Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. sept. 1957 Veljið ykkur undirstöðulil og sýnið smekkvísi í klæðaburði ÞAÐ hljómar e.t.v. undarlega að gera karlmenn að umtalsefni hér í dálkunum, sem aetlaðir eru kven íólki eingöngu. En karlmenn eru nú einu sinni karlmenn, og þeir hafa gaman af að um þá sé talað einstöku sinnum. Þeir þykjast ekki hafa neinn áhuga á tízkunni, — þar hafi kvenfólkið einkarétt. Þeir þykj- ast ekki hlaupa eftir dutlungum tízkunnar, — það gerir kvenfólk- ið einungis, segja þeir. En enginn veit betur en ein- mitt kvenfólkið, að karlmenn hlaupa eftir dutlungum tízkunn- ar hvenær sem þeir geta. Ef buxnaskálmarnar eiga að vera víðar, — þá eru þeir ekki seinir á sér að fá sér ný föt með víðum skálmum, — og ef þær eiga að vera þröngar, — þá sjást ekki margir á víðum buxumH Einnig hefur skyrtuflibbinn mikið að segja, — við tökum Hlýleg og falleg hárauð peysa. I hálsmálinu er svört rönd, sömuleiðis tveir hvítir hnappar, svört rönd framan á ermalín- ingunni e.t.v. ekki eftir því fljótt á litið, að flibbar hafi mismunandi lag, en svona er það nú samt. Það er talsvert atriði að flibbinn sé eftir nýjustu tízku. Þá eru hálsknýtin mikils virði, — fyrir nokkrum árum voru allir með hin svokölluuðu „stæl- bindi“, en hver sést með þau í dag? — Nú eru bindin mjög lát- laus og í frekar ljósum lit, sum röndótt. Og munið þið eftir síðu þverslaufunni, sem sló í gegn fyr- ir nokkrum árum. Annars eru þverslaufur alltaf í tizku og þykja mjög klæðilegar fyrir ein- stöku menn. Jakkasíddin hefur mikið að segja fyrir heildarútlit mannsins. Munið þið eftir því, er jakkarnir voru frekar stuttir? — Þeir voru einkar óklæðilegir. SÖmuleiðis var óklæðilegt, þegar þeir voru svo síðir að hægt var að taka þá saman í klofinu. Það er víst alltaf svo, að manni finnst sú tízka, sem ríkir í það og það skiptið, alitaf langklæðileg- ust og getur þá enginn skilið í því að nokkrum hafi þótt þetta eða hitt vera klæðilegt áður! Og karlmennirnir eru hreint ekkert frábrugðnir kvenfólkinu í þessum efnum. Þeim finnst bara skömm að því að kannast við það. Karlmenn ættu heldur að reyna að byggja „fataskápirn“ sinn upp af smekkvísi og hug- kvæmni, eins og margt kvenfólk gerir. Þeir ættu að velja sér ein- hvern lit, t.d. annaðhvort svart, grátt, brúnt eða blátt og kaupa svo öll föt sín í samræmi við und- irstöðulitinn. — Þá nýtast fötin miklu betur, fyrir utan hve mað- urinn er þá alltaf miklu betur klæddur. En því miður hefur viljað brenna við, að er menn eru að slíta út gömlu fötunum sínum eru þeir oft ósmekklegir t.d. í brúnum buxum og svörtum jakka o.þ.h., sem enginn getur borið á móti að er ósmekklegt! Einnig ættu karlmenn að muna eftir fatalit sínum er þeir kaupa sér hálsbindi og sokka. Hugsið yr kur t.d. mann, sem er í brúnum föt- um með blátt hálsbindi eða t.d. í rauðum sokkum og svörtum skóm? Hann er ekkert sérlega glæsilegur eða hvað finnst ykk- ur? Nei, sannleikurinn er sá, að ef menn (og konur reyndar líkaj velja föt sín í litasamræmi, þurfa þeir raunverulega að eiga minna af fötum, og öllu sem þeim til- heyrir, ef þeir á annað borð vilja vera þannig klæddir, að það stingi ekki í augu þeirra er þexr umgangast! Nýiasta karlmanna- fatatizka! ÞÓTT segja megi að sáralitiar breytingar séu á karlmannsfata- tízkunni breytast alltaf einhver smáatriði, sem í fyrstu virðast vera lítilfjörleg, en er á hólminn er komið hafa geysilega mikið að segja. Fataefnin sem mest hefur borið á undanfarið eru frekar látlaus í lit, — með lítt áberandi rönd- um, köflum eða sem kallað hefur verið „síldarbein", ofin í eins konar oddmynztri. Þá er fínriffl- að flauel mjög í tízku, sömuleiðis leðurjakkar, og einnig er leður notað til skrauts, bæði á húfur og jakka o.fl. Sportskyrturnar í alla vega litum og er hárautt einna mest áberandi, sömuleiðxs eru prjónapeysur og vesti mjög í tízku. Derhúfur eru mjög í tízku og sömuleiðis barðalitlir hattar. Notið reyniberin í berjahlaup BERJATÍMINN er nú brátt á enda. íslenzkar húsmæður hafa keppzt um að tína sér ber eftir sólríkt sumar, bláber í sultu og krækiber í saft. Færri munu eiga kost á rifsberjum en vildu, og færri eru það en skyldi, sem nota reyniber í sultu eða „gelé“. Reyniber hafa margt sér til ágætis. í fyrsta lagi er ákaf- lega fljótlegt að tína þau, í öðru lagi segja þeir sem vit hafa á því, að reyniber séu afar holl og í þriðja lagi er bragðið af þeim sérkennilegt og einstaklega gott. Allt verður einu sinni fyrst og vill kvennasíðan eindregið hvetja húsmæður, sem áhuga hafa á, að reyna eftirfarandi uppskrift. í uppskriftinni eiga að vísu að vera epli, en þar sem ný epli eru ekki á boðstólnum hjá okkur, má eins notast við þurrkuð epli. Að- eins verða þau að liggja í bleyti yfir nóttina. Reyniberja-epla-hlaup Jafnmikið er af reyniberjum og eplum. Berin skoluð vel á stilknum. Eplin og berin soðin sitt í hvoru lagi, vatnið látið fljóta yfir, soð- ið í 5—10 mínútur (eplin soðin út). Síðan sett sitt í hvoru lagi á síu, saftin látin renna úr . . . epla og reyniberjasaftinni bland- að saman. í lítri saft á móti 1 kg af sykri. Saftin sett yfir. Þegar hún er vel heit, er helmingnum af sykr- inum hellt út í, suðan látin koma upp og soðið í 10 mínútur. Þá er því sem eftir er af sykrinum hellt út í og soðið aftur í 10 mín- útur. Froðan tekin ofan af. Hellt á hreinar þurrar krukkur. Við birtum hér til gamans teikningar af nýju ,línunni“ frá Farís. Þær eru frá tízkuhúsinu Manquin og þykja bera tölu- verðan egypzkan-keim. Fiðlukennsla Væntanlegir nemendur hringi í síma 1 0 5 3 1 . Rúth Hermanns Hafnarfjörður — smábarnakennsla Mun annast lestrarkennslu í vetur. Upplýsingar í síma 50713 Haukur Helgason. Á sýningunni í Forum í Kaupmannahöfn gefur m.a. að líta þetta „eldhúskríli“, sem er ekki annað en skápur og ætlað fyrir eins og tveggja herb. íbúðir. Það er þýzkt að uppruna, stærðin er 90x60x200 cm og í því er ísskápur, vaskur, skápur fyrir rusla fötu og hillur fyrir alls kyns matarílát. Auk þess er loftræsing í skápum. Frá eldhússýningu i Forum HVER er sú húsmóðir, sem ekki óskar sér eins þægilegra vinnuskilyrða og völ er á? Á sýn ingunni í Forum í Kaupmanna- höfn, sem heitir, „Eldhúsið, stærsti vinnustaður Danmerkur" úir og grúir af nýjungum, svo að manni finnst eigið eldhús vera bæði ófullkomið og gamaldags í samanburði við það. En þar er hægt að fá góðar hugmyndir og vitneskju um hvernig hagræða má í eldhúsum húsmóðurinni til þæginda . . . og koma tímar og koma ráð . . . vonandi. Þar eru til dæmis ísskápar eft- ir nýjustu tízku af mörgum stærðum og gerðum og með ís- skáp getur húsmóðirin hafið nýj- an þátt í matartilbúningi með því að bera á borð heimatilbúinn ís og frosna ábætisrétti. Auk þess er hægt að kaupa matarforða til heimilisins í stærri skömmtum og til margra daga í senn. Rafmagnshrærivél er líka ofar lega á óskalistanum. Hún er til mikilla hagsbóta fyrir húsmóður- ina, sem hefur aðeins tvær hend- ur en þyrfti að hafa að minnsta kosti fjórar. Hún tekur ekki mik- ið pláss en gerir mörg önnur eldhúsáhöld óþörf. Hún hrærir deig og skyr, þeytir rjóma, hakk- ar grænmeti, pressar ber o. fl. o. fl. Húsmóðir sem hefur eignazt eina af hinum nýjustu gerðum saumavéla getur saumað fatnað, stoppað og gert við föt, saumað útsaum, búið til hnappagöt, saum að hnappa í, „applikerað“ og saumað „hul“-saum. Allt gengur eins og í sögu og það er ekki lítill sparnaður af því að sauma sjálfur. Fæstum dettur vlst í hug nú til dags að sauma kjóla í höndunum, en þegar um prjónaða kjóla er að ræða, eru víst lang- flestar bæði of gamaldags og hæg fara. Því með handprjónavélinni er hægt að prjóna litla peysu a 1—2 klukkutímum og ekki tek- ur þá ýkjalangan tíma að prjóna kjól. Agætt fyrirkomulag er það, sem ekki mun heldur óþekkt fyr- irbrigði hér á landi, að nokkrar konur taki saman höndum um kaup á handprjónavél og skiptist á að hafa hana til afnota. Þann- ig gæti húsmóðir, sem hefur nokkurn tíma aflögu prjónað fyr- ir fólk og selt og fengið fyrir það góðan skilding. Strau-vélin er líka ein æðsta ósk húsmóðurinnar í dag, því engum þykir víst gaman að strauja. Það er leiðinlegt verk og því fyrr sem því er lokið, þvl betra. Hægt er að sitja þægilega við strauvélina og áður en maður veit af, er stórþvotturinn strok- inn og fínn . . . meira að segja manchet-skyrturnar líka. Nýju matarpottarnir með þykku loki stytta suðutímann um 25—30%, ekkert brennur við, mat urinn varðveitir safa, kraft og vitamín og auk þess eru pott- arnir svo fallegir að enginn þarf að skammast sín fyrir að bera þá inn á borðið. Óbraggleg ullarfot Hvít ullarföt hafa þann leiffa galla aff gulna er farið er aff þvo þau oft. Þessu er þó hægt að ráða bót á með því aff láta ofurlítiff borax í þvotta- vatniff. M O L AR Þaff er ekki rétt Margir halda því fram, að þá sé voðinn vís, ef mönnum verð- ur það á að gleypa sveskjustem eða stein úr döðlu eða appelsínu, og segja að hætta sé á að steinn- inn setjist að í botnlanganum og orsaki bólgu. 1 fyrsta lagi er botnlanginn oft- ast lokaður í fullorðnu fólki og í öðru lagi eru steinarnir ekki stærri en svo að þeir komast auðveldlega sína leið í gegnum líkamann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.