Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Vaxandi SV- og sunnanátt. Rigning öðruhvoru. 216. tbl. — Miðvikudagur 25. september 1957. Þjóðleikhúsið Sjá bls. 11. 3 nýir leikvellir opnoðir i gær „Gœzluvellir" bœjarins orðnir 16 talsins? og bœrinn sér um að húseigendur geti fengið ódýr og góð leiktœki á lóðir sínar I GÆR voru teknir í notkun í Reykjavík þrír nýir barnaleikvellir. Eru þetta svonefndir „gæzluvellir“ og ætlaðir börnum 2—5 ára. í>ar eru gæzlukonur, sem gæta barnanna, öryggis þeirra og vel- íerðar. Vellirnir eru búnir góðum leiktækjum við hæfi barna á þessum aldri. Þessir nýju vellir eru við Dunhaga, Rauðalæk og við Hlíðargerði. 1 tilefni af opnun leikvall- anna í gær buðu bæjaryfirvöldin nokkrum gestum að skoða þá — Áður en skoðanaferðin hófst, sagði Gunnar Thoroddsen borgarstjóri nokkur orð og Jónas B. Jónsson fræðslustjóri og form. leikvallanefndar gerði grein fyr- ir hinni öru þróun í leikvalla- byggingum í Reykjavík síðustu árin. Gunnar Thoroddsen borgar stjóri ræddi í stórum dráttum hvað bærinn hefði gert á sviði leikvallastarfseminnar. í skipu- lagningu hverfa væri ávallt gert ráð fyrir leikvöllum. Nú væru 16 leikvellir í Reykjavík, 10 þar sem smábarnagæzla er og 6 svo- nefndir „gæzluvellir" fyrir börn á öllum aldri, auk fjölmargra opinna svæða. Á" Fleiri hafa skyldur Borgarstjóri kvað þó bæjar- yfirvöldin ekki ein hafa skyldum að gegna gagnvart yngstu borg- urunum. Vegfarendur og eink- um bifreiðastjórar þurfa að sýna íulla aðgæzlu er börn eiga í hlut. Foreldrum barna og húsa- og lóð- areigendum ber og skylda til að gera lóðir sínar þannig úr garði, að börn geti unað þar við leiki. Allt of mikið ber á því að lóðir umhverfis íbúðarhús séu gerð að skrúðgörðum, sem lok- aðir eru yngstu íbúum húsanna. Það er góðra gjalda vert, að hafa skrúðgarða, en húsagarðana má ekki miða eingöngu við það. Bæj- arfélagið hefur tekið upp þan» hátt, að setja að skilyrði fyrir úthlutun lóða, að viss hluti þeirra sé ætlaður börnum. Þetta er á byrjunarstigi og nokkuð skortir á skilning fólks á þessari nauðsyn. Borgarstjóri kvað það hafa upp- eldisgildi að börnin gætu verið heima við að leik, auk þess sem það drægi úr slysahættu og þau væru í öruggri umsjón. ic Leikvellir í hvert hverfi Borgarstjóri kvað bæinn ekki skjóta sér undan ábyrgð sinni í þessum efnum, og haldið yrði sleitulaust áfram á þeirri braut sem farin hefði verið, að hafa leikvelli sem víðast, og stór á- fangi á þeirri leið hefði náðst í dag með opnun þessara þriggja leikvalla. Að lokum sagði borgarstjóri að bærinn beitti sér nú fyrir því að ódýr og hentug ieiktæki yrðu fáanleg fyrir þá húseigendur, sem vildu setja slík tæki upp við hús sín. ýc ör þróun Jónas B. Jónsson form. leikvallanefndar, gerði stutt- lega grein fyrir sjónarmiðum og framkvæmdum leikvalla- nefndar. Hann skýrði hina öru þróun m. a. með því að geta þess að 1951 voru gæzluvellir 5 talsins en eru nú 16. Og á s. 1. ári fengu leikvellir bæj- arins 266.700 heimsóknir. Á f járhagsáætlun þessa árs voru kr. 1,200,000 ætlaðar til rekstr ar leikvalla og 700 þúsund kr. til nýbygginga. ir Nýju vellirnir Vellirnir við Dunhaga, Rauðalæk og Hlíðargerði sem teknir voru 1 notkun í gær eru hinir glæsilegustu. Tvær gæzlu- konur eru á hverjum velli sem gæta barnanna og örva þau til leika. Þær gæta barnanna 2—3 tíma á dag. Lengur eiga þau ekki að vera á völlunum samkvæmt tillögum próf. Símons Agústsson- ar, sem kynnt hefur sér þessa starfsemi fyrir bæinn. Á hverj- um hinna nýju valla er skýli — öll eins, og gerði Skúli Norðdahl arkitekt teikningu að þeim í sam- ráði við skipulagsstjóra bæjarins og leikvallanefnd. 1 þeim er her- bergi fyrir gæzlukonur, hrein- lætisherbergi og geymsla. Auk þess er útiskýli, sem ætlað er börnunum, þegar eitthvað er að veðri .Er það von leikvallanefnd- ar, sagði Jónas B. Jónsson, að þessir vellir megi verða mörg- um börnum griðastaður. — Á hverjum velli eru sandkassar, rólur, sölt, rennibrautir o. fl. — Mörg börn voru á völlunum nýju í gær. T. d. fékk völlurinn í Hlíð- argerði 150 heimsóknir. Al þingi FORSETI fslands hefur í dag kvatt Alþingi til fundar fimmtu- daginn 10. október n.k. Fer þingsetning fram að lok- inni guðsþjónustu í dómkirkj- unni, er hefst kl. 13.30. (Frá forsætisráðuneytinu) Frtunkvæmdii ó Keflovíkurvelli BLAÐINU barst I gær eftirfar- andi fréttatilkynning: „Yfirmaður varnarliðsins á ís- landi vill lýsa yfir því, er hér greinir: Ég hef komizt að raun um, að í blaðaviðtali, er ég átti nýlega, gaf ég óviljandi upp rangar tölur varðandi fjölda þeirra, sem ráða á til starfa við framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Er viðtalið fór fram, voru um 400 íslending- ar launaðir við störf þessi, ekki 200, eins og ég sagði. Þess vegna verða um 200 menn ráðnir til við- bótar á næstunni, svo að heildar- talan verður 600“. Flugbjörgunursveilin bjnrgnði i gærdog 22 kindum úr sjúlfheldu BJARSIGSMANNASVEIT úr Flugbjörgunarsveitinni björguðu í gærdag lífi rúmlega 20 kinda, sem komnar voru í sjálfheldu í hamrabelti ofan við Nesjavelli í Grafningi við Þingvallavatn. Sigu hinir vösku björgunarsveitar- menn eftir kindunum og tókst að bjarga þeim öllum nema einni en styggð komst að henni og hún hrapaði til bana. Ein kind hafði hrapað áður en björgunarsveitin kom á vettvang. Verið var að reka þessar kind- ur í Hafravatnsrétt í fyrradag, er gangamenn misstu þær fram af bjargbrúninni. Gátu þeir ekkert að gert og urðu frá að hverfa. I gærmorgun er réttir hófust í Hafravatnsrétt var ákveðið að leita fyrir um hjálp hjá Flug- björgunarsveitinni við að bjarga kindunum. Var það auðsótt mál. Var komið austur í Grafning um klukkan 1. Urðu að síða 100 metra Kindurnar voru aðallega á tveim stöðum í hamrabeltinu, þar sem flestar ærnar stóðu. Urðu bjargsigsmenn, sem neðst fóru að siga um 100 m. — Voru þar sex kindur, sem björgunarmenn létu síga niður fyrir bjargið. Þar var bjargið þverhnípt. Ofar í því var lausagrjót á sillunum þar sem flestar ærnar stóðu. Urðu björgunarmenn að fara mjög var- lega að kindunum til þess að missa þær ekki fram af. Ein kind stökk fram af sillunni, er styggð kom að henni. Var hún lifandi er að var komið, en henni var strax lógað. Það var ekki nóg að ná kindun- um, því björgunarmennirn urðu að fara upp með hverja einustu þeirra, til þess að þær ekki meidd ust á því að slást utan í bergið. Bændur þeir sem með bjögunar sveitarmönnum voru fóru mjög lofsamlegum orðum um bjarg- sigsmenn og hve vel þeim tókst að leysa þennan vanda, en er björgun kindanna var lokið var ekið með þær á bíl í Hafravatns- rétt. BÆNDUR í næsta nágrenni Reykjavíkur, einnig þeir, sem sauðfjárbúskap stunda í bæjar- landi Reykjavíkur, komu með fé sitt heim í gærdag, en þá voru réttir allvíða svo sem í Hafra- vatnsrétt, í Arnhamarsrétt á Kjalarnesi, uppi í Kjós Voru og réttir. Var mikið fjölmenni í Hafravatnsrétt um hádegisbilið í gær, og kom þangað mjög margt fólk úr Reykjavík, t. d. voru þar margir með börn sín með sér. Ljósmyndari Mbl. átti síðdegis í gær leið hjá Arnhamarsrétt á norðanverðu Kjalarnesi. Voru bændur þar í góðu réttarskapi, svo sem vera ber. Er þetta ekki ýkja stór rétt, en réttarsvæðið, sem er rétt við þjóðveginn undir hömrum er hið fallegasta. Hvað verð er raunverulegt útsölu- landbúnaðarafurðanna? Engar upplýsingar fáanlegar um hve mikið niðurgreiðslurnar voru auknar S V O virðist sem illmögulegt ætli að verða að fá upplýsingar um raunverulegt útsöluverð landbúnaðarafurðanna á þessu hausti. — Ems og kunnugt er varð samkomulag um það fyrir skömmu að verðlagsgrundvöllur landbúnaðarafurða skyldi hækka um 1,8%. — Þýðir það að bændur eiga að fá þá hækkun í sinn hlut á afurðum sinum. Hefur það nú verið reiknað út að samkvæmt hinum nýja verðlagsgrundvelli eigi bændur að fá 60 aura hækkun á kjötkílóið, þ. e. kr. 19,65 í stað kr. 19,05 í fyrrahaust. Er þá miðað við súpukjöt. — Ennfremur eiga þeir að fá 7 aura hækkun á mjólkurlitrann eða kr. 3,50 í stað kr. 3,43 í fyrra. verð þeirra er þá einnig dulið. En auðvitað verða neytendur að greiða það þó ríkið hafi um skeið tekið að sér að halda verðinu niðri með framlögum úr ríkis- sjóði. Fráleitur feluleikur Þess verður hiklaust að krefj- ast, að ríkisstjórnin skýri þegar í stað frá því opinberlega, hvern- ig í þessum málum liggi. Felu- leikurinn með hið raunverlega útsöluverð þýðingarmestu neyzlu vara almennings er fráleitur og ekkert annað en lymskuleg til- raun til blekkinga. Ríkisstjórnin er enn einu sinni .að dulbúa dýr- tíðina og tilraunir sínar til þess að velta henni yfir á herðar al- mennings. RANNSÓKNARLÖGREGLAN skýrði blaðinu svo frá í gærdag, að kona hafði orðið fyrir bil, einnig hefði barn lent fyrir bíl. Meiðsl á fólki þessu voru ekki talin mikil, en konan var flutt í slysavarðstofuna. Útsöluverð kindakjötsins var í fyrrahaust kr. 24,65 fyrir kílóið af súpukjöti. Hélzt það verð ó- breytt allan veturinn þar sem ríkissjóður greiddi jafnóðum nið- ur þá hækkun, sem varð á geymslukostnaði kjötsins. Nú hefur verið ákveðið að fyrst um sinn skuli útsöluverð súpu- kjöts vera hið sama og sl. haust, eða kr. 24,65 kílóið. Hefur ríkis- sjóður ákveðið, að borga niður hinn aukna kostnað við meðferð, dreifingu og sölu afurðanna. Hvert er raunverulegt útsöluverff? Mbl. hefur reynt að afla sér upplýsinga um, hve miklu þessi aukni kostnaður næmi á hvert kjötkílo. En hvorki framleiðslu- ráð landbúnaðarins eða aðrir op- inberir aðilar, sem leitað hefur verið upplýsinga hjá, hafa haft þær á reiðum höndum. Af því leiðir að ekki er hægt að fá vitneskju um, hve miklu niður- greiðslurnar á afurðaverðinu nemi. Hið raunverulega útsölu- Vöruskipfajöfn- uðurinn hag- stæður í águst V ÖRU SKIPT A J ÖFNUÐURINN var hagstæður um 27,7 millj. kr. í ágústmánuði. Nam þá innflutn- ingurinn 76,9 millj. kr., en út- flutningurinn 104,6 millj. í blaðinu á sunnudaginn mis- ritaðist óhagstæður í stað hag- stæður. Þessi prentvilla var hinn mesti hvalreki á fjörur stjórnar- blaðanna í gær — og er ekki nema gott eitt um það að segja, að þau hafi eitthvað til að hugga sig við. Eins og frá var skýrt í blaðinu á sunnudaginn var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 169,8 millj. kr. fyrstu átta mánuði árs- ins, en á sama tíma í fyrra óhag- stæður um 234,6 millj. Forselahjónin fara til Osló FORSETI íslands og forsetafrúin, Dóra Þórhallsdóttir, fara til Noregs og verða við útför Hákon- ar konungs. Taka þau sér væntan- lega far með flugvél Loftleiða n.k. sunnudag. AKRANESI, 24. sept. — 5 síldar- bátar voru á sjó í dag. — Alls lönduðu þeir aðeins tæpl. 150 tunnum. Var hæsti bátur með 45 tunnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.