Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 1
20 síðuv Seglskip ferst í stormi með 86 manns innanborðs Lissabon og Hamborg 23. sept. (NTB) ÞÝZKA seglskipið Pamir er talið af með 86 manns. Það fórst um 500 sjómílur suðvestur af Azor-eyjum í ofsastormi og þoku. 20 skip taka þátt í leit að skipinu, sem er erfið vegna þess hve skyggni er slæmt. Seglskip þétta var skólaskip. A því voru 86 manns, það er 35 manna áhöfn og 51 ungt sjómanns efni. 25 hinna ungu pilta voru I fyrstu sjóferð sinni, en vngsti maður um borð var 16 ára. Síðarihluta laugardagsins var Pamir statt úm 500 sjómílur suð- vestur af Azor-eyjum. Skall þá yfir fárviðri. Þá heyrði norska olíflutningaskipið Tank Duke neyðarskeyti frá Pamir. Var þar skýrt frá að segl skipsins hefðu rifnað í storminum, framsiglan væri brotin, þá hallaðist skipið 45 stig og var orðið lekt. Er hætt við því að miklar skemmdir hafi orðið á skipinu þegar siglan brotnaði. í dag (mánudag) birti Lissabon dagblaðið Diario de Lisboa þá fregn frá fréttaritara sínum á Azor-eyjum, að hið þýzka segl- skip Pamir hefði sokkið meðan bandaríska skipið President Tayl or og Liberiu-skipið Penntrailer voru í grennd við það. Ekkert gátu þessi skip þá aðhafzt tii björgunar sakir fárviðris. LISSABON, 23. sept. — Seint í kvöld tilkynnti brezka skipið Saxon Lloyd, að það hefði tekið um borð fimm skipbrots menn af þýzka seglskipinu Pamir. Þeir voru í bátkænu og orðnir mjög þrekaðir. NTB Fjöldaæsingar við Osló 23. sept. Einkaskeyti frá NTB. LÍK Hákonar VII Noregskonungs var í dag borið frá svefnherberg- inu í konungshöllinni til hallarkapellunnar. Var kapellan fagur- lega skrýdd með hvítum blómum. Voru líkbörurnar lagðar fyrir kórdyr. Þar mun lík konungs standa uppi fram á sunnudag. Loga kertaljós á háum stjökum umhverfis börurnar og hermenn úr líf- verði konungs standa heiðursvörð við þær. skólaian í Little Rock LITTLE ROCK, 23. sept. — (Reuter—NTB) I DAG komust 11 blakkir unglingar inn í miðskólann í Little Rock. Hleypti þetta af stað nýrri ólgu í bænum og stóðu handa- lögmál lengi dags umhverfis skólann. Hvítir ofbeldismenn léku svertingja grátt fyrir framan skólann. Innandyra urðu einnig siagsmál og eftir nokkrar klukkustundir flýðu hinir blökku nem- endur heim til sín og voru blóði drifnir. Við húskveðjuna i dag tóku Ólafur konungur, Haraldur krón- prins og Ástríður prinsessa sér sæti í kór, en hirðmenn og starfs- fólk við höllina fylltu hvert sæti kapellunnar. Eivind Berggrav biskup flutti húskveðju og lagði út af orðum ritningarinnar „Hjá þér er uppspretta ljóssins". — Biskupinn, sem hefur verið ná- kunnugri konungi en flestir aðr- ir, lýsti persónuleika hins látna konungs, en sterkustu þætti hans kvað hann hafa verið iðju- semi, trúmennsku og skyldu- rækni. ★ Biskupinn nefndi það einnig, hve það hefði verið konungi mik- il gleði ,að hann vissi, hve verð- ugur arftaki hans væri. Þegar biskupinn hafði heimsótt hann á banabeði hafði hann mælt með öryggi og stolti föður í rómn- um: „Nú fel ég þetta allt í hend- ur Ólafi.“ Líkbörur konungs munu standa uppi í hallarkapellunni fram á sunnudag og mun almenningi gefið færi á að kveðja þar sinn ástsæla þjóðhöfðingja. Verður Gailskell biður um kapellan opin fjórar klukkustund ir á dag. ★ Útför konungs fer fram á þriðjudag í næstu viku. Ekki Á FUNDI norska ríkisráðsins sem haldinn var snemma á laug- ardagsmorgun undir forsæti Ólafs konungs skömmu eftir andlát Hákonar VII las hinn nýi konungur eftirfarandi til- kynningu: — ÞaS er skylda mín, að til- kynna ríkisráðinu, að ástkær fað- ir minn, hans hátign Hákon kon- ungur hinn sjöundi andaðist í morgun kl. 4,35. Samkvæmt stjórnarskránni hef ég tekið við riki, sem konungur Noregs og hef undirritað skrif- legan embættiseið samkvæmt fyr irmælum 9. greinar stjórnarskrár innar. Ég mun bera nafnið Ólafur V og mun taka sömu einkunnar- orð og faðir minn: „Noregi allt“. <S>-------------------------------- hefur enn verið gefin út opinber tilkynning um hverjir útlendir þjóðhöfðingjar verði viðstaddir útförina, en þegar er vitað að konungar Svíþjóðar og Dan- merkur og forseti Finnlands munu koma þangað, einnig Júlí- ana Hollandsdrottning og Baud- ouin Belgíukonungur. Hertoginn af Glouchester verður fulltrúi Elísabetar Bretadrottningar við útförina. gleði og fullnægingu, að finna hve starf hans var mikils metið af norsku þjóðinni, sem hann hafði lifað með svo mörg ár. Það hlýjaði honum eink um, að finna þá ást og þakk- læti sem mætti honum frá Framh. á bls. 19 Eftir því sem næst verður komizt var innganga svörtu ungl- inganna í skólann vandlega sk;ipú lögð. Faubus ríkisstjóri hafði skipað þjóðverðinum, sem gætt hefur skólans að hverfa heim. Var það ætlunin að blökkum nemendum yrði þar með heimil innganga í hann. En í stað þjóðvarðarins söfn- uðust um 200 hvítir óbreyttir borgarar kringum skólann og var það yfirlýst ætlun þeirra að hindra inngöngu svörtu nem- endanna. Þá var það sem fimm svert- ingjar fórnuðu sér fyrir nem- endurna. Þóttust þeir vera nemendurnir og ætluðu að ganga bakdyramegin inn í skólann. Safnaðist múgurinn brátt allur kringum þá og lék þá grátt. Er þess m. a. getið að einn fimmmenninganna hafi verið sleginn í rot. Á meðan þetta var að gerast bak við skólann notuðu hinir 11 blökku nemendur tækifærið og læddust inn í skólann að framan- verðu. Barst fréttin út um það og trylltust nú margir hinna hvítu ofsækjenda við þessar fréttir. Var lögregla kvödd út til að stöðva óeirðirnar og hand- tók hún nokkra óaldarseggi. Bak við grindahlið skólans var einnig slegizt og endaði viður- eignin í dag með því að svörtu nemendurnir urðu að flýja úr skólahúsinu og hverfa heim. <•>■ r Boðskapur Olafs konungs fimmfa fil þjóðar sinnar aukaþing LONDON 23. sept. — Hugh Gait- skell foringi stjórnarandstöðunn- ar í Bretlandi hefur skorað á Macmillan forsætisráðherra að kveðja Neðri málstofuna saman til aukafundar til að ræða síðustu aðgerðir stjórnarinnar í fjármál- um. Áskorun þessi kemur fram vegna þeirrgr ákvörðunar brezku stjórnarinnar að hækka forvexti hjá Englandsbanka úr 5 í 7%. Er það tillaga Gaitskells að umræð- ur um þetta mál fari fram þegar eftir að Thorneycroft fjár.nála- ráðherra snýr heim af fundi Al- þjóðabankans. — ★ — Samtímis þessari tilkynningu birti hinn nýi konungur yfirlýs- ingu til norsku þjóðarinnar svo- hljóðandi: — Kæru landar: Ég veit, að þið eruð allir með mér og fjölskyldu minni í sorginni við andlát ástkærs föður míns, Hákonar konungs sjöunda. Fyrir 52 árum tók hann við háleitu hlutvrki, sem norska þjóðin hafði falið honum. Við vitum, hvernig hann reyndi alltaf þann langa tíma sem hann var Noregskonungur, á góðum og vondum tímum að lifa eftir einkunnarorðum sinum: „Noregi allt“. Hann fékk að upplifa þá Mynd þessi var tekin af ríkisráði Noregs þegar það kom saman á laugardagsmorgun skömmu eftir andlát Hákonar konungs. f miðjunni er Ólafur V konungur, vinstra megin við hann Hal- vard Lange utanríkisráðherra og hægra megin Einar Gerhardsen forsætisráðherra Lík Hákonar konungs á dánarbeði í konungshöllinni í Osló. Konungurinn dó í trausti á Ólat son sinn og arftaka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.