komm únista nú er rétt. Má og segja, að ekki sé mikil nýung í því, sem Spaak segir um þetta, því á þessi sannindi hefur oft verið bent áð- ur. En góð vísa verður seint of oft kveðin, enda er Spaak ein- hver mælskasti ræðúmaður, sem nú er uppi og talar af þeim sann- færingarkrafti, sem fáum er gef- inn. Vaxandi samfélaá Svo áhrifaríkt, sem er að heyra til Spaaks, er þó ekki síður á- nægjulegt að hlýða á og hitta mann eins og Robert Schman fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra Fakka. Schu- man er er einn þeirra, sem mest- an þátt eiga i nánari samvinnu hinna sex Evrópuríkja: Benelux- Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.