Morgunblaðið - 22.09.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. sept. 1957 MORCUNBL AÐ1Ð 11 ÞaB erfibasta er h orfið úr vinnunni - segir bændahöfðinginn á Arnbjarg- arlæk sem verður áttræður í dag SIÐSUMARKVÖLD í sveitum landsins hafa löngum verið hag- yrðingum yrkisefni. Ef við Gunn- ar Rúnar, annar hvor eða báðir, værum skáldmæltir, hefðum við vafalítið fundið okkur knúða til þess að berja saman ljóð, þar sem við hefðum dásamað þá miklu fegurð er fyrir augu bar, er við komum norður fyrir Hafn- arfjall og Borgarfjörðurinn blasti við okkur. Hvergi var skýhnoðri á himni, septembersólin, sem kom in var á vesturhimininn skein í heiði. Haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta skrúða. Stafalogn og kyrrð. Gunnar sagðist oft hafa verið á ferð í Borgarfirði. Ég held ég hafi aldrei fyrr verið hér í svona fallegu veðri. Það gat ekki hjá því farið, þó við værum að flýta okkur, að ferðin hlaut að tefjast. Það er ekki nokkur leið að aka með 60—80 km hraða þar um sem slík fegurð ríkir. Ferðinni var heitið til Davíðs óðalsbónda á Arnbj argarlæk. Ég spurði Gunnar Rúnar að því hvort hann hefði komið að Arnbjargarlæk, og sagði honum um leið frá því, að ég hefði fyrst séð þangað heim er ég var lítill strákur, á leið upp að Reyk- holti í langferðabíl. — Ég man að einhver kunnugur í bílnum benti út um gluggann og sagði eitthvað á þessa leið: Þarna upp frá sjáið þið Arnbjargarlæk, þar sem Davíð býr. — Ég, sem strákl- ingur úr Reykjavík, vissi þá að sjálfsögðu engin skil á þeim manni. — Ég horfði eins og aðr- ir í bílnum á hið hvítmálaða há- reista bæjarhús. Maðurinn í bíln- um hafði bent okkur á fjölmarga bæi á leiðinni, en þau nöfn fóru inn um annað eyrað og út um hitt, eins og við mátti búast. En þegar þessi samferðamaður benti á Arnbjargarlæk, þá man eg hve undrandi ég varð: Ég hafði aldrei fyrr séð jafn stórt sveitabýli. Ég gleymdi ekki þessu bæjarnafni. Þangað kom ég þó ekki í þeirri ferð, né öðrum síðari, og ekki fyrr en á þriðjudagskvöldið var. Á þeim árum sem liðin eru frá því þessi stutta ferðasaga gerð- ist og þar til nú, hefur mér oft verið sagt frá Davíð á Arnbjarg- arlæk, því um hann og af hon- um eru margar sagnir, en þetta kvöld var í fyrsta skiptið sem við hittumst. Það var orðið kvöld sett er við ókum í hlað á Arn- bjargarlæk. ★ Þegar við höfðum heilsað Davíð á bæjarhellunni, höfðum við eðlilega orð á því við hann hve undurfagurt væri þaðan að horfa yfir sveitina. — Já, þetta er fallegt veður, og svona má segja að sumarið hafi verið allt. Það getur varla verið betra, sagði Davíð, og bætti við: Ég man ekki betra sumar síðan 1916. Við göngum inn, og við förum þar um stofur og síðan fram í stigaganginn og upp á loft. Eitt af því sem ég hafði heyrt um Arnbjargarlæk, sá ég nú í fyrsta skipti — marmaratröppurnar. Sennilega er það eina bæjarhúsið í sveit hér á landi þar sem marm- ari er á öllum stigum og stiga- pöllum. Þetta þótti þvílíkt ný- mæli hér á landi, að á þessu var haft orð ekki aðeins í Borgar- firði, heldur um land allt á sín- um tíma. f skrifstofu Davíðs uppi á efri hæð, hanga myndir af foreldr- um konu hans Erlendi Gunnars- •yni og Andreu á Sturlureykjum. Vfir þeim er mynd af gamla bænum. þar, — Erlendur varð eins og þ»6 munið hafa heyrt, fyrstur manna hér á landi, til þess að hagnýta jarðhitann til upphitun- ar á bæ sínum, sagði Davíð. Á þeim sama vegg hanga myndir af Þorsteini Davíðssyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur foreldrum Davíðs. — Faðir minn tók við þess- ari jörð 1887, þá eign afa míns Davíðs á Þórgautsstöð- um. Þá mun hafa verið um 100 hesta töðufall. Yfir myndunum af foreldr- um hans er gamalt málver af gamla bænum og fjár- húsum tveim miklum skammt frá bænum. — Gamli bærinn stóð hér neðar og sunnar í túninu. Arnbj argarlækur hefur alltaf verið talin góð sauðjörð, sagði Davíð. Yfir skrifborði hans er mál- verk af Arnbjargarlæk eins og þar er umhorfs í dag. — Úr skrifstofunni er hægt að ganga út á svalir sem snúa mót suðri og er þaðan víðsýnt mjög yfir hina fögru sveit. Að lítilli stundu liðinni, en nú var komið myrkur, kom frú Guð- rún inn til okkar með gasljós- lampa. — Við erum ekki enn bú- in af fá rafmagnið hingað til okkar, en það er komið hér á ná- læga bæi, sagði frú Guðrún. — Já þetta kemur allt með tíman- um, sagði Davíð bóndi hennar með hægð. Það er m.a. af þeim sökum, að ég hefi ekki fengið mér rafmagnsstöð, að ég tel það tæpast taka því úr þessu, því mikill er sá munur orðinn í sveit- unum eftir að rafmagnið kom þangað. Undir þetta tók frúin og sagði, að sennilega myndu engir til sveita, kunna betur að meta rafmagnið og blessaða birtuna en einmitt húsmæðurnar. Já, sagði Davíð, rafmagnið og vélvæðingin er að gerbreyta svo lífi fólks í þessu landi, að þeir sem komnir eru á aldur okkar hjónanna og muna þrældóm fyrri ára, telja búskap nú til dags vera orðinn hreinasta barnaleik. — Hvaða samanburður kemur til greina á handverkfærunum gömlu og hinum nýju vinnuvél- um? í gamla bænum hans föð- ur míns voru stundum um 20 manns í heimili við bústörfin og víða var álíka mikið af fólki. Hvað skyldu mörg sveitaheimili í landinu telja svo margt heim- ilisfólk í dag? Vinnuvélarnar hafa komið í staðinn og gjör- breytt þessu öllu. Það sem mestu máli skiptir finnst mér, er að það erfiðasta úr vinnunni er horf ið. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég lít björtum aug- um á framtíð landbúnaðarins.’ — Hvað segirðu þá um korn- ræktina og skógræktina. — Ég var orðinn svo gamall þegar kornræktin kom til sög- unnar, að ég gaf mig ekkert að henni. Skógræktin er stórmerki- legt mál. ★ Nú tók Davíð upp úr vasa sín- um lyklakippu. — Við skulum fá okkur glas. Meðan Davíð var að ná í glös- in, töluðum við um vín og vín- sortir og þekkingu manna á vín- um. — Það var hér á bannárunum í gamla daga, sagði Davíð, um leið og hann hellti í glösin úr flösk- unni, að miklar birgðir af víni sem gert hafði verið upptækt, hlóðs upp í Steininum í Reykja- vík og bar þetta á góma í Alþingi. Jörundur Brynjólfsson lagði þar til málanna. Sagði hann að hella bæri niður þessu víni. Það að það væri orðið svo gamallt, sumt af því 11 ára. Ég er ekki að segja ykkur þetta til þess að fara niðrandi orðum um Jörund, svona geta beztu menn hlaupið á sig, þegar þeir eru að ræða um hlut sem þeir hafa takmark- aða þekkingu í. Flest vín batna Davíð Þorsteinsson bændahöfðingi og óðalsbóndi á Arnbjargar- læk. Hann heldur á krókarefs keflinu. (Ljósm. Mbl.: Gunnar Rúnar). með aldrinum, sagði Davíð og hló við. í beinu framhaldi af þessu, sagði Davíð okkur frá skemmti- legu atviki, sem átti sér stað að Davíð hefir gengt fjölmörg- um opinberum störfum fyrir hrepp sinn og hérað. Verið herppsnefndaroddviti frá 19912, sýslunefndarmaður frá 1914 og hreppstjóri frá 1922. Var um skeið form. Kaupfélags Borg- firðinga og í skóianefnd Reyk- holtsskóla, formaður Flóabáts- nefndarinnar svo að nokkuð sé talið. Þrjú börn eiga þau hjón: Aðalstein bónda á Arnbjargar- læk, Andreu húsfreyju i Norð- tungu og Guðrúnu húsfreyju á Grund i Skorradal. ★ Svignaskarði fyrir allmörgum ár- um er Guðmundur Daníelsson bóndi þar, rak þar gistihús. Eitt sinn voru þar gestir samtímis tveir skipstjórar frá Reykjavík. Þar á bænum var þá vinnumaður sem vel kunni að meta tárið. Einu sinni kemur hann til hús- móðurinnar og segir við hana að nú muni Guðmundur bóndi sitja uppi í herbergi hjá skipstjórun- um og muni þeir vera að drekka vín. Vinnumanninum sárlangaði að komast í færi við skipstjórana og vínið þeirra, og þetta sá hús- freyjan og sagði honum að hann skyldi gera sér upp einhvert er- indi við bónda hennar og það gerði hann. Stóð hann í dyrunum er hann bar það upp. Á eftir spurðu skipstjórarnir hvort ekki mætti bjóða manninum glas. Hann játti þvi og vatt sér inn að borði til þeirra og rennt var í glas handa honum. Annar skip- stjóranna gerði sig líklegan til að hella sódavatni út í glasið hjá vinnumanni, sem sagði um leið og hann greip það. Það er óþarfi, þvi það er nóg af vatni hér í Svignaskarði! ★ — Mig langar til að spyrja þig um húsið þitt Davíð. — Hvi reist- ir þú svo mikið hús? — Mér fannst það liggja bein- ast við, úr því ég fór á annað borð að byggja. — Konan mtn og Kristján frá Steinum teiknuðu húsið og réðu öllu um gerð þess. Það var vorið 1923 sem ég gat byrjað á því. Það voraði óvenju- snemma þetta ár. Ég flutti sem- entið á vögnum frá Borgarnesi, en gluggarnir eru smíðaðir úr rekaviði. Ég sótti hann vestur að ökrum, sem ég eignaðist síðar. Já það var góður viður. Enn sér ekkert á gluggunum. Það var ó- neitanlega vel unnið við húsið og inn í það gátum við flutt um haustið. — Marmarinn á tröppunum? — Já marmarinn er eitt af því bezta í húsinu. Það sér ekkert á honum enn þann dag í dag, og það er alltaf jafnþægilegt að hreinsa stigana. — Mönnum þótti það tíðindum sæta með marmar- ann hjá mér. Við töluðum nú góða stund um Arnbjargarlæk, sem Davíð hefur gert að stórri bújörð. Hann var enn vinnumaður hjá föður sínum, er hann var talinn mesti fjáreig- andi um sunnanvert landið að minnsta kosti. Ég nefndi við hann töluna 1000? — Nei elcki voru svo margar kindur á gjöf hafðar. Kringum 900 voru þær. — Jú, ég mun þá hafa verið í tölu stærri fjáreig- enda. — Hér skaut ég því inn til við- bótar við steninguna, að hann hafi í þá daga einnig átt nokkrar góðar jarðir þar í grendinni. — Jú, ég átti um nokkurt skeið ýmsar jarðir, t.d. Spóamýri, og þar hóf ég minn búskap, en 1912 tók ég við búi föður míns. Eins átti ég Svartagil, Þórgauksstaði, sem koma við sögu í Heiðavíga- sögu, Guðnabakka og Akra. Veiði lækur er enn í eigu minni. — Tengdasonur minn hefir nú bú á Svartagili. — Þú ert einn af frumherjum samvinnuhreyfingarinnar hér um sunnanvert landið? — í þá daga og fyrst íraman af var samvinnuhreyfingin vissu- lega hugsjón sem átti miklu og almennu fylgi að fagna. — Þykir þár þetta hafa breytzt? — Því verður ekki í móti mælt, að viðhorfið til þessarar hugsjóna stefnu, hefur raskazt. Þessari • | fyrrum hugsjónastefnu bænd- anna, er pólitíkin óholl. Hún hefur leitt af sér ákveðna skiptingu: Fjendur og ekki fjend- ur samvinnustefnunnar. Þeir sem nú telja sig fylgjandi samvinnu- stefnunni hafa dregið þessa línu. Þeir eru bersýnilega fylgjandi því að kaupfélögin fái einokun- araðstöðu. Þetta er pólitíkinni að kenna. Hún hefur valdið því að samvinnuhugsjónin er rokin út í veður og vind. Er það vissulega miður farið, og á annan veg en frumherjarnir myndu viljað hafa, því þá þekkti ég flesta vel. Davíð hefur sjálfur verið milli 40—50 ár meðal forustu- manna Kaupfélags Borgfirðinga og yfir skrifborði hans hangir lágmynd af honum sem kaupfé- lagið lét Ríkarð Jónsson gera af honum er hann varð sextugur. Nú barst talið fram og aftur um dægurmál, landbúnað, trygginga- mál og óáran í mönnum. — Þeir virðast leggja allt kapp á það að geta náð sem mestu úr ríkissjóði og láta ríkið borga brúsann. Ég held, sagði Davíð, að um þetta ástand mætti segja það sama og mér varð að orði hér á kreppuárunum, er Tryggvi Þórhallsson, sagði mér frá því að hann væri búinn að ná í handa bændum 2—3 milljónir króna. Sagði ég þá eitthvað á þá leið, hvort þessir peningar væru þá ekki einmitt teknir frá þeim sem með peninga kunna að fara og þeir þá síðan lánaðir til þeirra, sem ekki kunna með þá að fara. Eruð þið ekki á sama máli um að það sé hóflaust hversu sótt er ó ríkissjóð og hann krafinn um bætur og styrki. Það hlýtur að taka einhvern enda. — Já, ég vorkenni ungdómin- um, sagði Davíð, og dæsti. — Þetta öryggisleysi á sviði fjár- málanna, er óhollt fyrir alla. Það getur enginn með sanngirni leg- ið ungdóminum á hálsi fyrir á- hugaleysi hans á sparnaði. Segja má að nú horfi svo hér hjá okk- ur, að þeir verði betur settir, sem ekki sýna ráðdeildarsemi. — Sagan af bræðrunum í Aust- urríki, hinum sparsama og hin- um, sem eyddi öllu í vínkaup, sé að verða að raunveruleika. Þeim hafði fallið í skaut jafn- hár arfur þessum bræðrum. — Þegar hinn austurríski gjald- miðill féll, en þá hét hann króna, átti ráðdeildarsami bróðirinn 50 þús. kr. í banka. Hinn átti ekkert nema tómar brennivínsflöskur. Svo fór við verðfallið, að hinn fyrrnefndi varð eignarlaus með öllu, en hinn átti eigur: Allar tómu brennivínsflöskurnar!! — Jú, mig undrar ekki þó þið hlægið, en hugleiðið þessa sögu á heimleiðinni. Við komum aftur sem snöggv- ast að ásókninni á ríkissjóðinn. Þetta með barnastyrkinn, sagði Davíð, kemur svo einkar þægi- lega fyrir sjónir. En hvaða sam- ræmi er svo í því og tökum t.d. ellilífeyrinn til okkar gamla fólksins. Þar er dálítið annað sjón armið, þvi þar er spurt: Getur hann lifað án hans? — Tókst líf- eyrisþiggj andanum að safna svo til elliáranna að hægt sé að svipta hann tilkalli til þessa lífeyris. Davíð handlék undarlegan hlut og spurði ég hann hvað þetta væri. — Krókarefskefli. Það telgdi hagleiksmaður sem dvaldist ár- langt hjá föður mínum og eins og þú sérð er hér grafið ártalið 1903. Hann var vestan frá Bíldu- dal þessi maður, hét Klængur. Skar hann þetta og telgdi úr birki grein. Þetta er vel gert, sérstak- lega trékúlurnar sem leika inni í rimlunum. Hann var hér sér til heilsubóta og gaf föður mínum smíðisgripinn að skilnaði. Nú stóð Davíð upp og gekk að skáp. Ofan á honum voru bæk- ur. — Hvaða bók hefur þú haft mesta ánægju af að lesa? — Einkum hef ég lesið forn- sögurnar. Alltaf hef ég haft álit á Agli. Það var ekki tómur ofsi, athugull hefur hann einnig verið. í skáp þar í skrifstofunni, sá Framh. i bl*. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.