Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 25. sept. 1957 MORCVTSBL AÐIÐ 15 Frú Kristín Minningarorð HÚN andaðist 16. þ. m. á Landa- kotsspítala eftir mánaðarlegu. Lífsþrótturinn dvínaði dag frá degi unz þrotinn var og hún leið út af eins og í væran svefn. Foreldrar Krisiínar voru hjón- in Guðríður Tómasdóttir, frá Másstöðum og Benedikt Samson- arson járnsmiður í Skálhoiti í Reykjavík. Guðríður og Benedikt áttu 4 dætur. Elztar voru Guðrún, gift Pétri Ingimundarsyni, slökkvi- liðsstjóra, og Svanlaug, gift Guð- mundi Sigurðssyni, klæðskera. Eru þær báðar dánar, en eftir er á lífi Sigríður, ekkja Stefáns Gunnarssonar, skókaupmanns. Kristín var yngst systranna, fædd 25. apríl 1883. Hún var gift Axel Meinholt, sem enn er við góða heilsu, en hefur nú orðið að sjá á bak elskuðum lífsförunaut. Kristínu kynntist ég fyrst árið 1890, er ég kom í skóla. Hún var þá 7 ára, fremur lág vexti, en þrekin og vel af sér ger, framúr- skarandi fjörmikil og oftast hlaupandi, svo létt var henni um allar hreyfingar. Og alltaf var hún lífsglöð og fjörug og hvers manns hugljúfi, en viðkvæm var hún, ef gert var á hlut hennar. Nú er hún horfin héðan að end- uðu lífsstarfi, löngu og góðu. Hún var góð sál eins og bezt mátti vera. — Ég geymi í hug og hjarta minningu hennar meðal annarra góðra vina. Vona ég, að þær minningar megi fylgja mér til hinztu stundar. Ég bið þess, að hinar ljúfu minningar megi fylgja og hugg- un veita eiginmanni og öðrum ástvinum hennar. Jónas Kristjánsson. ÞEGAR taldir eru í Konunga- bókum Gamh testamentisins kon ungar Júda og ísraels, er þess næstum alltaf getið, hver var móðir þeirra, og á eftir kemur það sem rétt var í augum drott- ins.“ Eða: „Hann gerði það sem illt var í augum drottins." Það er aldrei sama, hver móð- irin er. Frú Meinholt minntist oft á móður sína. Hún var svo gæfusöm að eiga frábærlega góða móður og þa»n dýrasta arf fékk frú Meinholt, hjartalag og göfgi móðurinnar. Góður maður ber íram það sem gott er úr góðum sjóði hjarta síns. Frú Meinholt Meinholt heimili þeirra Gullbrúðkaups- daginn, og gestum þar vel fagnað. „Vizka kvennanna reisir hús- ið,“ segir í heilagri ritningu Það er hið ratvissa og Guðiborna brjóstvit góðrar konu, sem einna bezt tryggir farsæld hvers heim- ilis og auðgar hvert þjóðfélag af því, sem dýrmætast er. Frú Mein holt var guðshyggju-kona. Hún var trúkona mikil. Það var yndi hennar að ræða trúmál. Hún hfði og dó í þeirri fullvissu, að í Guði „lifum og hrærumst og er- um vér.“ En slíkar sálir eru börn fyrirheitsins: „Allt, sem hann (hún) gerist lánast honum.“ — Dásamlegt að geta lifað því sam- lífi við Guð, að hlutskipti manns- ins verði þetta. En slíku láni fagnaði frú Meinholt. Ef til vill sannar það betur en flest annað, að í okkur mannver- unum er eitthvað eilíft og ófor- gengilegt, að við eigum svo erfitt með að sætta okkur við hverfleik ann. Okkur tekur sárt að sjá á bak ástvinum og vinum okkar. Þegar við hjónin heimsóttum Meinholtshjónin seinast á hall- andi sumri, í þeirra yndislegu „paradís" — sumarbústað þeirra í Skógarnesi, þá töldum við víst, að á komandi vetri ættum við oft eftir, eins og undanfarið að vera gestir á Laugavegi 5, en nú er annað húsráðendasætið autt, og öllum vinum frú Kristínar mun finnast umhverfi sitt, sinn litli heimur snauðari og eyði- legri en áður. Sálir sem birtu leggur út frá, lýsa upp í heimi manna. Frú Kristín var ein þeirra sálna. Fædd var frú Meinholt I Reykjavík og þar ól hun allan ■ sinn aldur. Á þeim árum er hún var í æsku blóma, kom til íslands ungur sveinn frá Danmörku, Axel Mein holt, mesta snyrti- 04 prúð- menni. Hann átti erindi til ís- lands. Fundum þeirra Kristínar bar saman og mundi enginn lá honum, þótt honum litist vel á ungu stúlkuna, því hún var fríð- leikskona, haldin leiftrandi lífs- fjöri og glaðlyndi. Þau gengu í hjónaband 15. desember 1906, og eftir rúma 50 ára sambúð, hygg ég, að Axel Meinholt geti tekið sér í munn orð ritningarinnar: „Góð kona er gjöf frá drottni." Þau áttu ekki börn, en eina upp- eldisdóttur, Guðríði Guðmunds- dóttur. Hún var gift Karii O. Bang og eru þau búsett í Reykja- vík. Ástvinum hinnar látnu biðjum við Guð allrar huggunar að vera ljós og líf, og blessa þeim Ijúfar endurminningar. Pétur Sigur'ðsson. MEÐ örfáum orðum vil ég minn- ast fríðleiks og mannkosta frú Kristínar Meinholt, við bálför hennar í dag. Ég kynntist ekki þeim mætu Meinholtshjónum fyrr en á efri árum þeirra, þegar æskan er fölnuð, en það var í blómskrúði fagurra trjálunda, sem þau höfðu reist. Hún unni blómum og var sjálf fagurt blóm, þó hún vissi ekki af því sjálf. Hið hlýja, flekklausa skapferli henn- ar, ásamt göfugri framkomu, mót aðist af meðfæddri greind og skapfestu. Þetta olli vinsæld hennar og laðaði gesti að heim- ili hennar. En gestrisni hennar, sem var orðlögð, náði lengra en til mann- anna. Hún náði einnig til dýranna og fuglaloftsins. Þannig tóku þrastahjón sér bólfestu í blómaskál, sem hús- freyjan hafði gróðursett blóm í og vandað til. Þau bjuggu sér til hreiður í miðri ' jlómaskálinni, örfá fet frá íbúr núsinu, verptu þar eggjum c unguðu út. Hér var ekki verið að amast við því, þó erfiði hennar og fögur blóm yrðu fyrir áfalli. Hér var það mildi og miskunn göfugrar lconu, sem ríkjum réði. Því blessum við, vinir hennar hana og kveðjum hana hjart- kærri hinztu kveðju. Jafnframt sendum við manni hennar, sem mest hefir að sakna, innilega samúðarkveðju. Bjarni Sigurðsson. var svo rík af meðfæddri og hreinræktaðri góðvild, að hún „hyllti að sér hjörtun,“ eins og það er orðað í heilagri ritningu. Það var ekki unnt að kynnast þessari ágætiskonu, án þess að láta sér þykja vænt um hana. Um margra ára skeið hafði hún litlu verzlunina Goðafoss að Laugavegi 5 í Reykjavík. Þar kynntumst við hjónin henni í fyrsta skipti. Ljúfmennskan leyndist ekki, þótt frúin stæði við búðarborðið. Úr hinni fyrstu við- kynningu varð margra ára vin- átta. Hún var elskuð og virt af vinum sínum, og þeir voru áreið- anlega margir, því að hún var gjöful á marga lund, óspör á ljúf- mennsku og hjartahlýju, og hún vildi að öllum hlúa og öllum gott gera. Nú er sæti hennar autt, sætið sem hún skipaði svo vel, nvar sem hún var gestur, en þó um- fram allt heima fyrir sem hús- móðir, frábærlega gestrisin og góð heim að sækja. Ekki get ég hugsað mér, að nokkur maður hafi svo kynnzt heimili þessara góðu hjóna, Kristínar og Axels Meinholt, án þess að þrá að koma þar sem oftast. Kristín Meinholt var í orðsins beztu merkingu góð kona og gott átti hún skilið. Hún eignaðist því góðan mar.n, á marga lund frábærlega vand- aðan drengskaparmann, og þau reistu sitt indæla heimili. Fyrir skömmu gátu þau horft um öxl og litazt um á fögrum löndum minninganna, eftir 50 ára far- sæla sambúð. Það var bjart á Samvinnuskólinn Bifröst verður settur miðvikudaginn 2. október. Nemendur mæti þriðjudag 1. október. — Norðurleið sér nem- endum fyrir ferð frá Bifreiðastöð íslands kl 2. Afgreiðslustulka óskast 1. október. Umsókn merkt: Blómaverzlun 6703 sendist á afgr blaðsins fyrir föstudag. I Fiðurhelt léreft 90 og 140 cm breilt Damask 140 cm breitt Flónel hvítt og mislitt Heildsölubirgðir G. Helgason & Melsteð hf. Rauðarárstíg 1 — sími 11644. 5—6 herbergja íbúð óskast til leigu fyrir 1. desember. Skipti á 2 herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu kemur til greina. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „6686“. Atvinna Okkur vantar duglegan mann strax við afgreiðslustörf o. fl. Gleriðjan s.f. Sími 11386. Til sölu Kæliborð fyrir öl og fleira. Búðarkassi (National). Peningaskápur (eldtraustur). Borð og stólar (stálhúsgögn). Stálvaskur. — Búðarborð. Munirnir eru allir notaðir og seljast ódýrt í dag. UppsalakjalBarinn Aðalstræti 18 Verksmiðjuhús eða sambýlishús Til sölu er glæsilegt hús, ófullgert, á 8200 ferm. erfða- festulandi yzt á Kársnesi í Kópavogskaupstað. Húsið er 1 hæð og gott ris, ca. 222 fermetrar (hvort gólf) og 1490 rúmmetrar að stærð. Má nota það sem verksmiðjuhús án verulegra breytinga eða breyta því í íbúðarhús með 4 íbúðum. Möguleikar á hagkvæmum greiðsluskilmálum. Nánari upplýsingar gefur: Gunnar J. Möller hrl., Suðurgötu 4, sími 1-3294. Viðtalstími kl. 1:30—2,30 og 5—6. Nauðungaruppboð verður haldið í húsakynnum Þb. verksmiðjunnar Sunnu h.f. að Bergþórugötu 3, hér í bænum, mánudaginn 30. september n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða 43 saumavélar, ýmissa tegunda, 3 prjónavélar, 1 spóluvél, alls konar smá- vélar og áhöld, vinnuborð, stólar, varahlutir o. fl. Væntanlegir kaupendur geta skoðað ofangreinda hluti á staðnum fimmtudaginn 26. þ.m. kl. 2—4 e.h. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð verður haldið í vörugeymslu Eimskipafélags íslands h.f. í Haga, hér í bænum, fimmtudaginn 26. þ. m. kl. 1,30 e.h., eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík. Seldar verða alls konar vörur til lúkningar aðflutningsgjöldum. Ennfrem- ur verður seld eftir kröfu Magnúsar Árnasonar hdl. List- er-ljósavél ca 18 ha. tilheyrandi Skarphéðni Jósepssyni, Ásvallagötu 11, hér í bæ, svo og nokkrir munir úr dánar- búi Sveins Jónssonar eftir beiðni skiptaráðandans í Reykjavík. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.