Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. sept. 1957 Sjónarmið Keflvíkinga í 2. deildarmálinu í MORGUNBLAÐINU og Tíman- um 19. þ. m. er grein frá fþrótta- bandalagi ísafjarðar, þar sem rætt er um úrslitaleik 2. deildar. Vegna þess að ísfirðingar segja ekki rétt frá í þessu máli og snúa staðreyndunum gjörsamlega við í sumum tilfellum, þykir fþrótta- bandalagi Keflavíkur rétt að rekja þetta mál frá upphafi, svo almenningur þurfi ekki að gera sér rangar hugmyndir um það. í maímánuði s. 1. fékk íþrótta- bandalag Keflavíkur bréf frá KSÍ þar sem okkur var tilkynnt hvaða leiki við ættum að leika í 2. deild í Reykjavík. Jafnframt var tekið fram í bréfinu, að úrslitaleikur- inn í 2. deild skyldi fara fram í Reykjavík föstudaginn 26. ágúst. Þá var og tekið fram, að Knatt- spyrnuráði Reykjavíkur hefði verið falið að sjá um þessa leiki. í keppninni hér á Suðursvæð- inu tóku þátt 6 félög og lauk henni svo, eins og kunnugt er, að Keflvíkingar sigruðu. f keppn- inni á Norður- og Vestursvæðinu var aðeins einn leikur. Var það milli ísfirðinga og Tindastóls frá Sauðárkrók. Sigruðu ísfirðingar í þeim leik. Engin þátttaka var frá Austursvæðinu. Til úrslita í 2. deild áttu því að keppa Kefl- vík og ísafjörður. Tveim eða þrem dögum fyrir úrslitaleikinn hringir form. KSÍ til form. ÍBK og óskar eftir því, að leiknum verði frestað um einn dag, til laugardags 27. ágúst, þar sem það henti ísfirðingum betur. Var strax orðið við þeirri ósk hans. Á föstudagskvöldið hringir svo form. KRR til form. ÍBK og óskar eftir því, að leiknum verði enn frestað til mánudagskvölds, þar sem ísfirðingar kæmust ekki með flugvél í bæinn. Var honum þá strax tjáð, að útilokað væri, að Keflvíkingar gætu Ieikið við fsafjörð á mánudag, þar sem ákveðin væri bæjarkeppni við Akureyri þann dag, en það var jafnframt tekið fram að Keflvík- ingar væru fúsir að ræða um aðra frestun á leiknum, ef þess yrði óskað. Form. KRR taldi öll vand- væði á því, að hægt yrði að koma leiknum fyrir síðar, og að ósk hans var ákveðið að fresta leikn- um um tvo tíma, eða til kl. 5 á laugardag. Var nú leikurinn leik- inn á tilsettum tíma og endaði með jafntefli eins og kunnugt er. Strax eftir leikinn, þegar sýnt var, að leika þurfti aukaleik, átti form. K.R.R. tal við báða leik- aðila um það, hvenær heppilegast væri að leika þann leik. ísfirðing- ar óskuðu eftir því að leikið yrði næsta mánudag. Keflvíkingar aft ur á móti tóku það skýrt fram við form. K.R.R., eins og þeir höfðu raunar áður gert, að úti- lokað væri, að þeir gætu leikið á mánudag, þar sem allur undir- búningur í sambandi við bæjar- keppnina við Akureyri, sem á- kveðin var snemma í sumar, væri það langt á veg kominn, að ekki væri hægt að snúa aftur með hana. M. a. var honum tjáð, að búið væri að auglýsa bæjarkeppn ina í útvarpi og víðar. Þrátt fyrir það, þó form. K.R.R. væri kunn- ugt um þetta, ákvað hann eða stjórn K.R.R. að leikurinn skyldi leikinn á mánudag. Tilkynnti for- maður K.R.R. okkur þetta á sunnudagsmorgun. Eftir að hafa fengið þessa til- kynningu fóru tveir fulltrúar frá Í.B.K. til Reykjavíkur til þess að reyna að fá þessu breytt. Áttu þeir tal við formenn K.S.Í. og K.R.R. um þetta mál. Töldu þeir, að eina leiðin til að fá þessu breytt, væri að reyna að komast að samkomulagi við ísfirðinga um frestun á leiknum. Snéru fulltrúar f.B.K. sér því til ísfirðinga og hittu að máli m. a. einn af farastjórum þeirra Jens Sumarliðason. Báru þeir upp erindi sitt við hann. Tjáði hann þeim að hann einn gæti ekki tekið neina ákvörðun um frestun leiksins og gat þess jafn- framt, að ekki væri hægt að ná í hina fararstjórana, en ákveðið væri að þeir hittust allir þá um kvöldið. Eftir að hafa náð tali af farar- stjórn ísfirðinga, bárum við aft- ur upp erindi okkar og óskuðum eindregið eftir því, að leiknum yrði frestað. Kváðumst við reiðu- búnir til að gefa eftir okkar hluta af tekjum úr báðum úrslitaleik- unum, ef þeir féllust á frestun á leiknum. (Því má skjóta hér inn í að flugferð fyrir 15 ísfirðinga kostar báðar leiðir kr. 7.290,00. Hálfan ferðakostnaðinn fá þeir greiddan, en hinn ber þeim að greiða). Með því að fá okkar tekj- ur úr báðum úrslitaleikunum hefðu þeir því átt að geta komið aukaferð til Reykjavíkur sér að kostnaðarlausu eða svo gott sem. Þá gekk form. K.R.R. svo langt til móts við ísfirðinga að hann bauð þeim að leika úrslitaleikinn hvaða dag sem þeir óskuðu, þann- ig, að þeir gætu komið þá helg- ina, sem hentaði bezt, ef þeir vildu fallast á að fresta leiknum nú. öllu þessu höfnuðu ísfirð- ingar. Þá var það að einn ísfirðingur- inn, Kristján Jónasson, stakk upp á því, að boði okkar væri snúið við, þ.e.a.s. Keflvíkingar færu vestur en ísfirðingar létu okkur fá sinn hluta af tekjum úr báðum úrslitaleikunum. Við tókum það þá skýrt fram strax, að við hefðum ekki umboð til að ákveða neitt um þetta at- riði, en væri það ósk þeirra, að þessi möguleiki yrði ræddur, vær um við fúsir að ræða hann. Ekki tóku ísfirðingar þó betur í þetta en svo, að aðeins einn, þ.e. til- lögumaðurinn, var samþykkur því að þessi leið yrði farin. Var nú sýnt að tilgangslaust var að ræða frekar við ísfirðinga um frestun á leiknum, enda kom það skýrt fram í viðræðunum við þá, að þeir kærðu sig ekkert um að reyna að komast að samkomu- lagi í þessu máli. Lauk svo fundi okkar með ísfirðingum. Morguninn eftir (mánudags- morgun) átti form. Í.B.K. tal við form. Knattspyrnuráðs Akureyr- ar, Harald Sigurðsson, og spurði hann, hvort möguleiki væri á að fresta bæjarkeppninni, þar sem nú væri sýnt, að Akureyringar þurftu að koma aukaferð til Reykjavíkur til að leika við K.R. um það, hvort liðið yrði áfram- í 1. deild. (Akureyri lék við Val kvöldið áður). Haraldur sagði að það kæmi ekki til mála að Akur- eyringar kæmu fjórðu ferðina til Reykjavíkur vegna íslandsmóts- ins. Þeir myndu sækja það fast að fá K.R. norður og leika við þá þar. Þetta væri því síðasta ferð Akureyringa suður. Um það að fresta hinni árlegu bæjar- keppni okkar var því ekki að ræða. Annaðhvort varð hún að fara fram á hinum ákveðna degi eða falla niður að öðrum kosti. Þá átti form. Í.B.K. tal við for- mann K.R.R. og tjáði honum, eins og hann hafði raunar gert áður, að Keflvíkingar gætu ekki hætt við bæjarkeppnina, til þess væri allur undirbúningur of langt kom inn. Óskaði form. Í.B.K. enn eftir því að úrslitaleiknum yrði frest- að, en form. K.R.R. taldi það ekki hægt. f hádegisútvarpi á mánudag er úrslitaleikurinn svo auglýstur. Í.B.K. auglýsti einnig bæjarkeppn ina í útvarpinu á sama tíma, en það hafði einnig auglýst hana bæði á laugardag og sunnudag. Þegar forráðamenn K.S.f. sáu í hvert óefni var komið, síðdegis á mánudag, tóku þeir réttilega þá ákvörðun að fresta leiknum, og var það auglýst í kvöldút- varpi. Hefðu fsfirðingar því vel getað sparað sér það ómak, að mæta til leiks þá um kvöldið. Nú verður hlé á þessu máli, vegna utanfarar Keflvikinga og fsfirðinga, þar til siðast í ágúst, að formaður f.B.K. óskar eftir því við formann K.S.f. að hann athugi möguleika á því, að koma leiknum á við heimkomu ísfirð- inga, en von var á þeim til Reykja víkur föstudaginn 30. eða laugar- daginn 31. ágúst. Stakk formaður Í.B.K. upp á því að reynt yrði að hafa leikinn um þá helgi, eða mánudaginn 2. september, þar sem reikna mætti með því, að ísfirðingarnir ætluðu sér að sjá landsleikinn 1. sept. Lofaði for- maður K.S.Í. að athuga þetta, þar sem með því hefði verið hægt að komast hjá frekari ferðalög- um í sambandi við þennan leik. Jafnframt var þess óskað, ef ísfirðingar væru ekki fáanlegir til að leika við heimkomuna, að fulltrúar frá K.S.Í., fsfirðingum og Keflvíkingum kæmu saman og reyndu að komast að samkomu- lagi um það hvar og hvenær heppilegast væri að leika leik- inn. Því miður varð ekkert úr því, að þessar leiðir yrðu farnar, af ástæðum sem okkur eru ókunnar. Er nú hægt að fara fljótt yfir sögu, því fimmtudaginn 12. sept. kom skeyti til Í.B.K. frá K.S.Í., sem segir að stjórn K.S.Í. hafi ákveðið að úrslitaleikurinn í 2. deild fari fram á ísafirði 14. eða 15. sept., og hafi ísfirðingum ver- ið falið að sjá um leikinn. Kl. rúmlega 6 sama dag kom svo ann- að skeyti til Í.B.K. Var það frá íþróttabandalagi ísafjarðar, og hljóðaði svo: „Úrslitaleikurinn fer fram á ísafirði laugard. 14. sept. kl. 17. Bendum á bílaáætl- unarferðir Vestfjarðaleiða í fyrramálið, ef slæmt útlit er fyrir flug“. Keflvikingar höfðu því 12 tíma til stefnu, til að ná í áætl- unarferðina, ef þeir ætluðu að verða öruggir með að geta mætt til leiks á ákveðnum tíma. íþróttabandalag Keflavíkur gat að vonum ekki sætt sig við þessa afgreiðslu á málinu. Var K.S.Í. því sent eftirfarandi bréf: Keflavík, 12. sept. 1957. Knattspyrnusamband íslands, hr. form. Björgvin Schram. Þökkum skeyti yðar sem okkur barst síðdegis í gær, þar sem þér tilkynnið okkur að úrslitaleikur annarrar deildar eigi að fara fram á ísafirði 14. eða 15. þessa mán- aðar. Með tilvísun til bréfs yðar frá 27. maí sl., þar sem þér tilkynn- ið okkur meðal annars að úrslita leikur annarar deildar skuli fara fram í Reykjavík 26. ágúst, vill stjórn Í.B.K. spyrjast fyrir um það hjá yður, hvort stjórn K.S.Í. sé heimilt að flytja úrslitaleik, sem ákveðinn er í Reykjavík, vestur á ísafjörð, án samþykkis beggja leikaðila? Sé svo, hvar er þann laga- bókstaf að finna? Svar óskast vinsamlega sent samdægurs í skeyti. Virðingarfyllst, f.h. fþróttabandalags Keflavikur Hafsteinn Guðmundsson (sign) Hörður Guðmundsson (sign) Einnig sendi f.B.K. stjórn K.S.Í. annað bréf þennan sama dag, og var það svohljóðandi: Keflvík, 12. sept. 1957. Knattspyrnusamband íslands, hr. form. Björgvin Schram. í tilefni af fram komnum á- greiningi um það hvar úrslitaleik ur annarrar deildar 1957 skuli leikinn og þar sem fram hefur komið að báðir leikaðilar óska að leika á hlutlausum velli, en ísfirðingar treysta sér ekki til að kljúfa fjárhagslegan. kostnað í sambandi við slíka ferð, vill stjórn Í.B.K. koma með eftir- greinda málamiðlunartillögu, sem við vonum að allir geti sætt sig við: Leikurinn fari fram í Reykja- vik, eins og ákveðið var. Leikið verði á Melavellinum sunnudag- inn 15. sept. kl. 17. (þyki það henta betur verði leikið næsta sunnudag. á sama síma, en þá mun helzt hægt að fá völlinn). Ferðakostnaður fsfirðinga greið ist þannig: Samkv. samþykkt síðasta árs- þings K.S.Í. fær lið sem er búsett utan þess svæðis, sem mót fér fram á, greiddan ferðakostnað að hálfu. Flugfar frá ísafirði til Reykjavíkur og til baka aftur kostar með afslætti fyrir hóp- ferð kr. 486,00 pr. mann. Daníel varð Á TUGÞRAUTARMEISTARA- MÓTI Norðurlanda sem fram fór í Gautaborg um helgina varð Daníel Halldórsson fimmti. Hlaut hann 5393 stig. Hverjir voru á undan er enn ekki vitað. í sambandi við þetta mót fór fram keppni í míluhlaupi og var Svavar Markússon þar meðal þátttakenda. Hljóp hann vega- lengdina á 4:07,1 mín., sem er mjög glæsilegt afrek og þriðja bezta ísl. metið samkv. stigatöfl- unni. Svavar átti eldra metið IKF Suðurnesja- meistari AÐEINS tvö lið tóku þátt í Suð- urnesjamótinu í 1. flokki að þessu sinni, eða Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði og íþróttafé- lag Keflavíkurflugvallar. Leikur- inn fór fram á hinum nýja gras- velli í Njarðvík og er þetta fyrsta Suðurnesjamótið, þar sem keppt er á grasvelli. Leikar fóru þannig að Í.K.F. sigraði með 4:3 (1:1 í hálfleik). Leikurinn var fjörugur og mikið af skemmtilegum tækifærum á báða bóga. Lið Reynis náði skemmtilegum samleik á þört- um og lék betur, en lið ÍKF er hins vegar skipað sterkari ein- staklingum, sem skortir nokkuð úthald og samleikurinn vill oft vera tilviljanakenndur. Um miðj- an síðari hálfleik stóðu leikar 4:1 ÍKF í vil en þá fór æfingarleys- ið að segja til sín og Sandgerð- ingar gerðu tvö mörk á skömmum tíma, en þeir fóru of seint af stað og ÍKF varð Suðurnesjameistari í fyrsta skipti. Að leik loknum afhenti Páll O. Pálsson sigurvegurunum verð- launagrip, sem Garður h.f. í Sand gerði hafði gefið og keppt var nú um í fyrsta skipti. Er það hinn bezti gripur, fótknöttur úr silfri inni í stórum lárviðarsveig úr sama efni. Dómari var Sigurður Steindórs son. — B.Þ. ísfirðingar fá því helminginn af fargjaldinu greiddan, en hinn helminginn bjóðumst við til að greiða fyrir þá, þó ekki fyrir fleiri en 15. Sjálfir bjóðumst við til að greiða okkar fargjald að fullu eins og ávallt áður. Virðingarfyllst, f.h. íþróttabandalags Keflavíkur. Hafsteinn Guðmundsson (sign). Hörður Guðmundsson (sign). Við þessum bréfum tók ritari K.S.Í., og lofaði hann að boða fund út af þeim þá um kvöldið. Okkur hefur ekki enn borizt svar við þessum bréfum. Í.B.K. vill að lokum taka það skýrt fram, að það álítur að úr- slitaleikur 2. deildar eigi að fara fram í Reykjavík nú eins og und- anfarin ár, enda hefur K.S.f. áð- ur tilkynnt það í bréfi til Í.B.K. Þar sem samþykki beggja aðila fyrir þvi, að leika leikinn á fsa- firði, var ekki fyrir hendi, telur stjórn Í.B.K. það lögleysu eina af K.S.f. að ákveða að leikurinn skuli leikinn á ísafirði. Af þeim sökum mætti lið fþróttabandalags Keflavíkur ekki til leiks á ísafirði 14. sept. sL Keflavík, 20. sept. 1957. íþróttabandalag Keflavíkur. 5. í tugþraut 4:10,7 sett nokkrum dögum áður. Svavar varð þriðji í hlaupinu en meðal keppenda (og sennilega sigurvegari, þó fréttir hafi ekki af því borizt) var sænski „drauma mílu“-maðurinn Waern. Þróttur og Fram UM HELGINA fóru fram tveir leikir í haustmóti Meistaraflokks. Á laugardaginn vann Þróttur Vík ing með 8 mörkum gegn 1. Á sunnudaginn kepptu Fram og KR og fóru Fram með sigur af hólmi 3:1 eftir jafnan leik. Þó mótinu sé enn ekki lokið er sigur Fram því orðinn aug- ljós. Þeir hafa unnið alla sína leiki. Hafa þeir sýnt að þeir eru jafnbeztir Reykjavikurfélaga í ár, urðu Reykjavíkurmeistara í maí, næstir Akranesi á íslandsmótinu og sigurvegarar nú á haustmót- inu. Akranes vann ÍSLANDSMEISTARARNIR al Akranesi heimsóttu Keflvíkinga sl. sunnudag og kepptu við þá i knattspyrnu á grasvellinum í Nj arðvík. Keflvíkinga mun hafa langað til að reyna sig við lið úr 1. deild, enda þótt ennþá sé ekki vitað hvort þeir eða ísfirðingar fara upp úr annarri deild. Akranesliðið sýndi skemmti- lega og lipra knattspyrnu og þurfti aldrei að leggja hart að sér til að vera öruggt með sigur- inn. Að vísu voru 3 af mörkim- um „billeg“, þar sem kenna verð ur þau klaufaskap markmanns- ins, en yfirburðir Akurnesinga voru meiri en markatalan segir til um. Lið Keflavíkur barðist af dugn aði allan leikinn og mun þetta vera einn bezti leikur þeirra á sumrinu. Áhorfendur voru um 1500 og er það mesti fjöldi sem sótt hefir knattspyrnuleik á Suðurnesjum. — B.Þ. Svavar setti glœsilegt met í míluhlaupi 4:07,1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.