Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 14
14 uonGvnniA&iB Miðvikudagur 25. sept. 195? Vélbátur til sölu Vélbálurinn Geir goði 38 lesta með 110 ha. June Munktel vél er til sölu fyrir mjög lágt verð og hagkvæma greiðsluskilmála. Uppl. hjá Lofti Loftssyni, Reykjavík. Sími 12343. Myndarleg og vönduð Stúlka sem taka vildi að sér heimili fyrir mann með stálpuð börn, óskast. — Stór íbúð. — Heimilisþægindi. Tilboð sendist í pósthólf 158, Akureyri. Lœrið ensku eins og hún er töluð í Englandi. Tungumál geta menn aldrei lært af bókum einum saman. Ef þér þurfið á því að halda, að TALA ensku, þá er það ómetanleg hjálp að æfa sig undir umsjá sérfróðra kennara í Málaskólanum Mimi. Þér lesið bækur yðar heima eftir því sem þér hafið tíma og tækifæri til og ræðið við kennarann á ENSKU í sjálfum tímunum um það, sem stendur í námsköflunum. Við þetta venjist þér á að skilja og sundurgreina hin er- lendu hljóð og mynda setningar á enska tungu. I Málaskólanum Mími eru flokkar við allra hæfi, hvort sem þeir hafa lært nokkur ár í skóla eða aldrei numið tungumál fyrr. IViálaskólinn Hiimir Hafnarstræti 15 Innritun í síma 22865, kl. 5—8 daglega. Kennsla er að hefjast. fr&nÉVíö^oa mynóiisraetólinn DAGDEILDIR (kl. 2—7 síðd.): Myndlistadeild, teikni- kennaradeild, listiðnaðardeild kvenna, kennsludeild hag- nýtrar myndlistar. SÍÐDEGIS- og KVÖLDNÁMSKEIÐ: Auglýsingateikn- un, baldýring, barnaflokkar í föndri, teiknun og hand- brúðugerð, Batik, bókband, föndurkennsla fyrir full- orðna, handbrúðugerð fyrir kennara, húsateiknun fyrir trésmiði, húsgagnateiknun fyrir húsgagnasmiði, leir munagerð, linolþrykk (á tau), listasaga, myndmótun, mynzturteiknun, prjón (listprjón), sáldþrykk (serigrafi á pappír og tau), skermagerð, teiknun og málun, teiknun fyrir silfur- og gullsmíði, tízkuteiknun, útsaumur, vefn- aður. Umsóknir tilkynnist fyrir lok þessa mánaðar. Nánari upplýsingar í skrifstofu skólans, Skipholti 1, alla virka daga nema laugardaga kl 5—7 síðd. Sími 19821. Umsóknir tilkynnist fyrir lok þess mánaðar. Skólastjórinn. Vekið stóraukna aðdáun... Snjóhvít skyrta vekur aðdáun, bæði á manninum og þvottinum. Algengt þvotta- duft skilar þvottinum hreinum, en ekkert nema hið bláa Omo skilar hvítum þvotti, sem er reglulega skjallhvítur. Sé fatnað- urinn mislitur, verða litimir langskær- IC-OMO 14/3-2t87-iJ astir, ef hann er þveginn úr ilmandi bláu Omo. Þetta kemur til af þvi, að Omo hreinsar hverja ögn af óhreinindum, hversu grómtekin sem fötin eru. Reynið það í næsta þvotti! Þá munuð þér sjá muninn. HIÐ BLÁA OMO SKILAR YÐUR ffiimm Hvmsm Þw&mi Lisfaverk flutt SVO SEM kunnugt er taka 19 íslenzkir listamenn þátt í hinni miklu norrænu myndlistarsýn- ingu, er opnuð verður í Gauta- borg 12. n.m. Vegna þess þurfti að senda héðan til Gautaborgar um 78 listaverk, málverk, högg- myndir, vefnað, steint gler og svartlist. Hingað til hefir það verið hefð- bundin venja að senda slíkar sýningardeildir landa í milli með skipum, en að þessu sinni ákváðu forráðamenn íslenzku deildarinn- ar að láta flytja alla sýningar- munina loftleiðis, þar sem það var talið hagkvæmara. Fyrsta sendingin fór héðan með flugvél Loftleiða 19. þ.m. til Gautaborgar og í morgun hin síðasta með Heklu. Var það m.a. geysistórt málverk eftir Gunn- laug Schewing (2x3 m). Tveir íslenzkir listamenn munu nú á förum héðan til þess að sjá um uppsetningu sýningarinnar og vera fulltrúar íslenzkra mynd- listarmanna meðan hún verður opin. (Frá Loftleiðum). Um Davíð á Arnbjarg arlæk áttræðan HVAR á landinu sem er, sé Davíð á Arnbjargarlæk nefndur vita allir, sem komnir eru til vits og ára, hver maður sá er og hvar búsettur. Svo vítt um landið eru dreifðir vinir hans og kunningj- ar, starfsfélagar og þeir sem not- ið hafa hjálpfýsi hans, ráðdeild- ar og rausnar. Kynnin hafa verið svo margvísleg, að þau verða vin- um hans ógleymanleg. Nær það jafnt til samverustunda þar sem hann hefur verið jafnsnjall að fjalla um torráðin vandamál, hrókur alls fagnaðar á gleðifund- urn eða hinn trausti vinur í raun. Fyrir augum almennings verður sérstaklega minnisstæður stór- bóndinn á Arnbjargarlæk. Munu hinir mörgu gestir, er þar hefur að garði borið hans mörgu bú- skaparár minnast þeirrar rausnar er þar hefur mætt þeim. En þar um er skerfur frúarinnar Guðrún ar Erlendsdóttur ekki minni en bóndans. Jafnhliða því, sem hinir mörgu vinir Davíðs minnast hans vegna þessa afmælis, mun hans lengi minnzt sem brautryðjanda í vel- ferðarmálum sinnar sveitar og álls Borgarfjarðarhéraðs. Langur ér starfsferill hans um að bæta samgöngur héraðsins. Var hann einn af forvígismönn- um þess, í byrjun þessarar aldar, að stofnun Gufubátsfélags Faxa- flóa, með kaupum og rekstri gufuskipsins Ingólfs, og í fram- haldi af því virkur þátttakandi í hlutafélaginu 'Skallagrími í kaupum og rekstri skipanna Suðurlands, Laxfoss og Akra- borgar. Hafði hann glöggt auga fyrir því að bættar samgöngur voru höfuðskilyrði fyrir bættum hag héraðsbúa í verzlunarmálum o. fl. Samvinnusambönd héraðsbúa hafa lengi búið að hans forsjá og ráðum, og svo er um flest velferðarmál héraðsins. Lengst munu þó sveitungar Davíðs minnast hans, vegna ár- vekni hans og ráðdeildar í hrepps málum. Verið hreppstjóri og odd- viti hálfa öld eða lengur og sýslu- nefndarmaður. Þó ellin færist yfir, eru það einlægar óskir vina hans, að hann eigi framundan sem flesta sól- bjarta sumardaga á Arnbjargar- læk, þar sem hin breiða byggð Borgarfjarðarhéraðs blasir við augum, suður til Skarðsheiðar og út og vestur um Borgarfjörð. Og að hann eigi enn þess kost að grípa til gæðingsins eða bregða sér í bifreið til gleðifunda með vinum sínum. eða leggja með þeim línurnar að framgangi óleystra velferðarmála Borgar- fjarðarhéraðs. Magnús Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.