Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. sept. 1957 MORCUISBIAÐIÐ 9 C. Fanney Nikulásdóttir • :. M i nningarorb „GOTT mannorð er gulli dýrmæt. ara“, segir íslenzkt spakmæli. í þessum fáu og látlausu orðum felst ekki aðeins háleit lífsspeki, heldur einnig það, sem feður vor- ir til forna töldu hina mestu hamingju mannsins, að ávinna sér lífs og liðinn gott mannorð og minningar. Þessi hugsun hefur ávallt verið aðalsmerki allra góðra manna. Við komumst vart hjá því að kynnast mörgum mönnum á lífs- leiðinni, fólki, sem nefur mis- munandi áhrif á okkur. Einn verð ur minnisstæðari öðrum hverra hluta vegna. Þannig minntist ég Geirþrúðar Fanneyjar Nikulásdóttur, sem í dag verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju, vegna hinna óvenju- legu og miklu mannkosta, sem hún var gædd. Fanney var fædd 23. okt. 1909 á Kirkjulæk í Fljótshlíð dóttir un: hjónanna Nikulásar kennara j Þórðarsonar ívarssonar bónda í Tungu í Fljótshlíð, og konu hans Ragnhildar G. Pálsdóttur Einars- sonar bónda og gullsmiðs frá Meðalfelli í Kjós. Var Nikulás íaðir Fanneyjar af hinni mei-ku Bolholtsætt, en Ragnhildur móðir hennar af hinni nafnkunnu ætt Finns biskups Jónssonar. í báð- um þessum ættum er stórmerkt gófu- og hæfileikafólk og hafa margir helztu eiginleikar þessara ætta varðveitzt hjá niðjunum allt til þessa dags. Fanney hlaut því að verða minnisstæð hverjum þeim, er hún kynntist, sökum hins sterka persónuleika síns og höfðingslundar, sem hún átti í ríkum mæli. Hún var alltaf stór í sér á hvorn veginn sem var og sjaldan hef ég kynnzt heilsteypt- ari, hreinlyndari og betri stúlku að allri gerð. Mikla og góða hæfileika fékk Fanney í vöggugjöf bæði til munns og handa. Var hún um tvítugt send til náms í skólann að Laugum og dvaldizt þar tvo vetur. Eftir það fór hún til Eng- lands og lærði ensku. Þaðan fór hún svo til Danmerkur og gerð- ist heimiliskennari og kenndi ensku. Þá stundaði hún einnig nám vetrarlangt við lýðháskól- ann í Askov. Kom hún svo heim til íslands og lagði stund á verzl- unarstörf. Starfaði hún þá lengst af í Hljóðfærahúsinu hjá frú Friðriksson eða til ársins 1946, er hún fór aftur til Danmerkur til náms og starfs. Meðan hún dvaldi i Danmörku stundaði hún meðal annars saumaskap og sau naði modelkjóla, enda var sótzt eftir vinnu hennar, vegna mikillar vandvirkni og smekkvísi. Haustið 1950 kom hún svo aftur heim og hefur að mestu síðan unnið í verzl. Feldinum hér í bænum. Hvað eina sem Fanney tók sér fyrir hendur var allt unnið af frábærri samvizkusemi og trún- aði. Skapgerð hennar bauð henni að vanda verk sín stór og smá. Með sanni verður sagt, að „verkið hafi lofað meistarann". Nú að leiðarlokum, þegar dag- ur Fanneyjar er allur hér í heimi verður mér sérstaklega nugsað til hins óbilandi þreks, sem hún átti yfir að ráða, kæríeikans og fórnfýsinnar, sem einkenndi hana alla tíð og sem fram kom bæði við skylda og vandalausa. Alltaf var gott að vera í ná- vist hennar, hvort sem hún var sjúk eða heilbrigð. Það var vissu- lega undursamleg hvatning í því fólgin að sjá, hvernig Fanney bar heilsuleysi sitt og mótlæti æðrulaust mikinn hluta ævi sinn- ar, hvernig hún stækkaði í and- streyminu og öðlaðist þá ham- ingju sem lýsti langt yfir bölið. Slíkt gerist ekki nema fyrir Guðs náð, en á hann trúði Fanney af einlægni hjartans. Slikt fólk verð ur ávallt minnistætt og þá ekki \ hvað sízt elskandi vinum, sem kveðja Fanneyju í dag hinztu kveðju. Ég votta systkinum henn- ar, og systurbörnum — og öðrum vandamönnum innilegustu samúð mína, því ég veit, að þau áttu hug hennar allan. Svo hjavtfólgin og góð frænka reyndist hún sykt. kinabörnum sínum. Minningin um Fanneyju frænku þeirra verð ur þeim hin góða Guðs gjöf, sem þau þakka og ávaxta í lífi sínu og okkur vinum hennar hvatniug, styrkur og uppörfun á gön0-nni. Blessuð sé minning hennar. H. G. Cuðlaugur Cuðlaugsson M i nningarorð Músik og ein' Áskorun Tónskálda- íélagsins Á AÐALFUNDI Tónskáldafélags ins nýlega var samkvæmt tillögu dr. Hallgríms Helgasonar sam- þykkt einróma eftirfarandi álykt- „Aðalfundur Tónskáldafélags íslands 1957 telur nauðsynlegt, að músík sé felld inn í skólakerfi monnrækt Skólakerfi, er veitir rækilega handleiðslu og kennslu í téðum greinum, er vafalaust bezta trygg ing fyrir því, að upp rísi blóm- legt miisíklíf, söngfélögum og hljómsveitum fjölgi, sungið verði og spilað á heimilum þjóðarinn- ar, aðsókn að hljómleikUm og óprusýningum og skilningur tónlist fari vaxandi og nótnaút- gáfa aukist til eflingar ungum tónbókmenntum landsins. Þess konar skólakerfi mundi ennfrem ur með ýmiss konar tóniðkun geta leyst margan uppvaxandi þegn frá auðnuleysislegu götu- rjátli, siðleysi og sóun á dýrmæt- um tíma og persónukröftum. Æskan tekur við arfi meistar- anna: Richard Strawss (1864— 1949), hið heimsfræga óperu- tónskáld kennir sonarsyni sín- um að spila. landsins á svipaðan hátt og með öðrum menningarþjóðum. Nú má heita, að þessi menntagrein sé hér mjög afrækt, til stórtjóns fyrir tónmenntalíf framtíðarinn- ar Músík þarf að vera iifandi í meðvitund þjóðarinnar. Og skól- inn hlýtur að kveikja það líf einna fyrst, sé rétt á haldið. Bregðist hann, falla niður óbæt- anlegir þróunarmöguleikar. Fundurinn varar við því ástandi, sem nú ríkir í skólum landsins í músíkuppeldi, og lítur svo á, að gagngerðar umbætur á því sviði séu ein öruggasta leiðin, til þess að skapa eðlilegt og fjöl- breytilegt músíklíf, auka sam- söng, hljóðfæraleik og æðri og lægri tónsköpun, efla áhuga á hljómleikasókn, bæta smekk, víkka sjónhring og auka starfs- gleði og manngildi uppvaxandi kynslóðar.“ Tillögu þessari fylgdi svohljóð- andi greinargerð frá flutnings- manni hennar: Hámenning og músík Grundvöllur að músikmenn- ingu fullorðinna er lagður í æsku, hann ræður því úrslitum varð- andi músíkþroska þjóðarinnar um framtíð alla. Hámenning þjóðanna hefir á hverjum tíma ætíð alið með sér auðugt músíklíf, allt frá vöggu- lagi móðurinnar, vinnulagi a'býð unnar upp til einleikara tón- höfunda og vísindamannr. Skólinn er sú nútímastufnun, sem nær til allra jafnt. O hann er því ómissandi grundvallar- Glæðir félagslund Með þessu móti yrði skólinn að mannræktarstofnun. Hann gæti beint kröftum æskunnar að verk- efnum, sem áður voru gjörsam- lega óþekkt, verkefnum, sem þroska skapfestu jafnt sem skiln ings- og tilfinningalíf, — veita gleði, skapa fjölbreyttari áhuga og glæða félagslund. Við slík skilyrði mundi skólalífið fá létt- ari og geðfelldari blæ. Með tilliti til þess menningar- og siðfágunargildis, er felst í réttilega iðkaðri músík, getur Tónskáldafélagið ekki annað en bent á hið óbætanlega tjón, sem allt músíklíf hlýtur, skólarnir, æskan sjálf og þar með þjóð- félagið í heild, svo lengi sem nú- verandi ástand helzt óbreytt. í DAG er til moldar borinn Guð- laugur Guðlaugsson, sem venju- lega var nefndur Guðlaugur frá Árbæ. Hann lézt 15. þ.m. að heim ili sínu, Frakkastíg 26A. Guðlaugur var fæddur að Þverá á Síðu 9. des. 1882 og var því tæpra 75 ára er hann lézt. For eldrar hans voru Guðlaugur Guð laugsson og kona hans Jóhanna Ólafsdóttir. Um aldamótin fluttist Guð- laugur suður í Mosfellssveit. Var hann þar fyrst vinnumaður í Grafarholti, en síðan á Árbæ. Á þeim árum stofnaði hann ásamt fleirum Ungmennafélagið Aft- urelding. Varð hann síðar heið- ursfélagi þess félags. Á Árbæ bjuggu, er Guðlaugur kom þang- að, hin nafnkunna heiðurskona Margrét Pétursdóttir. Þar heima voru þá og dætur hennar, Krist- jana og Guðrún. Árið 1915 gekk Guðlaugur að eiga eftirlifandi konu sína, Guð- rúnu, dóttur hjónanna á Árbæ, a Eyleifs og Margrétar. Varð hjóna band þeirra mjög ástúðlegt og innilegt alla tíð. Þau eignuðust sex börn. Eitt þeirra dó í æsku, en þau, sem upp komust, eru: Ásta Margrét, gift Björgvin Grímssyni kaupmanni, Elín Jó- hanna gift Ralph Hannam, starfs manni hjá brezka sendiráðinu, Leifur bílstjóri, kvæntur Stellu Tryggvadóttur, Guðrún gift Björgvin Einarssyni vélvirkja og Erlendur Óskar, prentari. Guðlaugur var vörubílstjóri hér í Reykjavík undanfarin 35 ár. Var hann heiðursfélagi í stétt arfélagi sínu, og er það trú mín, að hann hafi borið þá viðurkenn ingu með sæmd. Þau ár, er hann stýrði bíl, varð hann aldrei fyrir neinu slysi. Má eflaust þakka það gætni hans og varkárni í öllum efnum. Tel ég mig hafa þekkt fáa jafn athugula um hvað eina í starfi sínu sem hann, svo sem ökuhæfni farartækis, rétta og ör- ugga hleðslu og gætni í akstri. Atvinna var oft stopul í þessu starfi fyrr á árum. Þó búnaðist þeim hjónum vel alla tíð. Var það að þakka reglusemi hús- bóndans og þeirri tiltrú, sem hann naut, og dugnaði húsmóð- urinnar, sem auk heimilisstarfa sinna saumaði ýmsan söluvarn- ing, svo sem kjóla og kápur. Var heimili þeirra ávallt gott heim að sækja. íbúðarhús sitt að Frakkastíg 26A byggði Guðlaug- ur 1923, að mestu leyti sjálfur. Guðlaugur var framúrskarandi áreiðanlegur maður, sem ekki mátti vamm sitt vita í nokkrum hlut; nokkuð fáskiptinn, en vildi fara rétt með hvað eina. Hann var mikill dýravinur og mann- vinur. Við, sem áttum þess kost að hafa kynni af honum árum saman, vitum, að útför hans verð Kvikmyndir KVIKMYNDAHÚS höfuðborgar- innar hafa að undanförnu haft upp á fátt góðra mynda að bjóða. Flestar myndir hafa verið ef til vill í meðallagi, en margar líka þar fyrir neðan. — Nýlega var sýnd í Austurbæjarbíói kvik- mynd með hinu girnilega nafni „Allt þetta og ísland líka“, ein- hver sú ómerkilegasta mynd, sem hér hefur lengi sézt og auk þess illa tekin (eða sýnd) því venju- lega vantaði „toppstykkið“ á all- ar persónur ef þær stóðu upp- réttar. — Mynd þessi var tekin sameiginlega af öllum Norður- löndum nema fslandi, enda hafði hún til að bera alla galla „norrænnar" kvikmyndagerðar, rýrt efni, lélega fyndni og fátæk- lega tækni. — Mynd þessi entist bíóinu ekki nema í tvo daga eða svo og sýnir það að ekki er hægt að bjóða reykvískum bíógestum allt. Nú sýnir Austurbæjarbíó ameríska kvikmynd í litum, er nefnist „Leiðin til Denver“. Er hér um að ræða eina af þessum alkunnu myndum sem gerast í Texas og þar um slóðir, þar sem skammbyssurnar eru á lofti og menn liggja eins og hráviði dauð- ir á gólfi drykkju- og spilaknæp- unnar. En þessum myndum verð- ur bezt lýst með þeim orðum, sem einu sinni sáust á knæpu- skilti í einni slíkri mynd: „Bann- aðalhlutverkum. Efni myndarinn ar er að vísu ekki merkilegt, en margt ber þar þó við sem hægt er að hlæja að og myndin er vel leikin og „typurnar" sem þar sjást skemmilegar. Sérstaklega er leikur Elfströms í hlutverki Ása-Nisse prýðisgóður. Nú, sem oft áður, er betur búið að Hafnfirðingum en okkur um kvikmyndakost. Bæjarbíó þar sýnir nú brezka gamanmynd „Allar konurnar mínar". Ég hef enn ekki séð þá mynd, en mér er sagt að hún sé góð. — Hins vegar hef ég séð spænsku mynd- ina „Marcelino" í Hafnarfjarðar- bíói og er það frábærilega góð og áhrifamikil mynd, listaverk sem hefur göfugan boðskap að flytja. Þá mynd ættu sem flest- ir að sjá og afsanna með því það, sem oft hefur verið sagt, að veru- legar úrvalsmyndir eigi litlu gengi að fagna meðal íslenzkra bíógesta. Ego. stofnun fyrir vaknandi tónsitynj- að að drepa píanóleikarann! un, söngvagleði, hljóðfæraþekk- ingu, nótnakunnáttu, öruggan skilning á tónbilum og hljómum. formfræði og þróunarsögu listar- innar. Stjörnubíó sýnir nú sænska gamanmynd, eins konar Bakka- bræðramynd sem nefnist „Asa- Nisse skemmtir sér“ með þeim John Elfström og Arthur Rolén í Rúmle«[a 80 bílar DETTIFOSS kom um helgina ut anlands frá. Hafði skipið farið til Rússlands og Þýzkalands og tek- ið vörur heim. Frá Rússlandi voru á þilfari skipsins 58 rússneskir jeppar, en með sérstöku lagi mun vera hægt að koma tveim til við- bótar, þ.e.a.s. ef bílarnir eru ekki í kössum eins og hér átti sér stað. I lest voru 28 bílar, einnig jeppar. Meðal þess af varningi sem skip ið flutti voru 300 tonn af tunnu- gjarðajárni, sem fer í tunnuverk- smiðjurnar á Siglufirði og Akur- eyri. Aðrar vörur voru stykkja- vörur aðallega frá Tékkóslóvakíu. ur ekki gerð af ríki eða bæ, né stytta reist honum til heiðurs fyr ir þátt hans í stjórnmálum eða öðrum opinberum málum. En við hyggjum samt, að ef nógu marg- ir væru slíkir sem hann i við- skiptum við lífið og tilveruna, þá vær’ heimur vor nú betur á vegi staddur en raun er á. Guðlaugur veiktist fyrir hér um bil fjórum árum af sjúkdómi þeim, er nú hefir dregið hann til dauða. Oft var hann mikið þjáður, en aldrei brást rósemi hans, kvalaköst bar hann með stillingu og án þess að kvarta. Mun hann áreiðanlega hafa gert sér far um þetta, til þess að kona hans sæi ekki hve mjög hann þjáðist. Alsystkini Guðlaugs sál. eru Jóhannes, fyrr bílstjóri í Reykja- vík, nú hjá syni sínum á Brekku í Biskupstungum, og Steinunn húsfreyja á Galtalæk. Faðir þeirra systkina lézt, er þau voru ung. Hálfbróðir þeirra frá seinna hjónabandi móður þeirra, er Magnús Guðmundsson starfsmað ur í Alþýðuhúsinu. Við vinir hjónanna á Frakka- stíg 26 A, vottum Guðrúnu Ey- leifsdóttur og börnum hennar innilega samúð um leið og við kveðjum mann hennar með þakk læti og söknuði. Guðrún mín. Um leið og ég færi þér og fjölskyldu þinni mín- ar innilegustu samúðarkveðjur, þá vil ég muna með þér alla þá ástúð og umhyggju, sem þú hefir notið með manni þínum um öll sambúðarárin. Megi sú minning lýsa þér um öll ókomin ár, þótt nú dragi fyrir sól að sinni. Mun hann vilja þakka þér samfylgd- ina og alveg sérstaklega alla umhyggju í veikindum hans, sem staðfestu, að þar fór mann- kosta kona. Var sem kraftar þín- ir ykust við hverja raun. Kæri Guðlaugur. Um leið og ég nú fylgi þér síðasta spölinn, þá rifjast upp fyrir mér minning- ar um margar góðar stundir á heimili þínu gegnum árin. Ég vil sérstaklega nefna jólahátiðina, þegar 'allir voru komnir í sín beztu klæði og þú settist með hugvekjurnar, og í kringum þig voru börn, barnabörn og fullorð- ið fólk. Allt var svo hljótt og há- tíðlegt. Jólin kotnu ekki fyrr en þú varst búinn að lesa, eða það fannst okkur. Þetta og svo margt annað sannfærði mig um mann- kosti þína og gæfu. Mættum við eignast fleiri slíka vini sem þig. Hvíl í friði. Gamall vinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.