Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 2
2 MORcrnvnr. 4mð Miðvikudagur 75. wpt. 1957 Kynning skákmanna: Ingvar Ásmundsson MEÐAL þátttakenda í Stórmóti Taflfélagsins er Ingvar Ásmunds- son. Hann er fæddur árið 1934. Les Harry Martinson „Þorpið44 í apríl í vor ? Hræðsla er filgangslaus á þessum óflalegu límum, sagði skáldið við blaðamenn í gær Vann sig upp í meistaraflokk að- eins 15 ára árið 1949. Hann hefur teflt á alþjóðlegum stúdentamót- um fyrir íslands hönd og nú síð- ast náði hann beztum árangri ís- lenzku keppendanna á stúdenta- móti í sumar. Hann hefur teflt á skákþingum Norðurlanda 1955 og 1957. Ingvar hefur náð góðum Érangri á meistaramótum í Sví- jóð, en þar hefur hann stundað nám í tryggingarfræði undanfar- in ár. Kvikmyndir ÞETTA er amerísk gamanmynd tekin í litum og Cinema-Scope og er sýnd í Nýja Bíói. — Þrjár ungar stúlkur, sem sýna kjóla í einni af helztu kjólaverzlunum New York, eru allar í hnotskógi eftir ríkum eiginmönnum. Þokki þeirra allra er mikill og þær kunna að beita honum þannig að auðmennirnir, bæði kvæntir og ó- kvæntir, heillast af þeim. — En margt fer þó öðru vísi en ætlað er. — Þegar til alvörunnar kem- ur, verður það þó hjartað sem ræður úrslitum með þeim öllum og verður það að teljast hinn góði boðskapur myndarinnar. — Með hlutverk ungu stúlknanna fara þekktar amerískar kvik- myndastjörnur, þær Marilyn 1 Monroe, Betty Grable og Lauren Bacall. Af öðrum leikurum má nefna David Wayne, William Powell og Cameron Mitchell. — Myndin er ekki óskemmtileg og er allvel leikin. — Ego. S Æ N S K I rithöfundurinn Harry Martinson kom til Is- lands í fyrrakvöld í boði sænsk-íslenzka félagsins. í gærkvöldi hélt hann fyrir- lestur á vegum félagsins um Menningu og stjórnmál en á föstudag flytur hann erindi í Háskólanum um Bókmennt- irnar gagnvart framtíðinni, eins og hann kallar það. — Harry Martinson er eitt kunn- asta skáld Svía á þessari öld og er nú einn af átján félög- um í Sænsku akademíunni. Fréttamenn fengu tækifæri t.il að hitta hann sem snöggvast að máli í gær. Hann kvaðst verða að viðurkenna, að honum litist bet- ur á sig nú en síðast, þegar hann kom til landsins ungur sjómað- Pilnik tók forustuna 4 SKÁKIR eru búnar úr 8. um- ferð. StShlberg og Ingvar Ás- mundsson gerðu jafntefli. Enn- fremur Björn Jóhannesson og Gunnar Gunnarsson. Pilnik vann báðar biðskákirnar við þá Björn og Gunnar og tók forustuna með 6V2 vinning, Frið- rik er f 2. sæti með 6 v., 3.—4. Benkð og Stáhlberg með 5% v., 5.—6. Guðm. Pálmason og Ingi R. með 5 vinninga. í kvöld er 9. umferð og þá mætast Benkö og Pilnik, Stáhl- berg og Björn, Friðrik og Guðm. Pálmason, Gunnar og Arinbjörn, Guðm. Ág. og Ingi R. og Guðm. S. og Ingvar. í gærkvöldi var enn ólokið tveim biðskákum, skákum Ing- vars og Guðm. Ág. og Arinbjörns og Guðmundar S. ALGEIRSBORG 24. sept. — Leið- togi uppreisnarmanna á svæðinu umhverfis Algeirsborg gekk í dag á hönd franskri herdeild, sem hafði umkringt bygginguna, þar sem hann faldi sig. Maður- inn er 29 ára gamall, og hafa Frakkar verið á hælum hans und- anfarna daga. iiai i y ifiiU tmo uu ur og flakkari, en bætti því við, að það væri sjálfsagt veðurfarinu að þakka. Hann sagðist hafa heyrt, að veðurfar hefði í sumar verið betra á íslandi en á öðrum Norðurlöndum, í Sviþjóð hefði veðráttan verið mjög slæm og uppskeran eftir því, og ljóst væri, að hin nýja tækni réði ekki við misjöfn veður. Síðan sagði hann fréttamönn- unum frá ritstörfum sínum og hinu helzta, sem nú er að gerast í sænskum bókmenntaheimi, og verður aðeins lítillega drepið á það hér. Hann minntist á síðustu ljóða- bók sína, Aniara, sem út kom á s.l. hausti og vakti mikla at- hygli. Það er álit dómbærra manna, að þetta sé eitt bezta skáldverk, sem komið hefur út í Svíþjóð á þessari öld. — Skáldið upplýsti, að verið væri að semja óperutexta við ljóðabálkinn og mundi óperan verða sett á svið á næsta ári. Kvæðabálkurinn, sem. er sam- anlagt 103 kvæði, fjallar um geimfarið Aniara, sem þeytist gegnum geiminn með síðustu mannveru jarðar innanborðs eft- ir að öllu lífi hefur verið eytt á jörðu með helsprengju. Skáld- ið sagði, að í þessum ljóðabálki væri fjallað á táknrænan hátt um menningu okkar. Þetta væru voðalegir tímar, sem við lifðum á, hræðslan og öryggisleysið geigvænlegt, en það þýddi ekki að snúast við hræðslu með tak- markalausum ótta. Það væri til- gangslaust. — Harry Martinson var að því spurður, hvort hann hefði les- ið Þorpið eftir Jón úr Vör, sem nýlega hefði komið út í sænskri þýðingu. Hann kvaðst ekki hafa séð bókina, en sagði, að það væri ekki að marka, á skrifborðinu sínu lægi alltaf fjöldi bóka, sem honum væru sendar, og entist bókaforðinn jafnan í heilt ár. — Ætli ég komi ekki að þessari íslenzku ljóðabók eftir hálft ár, sagði skáldið og brosti. Loks var Martinson spurður að því, hver hann áliti, að mundi hreppa Nóbelsverðlaunin. — Ég má ekkert tala um það, sagði hann. Það er líka ekkert gaman fyrir blöðin að vita það strax, þá verður það engin frétt, þegar verðlaunin verða veitt. í GÆRKVÖLDI talaði Martinson í Þjóðleikhúskjaliaranum fyrir meðlimi Sænsk-íslenzka félags- ins. Efnið var „Stjórnmálin og menningin". Martinson hóf mál sitt með því að segja, að stjórn- málin væru oft nefnd „list hins mögulega", og mætti þá kalla menningima „list hins mögulega", þar sem hún yrði aldrei skil- greind og aldrei gerð að veru- leik nema að takmörkuðu leyti. Hann benti á hina augljósu hættu, sem stafaði af því, þegar menn- ingin gengi á mála hjá stjórn- málunum. Kvað hann sögu síð- ustu 30 ára vera hryllilegasta dæmið sem mannkynssagan ætti um, hvernig farið gæti í slíkum tilfellum. Það er erfitt að skil- greina menningu, sagði hann, við höfum óljósar hugmyndir um, hvað hún er, þegar við höfum hana, en við höfum steika til- finningu fyrir því, hvað hún er, þegar við erum rænd henni. Menningin er hið óræða mark, sem við keppum sífellt að, en megum aldrei ná, sagði hann. Martinson ræddi í erindi sínu um Neró, Machiavelli og kín- verska keisara, herforingja og menningarfrömuði. Var erindið í heild þörf hugvekja og sérlega skemmtilega flutt. Sagnfræðingurinn Arnold J. Toynbee. Teiknarl:: Halldór Pét- ursson. Dr. Toynbec kærir sicj ckki um h víldartíma „ÉG FER um tíuleytið í fyrra- málið“, sagði Arnold J. Toynbee, er fréttamaður Mbl. ræddi stutta stund við hann í gistiherbergi að Hótel Borg í gær. „Þetta er fyrsta heimsókn mín til íslands. Landið er í senn hrikalegt og fagurt. Og víðar má sjá handarverk manna en ég hafði búizt við“. „Þér hafið víða farið . . .“ „Já, fyrst fór ég upp að Reykj um og til Krýsuvíkur. Á laug- ardag fór ég svo norður í Skaga- fjörð, gisti í Varmahlíð, en fór að Hólum og Glaumbæ á sunnu- daginn og síðan suður aftur. Á heimleiðinni var komið við í Reykholti. í gær kom ég svo til Þingvalla. Þar er enn mikilfeng- legra en ég hafði búizt við. Ljós- myndir af landslagi er aldrei fullnægjandi". „Og nú farið þér heim til Lon- don“. „Já. Seint í október held ég svo vestur um haf og verð við þrjá háskóla í Kanada og Bandaríkj- Flaugá 3 hreyflum með 123 innanborðs Keflavíkurflugvelli, 24. sept. HÉR á flugvellinum lenti í nótt risastór farþegaflugvél. Hafði hún lengi flogið á þrem hreyflum með 123 Bandaríkjamenn innanborðs. Það var ekki hægt að gera við bilunina og hér eru farþegarnir ennþá 114 talsins. Munu þess fá dæmi að jafnmargir „stranda- glópar" hafi verið hér samtímis á hótelinu. Þessi stóra flugvél, sem er af^ gerðinni Super-Constellation, er ' eign flugfélagsins Flying Tigers, og var hún á leið véstur um haf frá Evrópu. Hafði hún haft við- komu í Prestvík á Skotlandi, en yfir hafinu milli Skotlands og fs- lands bilaði einn hinna fjögurra hreyfla vélarinnar. Allir farþegarnir 114 og níu manna áhöfn urðu að gista hér í flugvallarhótelinu í nótt. í morg- un fór svo áhöfnin upp í flug- vélina og flaug henni á þrem hreyflum til Lundúna. Félagið gat ekki sent aðra flugvél í stað- inn til þess að sækja farþegana í dag. Var þá skroppið með þá til Reykjavíkur, þeim sýndur bærinn, en hér er ekki vitað hve lengi hinir bandarísku ferðamenn þurfa að bíða fars heim til sín. — B.Þ. 2-24-80 Adbul Rahman þjóðhöfðingl hins nýstofnaða Malajaríkis. unum fram 1 júnimánuð næsta árs“. „Það hefur verið skrifað mik- ið um yður í Reykjavíkurblöð- in undanfarna daga. í morgun kom grein um yður í blaði, sem nefnist Þjóðviljinn. Höfundi henn ar lízt ekki sem bezt á það, sem þér segið um kristnitökuna á ís- landi í Rannsókn sögunnar". „Nú“. „Honum finnst víst ekki sam- ræmi milli þess, er þér segið að hinn upprunalegi norræni andi, sem náði mestri þenslu og. fín- ustu samræmi á íslandi, hafi dofnað og ruglazt vegna siða- skiptanna — og svo hins, að blómaskeið íslenzkra bókmennta hafi verið frá 1150—1300, er ís- lendingar höfðu verið kristnir um langt skeið“. „Jæja“, segir Toynbee og bros- ir. „Mér er kunnugt um það, að menning Suðurlanda hafði örv- andi áhrif á íslandi eftir kristni- tökuna, nýjar hugmyndir og ný þekking festu rætur. Já, menn- ingarlífið á íslandi var á hærra stigi á íslandi á 12. og 13. öld en á 10. öld. En menning 12. og 13. aldar var ekki sjálfstæð íslenzk eða norræn menning hún var evrópsk. Hin sjálfstæða norræna menning hafði þá misst svipmót sitt, blómaskeið hennar var á 9. og 10. öld. Þá hafði hún náð langt, en kristnin bugaði hana. Við kynnumst hinum forna anda með því að skilja í sundur hið norræna og hið kristna í fornum bókmenntum íslendinga, þær fjalla að miklu leyti um horfna tíð, í hinum tragisku frásognum þeirra kynnumst við mönnum, sem í skilningi sínum á heiðri, og siðgæði eru heiðnir og eiga við að stríða sálræn vandamál, sem ekki þekktust eftir kristni- tökuna. Hugsið yður þá, sem ekki fengu flúið þau örlög að verða banamenn annarra gegn viija sín um“. Þetta sagði Arnold J. Toynbee. Halldór Pétursson hafði teiknað af honum mynd, meðan hann tal- aði við fréttamanninn. Það varð ekki afsakað að tefja hann leng- ur með spjalli eða þýðingum úr Þjóðviljanum, svo að komumenn kvöddu þennan aldraða fræði- mann. Þegar hann kom, lét hann í ljós þá ósk, að honum yrði sýnt sem mest af landinu, og um hvíld artíma hefur hann ekki 'oeðið. „Það er lítið að sjá uppi á lofti“ var sagt við hann í minjasafninu í Glaumbæ, en fyrr en varði var hann kominn upp á loft til að prófa sannindi þeirrar fullyrð- ingar — eins og sagnfræðingi sæmir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.