Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 16
1«
MORGUIVBI AÐIÐ
Þiiðjudagur 25. sept. 1957
A
ustan
Edens
eftir
John
Steinbeck
138
o-
-a
i
„Viltu þá fara burt frá mér,
Aron?“
„Nei, en hví í fjandanum þurfti
hann að fara að gera þetta, sem
hann hafði ekki hundsvit á?“
Abra leit á hann með ásökun í
svipnum: — „Aron, talaðu ekki
svona um föður þinn. Ef þetta
hefði heppnazt vel hjá honum, þá
hefðu allir skriðið fyrir honum“.
„Það getur vel verið. En það
heppnaðist nú ekki. Og hann er
búinn að eyðileggja allt fyrir mér.
Ég get ekki Iitið framan í nokkurn
mann lengur. Ég hata hann, það
veit sá, sem allt veit. Ég mun allt-
af hata hann hér eftir“.
„Aron, svona máttu ekki tala“,
sagði Abra með alvöruþunga í
rómnum.
„Hann getur alveg eins vel
hafa sagt okkur tóma lygi um
mömmu".
Abra roðnaði í framan af reiði:
„Þú ættir skilið að verða flengd-
ur“, sagði hún. — „Og ef við vær
um ekki stödd þar sem allir geta
séð okkur, þá myndi ég sjálf
flengja þig“. Hún leit á frítt and
lit hans, sem nú bar merki ákafa
og örvæntingar og skyndilega
breytti hún um aðferð: — „Hvers
vegna spyrðu hann ekki blátt á-
fram um mömmu þína? Það ætt-
irðu að gera“.
„Ég get það ekki. Ég lofaði þér
því að gera það ekki“.
„Þú lofaðir bara að þegja yfir
því sem ég sagði þér“.
„En ef ég spyrði hann, þá
myndi hann vilja fá að vita, hvar
ég hefði heyrt það“.
„Jæja, jæja“, hrópaði hún. —
„Þú ert skemmdur af of miklu
eftirlæti. Ég leysi þig frá því sem
þú lofaðir mér. Spurðu hann
bara“.
Þýðing
Sverrii Haraldsson
□--------------------□
„Ég veit ekki hvort ég geri
ð“.
„Stundum langar mig bókstaf-
lega til að drepa þig“, sagði hún.
„En Aron — ég elska þig svo.
Ég elska þig svo“. Það heyrðist
hlátur og hvískur frá afgreiðslu-
borðinu. Þau höfðu bæði ósjálf-
rátt hækkað svo róminn, að nokkr
ir eldri skóladrengir heyrðu hvað
þeim fór á milli. Aron kafroðnaði
og tárin komu fram í augu hans.
Hann tók á sprett út úr kránni
og hljóp allt hvað af tók upp göt-
una.
Abra tók upp peningabudduna
sína, hin rólegasta, slétti úr pils-
inu og greiddi hr. Bell það sem
þau höfðu fengið. Á leiðinni til
dyra staðnæmdist hún hjá hinum
hlæjandi unglingum. — „Látið þið
hann £ friði", sagði hún kulda-
lega. Þegar hún gekk út, heyrði
hún að einhver sagði og reyndi að
herma eftir henni: — „ó, Aron,
ég elska þig svo“.
Þegar hún kom út á götuna, tók
hún til fótanna á eftir Aroni, en
hún hafði misst sjónar af honum.
Hún hringdi þá heim til hans og
Lee sagði henni að Aron væri ekki
kominn heim. En Aron var uppi
í svefnherberginu sínu, örvílnað-
ur og reiður. — Lee hafði séð
hann laumast inn og læsa svefn-
herbergisdyrunum á eftir sér.
Abra gekk eftir einni götunni
af annarri í Salinas, í þeirri von
að hún kæmi auga á Aron. Hún
var honum gröm, en hún fann
einnig til einmanaleika og vonleys
is. Aron hafði aldrei fyrr svikið
hana. Abra þoldi einveruna ekki
lengur.
Cal vissi hvað einvera var. Um
tíma hafði hann reynt að vera
með þeim Aroni og Öbru, en þau
vildu helzt ekkert með hann hafa.
Hann var afbrýðissamur og reyndi
sjálfur að ná í Öbru, frá bróður
sínum, en þær tilraunir hans voru
árangurslausar með öllu.
Honum veittist skólanámið auð-
velt viðfangs, en ekki að sama
skapi skemmtilegt. Aron varð að
leggja meira á sig við lesturinn,
þess vegna fann hann til meiri
fullnægju við það að læra
og hann bar virðingu fyrir
lærdómi, sem ekki stóð í réttu hlut
falli við gildi þess sem lært var.
Cal var kærulaus um námið og á-
nægður ef hann aðeins flaut i
gegn og þurfti ekki að sitja eftir
í bekknum. Hann hafði engan
áhuga á íþróttum eða neinu
öðru, sem hinir drengirnir í skól-
anum höfðu mest gaman af. Hið
vaxandi eirðarleysi rak hann út á
næturnar, þar sem hann reikaði
um, meðan annað fólk naut svefns
og hvíldar. Hann varð langur og
grannvaxinn og það var alltaf
einhver þungi og sorti í svip hans.
38 KAFLI.
I.
Frá því að Cal mundi fyrst eft-
ir sér, hafði hann þráð ást, um-
hyggju og hlýju, eins og flestir
menn aðrir. Hefði hann verið
einkabarn, eða ef Aron hefði ver-
ið öðru vísi, má vera, að Cal hefði
notið ástar og umhyggju á sama
hátt og flest börn. En allo frá
fyrstu stundu laðaðist fólk að
Aroni, sakir útlits hans og hrein-
skilnii Að • jálfsögðu reyndi Cal að
afla sér eftirtektar og ástar, á
þann eina hátt, sem hann þekkti
— með því nefnilega að reyna að
líkjast sem mest Aroni bróður sín-
um í öllu. En það, sem gerði hina
björtu hreinskilni Arons hrífandi,
varð tortryggnislegt og óviðfeld-
ið í fari hins dökkleita, smáeyga
Cals. Og þar sem þessi framkoma
hans var áunnin, var hún heldur
ekki sannfærandi. Það kom fyrir,
að Cal var ávítaður fyrir að segja
eða gera eitthvað, sem Aroni hafði
hins vegar verið launað með brosi
' ða brósyrðum.
Nokkur 1 á trýnið geta gert
hvolp mannfælinn og þannig get-
ur endurtekin frávísun hinna full-
orðnu gert dreng óframfærinn og
rflannfælinn ævilangt. En þegar
h -olpurinn tekur venjulega þann
kostinn, að snauta í burtu, eða
velta sér á bakið og dingla skott-
inu, fer litill drengur öðru vísi að,
Hann kann að hylja feimni sína
og óframfærni undir hjúp kæru-
leysis, mikilmennsku eða einveru.
Og þegar ungur drengur hefur
einu sinni reynt frávísun, heldur
hann áfram að finna kulda og
andúð, jafnvel þar sem raunveru-
íega er ekki um neitt slíkt að ræða
— eða, það sem verra er, hann
kallar það fram hjá fólki með því
einfaldlega að búast við því.
Hvað Cal snerti, þá hafði það
gerzt svo hægt og lengi, að hann
fann ekkert undirlegt við það. —
Hann hafði reist múr umhverfis
sig og bak við þann varnarvegg
var hann sjálfum sér nógur, nægil.
sterkur til að verja sjálfan sig
gegn árásum heimsins. Ef varnar-
veggur hans var nokkurs staðar
veikur, þá var það helzt þeim
megin sem að Aroni og Öbru
sneri og þó fyrst og fremst Adam.
Kannske var Cal einmitt svona
öruggur með sjálfan sig vegna af-
skiptaleysi föðurins. — Það var
betra að sleppa algerlega við alla
athygli annarra, en að vekja eft-
irtekt sem hafði jafnframt andúð
og kulda í för með sér.
Þegar Cal var enn mjög lítill,
hafði hann komizt að mjög merki-
legu leyndarmáli. Ef hann læddist
hljóðlega þangað sem faðirinn sat
og hallaði sér varlega að hné hans
var Adam vanur að lyfta hend-
inni alveg ósjálfrátt og klappa Cal
á öxlina. Sennilega hefur Adam
ekki vitað af því sjálfur, að hann
gerði það, en þessi atlot vöktu svo
viðkvæmar og ákafar tilfinningar
hjá drengnum, að hann sparaði
þessa sérstöku ánægju og naut
hennar aðeins, þegar hann þarfn-
aðist hennar sem mest. Þetta voru
töfrar, sem treysta mátti. Þetta
var hátíðlegt tákn um auðmýkt og
tilbeiðslu.
Hlutir breytast ekki, þótt um-
hverfið breytist. Cal eignaðist ekki
fleiri vini í Salinas, en hann hafði
átt í King City. Kunningja átti
hann og hann naut áhrifa og sér-
stakrar aðdáunar, en vini átti
hann ekki. Hann lifði einn og fór
einn sínar brautir.
2.
Hafi Lee vitað af því, að Cal fór
út á nóttunum og kom ekki heim
aftur fyrr en undir dögun, þá
minntist hann ekki á það við nokk
urn mann, af því að hann gat þar
engu til leiðar komið. Lögreglu-
þjónamir, sem voru á ferli, sáu
stundum til ferða hans á þessum
næturgöngum. Heisermann lög-
reglustjóri áleit það skyldu sína
að hafa orð á þessu við formann
barnaverndarráðsins, en hann full
Úrvals húsgögn
Útskorin sófasett
Hringsófasett
Armstóiasett
Nýtízku sett:
Svefnsófar
Sófaborð
Skrifborð og
Smáborð, 3 gerðir
Jólaannríkið er byrjað. Pantið húsgögnin tíman-
lega- — Munið að afborgunarfyrirkomulag á hús-
gögnum hjá okkur er þannig, að allir geta ráðið
við að eignast þau.
Bólsfurgerðin h.f.
Brautarholti 22 — sími 10388
Til leigu
Glaesileg 4ra herb. íbúð til leigu suður með sjó (í
Vogunum.) Ameríkani kemur ekki til greina. —
Uppl. á fasteignaskrifstofunni Bókhlöðustíg 7, opið
kl. 2—7 síðdegis, sími 14416.
M A R K U S Eftir Ed Dodd
NO/ WHY? GOOD HEAVHNS;
OO VOU THINK SOMEONE
SET THIS FIRE SO HE ^
COULD GET THE COLT ? -ð|
I SUSPECTED VOU'D
HAVE THIS FIRE...
IS ANVONE WITH
7 YOUR COLT
L .CHERRV. ’
MARK
1) Þegar heimafólk er farið til
að berjast við skógareldinn fer
Láki heim að Týndu Skógum og
tekur bæði hvolpinn og blináa
folann.
2) — Mýrarnar verða góður
felustaður. Þau finna folann ekki
þar.
3) — Markús, ert þú kominn
hingað?
— Já, mig grunaði, að skógar-
eldur myndi kvikna á næstunni.
Er nokkur sem gætir blinda fol-
ans nú?
— Nei, afhverju spyrðu. Ha!
Heldurðu að einhver hafi kveikt
bálið til þess að fá tækifæri til
að ná folanum?
vissaði lögreglustjórann um það,
að aldrei hefði komið nein kvört-
un yfir drengnum, frá skólanum
og að hann væri raunverulega
mjög góður nemandi. Lögreglu-
stjórinn þekkti að sjálfsögðu
Adam og þar sðm Cal braut ekki
neinar rúður eða gerði önnur
strákapör, sagði hann lögreglu-
þjónunum, að þeir skyldu fylgjast
með ferðum drengsins, en láta
hann afskiptalausan svo lengi sem
hann gerði ekki neitt af sér.
Tom gamli Watson hitti Cal eitt
sinn, seint um kvöld og spurði: —
„Hvers vegna ertu þú alltaf að
flækjast einn úti á nóttunum?"
„Ég ónáða engan“, sagði Cal
og bjóst þegar til varnar.
„Nei, það veit ég vel. En þú
ættir að sofa heima £ rúminu þínu
á nóttunum, eins og annað fólk“.
„Ég er ekki syfjaður“, sagði
Cal og það svar hljómaði sem ó-
skiljanlegasta fjarstæða £ eyrum
Toms gamla, sem ekki gat munað
eftir einu andartaki £ lífi sinu,
þegar hann hefði ekki verið syfj-
aður. í kinverska hverfinu horfði
drengurinn á þá sem spiluðu fan-
tan, en hann tók ekki þátt i því
sjálfur. Það var leyndardómur, en
jafnvel auðskiljanlegasti hlutur
var leyndardómur i augum Toms
Watson og hann gerði enga tilraun
til að ráða hann.
Á þessum göngum sínum minnt-
Ist Cal oft samtalsins milli Lee og
Adams, er hann hafði heyrt heima
í sveitinni. Hann vildi fá af vita
sannleikann og hann aflaði sér
upplýsinga og tindi þær saman,
smátt og smátt, með þvi að hlera
eftir athugasemdum á götunni eða
draga ályktanir af háðsglósunum
í ölkránni. Ef Aron hefði heyrt
þessi sundurlausu samtalsbrot, þá
myndi hann ekki hafa veitt þeim
neina sérstaka athygli, en Cal safn
aði þeim saman. Hann vissi að
mamma hans var ekki óáin og
hann vissi líka að það myndi ekki
verða Aroni til neinnar gleði, ef
hann fengi fvéttir af henni.
Eitt kvöld rakst Cal á Rabbit
Holman, sem kominn var í sína
árlegu skemmtiferð frá San Ardo.
Rabbit heilsaði Cal mjög innilega,
þ-í aí eins ->g allir sveitamenn,
þótti honum mjög vænt um að
hitta einhvem kunnugan í hinni
stóru, ókunnugu borg. ’ Rabbit sat
í garðshorninu, bak við Abbots-
krána, saup öðru hverju á flösk-
unni sinni og sagði Cal allar þær
fréttir er hann mundi eftir. Hann
hafði selt hluta af jörðinni sinni,
fyrir mjög hagkvæmt verð og nú
var hann kominr til Salinas, til
þess að halda þetta hátíðlegt. Og
auðvitað ætlaði hann að heimsækja
hóruhús. Hann skyldi sýna stúlku
SHUtvarpiö
Þriðjuxlagur 24. september:
Fastir liðir eins og venjulega.
19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum
(plötur). 20,30 Erindi: Blaðamenn
á landshöfðingjatímabilinu (Magn
ús Jónsson fyrrum prófessor).
20,55 Tónleikar (plötur). —■ 21,20
íþróttir (Sigurður Sigurðsson).
21,40 Tónleikar (plötur). — 22,10
Kvöldsagan: „Græska og getsak-
ir“ eftir Agöthu Christie; XI.
(Elías Mar les). 22,30 „Þriðju-
dagsþátturinn". — Jónas Jónas-
son og Haukur Morthens hafa um-
sjón með höndum. 23,20 Dagskrár
lok. —
Miðvikudagur 25. september:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik
ar af plötum. 19,30 Lög úr óperum
(plötur). 20,30 Erindi: Fuglinn
dúdú (Ingimar Óskarsson náttúru
fræðingur). 20,55 Tónleikar (pl.).
21,20 Samtalsþáttur: Edvald B.
Malmquist ræðir við Vigfús Helga
son kennara og Kristján Karlsson
skólastjóra bændaskólans að Hól-
mn í Hjaltadal, í tilefni af 75 ára
afmæli skólans í sumar. 21,35 Tón
leikar (plötur). 21,50 Upplestur:
Kvæði úr bókinni „Sól og ský“
eftir Bjarna Brekkmann. 22,10
Kvöldsagan: „Græska og getsak-
ir“ eftir Agöthu Christie; XII.
(Elías Mar les). 22,30 Létt lög
(plötur). 23,00 Dagskrárlok.