Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. sept. 1957 MORCV1SB1 4ÐIÐ 3 Arbæjarsafnið ó þegar morgt merkilegra safnmunaj Það var opnað á laugardaginn KLUKKAN rúmlega 2 á sunnu- daginn opnaði Gunnar Thorodd- sen borgarstjóri, Árbæjarsafnið. Er það safn merkilegur vísir að byggðasafni Reykjavíkur. Hefur hundruðum muna verið komið fyrir í hinum gamla sveitabæ og gististað, Árbæ. Þegar á sunnud. munu hafa komið um 1200 manns að Árbæ. Safnið er miðað við Ár- bæ sem hvorttveggjaísenn sveita bæ og gististað fyrir ferðamenn. Menn létu almennt ánægju sína í ljós með þann árangur, sem þegar er náð. Ennþá er mikið verk óunnið, en það er lagfæring og enn frekari umbætur á bæj- arhúsunum. Klukkan laust fyrir 2, tóku menn að safnast saman við Árbæ. Þar voru auk borgarstjóra Lárus Sig- urbjörnsson skjalavörður, nokkr ir bæjarfulltrúar svo og fulltrúar frá Reykvíkingafélaginu og nokkrir aðrir, alls um 25—30 manns. Kl. 2 kvaddi borgarstjóri sér hljóðs á bæjarhellunni og flutti ræðu, þar sem hann gerði stutt- lega grein fyrir Árbæjarsafni og aðdragandanum að stofnun þess. ^lugmyndina um minjasafn fyrir Reýkjavíkurbæ setti fyrst- ur fram Árni J. I. Árnason bók- ari hjá Gasstöðinni í bréfi til bæj arráðs dags.22.okt.1942, og fylgdi bréfi hans vaktaraklukka gömul, er síðast var notuð um aldamót og nú er í Árbæjarsafni. Á fundi sínum 23. okt. s.á. fól bæjarráð þáverandi borgarstjóra Bjarna Benediktssyni, að athuga tillögu Árna og 15. des. s. á. ritaði hann stjórn Reykvíkingafélagsins um málið og óskaði eftir samvinnu við félagið og bað um till. þess. Eftir þetta tók Reykvíkingafélag- ið við Árbæ og hugðist koma þar upp minjasafni, á hina höndina keypti bæjarstjórn Reykjavíkur af dánarbúi dr. Jóns Helgasonar biskups Reykjavíkurmyndasafn hans, málverk og teikningar, haustið 1945 og fól það skjala- safni bæjarins til vörzlu. í marzmánuði 1947 samþykkti bæjarstjórnin að tillögu Jóhanns Hafsteins að koma upp bæjar- safni Reykjavíkur, þar sem varð- veittar yrðu fornar minjar úr byggð og sögu bæjarins. Fyrir nokkrum árum bar Árbæ og endurreisn hans á góma í b.-Rj arráði og samþ. það ályktun þess efnis „að hefjast handa um endur reisn Árbæjar og samþykkir að láta skipuleggja Árbæjartún og næsta nágrenni með það fyrir augum að friðlýsa svæðið Ákveðið var „að stefna að því að svæðið yrði almenningsgarður og verði fluttar þangað eða end- urreistar menningarsölulega merkar byggingar í bænum eftir því sem við verður komið. Bæjar ráð felur Lárusi Sigurbjörnssyni skjala- og minjaverði bæjarins, Gunnari Ólafssyni skipulags- stjóra og Hafliða Jónssyni garð- yrkjuráðunaut að gera tillögur um fyrstu framkvæmdir" Strax og framkvæmdir hófust við lagfæringar á bæjarhúsunum í Árbæ tóku að berast gjafir til safnsins. Varð brátt þröngt um safngripina í Skjala- og minja- safni bæjarins í Skúlatúni 2 og voru þeir því fluttir í Árbæ og ákveðið að opna safnið í haust og hafa opið fram eftir hausti meðan veður leyfir. Gefendur til safnsins skipta tugum, en lang stærstar gjafir hafa borizt frá Reykvíkingafélaginu og Magnúsi Guðbjörnssyni póstmanni. Þau hjónin Hulda og Einar Sveinsson húsasmíðameistri gáfu Reykvík- DAVÍÐ óðalsbónda Þorsteins- syni á Arnbjargarlæk, varð að ósk sinni á afmælisdaginn. Hann hafði óskað að sem flestir gætu komið til sín af vinum og kunn- ingjum. Það var látlaus straum- ingafélaginu á sínum tíma safn gamalla muna, sem móðir frú Huldu, frú Þorbjörg Bergmann frá Hafnarfirði, hafði safnáð og var tilætlunin, að þetta safn yrði sett upp í Árbæ. Nú er bærinn tók Árbæ aftur í sína vörzlu, af- henti framkvæmdastjóri félags- ins, Sveinn Þórðarson, bankafé- hirðir, safnið með samþykki fyrri gefenda. Telur það 378 skráða muni. í safni Magnúsar Guð- björnssonar eru skráðir munir um 150 talsins, en fátt þeirra hef- ur enn verið afhent til safnsins, því að gefandi hefur ákveðið, að verðlaunagripir og aðrir persónu legir munir verði ekki afhentir fyrr en eftir hans dag.“ í þessari ræðu sinni færði borgarstjóri gefendum öllum þakkir bæjarstjórnar fyrir mikils verðan stuðning við Árbæjarsafn ið, einnig Lárusi Sigurbjörns- syni ötult starf vegna safnsins, og lauk borgarstjóri orðum sín- um með því að lýsa Árbæjarsafn opið almenningi og ósk um að gestir mættu þangað sækja nokk urn fróðleik. Kvaðst hann loks vilja biðja gesti safnsins að ganga par vel um. Borgarstjóri gekk fyrstur inn I bæinn, en síðan séra Bjarni Jóns- son vígslubiskup og kona hans, og þá gestirnir hver af öðrum og var þéttskipað í gamla bænum. ur gesta allan daginn að Arn- bjargarlæk og munu um 200 manns hafa heilsað upp á hinn aldraða bændahöfðingja, en auk þess barst mikið af skeytum og kveðjum. Hreppsnefndin færði honum að gjöf vandaða vegg- í stofum niðri er mikill fjöldi af gömlum póstkortum frá Reykjavík, svo og gamlar Reykja víkurmyndir og stöldruðu gest- irnir lengi við þær og skoðuðu. Þar er skrifborð Björns Jónsson- ar ísafoldarritstj. og við þáð skrif borðsstóll Knud Zimsen borgar- stjóra. Á skrifborðinu er stór mappa utan um teikningar, er Jón Helgason biskup gerði, en biskupsfrúin hefur 'saumað utan I um hana, en ekki lokið alveg við annan stafinn í fangamarki bisk- ups. Þar eru mælitækin, sem Sig- urður Thoroddsen bar á ferðum sínum, gamla gjaldkeraborðið úr borgarstjóraskrifstofunum. Marg ir askar eru á borði í matstofu inn af eldhúsi. I eldhúsinu eru undir gléri pósthorn Hannesar Reykjavíkurpósts. Merkispjald Margrétar heit. á Árbæ og nokkr ir lyklar við það. Þar er og vakt araklukkan fræga. Skemmtilegt þótti gestum að koma á baðstofuloftið. Einhver hafði orð á því, að engu væri líkara en „heimilsfólkið" væri á engjum, því svo er þar margt af þeim húsbúnaði, sem tíðkaðist á hinum gömlu baðstofuloftum. Þar er Steinsbiblía, rokkar, stól- kambar, lár, snældurokkar, tó- baksjárn, kistlar og rúmfjalir, en við rúmin hanga skarttreyjur. Á gistiloftinu í Árbæ þar sem rúm ferðalanga standa uppbúin, er stóll og þvottaskál á borði. Hér bjó Margrét á Árbæ síðast. í eldhúsinu er vel fægð „nýtízku kolaeldavél", en einnig eru þar Framh á bls. 19 klukku. Var Davíð hinn hress- asti og lék á als oddi svo sem hans er vani þá er vinir hans koma að Arnbjargarlæk, sumir voru komnir um langan veg til þess að óska honum til hamingju á þessum merkisdegi. STAK8TEIMAR Ásakanir á Steingrím? Tíminn ræðir á sunnudaginn um „útsvarsmálið í Reykjavík". Blaðið segir m. a.: „Málið er að vísu engan veginn nýtt. — — — Þessi ránsferð í vasa borgaranna hófst fyrir 4 árum, en var þá með þeirri hóf- semd, að ekki var tekin nema rösk milljón í það sinn. Almenn- ingur lét kyrrt liggja, og þá færðu bæjaryfirvöldin sig upp á skaft- ið og tók 2,2 millj. á næsta ári. Þriðja árið komst hin ólöglega skattheimta upp í 3,3 milljónir, og er þá svo að sjá, sem borgar- stjórnin hafi talið sér alla vegi færa, því að á þessu ári komst upphæðin í 7 milljónir. En þá sprakk blaðran“. Hér viðurkennir Tíminn, að sömu aðferð og nú er deilt um, hafi verið beitt við útsvarsálagn- inguna s. 1. 4 ár. Ef þar hefði verið um „ránsferð í vasa borg- aranna“ að ræða, hefði þáverandi félagsmálaráðherra, Steingrímur Steinþórsson, vitanlega látið mál ið til sín taka. Afskiptaleysi hans setur Tímann í mikinn vanda, því að annaðhvort verður blaðið að viðurkenna, að ásakanir þess nú eru gegn betri vitund, eða Stein- grímur Steinþórsson hefur gerzt sekur um frekieg embættásaf- glöp. Því að það var ekki fyrr en Hannibal var tekinn við, sem „blaðran sprakk“ að sögn Tím- ans. „Fíflslegur uppspuna- þvættingur“ Á málflutningi Tímans mátti lesa skorinorða lýsingu í Þjóð- viljanum á laugardaginn var. Þar sagði m. a.: „Þetta er kannski ekki eins mikill þvættingur og sumt annað, sem maður hefur lesið í Tíman- um, en helber ósannindi eru það samt.--------Hins vegar finnst mér illa sitja á Tímamönnum að brigsia öðrum um að skrifa „furðulegasta röfl“ í blöðin, þar eð ekkert blað á íslandi hefur orðið uppvíst að því að bera fífls- iegri uppspunaþvætting á borð fyrir lesendur sína en einmitt Tíminn“. Við þessa lýsingu þarf engu að bæta, enda má Þjóðviljinn gerst um vita, því að hann er sá, sem harðastri keppni heldur uppi við Tímann i þessum efnum. Furðuleg afstaða Svo er að sjá sem Þjóðviljinn hafi haft „ljóst augnablik“ á laugardaginn, því að þá segir þar einnig: „Þá finnst mér afstaða fuli- trúa Alþýðuflokksins í niður- jöfnunarnefnd furðuleg og í mót- sögn við afstöðu fulltrúa sama flokks í bæjarstjórn, en það er raunar ekki í fyrsta sinn sem tvískinnungs gætir í afstöðu AI- þýðuflokksins, þegar um það er að ræða að standa annað hvort með íhaldinu eða gegn því“. Hér er að vísu höfð endaskipti á, þvi að það er afstaða bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins, sem er „furðuleg“. Fulltrúi flokksins i niðurjöfnunarnefnd hefur hins vegar farið alveg rétt að, þótt flokksbræður hans í bæjarstjórn hafi ekki borið gæfu til að fylgja honum vegna hins venjulega „tví skinnungs". Alþýðuflokksmaðurinn í nið- urjöfnunarnefnd lét málefnin ráða og varð Sjálfstæðismönnum sammála. Bæjarfulltrúarnir hafa aftur á móti flækzt í áróðursnetl kommúnista ennþá rétt einu sinni með þeim árangri, að auglýsa tvískinnung sinn fyrir alþjóð. í gamla hlóðaeldhúsinu. Eins og í góðri baðstofu fyrir 50—70 árum. Mikið fjolmenni heimsótti Davíð á Arnbjargarlœk Sumardagur á heimatúninu að Arnbjargarlæk. (Ljósm. Páll Jónsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.