Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 10
10 MORGVIVBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. sept. 1957 rogpuitlrfafrifr Útg.: H.t Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Öla, sími 33045 Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði mnanlands. t lausasölu kr. 1.50 eintakið. OLIKIR STARFSHÆTTIR UTAN UR HEIMI Harald krónprins Norðmanna r Alaugardaginn var skýrði Morgunblaðið frá því, að það hafi átt tal við Svein Tryggvason framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins og spurzt fyrir hjá honum um af- urðaverðið á þessu hausti. — „Sveinn skýrði blaðinu svo frá að ríkisstjórnin hefði nýlega tek- ið þá ákvörðun að greiða niður verðhækkanirnar á nýju dilka- kjöti og mjólkurafurðum og kart- öflum fyrst um sinn. Ekki er vit- að hve lengi þessar niðurgreiðsl- ur vara eða hve háar þær eru. Endanlegt verð á landbúnaðar- afurðum hefur nú verið ákveðið til bænda. Hækkar dilkakjötskíló ið um kr. 0,60, mjólkurlítrinn um 7 aura. Unnið er nú að því að ákveða raunverulegt útsöluverð landbúnaðarafurða, en því er ekki lokið“. Þannig sagði Morgunblaðið frá. Tíminn, málgagn landbúnaðar- og fjármálaráðherranna, skýrði fyrst frá þessari fregn daginn eft- ir og staðfesti það, sem Morgun- blaðið hafði sagt. Af hinum seinu viðbrögðum Tímans og því hvern ig frá fregninni er sagt, er ljóst. að blaðinu hefur ekki virzt hér um neina stórfrétt að ræða. Er það raunar í samræmi við það, sem áður hefur gerzt á þessu án. Morgunblaðið varð eitt til þess á s.l. vetri að skýra frá því, þegar mjólkurverð til bænda var hækk að um 7 aura lítrinn. Neytend- ur urðu þeirrar hækkun- ar að vísu ekki varir, því að hún var jafnskjótt öll greidd úr ríkis- sjóði og þótti ríkisstjórninni ekki taka því að segja almenningi frá þeirri ráðstöfun. En ekki hafa stjórnarvöldin eða blöð þeirra treyst sér til að vefengja frásögn Morgunblaðsins af þeirri stað- reynd. ★ 1 öllum þessum tilfellum er um mjög verulegar fjárgreiðslur úr ríkissjóði að ræða. Erfitt er að gera sér grein fyrir hversu upp- hæðirnar munu verða háar, af því að ríkisstjórnin lætur allt vera sem mest á huldu um greiðslu þeirra. Víst er þó, að ef þær verða inntar af höndum allt árið, munu þær nema býsna mörgum milljónum og t. d. fara verulega fram úr þeim 7 millj. króna, sem stjórnarliðið hefur ætlað að ærast að undanförnu yfir, að lagðar hefðu verið ofan á útsvör Reykvíkinga. Er þó staðreyndin sú, að áður en niður- jöfnuninni var lokið, höfðu út- svörin verið lækkuð sem þeirri upphæð nam og meira til. Hér skal ekki um það rætt, hvort þessar auknu niðurgreiðsl- ur úr ríkissjóði séu skynsamleg- ar eða ekki, eða vefengt. að þær hafi við lagabókstaf að styðjast. En á það skal minnt, að þegar Ingólfur Jónsson, þáverandi við- skiptamálaráðherra, gerði tillögu um það vorið 1956, að draga úr verðbólguáhrifum verkfallsins mikla á árinu 1955 með auknum niðurgreiðslum úr rikissjóði, ætl- uðu allir núverandi stjórnar- flokkar að rifna af vandlætingu. Þeir töldu þá, að almenningi væri sízt nagstæðara að standa undir verðhækkunum með því að greiða þær niður með sköttum, er á honum lentu, en fá þær fram í vísitölu, sem leiddi til þess að launþegar fengju kauphækkun, sem því næmi. Þetta var þeirra stefna og málflutningur þá. Nú þýtur öðru vísi í skjánum þeim. Þó er á það að líta, að á árinu 1956 var vitað um mikinn tekju- afgang ríkissjóðs. Nú hefur Tím- inn ekki alls fyrir löngu boðað halla bæði á sjálfum ríkissjóði og framleiðslusjóði, sem ríkissjóður í raun og veru er ábyrgur fyrir og er aðeins angi af honum. Ef niðurgreiðslur voru umdeilanleg- ar vorið 1956 eru þær því miklu hæpnari nú. ★ En látum það vera. Segjum sem svo, að eins og á stendur sé þetta skynsamleg og óhjákvæmi- leg ráðstöfun. Þá er þáð eftir, að hún er gerð í kyrrþey, án allrar greinargerðar til almennings fyr- ir rökum með og á móti og skýrslu um raunverulegan kostn- að, sem henni er samfara. Berum þetta saman við starfs- hætti bæjarstjórnar Reykjavíkur. Þar tekur bæjarstjórnin sjálf ákvarðanir um allar meiri háttar ráðstafanir. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir hálfsmánaðarlega nema um hásumartímann og stundum oftar. Bæjarráðsfundir eru nú orðið haldnir tvisvar, þrisvar sinnum í viku. — Þar skýrir borgarstjóri bæjarráðs- mönnum jafnóðum frá öllu, sem er að gerast í málefnum bæjar- ins, hefur samráð við þá og fær samþykki þeirra til alls, er veru- lega þýðingu hefur. Ákvarðanir bæjarráðs koma síðan jafnóðum fyrir sjálfa bæjarstjórnina. Með þessu er tryggt, að and- staðan í bæjarstjórn, ekki aðeins fylgist með öllu sem er að gerast, heldur hefur aðstöðu til að heimta upplýsingar, áður en á- kvarðanir eru teknar og getur komið sínum skoðunum og sjón- armiðum að. Þetta á við um allar þær ákvarðanir er ráða því, hve gjöldin og þar með útsvörin verða há. Um sjálfa útsvarsupphæðina á hvern einstakan er aðferðin sú, að hún er ákveðin af nefnd, þar sem bæði meirihluti og minni- hluti eiga fulltrúa. Gjöld hvers einstaks borgara eru eftir því, sem tilefni er til, grandskoð- uð af fulltrúum þriggja flokka. Hér er vissulega öðru vísi að unnið en hjá ríkinu, þar sem ríkisstjórnin í kyrrþey leggur stöðugt á ný og ný gjöld til við- bótar þeim 300 millj. kr sem lagðar voru á landslýðinn nánast greinargerðarlaust með jólagjöf- inni alræmdu og síðari skattaálög um. Það situr á þeim, sem svo fara að, eða hitt þó heldur að fjarg- viðrast yfir álagningu útsvar- anna í Reykjavík, sem í einu og öllu hefur verið fyrir opnum tjöldum og eftir þvi, sem lögin segja fyrir um! Auðvitað eru út- svörin há, en þau eru þó ekki nema % hlutar þess, sem ríkis- stjórnin hefur bætt ofan á ríkis- skattana aðeins frá síðustu jól- um. SUNNUDAGUR, bartviðri, sól- skin, en snæviþakin jörð. Komið var fram yfir hádegi 21. febrúar 1937. Fámenni var á götum Oslo- arborgar og umferðin var lítil. Yfir borginni hvíldi þetta venju- lega sunnudaga-andrúmsloft. — Skyndilega var kyrrðin rofin á götum miðborgarinnar. Fólkið safnaðist í hópa kringum blaða- salana, talaði mikið, var hávært, greikkaði síðan sporið og andlit þess Ijómaði af ánægju. „Auka- blað, aukablað — fæddur norsk- ur prins“ — hrópuðu blaðasalarn ir hver í kapp við annan. Fánar voru- dregnir að hverjum húni, ríkisráðsfundur var boðaður í skyndi, heillaóskir streymdu til norsku konungsfjölskyldunnar. Á þann hátt fagnaði höfuðborgin fæðingu fyrsta norska prinsins í 567 ár, syni Mörtu kronprinsessu og Olafs krónprins Norðmanna Prinsinn var skírður í hallarkap- ellunni rúmum mánuði síðar og hlaut nafnið Harald. Nú, tvítugur að aldri, að afa sínum Hákoni Myndin er tekin af Harald prins 11. september 1945, þeg- ar hann hóf skólagöngu heima í Noregi VII látnum ,er hann orðinn krón- prins Noregs. í Bandaríkjunum Harald var aðeins þriggja ára að aldri, þegar hann yfirgaf ætt- jörðina ásamt foreldrum sínum og konungi við innrás Þjóðverja í Noreg. í fyrstu dvöldust þau í Svíþjóð, en siðar bauð Roosevelt Bandaríkjaforseti Ólafi krónprins og fjölskyldu hans vestur um haf, og í Bandaríkjunum dvaldist ÍHarald til stríðsloka með móður sinni og systrum tveim. Bjuggu þau skammt fyrir utan Washing- ton og þar hóf Harald skólagöngu sex ára að aldri. Harald litli prins var í miklum metum hjá hjónunum í Hvíta húsinu. Frú Roesevelt lét eitt sinn svo um mælt, að þau hjón hefðu átt 14 barnabörn — en Harald prins og systur hans voru alltaf mjög hjartfólgin eiginmanni mínum. Jafnan gekk á ýmsu hjá Har- ald þar vestra og hafði hann ein- staklega gaman af því að reyna að leika á lífverðina tvo, sem jafnan fylgdu honum hvert fót- mál. En leikir hans voru ekki illkvittnir og allir, einnig lífverð- irnir, höfðu jafnan gaman af þeim á eftir. Haldið heim „Vorið 1945, þegar við fréttum, að styrjöldinni væri lokið og frið- ur var kominn á í heiminum, varð ég mjög glaður. Ég held, að ég hafi aldrei verið jafnánægð- ur. Þá skildi ég, að við mundum brátt sjá pabba og afa aftur og fara til Noregs“ — skrifaði Har- ald eitt sinn í skólastíl. Hinn 20. maí það ár, fór hann ásamt systr um sínum flugleiðis til London. Móðir þeirra hafði farið nokkr- um dögum áður — og það urðu fagnaðarfundir, er pabbi og afi tóku á móti börnunum, sem þeir höfðu ekki séð nær öll styrjald- arárin. Tveim dögum síðar stigu þau öll á skipsfjöl — og nú var haldið „heim“. Og þegar norska ströndin bar yfir sjóndeiidarhringinn eins og örmjótt strik giaðnaði yfir kon- ungsfólkinu. Harald rýndi út yf- ir sjóinn. Hann sá nú loks Noreg, föðurlandið, sem honum var lið- ið úr minni. Enginn var eins eft- irvæntingarfullur. Móðir hans og systur voru alltaf að tala um Noreg, en hann hafði aðeins ver- ið þriggja ára, þegar þau fóru þaðan. Noregur var honum nýtt land. í skóla 11. september 1945 var merkur dagur í lífi Haralds. Það var fyrsti skólagöngudagur hans í Noregi. Foreldrar hans lögðu ríka áherzlu á það, að hann væri ekki settur hærra félögum sínum í skólanum. Hann átti að sitja á skólabekk með öðrum norskum börnum og verða eins og önnur norsk börn. Harald kynntist fé- lögum sínum fljótt og vel og varð vinsæll í sínum hópi. Þar eign- aðist hann félaga, sem nú eru beztu vinir hans. En hann átti stundum til að bregða fyrir ■ sig ensku, þegar honum var mikið niðri fyrir. Enn haíði hann ekki áttað sig á umskiptunum, en hann vandist því bráðlega — að vera kominn heim. Hann tók virkan þátt í skóla- lífinu, lék í skólaleikum og var í skólakórnum, en söngur er hans bezta skemmtan. Hann hefur alla tíð hlotið sérstaklega góðan vitnisburð fyrir góða hegðun og umgengni í skóla og dugandi námsmaður hefur hann og verið. Áhugamál hans utan skólans hafa og verið margvísleg, en fyr- ir skemmstu fékk hann bifreið að gjöf — og það er eins með hann og aðra pilta á hans aldri, að bifreiðin þykir honum skemmtilegt leikfang — og tekur raunar flestu fram. Breyttir tímar fram- undan Árið 1955 lauk Harald prins stúdentsprófi og í vetur stundaði hann nám í foringjaskóla hersins. Hann mun hljóta sömu menntun og Ólafur konungur faðir hans — og í haust hefur hann nám i her- skóla norska ríkisins. Breyttir tímar eru framundan. Breytt viðhorf. Harald krónprins gegnir nú nýju og stærra hlut- verki í þágu lands síns — lands- ins, sem eitt sinn var honum fjar- lægt draumaland handan hafsins. Harald kronprins (Nýleg mynd) Bridgefélag kvenna BRIDGEFÉLAF kvenna hélt aðalfund sinn nýlega. í stjórn voru kosnar: Rósa ívars formað- ur, Eggrún Árnadóttir, ritari og Unnur Jónsdóttir, gjaldkeri. Félagið hefir vetrarstarfseml sína með tvímenningskeppni í Skátaheimilinu 2. okt. n.k. Félags konur eiga að tilkynna þátttöku sína til stjórnar félagsins sem fyrst. Systkinin Ragnhild, Harald og Astrid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.