Morgunblaðið - 10.10.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 10.10.1957, Síða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. okt. 1957 Skothríð í náttmyrkri AÐ VAR MYRKT af nóttu, alger kyrrð og þögn hvíldi yfir Algeirsborg. Útgöngu bannið var í gildi frá miðnætti og þar til birti af morgni. Engin umferð bifreiða né gangandi íólks á breiðum strætunum. Hvergi minnsta hreyfing. Allt í einu var þögnín rofin, fyrst af nokkrum skammbyssu- skotum, — síðan komu drunur frá hándvélbyssum. Skothríðin stóð í eina til tvær mínútur. Svo var aftur þögn og myrkrið huldi atburði næturinnar. Skotdrunurnar komu frá Serkjahverfinu eða Kashbah eins og það er nefnt. Það er víðáttumikið svæði, þar sem steinkofum er hrönglað upp í algeru skipulagsleysi. Húsin eru óhrein og úr sér gengin. Josef Saadi skæruliðaforingi Nú er Kashbah lokað hvítum mönnum, vegna þess að dauð- inn bíður þar við hvert horn og í hverju skoti. Allt um- hverfis þetta óhrjálega skugga hverfi hefur verið komið upp gaddavírsgirðingum, en við hlið girðingarinnar standa fjölmennar sveitir franskrar lögreglu með stálhjálma á höfði. ★ Blöðin í Algeirsborg segja frá skothríðinni sem varð liðnar næt- ur í Serkjahverfinu. Það er stór frétt. Franskar hersveitir höfðu ruðzt inn í Kashbah og handtekið æðsta mann skæruliðahreyfingar Serkja. Hinn ósigrandi Josef Saadi var nú í höndum lögregl- unnar. Hans biðu tveir dauðadóm ar, sem kveðnir höfðu verið upp í fjarveru hans. Sjálfur hefur hann orðið valdur að dauða 25 manna og sært 200 manns. En stjórnað hefur hann miklu víð- tækari hermdarverkum og þann- ig átt sök á dauða þúsunda manna. Nú tilkynnir franska lög- reglan, að hann hafi iðrazt gerða sinna. Hann sjái eftir að hafa framið svo marga glæpi og hvet- ur aðra skæruliða til að leggja niður vopn. En þessu síðasta trú- ir enginn, þótt það standi svart á hvítu í blöðunum. ★ f tvö ár hefur Josef Saadi fal- íð sig í Kashbah. Hann hefur verið fangi hverfisins, ekki get- að komizt út fyrir gaddavírs- girðinguna, en hann hefur verið falinn og leikið lausum haia inn- an gaddavírsins. Að undanförnu hefur franska lögreglan verið að komast á spor- ið. Nánustu samstarfsmenn hans náðust hver á fætur öðrum. Loks fékk franska leyniþjónustan upp- lýsingar, máske frá þeim sem þegar höfðu verið handteknir og „villidýrið“ eða „hinn ósigrandi" eins og hann er kallaður náðist. Það er glöggt að franska herdeildin, sem var gerð út til að grípa Saadi hafði fengið nákvæmar upplýsingar. Til þess að komast að bæli hans þurftu lögreglumennirnir að læðast inn eftir löngum undir- gangi, sem var aðeins einn metri á breidd. í bakgarðin- um mætti þeim skammbyssu- skothríð. Þeir svöruðu aftur með véibyssuhryðjum. Staður- inn var nú gersamlega um- kringdur. Serkir í nágrannahúsunum vöknuðu upp og safnaðist múgur á nálægum götum. Áfram var skotið af vélbyssum, en svo hóf- ust samningar við Saadi. Frakk- ar skoruðu á hann að gefast skil- yrðislaust upp. Hann neitaði því í fyrstu. Síðan fór hann að setja skilyrði fyrir uppgjöfinni, svo sem það, að hann yrði ekki skil- inn frá vinkonu sinni og að far- ið yrði með hann sem stríðs- fanga. En Frakkarnir voru stífir. Loks settu þeir honum úrslita- skilyrði: — Kastaðu nú fata- bögglinum þínum strax út um gluggann og komdu svo vopnlaus út. Fataböggullinn féll niður í hús- garðinn. Síðan opnuðust dyrnar og út gengu tvær manneskjur. Önnur þeirra var Josef Saadi, hin ástmey hans Zorah Dris, sem hef- ur búið með honum síðan hann kom inn í Kashbah fyrir tveim- ur árum. ★ Þótt Saadi hafi verið yfirmað- ur, eða eins konar yfirhershöfð- ingi serkneskra skæruliða erhann korfibngur maður, aðeins 29 ára. Hann er sonur Serkjakaupmanns, sem rekur smáverzlun í Marengo- stræti í Algeirsborg. Josef Saadi er sjálfmenntað- ur maður og er sagt að hann hafi aflað sér ótrúlega mikill- ar menntunnar. í bæli hans í Kashbah fannst allstórt bóka- safn. f því voru rit um efna- hagsmál, um jarðfræði og olíu- leit í Sahara, ýmis heimspeki- rit og loks urmull af komm- únískum byltingarritum. Um tvítugsaldur gerðist hann skrifstofumaður og um sinn var hann víðfrægur knattspyrnuleik- ari í Algeirsborg. Fyrir þremur árum gerðist hann helzti aðstoðar maður serkneska skæruliðafor- ingjans Bittafs. Þessi Bittaf var handtekinn af Frökkum í marz 1955. Var Saadi þá kjörinn eftir- maður hans. Kjörið fór fram í Svisslandi, en þar hefur bylting- arráð Serkja aðsetur. Það er víst að Saadi taldi sér mikinn heiður sýndan með þeirri útnefningu, enda þótt hún þýddi það að hann yrði sá maður sem franska lög- reglan sæktist mest eftir, og myndi á endanum finnast. Er það einkennandi fyrir hina serknesku þjóðernissinna og skæruliða. Þeir eru eld- heitir hugsjónamenn, sem eru reiðubúnir að fórna lífi sínu fyrir föðurlandið í baráttunni gegn Frökkum. Saadi hefur! verið mikill baráttumaður. Hann sjálfur tekið þátt í fjölda morðárása og skæruliðahern- aðurinn hefur færzt mjög í vöxt. ★ Ástmey hans, Zorah Dris, sem dvalizt hefur með honum í felu- staðnum í tvö ár er 24 ára, hafði fengið beztu skólamenntun. Hún var langt komin með nám í stjórn fræðum við háskólann í Algeirs- borg, þegar hún ákvað að fórna öllu fyrir föðurlandið og Saadi. Var þetta örlagarík ákvörðun, því að hún hafði þegar fengið ágætiseinkunnir í háskólaprófum og hefði átt bjarta framtíð sem gáfuð og vel upplýst kona. í stað- inn fyrir það gerðist hún skæru- liði. Það er sannað að hún hefur tekið þátt í morðárásum og kast- að handsprengjum, sem urðu mönnum að bana. Hefur hún einnig verið dæmd til dauða í fjarveru sinni. Handtaka skæruliðaforingjans er þrátt fyrir allt engin lausn á Alsír-stríðinu. Frakkar vita það vel, að byltingarráð Serkja hefur þegar komið saman í Svisslandi og kjörið eftirmann hans. Þann- ig heldur spilið áfram. Laxveiði var góð í sumar Þriðja bezta veiðisumar síðan 1950 HINN 15. september lauk veiði- tímanum fyrir lax- og göngu- silung. Laxveiðin í sumar var góð, og er þetta þriðja bezta veiði sumarið síðan 1950 hvað laxa- fjölda snertir. Mikið var um smá- lax og var því laxaþunginn innan við meðallag. Úrkomur voru litlar þar til í ágúst og voru ár því lengst af vatnslitlar, enda voru laxagöng- ur með minna móti framan af sumri einkum í vatnsminnstu án- um. Laxveiðin var víðast hvar bezt í ágústmánuði, en venjulega veiðist mest í júlí. Bezt veiði var í Laxá í Leirársveit, Miðfjarðará, Laxá á Ásum og Laxá í Þing- eyjarsýslu. í öðrum ám var veiði víðasthvar yfir meðallagi, en í Elliðaánum og Úlfarsá var hún minni. í Elliðaánum veiddust nær 1100 laxar í supiar og er það um 100 löxum innan við meðaltal síð ustu ára. * Sjóbirtingsveiði var yfirleitt góð á Suðurlandi. Silungsveiði í stöðuvötnum lauk hinn 27. sept. og verða vötn friðuð fyrir allri veiði annarri en murtuveiði til janúarloka. Stangaveiði er þar með bönnuð um friðunartímann. í Þingvallavatni var ágæt veiði í sumar og einnig í Apavatni, en í Mývatni var veiði rýr og bar þar mest á smásilungi. Murtu- veiði er nýhafin í Þingvallavatni og hefur veiðzt vel. Murta mun ekki soðin niður til útflutnings í haust eins og undanfarin ár, og verður hún því boðin til sölu innanlands að þessu sinni. Murta er hinn Ijúffengasti fiskur, sem kunnugt er. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að rækta lax í nokkrum ám, sem lax hefur ekki gengið í áður eða hans hef- ur lítið orðið vart í. f sumar var sleppt laxaseiðum í flestar þess- ar ár, og auk þess í Eyvindará og Grímsá á Héraði og' í Hofsá í Álftafirði. Að fiskvegagerð var unnið í Pokafossi í Laxá í Kjós og í Laxá í Leirársveit. í báðum þessum fossum átti lax erfitt um upp- göngur, þegar lítið vatn var í ánum, en úr þessu hefur nú verið bætt. Þá voru gerðar umbætur á mannvirkjum í Reykjadalsá í Borgarfirði, sem reist voru í fyrra til þess að bæta gönguskilyrði fyrir lax og silung um ána. Þrjár eldisstöðvar störfuðu á árinu og gekk starfsemi þeirra vel. Fyrsta sendingin af alifiski var flutt út í sumar og var það regnbogasilungur frá stöðinni að Laxalóni. Nýjar eldistjarnir hafa verið byggðar í sumar. Á því ber nú meira en áður, að sorpi og öðrum úrgangi sé fleygt í ár. Er slíkt til vansæmdar frá þrifnaðarsjónarmiði og til tjóns með tilliti til veiði. Ófag- urt dæmi um slíkan óþrifnað má sjá í Vífilsstaðalæknum við þjóð- veginn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Samkvæmt vatna lögunum er bannað að losa sig við úrgang í vötn og eru menn, sem það gera, ekki aðeins að brjóta almennt velsæmi heldur og einnig landslög. Hinn 1. þ.m. gengu í gildi ný lög um lax- og silungsveiði. Eru þau nokkuð breytt frá eldri lög- um um sama efni, sem að megin máli til hafa verið í gildi nær aldarfjórðung. í nýju lögunum er veiði takmörkuð meira en áður. Stangaveiði fyrir lax- og göngu- silung takmarkast við 3 mánuði á sumri og daglegur veiðitími á stöng við 12 tíma. Þá skal fjöldi stanga í veiðivötn ákveð- inn af Veiðimálastjórninni að fengnum tillögum viðkomandi veiðifélags. Netjaveiðitími fyrir lax- og göngusilung er styttur um 24 stundir á ”viku. Vikufriðun verður því framvegis 84 stundir í stað 60 stunda áður. Lengd lagna skal mæld frá árbakka (ósbakka). Girðingar, kistur og ádráttarnet má ekki nota, nema með sérstöku leyfi ráðherra, er fer með veiðimál. 500 metra belti við árósa í sjó er friðað fyrir lagnetjum. Friðunartími fyrir silung í stöðuvötnum skal ákveðinn sér- staklega fyrir hvert vatn. Fyrst um sinn verður sami friðunar- tími fyrir öll veiðivötn á land- inu eins og verið hefur. Stanga- veiði í stöðuvötnum er nú bönn- um um friðunartímann. Mörg nýmæli eru í lögunum svo sem um undanþágur fyrir eldisstöðvar frá ákvæðum um veiðiaðferðir og veiðitæki, um innflutning á fiski og hrognum þeirra, um nauðsynlegar sótt- varnir til þess að koma í veg fyrir, að næmir fisksjúkdómar berist til landsins eða breiðist út innanlands í eldistöðvum eða í náttúrunni og um álaveiðar. Þeir, sem óska eftir að kynna sér lögin nánar, geta fengið ein- tak af þeim á Veiðimálaskrif- stofunni, Tjarnargötu 10, Reykja- vík. (Frá Veiðimálaskrifstofunni), Hinn nýi gagnfrœðaskóli Siglufjarðar settur SIGLUFIRÐI, 7. okt. — Síðast- liðinn sunnudag var Gagnfræða- skóli Siglufjarðar settur í fyrsta sinn í hinni nýju og glæsilegu skólabyggingu sem jafnframt var vígð til skólahalds. Fram til þessa hefur skólinn verið til húsa á lofti Siglufjarð- arkirkju. Frú Guðrún Björnsdóttir, for- maður skólanefndar rakti sögu skólans og byggingarmálsins, en hún átti drýgstan þáttinn í fram- vindu þessa máls. Fræðslumála- stjóri, Helgi Elíasson, fulltrúi menntamálaráðherra, Áki Jakobs son, alþingismaður, Baldur Eiríks son, forseti bæjarstjórnar og Jó- hann Jóhannsson skólastjóri tóku til máls við þetta tækifæri. Að vígsluathöfn og skólasetn- ingu lokinni, var viðstöddum sýnd skólabyggingin sem er veg- leg og vistleg. Að lokum voru fram bornar veitingar. — Stefán. sbrifar úr daglega lífínu Óvingjarnleg kveðja CEIR Sæmundsson vígslubisk- up var fæddur að Hraun- gerði í Árnessýslu 1. september 1867. Voru foreldrar hans Sæm- undur prófastur Jónsson og kona hans Stefanía Siggeirsdóttir. Hann andaðist á Akureyri 9. ág. 1927. Voru því liðin 90 ár frá fæðingu hans 1. september nú í sumar. — Hvergi hefi ég séð hans minnzt á prenti við þessi tíma- mót, og ekki er meiningin með þessum línum að gera það hér, en ánægjulegt væri að sjá þessa virðulega klerks og góða drengs getið, á viðunandi hátt. Söngvarar af guðs náð. Ég var sóknarbarn séra Geirs öll hans prestskaparár, þekkti liann því vel bæði í kirkju og utan, og og minnist hans ávallt sem þess bezta manns, sem ég hef kynnzt. Því veit ég vel, að ekkert var fjær honurrt en að vilja særa nokkra sál, því að mannúð og ljúfmennska voru meginþættir í líferni hans. Því var það sem mér brá í brún, • og varð mér að stinga niður penna eftir að hafa lesið afmælisrabbið við Stefán fslandi í dagblöðunum í Reykja- vík 5. þ. m. Nú má enginn halda að ég ætli að fara að gera upp á milli þessara tveggja lista- manna. Báðir eru þeir söngvarar af guðs náð, verða þeir ógleyman legir þeim, sem heyrðu og heyra þeirra yndislegu raddir. í dag stendur Stefán íslandi á tindin- um, í dag er hann dáður, já, blátt áfram elskaður, og allt þetta á 'hann með réttu. En hann getur aldrei glejrmt þeirri stund er hann kemur til séra Geirs og fær hans dóm: Rödd in er bæði lítil og ljót. En er það nú alveg víst að dómurinn hafi verið svona harður? Getur ekki átt sér stað, að á rúmlega 30 ára tímabili hafi þetta eitthvað hagg- azt í huga unga mannsins 19 ára. Ég fyrir mitt leyti, er alveg sann- færður um að séra Geir gat ekki hafa orðað þetta þannig. Annað mál er það, að bann vissi bezt hve miklum erfiðlgjkum var bundið fyrir fátækan, ómenntað- an mann, að ganga í gegnum hreinsunareldinn, ef svo mætti að orði kveða, og því ekki talið röddina, á þeim tíma, svo framúr- skarandi, að svo mikið væri leggj andi í sölurnar fyrir hana. — En hamingjan var Stefáni íslandi hliðholl, og hann bar gæfu til, með aðstoð góðra manna, að sigra alla örðugleika og ná tindinum. Eina kveðjan Og nú þökkum við íslendingar allir, sem einn, fyrir Stefán ís- landi, fyrir röddina hans fögru og elskulegu og fyrir velgengni hans. Og undir þá þökk veit ég að séra Geir tekur manna glað- astur, úr sínum heimi. Þess vegna átti það illa við, að hin óvingjarn- legu orð, skyldi vera eina kveðj- an, sem hann fékk yfir landa- mærin miklu í námunda við ní- ræðisafmælið. Og síðan langar mig til að minn ast orða úr minningargrein eftir Brynl. Tobíasson um séra Geir látinn: „Guðsþjónusturnar gerði hann unaðslegar með söng sínum. Hann var listamaður af guðs náð, og enginn íslenzkur söngmaður hef- ir náð jafnmikilli og almennri hylli sem hann hér á landi. Munu fslendingar lengi minnast hans, sem hins mesta tónsnillings, er staðið hefir fyrir altari guðs á þessu landi“ Sóknarbarn. „Vor djarfa von“ UNDANFARNA daga hafa menn gapað mjög eftir gervitungli. G.D. kveður um tunglið. Við gervitungl, eldflaug og atóm þér öreigar getið nú kætzt. Fram drengir það dagar í austri, vor djarfasta von hefur rætzt. Þú rauðstirnda Rússaveldi sjá ríki þitt kemur nú senr. með gervitungl, eldflaug og atóm og andlega fjarðstýrða menn. Og þjóð mín vor sómi skal þetta. — þegar við öll erum dauð — að sprengjan sem borg vora brenndi var ei blá eða græn — heldur rauð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.