Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 8
« MORCVl\nr 4ÐW Miðvikudagur 25. sept. 1957 j í fáum orðum sagt 3 fTTTTT Eg vinn að því baki gera mig óvinsælan ®---------—-- segir Valtýr Pétursson í rabbi um myndlist VALTÝR PÉTURSSON býr að Vesturgötu 53. Þaðan var einu sinni hægt að horfa út á Faxa- flóa, en nú hefur stórt steinnús verið reist beint fyrir framan stofugluggann hans. Hann er held ur óánægður með það, enda skiljanlegt, að málari vilji hafa eitthvert útsýni: — Þetta er alveg óskaplegt.seg- ir Valtýr og bendir á stórhýsið, þeir eru búnir að taka hálf- an Faxaflóann frá okkur. Síðan snýr hann sér að vesturveggnum í stofunni og segir: — Við búum nú hér í bingnum eins og stendur. En svona kann maður við sig. Uppi við vegginn lá fjöldi mál- verka, en í öðru horninu lá ham- ar við stóran meitil, og í kössum á gólfinu og í gluggakistunni voru stórir og smáir steinar úr íslenzkri náttúru — efni í mosaik myndir: — Ég á fjórar mosaikmyndir á sýningunni með Þorvaldi Skúla- syni og Nínu Tryggvadóttur uppi á Hverfisgötu. Ég lét þessar mynd ir fljóta með, því þau báðu mig um það, og mér finnst ákaflega gaman, þegar ég fæ tækifæri til að sýna með jafnágætum lista- mönnum. Ég spurði um mosaikmyndirn- ar og efnið í þær. — Hérna er gabbró frá Einari í Hvalsnesi. Það er mjög hart og getur verið nokkuð erfitt ^n þó er það ekkert á móti hrafntinn- unni, hún er langverst viðureign- ar. Svo eru hérna postulínsstykki úr gömlum klósettum, sem ég fann úti í örfirsey. Það eru eigin- lega engin takmörk fyrir því, hvað hægt er að nota í mosaik- myndir. Ég hef sennilega urn 20 steinategundir, allar íslenzkar, sumt hef ég tínt sjálfur, annað hef ég fengið hjá Ársæli Magnús- syni steinsmið. — Þetta hlýtur að vera stór- hættulegt fyrirtæki, það kvarnast svo úr steinunum, þegar þú hegg- ur þá í sundur. Þú getur orðið blindur af þessu? — Nei — nei, það er ekki svo alvarlegt. Aftur á móti getur mað ur orðið boginn í baki. En senni- lega er þó verst, að ég er að eyði- leggja heimilið með þessu bjástri. Það liggur við hjónaskilnaði í hvert skipti sem ég byrja á nýrri mynd. — Þetta getur orðið dýrt spaug! — Ja, ætli það gangi ekki ein- hvern veginn. Valtýr sýnir mér nú aðra teg- und af mosaikefni, litirnir eru skærari og tildurslegri: — Þetta eru útlendir glerjung- ar, einungis ætlaðir í mosaik- myndir. Þeir eru ekki eins skemmtilegir og íslenzku stein- arnir. Mér finnst þetta efni nafa verið notað til fulls á 13. öld, en það eru víst ekki allir sammála því. — Mosaiklist er ævagömul, upprunnin í Austurlöndum, þar sem hún var lengi í heiðri höfð. Það eru til margar gullfallegar mosaikmyndir frá gamalli tíð. — En hvenær beindist áhugi þinn að þessari listgrein? — Það mun hafa verið 1952. Þá sá ég mosaiksýningu ítalska meistarans Severinis í París en hann hefur notað mosaik í nú- tíma myndgerð sinni. Þá vakn- ► l brotnu að ®----------------------------- I aði hjá mér áhugi á þessu efni. Ég sá strax, að það átti mjög vel við stranga myndbyggingu ab- straktlistarinnar. Svo liðu nokk- ur ár og ég hafði ekki tækifæri til að kynnast mosaiklistinni bet- ur, en á síðasta hausti fór ég til Frakklands og vann þar um tíma í vinnustofu Severinis og naut þar ágætrar tilsagnar. Nú hef ég gert nokkrar mosaikmyndir, fjór- ar eru í Sýningarsalnum, eins og ég sagði þér áðan, tvær eru hér í stofunni minni og svo sendi ég fimm myndir á norrænu sýning- una í Gautaborg. En fyrsta mynd- in sem ég gerði er hjá Hallsteini Sveinssyni, bróður Ásmundar. Ég skal sýna þér hana’ á eftir, við getum skroppið þangað. — En segðu mér þó áður,Val- týr, er áhugi þinn orðinn svo mikill á mosaikkinni, að þú sért hættur að mála? — Nei-nei, blessaður vertu. Ég vinn við þetta jöfnum höndum. Ég var t. d. að ljúka við eina af mínum stærstu myndum. — Er ekki bezt að gera mosa- ikmyndir á stóra veggi? — Ójú, þessi listgrein er fyrst og fremst orðin til fyrir stóra veggi og hún nýtur sin auðvitað betur á stórum fleti en litl- um. Mosaikmyndir geta verið alls staðar, t. d. í skólum og kirkjum, og njóta sín jafnvel á veggjum, í loftum og á gólfi. Ég hef aðeins unnið að litlum mynd- um, en auðvitað hefði ég mjög gaman af því að glíma við -tóran vegg. En þá verður maður að hafa nægan tíma. Við fórum að ræða saman um ýmis önnur mál og Valtýr sagði, að hann hefði tröllatrú á ..am- tíð íslenzkrar myndlistar. En hún verður að fá að þroskast óhindruð, ekkert má verða henni fjötur um fót, hún verður að fá að velja eigin leiðir. Einu sinni komust menn ekki upp með að mála vel, en nú er sá ami liðinn sem betur fer. Menn eiga að meta myndlistina án fordó ra. Þeir geta auðvitað haft ýmislegt við hana að athuga, eins og alltaf er. Það stendur henni aldrei fyrir þrifum. — En hvað segirðu um sýning- una hennar Júlíönu? — Ja, ég er nú einmitt að skrifa um hana í Moggann, en ég get þó sagt þér eitt: sýning Júlíönu eu eitt furðulegasta ævintýri í íslenzkri myndlist. — En hún er ekki abstrakt- málari, fólk segir, að þú kunnir ekki að meta neitt annað en „abstrakt." — Það er ekki rétt. Það skiptir mig engu, hvort málverk er hlut- lægt eða óhlutlægt, eins og sagt er. Hið eina sem máli skiptir er það, hvort verkið nær tilgangi sínum. Verk Júlíönu Sveinsdótt- ur eru stórkostleg list. Þau eru öll til orðin á þeirri forsendu. að listamaðurinn ætlar sér að mála 'málverk, annað ekki. — Þú sagðist vera að skrifa grein nm Júlíönu. Segðu mér eitt, er ekki erfitt, já og vanþakklátt verk að skrifa listagagnrýni? — Æ — jú, það má eiginlega segja/að maður vinni að því baki brotnu að gera sig óvinsælan. Þegar hér var komið sögu, hirt- ist kona Valtýs í dyrunum. Hún spurði, hvort við vildum kaffi, en báðir kváðu nei við. — Erum við ekki boðin út að borða, spúrði Valtýr. — Jú, sagði frúin, um leið og hún gekk úr stofunni aftur, en ég ætla að gefa „Akur- eyringunum" fyrst. — „Akurevr- ingunum," spurði ég. — Já, svar- aði Valtýr, þeir eru nýfluttir á Tjörnina. Við brostum. ’Síðan stóðum við upp. Ferðinni var heitið til Hallsteins. Um leið og við gengum út, gerði ég þá at- hugasemd, að undarlegt væri, hvað einn málari ætti mikið af bókum. — Ég hélt, að málarar læsu aldrei bækur, sagði ég. — Það kemur ekki til af góðu, svar- aði Valtýr. Ég ætlaði einu sinni að verða rithöfundur, en gat aldrei lært að skrifa. Og svo bætti hann við, um leið og hann setti á sig alpahúfuna: — Það er dá- lítið gaman að sannleikanum stundum, en þetta máttu ekki segja. Hann brosti. Þegar við komum að Upplönd- um til Hallsteins, var hann ekki heima. Við fengum þó að koma inn fyrir. Valtýr sagði, að Hall- steinn ætti eitt merkasta einka- safn íslenzkra abstraktmálverka. IStofuveggirnir voru allir þaktir málverkum eftir Þorvald Skúla- son, Kristján Davíðsson, Hjör- leif Sigurðsson, Svavar Guðna- ÁBERANDI GREIN með yfir- skriftinni „5 þús. ónothæfar síld- artunnur frá A-Þýzkalandi liggja norður á Siglufirði", sem birtist í Morgunblaðinu 19. þ. m. gefur mér tilefni til þess að skrifa eftir- farandi línur. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ekki hefir að undanförnu tekizt að selja afurðir okkar í nógu ríkum mæli fyrir frjálsan gjaldeyri, að minnsta kosti ekki fyrir það verð, sem við teljum okkur þurfa að fá fyrir þær. Markaður sem er fyrir hendi í austrænum löndum hefir verið hagnýttur, enda þótt hann sé bundinn við vöruskipti. Þessar staðreyndir eru fyrir hendi, og þyki þær óhagkvæmar, fæ ég ekki séð að við neinn sé um að sakast nema okkur sjálfa. Ýmsar vörur, er við þörfnumst, eru ill- eða ófáanlegar í vöru- skiptum. — Knýjandi nauðsyn ber því til að spara hinn frjálsa gjaldeyri, sem eins og allir vita, er þegar af skornum skammti, og verja honum fyrst og fremst til kaupa á þeim vörum setn ófáanlegar eru frá vöruskipta löndunum. Ein af þeim vöruteg- undum, sem útheimtir árlega mikinn frjálsan gjaldeyri, er síldartunnur. Á síðastliðnu vori buðu A- Þjóðverjar mér að framleiða fyr- ir okkur síldartunnur á svipuðu verði og við höfum keypt annars staðar. Tunnurnar skyldu smíaðar sam- kvæmt ýtarlegri lýsingu, sem Síldarútvegsnefnd álítur tæm- andi. Tilboði Þjóðverjanna var, af of- annefndum ástæðum, tekið. son og fleiri. Á einum veggnum hékk mosaikmynd Valtýs. Hann benti mér á hana og sagði um leið: — Þetta er mín fyrsta mosaikmynd úr íslenzku grjóti. Við hliðina á henni var ný mynd eftir Kristján Davíðs- son. Litirnir voru hrærðir sam- an á spjaldinu. Mjög undarleg mynd, mjög undarleg. Valtýr benti á hana, sagði brosandi: — Þarna geturðu séð, að ég er orð- inn „konservativ" í samanburði við þetta. — Já, sagði ég úti á þekju og bætti við: — Þetta er undarlegur áhugi. Svona stofu gæti maður sennilega ekki séð hjá útlenzkum almúgamanni. Það er óneitanlega dálítið gaman að þessu. Áður söfnuðu menn bókum, en nú safna menn mál- verkum. Segðu mér eitt Valtýr, ætli hann Hallsteinn sé ríkur? M. Þessi fyrsta tilraun mistókst, því miður. Tunnurnar uppfylltu ekki sett skilyrði og því neitaði Síldarútvegsnefnd að greiða tunn urnar og veita þeim móttöku. Tveir fulltrúar A-Þjóðverja komu hingað umsvifalaust og sannfærðust um að afstaða Síld- arútvegsnefndar til málsins var á rökum reist. Hvort tunnurnar verða endursendar eða seldar hér til annarrar notkunar, svo sem söltunar á hrognum, er óákveðið. f þessu sambandi má geta þess að kunnáttumenn telja þær ágæt- lega nothæfar til þessa. Á hinn bóginn eru miklar birgð ir af síldartunnum fyrir hendi og því miður eru þetta ekki einu ónothæfu síldartunnurnar í land- inu. Það sem mér finnst skipta mestu máli, í þessu sambandi er: að íslendingar hafa allt að vinna og engu að tapa við þessa tilraun: að seljendurnir geta ekki kennt neinum íslenzkum aðilum um fjárhagslegt tjón, sem þeir óum- flýjanlega verða fyrir og: að þeir telja að hér sé um byrjunarörðug leika að ræða, sem þeir hafa full- an vilja og von um að yfirstíga í náinni framtíð, að sjálfsögðu í góðri samvinnu við viðkomandi íslenzka aðila. Mistakist tilraunin endanlega töpum við aðeins voninni um auk inn frjálsan gjaldeyri til nauð- synlegrar ráðstöfunar. Takist hún, á hinn bóginn, tel ég að allir aðilar megi vel við una og sér- staklega þeir, sem hafa lagt hönd á plóginn. En hvernig sem fer fæ ég ekki séð hverjum ofannefnd grein gagnar. Kristján G. Gíslason. Leiguíbúð óskast 5 herb. íbúðarhæð með sérinngangi óskast til leigu 1. okt. n.k. — Fyrirframgreiðsla fyrir árið. I\iýjíi Fasteignasaíun Bankastræti 7, sími 24300 Rafsuðumaður óskast Blikksmiðjan Grettir Verzlunarskólastúderít Ungur maður með stúdentspróf úr Verzlunarskóla íslands, óskar eftir atvinnu. Tilb. sendist í pósthólf 1294 fyrir 30. þ.m. Vöruskipti og sildartunnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.