Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 11
JÞriðjudagur 24. sept. 1957 MORCrwn 4Ð1Ð 11 Það er hægt að nota kornunga drengi til j»ess ið aka traktorunum. Hér sjáum við hvar Pétur Ottesen er að segja tveimur litlum snáðum fyrir verkum, frænda sínum og dóttursyni. — Samvinna bænda um vélanotkun við votheyskap He/msókn til aIJb/ngismannsins oð Ytra-Hólmi EITT AF mestu vandamálum landbúnaðarins í dag er skortur á vinnuafli og jafnframt hið háa verðlag þess ef það er fáanlegt. Afurðir bænda eru ekki í það háu verði, að hægt sé að kaupa mikið af dýru vinnuafli til slarfa á býlunum. Að sönnu hefir vél- væðing landbúnaðarins aukizt mjög hröðum skrefum. En vélarn ar eru líka dýrar og í allmörgum tilfellum er hagnaðurinn af not- kun þeirra vafasamur, og þá sér- staklega þegar í smáum stíl er. Samvinna um heyvinnuvélar Það fer því mjög í vöxt er bændur leiti samvinnu um notkun þeirra. Fram að þessu hefir hér verið fyrst og fremst um vélar til ræktunarfram- kvæmda að ræða, en nú er einn- ig tekið að hafa samvinnu um notkun heyvinnuvéla. Hefir hér verið fyrst og fremst um að ræða vélakost til votheysverkunar. Á nokkrum stöðum á landinu hafa tveir eða jafnvel fleiri bændur slegið sér saman um kaup á fljót- virkum og notadrjúgum tækjum til votheysverkunar, flutt þessi- tæki á milli sín og síðan unnið til skiptis hver hjá öðrum. Hefir sú litla reynsla, sem þegar er fengin á þessu verið góð og telja þeir, sem reynt hafa að hér sé um mjög merkt spor í rétta átt að ræða. Heimsókn að Ytra-Hólmi Blaðið hafði fyrir nokkru spurn ir af því að þessi háttur heíði verið á hafður í sumar hjá þeim bændunum Pétri Ottesen alþingis manni að Ytra-Hólmi og Guð- mundi Jónssyni oddvita að Innra- Hólmi í Akraneshreppi. Tíðindamaður blaðsins brá sér því í heimsókn að Ytra-Hólmi fyr ir skemmstu og ræddi við þá bú- höldana um þetta fyrirkomulag þeirra. Að sönnu voru þeir þá hættir votheyskap, en tækin, sem til þessa voru notuð voru öll tii staðar og skýringar allar um til- högun verksins létu þeir Pétur og Guðmundur fúslega í té. Svo hagar til á báðum búunum, að votheysturnar hafa verið byggðir þar nýlega. Eru þeir um 12 metra háir á báðum stöðunum og 4 m í þvermál. Er áætlað að þeir taki um 400 hesta af heyi hvor um sig. Að þessu sinm telja þeir bændurnir að þeir hafi látið í turnana 340—350 hesta. Mikil afköst Það tók alls 6 daga að fylla báða turnana og afköstuðu því 6 menn meira en 100 hesta heyskap á dag með fyrrgreindum véla- kosti. Til fróðleiks er gaman að geta þess að fyrir um það bil 20 árum síðan þótti það hæfilegt að bóndinn hefði um 100 hesta hey- skap eftir hvern kaupamann, er ráðinn var í 8 vikur. Nú skilar kaupamaðurinn með hjálp vél- anna meiri afköstum á einni viku. Við alhliða heyskap (þ. e. þar Hér er þurrlieyið flutt heim og heyklóin notuð bæði sem hleðsluáhald og flutningatæki. Vinnutilhögun Við verkið notuðu þeir 5 trakt- ora. Heima við turninn hafa þeir svo fullkominn saxblásara. 6 menn þarf til þess að stjórna j þessum tækjum. Einn traktor- anna er notaður til að slá annar til þess að ýta heyinu saman og setja það upp á vagnana, en hey- inu er ýtt upp á þá. Tveir trakt- orar eru svo notaðir til þess að flytja heyið heim og fimmta traktorinn þarf til þess að knýja saxblásarann, þar sem á hvorug- um bæjanna er nægilegt rafmagn til þess að knýja hann, en til þess þarf 20 hestöfl. Það þarf því menn til þess að stjórna traktorunum, einn mokar af vögnur.um með þeim sem fara á milli og hinn sjötti „matar“ saxblásarann, Með þessum hætti gekk verkið liðlega og án allra tafa. Hins vegar var hér um að ræða tilraun í fyrsta sinn og teljá þeir Pétur og Guðmundur að hægt sé að ná enn meiri afköstum þegar æfing er fengin við verkið og lítils hátt- ar frekari lagfæringar hafa verið gerðar. Vantar vélaþekkingu Við Guðmundur áttum nokkr- ar samræður um hirðmgu véia almennt og þá fyrst og fremsl landbúnaðarvéla. Taldi hann ac á hirðingunni vildi því miður alloft verða nokkur misbrestur. Kom þar til bæði almennur trassaskapur, slæm aðstaða og lítil almenn þekking. En almenna þekkingu kvað Guðmundur mjög skorta hjá bændum í landinu og það sem í rauninni væri ennþá verra, bænd ur gætu ekki snúið sér til nokk- urs manns til þess að leita hjá honum ráðlegginga um vélakaup, því verkfæraráðunautar teldu sig ekki geta mælt ákveðið með einni tegund véla umfram aðra, þar sem með því brytu þeir hlut- leysisskyldu sína og ýmis inn- flutningsfyrirtæki teldu sér með því misboðið. Afleiðingin yrði svo sú að bændur keyptu oft ýmis tæki, sem síðar reyndust ekki henta þeim en slík skakkaföll hefði allur þorri þeirra ekkert bolmagn til þess að bera. Hér væri því um vandamál að ræða, sem einhverja lausn yrði að finna á, ef vel ætti að fara. Gamli og nýi tíminn Að samtalinu loknu gengum við út og horfðum á þar sem verið var að hirða inn þurrhey á Ytra-Hólmi. Til þess eru notuð hin fullkomnustu tæki. Heykló er á öðrum traktornum, sem not- aður var við hirðinguna. Bólstarn ir voru teknir upp í heilu lagi með klónni og settir á vagn, sem hinn traktorinn dró og í hverri ferð ók svo traktorinn með hsy- klónni heim einum bólstri. Heima tók svo gnýblásari við heyinu og blés því inn í hlöðu. Gekk allt þetta verk eins og í sögu. Meðan við fylgdumst með þessu verki bar þar að gamlan mann með hrífuna sína. Hafði hann verið að raka úti á túni. Maður þessi heitir Þorbjörn Sveinbjörnsson og átti sín létt-<j> Votheysturnínn er 12 m á hæð og 4 m í þvermál. Við hann stendur saxblásarinn með blísturspípunni, sem liggur upp á þakbrún. ustu starfsár fyrir og um fyrri heimsstyrjöldina. Þótti honum sem von var mikil breyting á orðin, frá því hver tugga var bund in í bagga og reidd heim á klakk. Spunnust um þetta skemmtilegar samræður þar sem borin var sam- an gamall og nýr tíir.i. Vinnst þó ekki tími til þess að rekja þær frekar hér. Enn ný tæki Rétt í þann mund er ég var að fara, kom stór flutningabíll í hlaðið. Hafði hann meðferðis nýjar vélar til viðbótar öllum þeim sem fyrir voru. Var það í ýtuútbúnaður á traktor með bæði gaffli og uppmokstursskúffu. Var sýnt af þessu að enn ætluðu þeir Ytra-Hólmsfeðgar Pétur og Jón sonur hans, sem býr með honum, að bæta við vélakost sinn. Það þarf fleiri verk að vinna á hinu glæsilega búi þeirra feðga en hirða 100 hesta á dag í vothey. vig. Myndlistarsýningu framlengd MYNDLISTASÝNINGU Nínu Tryggvadóttur, Þorvaldar Skúla- sonar og Valtýrs Péturssonar í Sýningarsalnum á horni Hverfis- götu og Ingólfsstrætis sem ljúka átti þ. 25. sept., hefur nú verið framlengd um einn dag vegna góðrar aðsóknar, og lýkur sýn- ingunni því fimmtudag 26. sept. Sýningarsalurinn er opin dag- lega kl. 10—12 og 2—10 e. h. Mjólkurbílstjórinn hefir komið með ný tæki heim að Ytra Hólmi og er verið að ræða um þau. Á myndinni sjást frá vinstri: Bílstjórinn, þá Jón Ottesen, síðan Pétur Ottesen og loks Guðmundur Jónsson á Innra-Hólmi. sem bæði er verkað vothey og þurrhey) er í dag talið að fáist 5—600 hestar eftir kaupmanninn á 8 vikum þar sem allgóður véla- kostur er. Milli Ytra- og Innra-Hólms er um 5 km vegnalengd. Sögðu þeir bændurnir að það hefði tekið um eina og hálfa klukkustund að taka blásarann niður, fiytja hann ásamt öðrum tækjum milli bæja og koma þar öllu í gang á ný. Ekki telja þeir Pétur og Guð- mundur að heppilegt sé að margir eigi þennan útbúnað saman. En fleiri en tveir gætu þeir eflaust verið. Oft vill svo fara þegar margir eiga sama tækið i félagi að lítil hirða er á því. Eir.n ætlar öðrum að smyrja það og halda því við og útkoman verður van- hirða og léleg ending.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.