Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 19
Miðviktid»gur 25. sept. 1957 MORCUMIT ~4 91Ð 1» Þannig lítur stórhýsið út í dag. (Ljósm. Mbl. Gunnar Rúnar). Stœrsta íbúðarhús lands- ins byggt í frísfundavinnu Merkiskona sjötug „Picnic" eftir William Inge sýnf í Iðnó í hausf LEIKÁRIÐ er nú að hefjast hjá Leikfélagi Réykjavíkur. Fyrsta viðfangsefnið verður Tannhvöss tengdamamma, sem hlaut mjög góðar viðtökur í fyrra. Sýningar á leikritinu hefjast á fimmtudag. Fréttir i stuttu máli MOSKVU, 24. sept. — Moskvu- útvarpið tilkynnti í kvöld, að öryggislögreglan hefði handtekið tvo bandaríska erindreka, sem hefðu komið til Lettlands í fyrra — varpað sér úr flugvél í fallhlíf- um. Annar þeirra var Þjóðverji, en hinn Letti, sagði útvarpið. NEW YORK, 24. sept. — Selwyn Lloyd utanríkisráðherra Breta talaði í dag á Ailsherjarþinginu og sakaði Rússa um að hafa stór- aukið ófriðarhættuna við aust- anvert Miðjarðarhaf með því að senda Aröbum miklar birgðir af vopnum. Væru þessar sendingar undirbúningur undir að koma upp rússneskum herstöðvum i löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Þá hefðu Rússar rekið mjög skaðlega hentistefnu i átökunum mllli tsraels og Arabaríkjanna, sagði hann. PARÍS, 24. sept. — Frönsku stjóminni var í dag tilkynnt, að 60.000 verkamenn í Renault- verksmiðjunum, sem eru reknar af ríkinu, mundu leggja niður vinnu í 24 tima á föstudaginn í viðvörunarskyni um alvarlegri aðgerðir, ef ekki verði gengið að kröfum þeirra um hærri laun. LONDON, 24. sept. — Macmillan forsætisráðherra Breta vísaði í dag á bug kröfu Verkamanna- flokksins um, að þingið verði kvatt saman til aukafundar til að ræða efnahagsaðgerðir stjórnar- innar. NEW YORK, 24. sept. — Dag Hammarskjöld framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna hef- ur útnefnt sérstaka nefnd til að semja skýrslu um störf og nyt- semi öryggissveita S. Þ. Er þetta gert með tilliti til þeirrar uppá- stungu Hammarskjölds, að sett- ar verði á stofn fastar öryggis- sveitir. Formaður nefndarinnar verður dr. Ralph Bunche, sá er fékk friðarverðlaun Nóbels 1950. ISTAMBUL, 24. sept. — Tyrkir hafa afþakkað boð Rúmena um að taka þátt í ráðstefnu Balkan- ríkjanna, en Júgóslavía, Búlgaría og Albanía hafa þegið boðið. VARSJÁ, 24. sept. — Pólska fréttastofan PAP hafði það eftir Gomulka framkvæmdastjóra kommúnistaflokksins i dag, að Pólverjar ættu ekki um annað að velja en styrjöld, ef reynt yrði að breyta landamærum landsins í vestri. Sagði hann þetta á fundi kommúnistaflokks- ins á laugardaginn. Oder-Neisse- línan er óumbreytanleg landa- mæri Póllands, sagði hann, og mér er rammasta alvara, þegar ég tala um stríð. — Eisenhower Framh. af bls. I Leroy Collins fylkisstjóri 1 Florida sagði • m. a., að mikill meiri hluti manna í Bandaríkjun um trúi því, að „ákvarðanir Hæstaréttar séu lög landsins og krefjist þess að land okkar sé byggt með lögum‘‘. Við viður- kennum aldrei ofbeldi, þrjózku og lögleysur. Umfram allt höfum við viðbjóð á hatri, sagði hann. Tveir mölduðu 1 móinn. Margir fylkisstjóranna eru and vígir samneyti kynþátta, en þeir voru allir á einu máli um það, að virða bæri lög og rétt. Þegar Collins hafði lokið máli sinu, þyrptust þeir um hann og þökk- uð honum orð hans. Tveir fylk- isstjórar, Timmerman frá Suður- Carolina og Griffin frá Georgíu, mölduðu í móinn, en þeir hafa beitt sér fyrir andstöðu hvítra manna við tilskipun Hæstaréttar. Faubus fylkisstjóri í Arkansas sat ráðstefnuna, en vildi ekkert láta uppi um skoðun sína á ræðu Collins. 500 hermenn Seint í kvöld bárust fréttir um að 500 hermenn sambandsstjórn- arinnar væru á leiðinni til Little Rock og mundu koma þangað á miðnætti. ÞEIR, sem leið hafa átt um Suð- urlandsbrautina í haust, hafa veitt því athygli, að inni við Há- logaland hefur í sumar risið stór- hýsi eitt, sem gnæfir yfir aðrar byggingar þar í grennd. Þetta er íbúðasambygging, sem Bygging- arfélag byggingarmanna er nú að Ijúka við að reisa við Ljósheima. Telja má markvert, að hús þetta, sem er 8 hæðir, 48 íbúðir, hafa félagsmenn reist í aukavinnu — og það var ekki fyrr en i maí í vor, að byrjað var að grafa fyrir því. Félgasmenrr eru 48, flestir verka- og iðnaðarmenn, sem ætla sér að koma húsinu upp í frístundum. Hafa þeir allir varið sumarfríi og öðrum frístundum til byggingarinnar — og hefur miðað svo vel áfram, að undrum sætir. Að vísu nota þeir skriðmót við steypuna og hefur húsið ver- ið reist í tvennu lagi. Það hefur tekið þá 13 sólarhringa að reisa hvorn helming um sig, en verk- inu hefur verið haldið áfram jafnt nótt sem dag. Sem fyrr segir er húsið 8 æðir svo og kjallari. Hæð þess or um 24 m., lengd um 52 m., en b-_ldd- in er 10 m. Er þetta stærsta íbúðarhús, sem reist hefur verið hérlendis hingað til. íbúðirnar 48 eru allar jafn stórar, 4 her- bergi, eldhús og bað auk lítils þvottahúss — samtals 100 ferm. I kjallara verða tvö stór þvctta- hús svo og íbúð húsvarðar. Tvær lyftur og stigi eru í útbyggingu fyrir miðju húsinu. Ein er sú nýjung í smíði þessa húss, að gengið er úr lyftuhúsinu um sval- ir inn í hverja íbúð. Svalir þessar ná eftir endulöngu húsinu á hverri hæð, en íbúðirnar á hæð eru sex talsins. Kjartan Sigurðs- son arkitekt hefur teiknað húsið. Árni Guðmundsson múrarameist- ari, formaður Byggingafélags byggingamanna, átti í gær tal við fréttamenn í tilefni þess, að stór- hýsið er að komast undir þak. Kvað hann áætlað, að sérhver þátttakandi í byggingu hússins ynni 1200 vinnustundir að fram- kvæmdunum. Áætlað væri, að fokheld kostaði hver íbúð am 80 þús. krónur og er það mun ódýr- ara en almennt gerist. Þess ber þá að gæta, að engin vinna er keypt að undanskilinni vinnu manna á steypivélum. Sem fyrr segir er þetta stærsta íbúðarhús hérlendis og taldi Árni, að til byggingarinnar hefðu farið 100 tonn af steypustyrktarjárni og um 860 tonn af sementi — og má segja, að það sé ekkert smá- ræði. Hýr ballefskóií S.L. VOR lauk ung stúlka úr Reykjavík, Snjólaug Eii íksdóttir, prófi við Det Danske Balletaka- demi eftir fimm ára nám. Hlaut hún hinn bezta vitnisburð. Próf þetta veitir alþjóðleg réttindi til að kenna balletdans, semja og sviðsetja ballett, jafnframt því að Snjólaug hefir fengið fullgilda þjálfun sem ballettdansmær sam- kvæmt hinum klassíska rúss- neska skóla. Kennari Snjólaugar var lett- neska dansmærin frú Edite Fei- fere Frandsen, sem um eitt skeið var aðalstjarnan við ballet Riga- óperunnar. Á sumrum hefir Snjólaug unn- ið fyrir sér með dansi, bæði í Sví- þjóð og Danmörku. S.L vetur kenndi hún undir stjórn frú Frandsen. Af þessu má marka að Snjólaug hefir ágætan undirbún- ing til að kenna og er þess að vænta að henni bjóðist næg verk- efni. Balletskóli Snjólaugar verður til húsa í Vonarstræti 4. Lokað í dag frá 1—4, vegna jarðarfarar frú Kristínar Meinholt. Verzlunin GOÐAFOSS FYRIR 70 árum var mikili gleði- dagur í Krossanesi í Hólminum fríða. Þá fæddist hjónum þar, Guðrúnu Ólafsdóttur og Jósafat Guðmundssyni, dóttir. Hún var látin heita eftir móðursystur sinni, Sofiu Ólafsdóttur, er var annáluð myndar- og atgervis- kona, eins og móðir Sofiu ungu, Guðrún í Krossanesi. Sofia Jósafatsdóttir var fædd 25. september 1887. Ólsi hún upp í stórum og fríðum systkinahópi i Krossanesi. Það var mikið gleði- og gestrisniheimili. Þótti mikill sjónarsviptir nágrönnunum að burtför f jölskyldunnar frá Krossanesi 1914, er hún fluttist yfir að Syðri-Hofdölum, en ekki hélt Sofia lengi kyrru fyrir þar, þ-ví að vorið eftir, 1915, giftist hún 8. maí góðum og gáfuðum manni vestan Vatna, Jóni Jóns- syni í Holtskoti. Bjuggu þau bæði þar og á hálfu Geldingaholti um skeið, en því næst nokkur ár í Glaumbæ, og var þá sr. Hall- grímur Thorlacius á vist með þeim hjónum. Síðan bjuggu þau um hríð á Ingveldarstöðum á Reykja- Enskur gamanleikur Þá er leikfélagið að æfa enskan gamanleik. „As long as they are happy“ eftir Vernon Sylvaine, í þýðingu Ragnars Jóhannessonar skólastjóra. Þessir leikarar - ra með aðalhlutverkin: Helga Vai- týsdóttir, Árni Tryggvason og Brynjólfur Jóhannesson. Leik- stjóri verður Jón Sigurbjörnsson formaður leikfélagsins. „Picnic“ Þriðja viðfangsefnið fyrir ára- strönd og loks á Bessastöðum í Sæmundarhlíð, og þar eiga þau hjón enn heima, en hafa brugðið búi fyrir nokkru. — Þeirn hjón- um varð þriggja barna auðið, og lifa þau öll: Sæmundrr, bóndi á Bessastöðum, kvæntur og á f jölda barna, hinn mesti dugnaðar- og myndarmaður; Valtýr, afgreiðslu 'rraður í Reykjavík, kvæntur og á börn; og Hansína, gift í Reykjavík. Eru þau bæði einnig merkar og dugandi manneskjur. Sofia á Bessastöðum er mikil mannkostakona, framúrskarandi myndarleg í verkum srnum, áist- rík eiginkona og elskuleg og um- hyggjusöm móðir. Hún er og ann- áluð fyrir gestrisni og greiða- semi, og það hygg ég, að gleðin fylgi henni ævilangt. — Er ég einn af mörgum, sem þakka má margar glaðar og góðar stundir á æskuheimili Sofiu og í garði þeirra hjóna. — Á þessum tímamótum þakka ég afmælis- barninu innilega liðnar samveru- stundir og árna henni Guðs bless- unar, manni hennar og allri fjöl- skyldunni. B. T. mót verður „Picnic" eft.ir William Inge. Þetta leikrit hefur hlotið prýðisgóða dóma, þar sem það hefur verið sett á svið, og má geta þess til gamans, að höfund- urinn fékk Pulitzerverðlaunin fyrir það, þegar það var sýnt í New York 1953. Þetta er í fyrsta skipti sem leikrit eftir Inge er sýnt hér á landi. Þýðinguna gerði Óskar Ingimarsson, en leiktjöldin gerir Magnús Pálsson. Hann gerir einnig leiktjöldin í „As long as they are happy“. Þakka innilega heimsóknir, góðar gjafir, blóm og skeyti í tilefni af 60 ára afmæli mínu 25. ágúst. Sófus Guðmundsson, skósmiður. Öllum þeim fjær og nær, sem sýndu mér vinsemd og heiður á áttræðisafmælinu með nærveru sinni og gjöfum, skeytum og blómum færi ég mínar beztu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Halldórsdóttir, frá Mannskaðahóli. Móðir mín • GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Þingdal andaðist 24. þ. m. frá heimili sínu Grettisgötu 19B. Ragna Guðmundsdóttir og börn. Maðurinn minn, faðir okkar og bróðir GUÐJÓN EYLEIFSSON Stafnesi, verður jarðsunginn föstudaginn 27. september frá Hvalsneskirkju. Húskveðja hefst að heimili hans kl. 2 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Bílferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 11 f. h. Gróa Stefanía Guðjónsdóttir, börn og systkini. Þökkum innilega öllum þeim er minntust GUÐLAUGAR PÉTURSDÓTTUR við útför hennar, með nærveru sinni eða á annan hátt. Ebba Biering, Pétur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.