Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 10
10 MORCUISBLAÐID m-iSjudagur 24. sept. 1957 Utg.: H.í. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði mnanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. - / SAMRÆMI VIÐ ÞÆR YFIRLÝS- INGAR, SEM GEFNAR HÖFÐU VERIÐ - " BLAÐIÐ Dagur á Akureyri skýr- ir s.l. miðvikudag frá ræðu, er Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra hafði haldið á stjórnmála- fundi í Eyjafirði fyrir skömmu. Rekur blaðið efni ræðunnar og kemst þá m. a. að orði á þessa leið: „Hann minntist á bandalag I'ramsóknarflokksins og Alþýðu- llokksins í. síðustu kosningum, og hefði verið stefnt að hrein- um meirihluta. Hann hefði ekki náðst, svo sem kunnugt væri og hefði þá að sjálfsögðu verið tek- inn sá kostur að semja við Al- þýðubandalagið í samræmi við þær yfirlýsingar, sem gefnar höfðu verið í sambandi við nauð- syn á samstarfi við þau öfl, sem mikilsráðandi væru innan alþýðu samtakanna.“ Hafa þeir gleymt svardögunum? Þeim, sem lesa þessi ummæli eins aðalleiðtoga Framsóknar- flokksins hlýtur að verða á að spyrja: Hafa Framsóknarmenn gleymt öllum svardögum sínum og Alþýðuflokksmanna fyrir síð- ustu kosningar um það, að aldrei skyldi unnið með kommúnist- um? Eða er fyrirlitning þeirra fyrir dómgreind almennings svo hyldjúp, að þeir treysti sér nú tii þess að halda því fram að kjósendur hafi vitað með öruggri vissu að samið yrði við kommún- ista um myndun vinstri stjórnar, ef Hræðslubandalagið fengi ekki hreinan meirihluta? Eftir þessi ummæli Eysteins Jónsaonar virðist það full- sannað að í hugum leiðtoga Framsóknarflokksins hafi ver- ið fyrir hendi fullkomin á- kvörðun um það fyrir kosn- ingarnar að efna til samstarfs við kommúnista, ef Aiþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn næðu ekki því tak- marki sínu að fá þingmeiri- hluta. Fjármálaráðherra segir í ræðu sinni í Eyjafirði, að „að sjálfsögðu hefði verið tek- inn sá kostur að semja við Alþýðubandalagið í samræmi við þær yfirlýsingar, sem gefnar hefðu verið“. Yfirlýsingar fyrir kosningar Af þessu tilefni er rétt að at- huga lauslega, hvaða yfirlýsing- ar lágú fj'rir fyrir kosningarnar 1956 um þessi efni. Haraldur Guðmundsson, for- maður Alþýðuflokksins, lýsti því yfir í útvarpsræðu fyrir kosning- arnar að Alþýðuflokkurinn myndi aldrei semja við komm- únista eða Alþýðubandalagið um myndun ríkisstjórnar. Tíminn, aðalmálgagn Framsóknarflokks- ins, lagði áherzlu á það í kosn- ingabaráttunni að höfuðtilgang- ur bandalagsins milli Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins, væri einmitt sá að kveða kommúnista á íslandi niður. — Stjórnarsamstarf við þá kæmi þess vegna ekki til greina. Allir „Aerocar“ á flugi. Loftskrúfan situr aftast í bílnum, fyrir aftan stélið. — Margir munu girnast bílinn fLjúgandi „vinstri menn“ yrðu þess vegna að sameinast um Hræðslubanda- lagið. Þetta var það sem lá fyrir kjósendum í kosningunum sumarið 1956. Framsóknar- menn og Alþýðuflokksmenn höfðu lýst því yfir upp á ær- una að með kommúnistum myndu þeir aldrei vinna í rík- isstjórn. Hyldýpi stjórnmála- spillingar Eins og áður er getið, segir Eysteinn Jónsson svo á stjórn- málafundi í Eyjafirði sumarið 1957 að þegar hreinn meirihluti Hræðslubandalagsins hafi ekki náðst þá hafi „að sjálfsögðu ver- ið tekinn sá kostur að semja við Alþýðubandalagið í samræmi við þær yfirlýsingar, sem gefnar höfðu verið“. Þessi ummæli ráðherrans veita vissulega innsýn í hyl- dýpi þeirrar stjórnmálaspill- ingar, sem starfsemi Fram- sóknarflokksins mótast af um þessar mundir. Eftir að flokk- urinn hefur svikið allar fyrri yfirlýsingar sínar og loforð við kjósendur um að vinna ekki með kommúnistum, stend ur einn aðalleiðtogi hans upp og segir að svikin hafi verið „í samræmi við fyrri yfirlýsing- ar“. í samræmi við hvaða yfirlýs- ingar? Yfirlýsingarnar um það, að Hræðslubandalagið væri stofn að til þess að uppræta kommún- ismann á íslandi? Yfirlýsingarn- ar um að kommúnistarnir væru ekki samstarfshæfir? Yfirlýsing- arnar um það að kommúnistar ættu sök á flestum þeim erfið- leikum, sem steðjuðu að þjóðinni í efnahagsmálum hennar? Það sætir vissulega engri furðu, þótt sú spurning vakni, hvort stjórnmálaleiðtogar á íslandi geti boðið kjósendum allt, hvaða svik- semi og yfirdrepsskap, sem hugs- ast getur. Svo dæmalaus er þessi yfirlýsing, eins valdamesta manns Framsóknarflokksins. Blaðið Dagur, sem birtir þessa frásögn hans, lýkur henni með þessum orðum: „Var ræðu Eysteins Jóns- sonar framúrskarandi vel tek- ið og þótti að henni mikill fengur". Lítilþægir menn Þessum boðskap, þessum einstæðu óheilindum og svik- semi, segir Framsóknarblaðið á Akureyri að hafi verið „framúrskarandi vel tekið og þótt að þeim (henni) mikill fengur“!! Ekki er ótrúlcgt að Fram- sóknarblaðið ýki verulega frá- sögn sína af móttökum þeim, er ræða Eysteins Jónssonar hlaut hjá eyfirzkum Fram- sóknarmönnum. En ef þau væru rétt, mundi í.....uast BÍLLINN er eitt af þeim lífsins þægindum, sem alla dreymir um að eignast og njóta. Víðast hvar er hann talinn til munaðarvöru, en þó er svo ekki í Bandaríkj- unum. Þar þykir hann víðast hvar sjálfsagður á hverju heim- ili — og reyndin er sú, að yfir- gnæfandi fjöldi Bandaríkja- manna hefur vel efni á því að eiga bíl, já — jafnvel fleiri en einn. En mikill viil alltaf meira, segir máltækið — og nú dreymir marga Bandaríkjamenn um fljúg andi bíl. í fjölda ára hefur verið unnið að því vestanhafs að fram- leiða fljúgandi bil. Miklu fé hef- ur yerið varið til tilrauna — og nú, loksins, hefur draumurinn um fljúgandi bíl orðið að veruleika. Þægilegur og skemmtilegur Þetta er lítill bíll, aðeins tveggja manna. En hann er ör- uggur bæði í akstri og flugi — og það er fyrir öllu. Hann hefur öðlazt viðurkenningu yfirvald- anna — i g nú getur hver sem er keypt ,Aerocar“ fyrir 25.000 dali. Að vísu nokkuð dýr, en framleið- éndur teija sig geta lækkað verð- ið til muna með aukinni fram- leiðslu. Þeir, sem reynt hafa bílinn fljúgandi, ljúka upp einum munni um það, að hann sé þægi- legur, sparneytinn — og umfram allt — skemmtilegur. f akstri er hann svipaður jeppa, segja þeir — hámarkshraðinn er 60 mílur. Ekki tekur nema 5—10 mínútur að festa vængina og stélið á hann og síðan er hægt að fljúga bíln- um eins og hverri annarri flug- vél með 100 mílna hraða á klst. Einn hreyfill En við skulum athuga bílinn nánar. Meðfylgjandi myndir gefa ykkur góða hugmynd um þetta 1 undratæki. Eins og þið sjáið, er hann á fjórum hjólum, hreyf- fljúgandi bíl, en þessi er sú eina, sem staðizt hefur allar prófraun- ir — og jafnframt sú fyrsta knúin einungis einum hreyfli. Það er sem sé sami hreyfillinn, sem knýr hjólin í akstri og loftskrúfuna á flugi. Leggur vængina að sér eins og fugl Enda þótt hinar stærstu flug- vélar, búnar öllum fullkomnustu og nýjustu öryggistækjum nú- tímans, geti flogið í svo að segja hvaða veðri sem er — þá eru einkaflugmenn alltaf háðir veður farinu. Þegar einkaflugmaður leggur upp í langa ferð á flug- vél sinni fer hann ógjarnan af stað nema að fullvissa sig um það, að hann komist alla leið veðurs vegna. En ætli hann að fara í fljúgandi bílnum gegnir þetta allt öðru máli. Þá getur hann flogið svo langt sem veð- ur leyfir, lent á sléttri flöt ein- hvers staðar nálægt þjóðvegin- um — og ekið síðan það sem eftir er hvernig sem viðrar. Þá leggur hann vængina aftur með „bol“ bílsins. Þetta er í rauninni alveg eins og þegar fugl leggur að sér vængina. Síðan er hægt að aka bílnum hvert á land sem er. Hann er ekkert breiðari en aðrir bílar og veldur engri trufl- un 1 umferð. Snögg hamskipti En það er ekki alltaf sem bíl- eigandinn þarf að bregða .sér á loft, þegar hann sezt upp í bíl- inn. Ef til vill er stutt á vinnu- stað og vitanlega er þægilegra að hafa bílinn án vængja og stéls í daglegri notkun. Eins og áður var sagt tekur það ekki nema 5—10 mínútur að festa flugút- búnaðinn á flugvélina — og skemmri tíma að losa hann af. Það getur líka hver sem er gert — jafnvel kvenfólk á háhæluðum skóm. Bílnum er þá ekið aftur á bak inn í bílskúrinn og aftur- hlutinn losaður frá á nokkrum andartökum. — Þarna stendur hann á sérstökum áföstum uppi- stöðum þar til hjónin þurfa að bregða sér bæjarleið, að eigin- konan ekur bílnum inn, festir afturhlutann á með nokkrum handbrögðum á meðan eiginmað urinn rakar sig. Þá er ekið út á fyrstu flötina, sem þau rekast á við veginn, samband hreyfils- ins við hjólin rofið og loftskrúf- an samtímis tengd við hann með einu handbragði. Eftir andartak er bíllinn kominn á loft. Fullkomið öryggi „En er ekki hætta á því, að vængirnir og stélið séu ekki allt- af fest nógu vel á?“ „Getur ekki einhver skrúfan gleymzt?“ „Ekki þyrði ég að fljúga í flugvél, sem ég setti sjálfur saman“. Slíkar setningar sem þessar hafa fram- leiðendur flugbílsins oft heyrt. En þeir svara alltaf á sömu lund. „Þið þurfið ekki að ætla, að fram leiddar séu flugvélar, sem geta dottið sundur í loftinu þegar minnst varir. Afturhlutinn er fest ur við bílinn á fimm stöðum. Sé Frh á bls. 19. ofmælt ,að lítilþægir menn iiiinn, sem er aftan í, knýr öll hafi gengið af þeim fundi. ihjólin. Margar útgáfur eru til af Þannig lítur billinn út, vængjalaus og stéllaus. Bíllinn fljúgandi getur lent á skíðum. Líka er hægt að nota hann í akstri í miklum snjóum — með skíðum. — Þá er loft- skrúfan notuð, eins og þið sjáið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.