Morgunblaðið - 10.10.1957, Síða 9
Fimmtudagur 10. okt. 1957
MORCWSBT AÐIÐ
9
Áhugi á Lslenzkum fræðum hefur
aukizt í Kanada síðasta áratug
segir Harald S. Sigmar, sem kennir
við guðfræðideild Háskólans i vetur
HINGAÐ til lands er kominn
séra Harald Steingrímur Sigmar
frá Vesturheimi, og mun hann
kenna við guðfræðideild Háskól-
ans í vetur í foföllum Þóris Kr.
Þórðarsonar dósents, sem nú er
við nám og kennslu í Bandaríkj-
ímurn, Er þetta í fyrsta sinn sem
séra Harald kemur til íslands, en
hann talar íslenzku allsæmilega,
enda þótt hann hafi ekki verið
alinn upp við hana, þar sem
móðir hans var norsk.
Afi séra Haralds var Steingrím-
ur Þorláksson, en hann f'uttist
17 ára frá Langanesi til Ameríku
ásamt foreldrum sínum og syst-
kinum árið 1873. Dvaldist hann
fyrst í Wisconsin nokkur ár, en
þar var bróðir hans Páll við guð-
fræðinám. Síðan fluttist fjölskyld
an til Nýja íslands. Faðir séra
Haralds, Haraldur Sigmar var
líka prestur og um largt skeið
forseti lútherska kirkjufélagsins
íslenzka í Kanada. Hann kom
hingað fyrir þremur árum ásamt
konu sinnj og var viðstaddur
biskupsvígsluna. Nú hefur sonur
hans, Eric tekið við forsetaem-
bætti lútherska kirkjufélagsins,
en hann stundaði um eitt skeið
nám við guðfræðideild Háskólans
hér.
Las aðeins íslenzk biöð
Kona séra Haralds Sigmar,
Kristbjörg, er líka af íslenzku
bergi brotin í þriðja lið, dóttir
Hannesar Kristjánssonar og konu
hans Kristínar Vopni. Hannes
var sonur Kristjáns G- Kristjáns-
sonar frá Langanesi, sem fluttist
til Ameríku á ungum aldri. Hann
lézt ekki alls fyrir löngu 103 ára
gamall, en kona hans, Svanfríður
dó tæplega 100 ára gömúl. Höfðu
þau verið gift í 77 ár. Hann las
jafnan Morgunblaðið og Tímann
og fylgdist með amerískum frétt-
um í þeim, þar eð hann treysti
ekki öðrum blöðum en íslenzk-
um.
Hvergi eru börnin eins
vei klædd
Séra Harald og kona hans eig'a
4 börn, sem eru komin til lands-
ins með þeim. Þau tala ekki ís-
lenzku ennþá, en þrjú þeirra eru
að hefja skólagöngu hér, svo þess
verður vart langt að bíða, að þau
tali íslenzkuna eins vel og jafn-
aldrar þeirra hér. íslenzka var
ekki töluð á heimili séra Haralds,
en aftur á móti kunni Kristbjörg
ekki orð í ensku, þegar hún hóf
skólagöngu vestan hafs 8 ára
gömul. Móðurmál séra Haralds
var norska, og talar hann hana
ennþá.
Þegar séra Harald kom að
máli við Morgunblaðið, kvaðst
hann hafa veitt því mesta athygli,
þegar hann kom hingað fyrir hálf
um mánuði, hve fólkið værj vel
klætt og húsin vandiega gerð.
„Ég hef hvergj í heiminum séð
börn eins vel klædd og eins vel
upp alin“, sagði hann. Hann hef-
ur þegar ferðazt nokkuð um suð-
urland, heimsótt Skálholt og séð
Þingvöll. Hann býst við að
verða hér 2 ár.
Hefur þjónað 3 söfnuðum
Séra Harald Sigmar fæddist
árið 1917 í Manitoba. Hann tók
BA-próf við Háskólann í N-Da-
kota og síðar meistaragi áðu við
sama háskóla, en stundaði síðan
málakennslu við Washington-há-
skóla um skeið, kenndi m.a. ís-
lenzku. „En það var aðeins fyrir
byrjendur", segir hann brosandi.
Síðar lauk hann guðfræðiprófi í
Fíladelfíu og var vígður til Hall-
grímssafnaðar í Seattle árið 1943.
Árið 1951 varð hann prestur ís-
lenzka safnaðarins í Gimli og var
þá jafnfr&mt prestur elliheimilis-
Séra Harald S. Sigmar
ins Betels. Síðustu 2 árin hefur
hann þjónað amerískum söfnuði
í Kelso á Vesturströndinni.
Séra Harald sagði, að þjóð-
erniskennd Vestur-íslendinga
væri mjög rík ennþá. Heims-
kringla og Lögberg eru mikið les
in, Þjóðræknisfélagið heldur ár-
lega íslendingamót og lútherska
kirkjufélagið hefur landsmót á
hverju sumri. Síðustu 10 árin
hefur áhugi á íslenzku máli farið
sívaxandi, og kennarastcllinn í
íslenzkum fræðum við háskóiann
í Winnipeg hefur orðið málinu
mikil lyftistöng. Þá hafa hópferð-
irnar til íslands átt sinn stóra
þátt í að glæða áhuga ungu kyn-
slóðarinnar á íslandi sem og heim
sóknir merkra manna frá ísiandi
til íslendingabyggða vestra. Eítir
stríðið veit fólk yfirleitt miklu
meira um ísland en áður, og á
dvöl bandarískra og kanadískra
hermanna ekki hvað síztan þátt
í því. Hann kvaðst hafa i/erið
varaður við því, að fslendingar
væru óvinveittir Ameríkönum, en
þess hefði hann hvergi orðið var,
síðan hann kom, nema síður
væri.
Tvær styrkustu stoðirnar
Séra Harald sagði, að einn
sterkasti þátturinn í að halda við
íslenzkri menningu og hefð vest-
an hafs væri starfræksla elli-
heimilanna. Þau eru ekki aðeins
hvíldarheimili aldraðra, heldur
beinar menningarmiðstöðvar, þar
sem fólk kynnist ósviknum ís-
lenzkum anda og gömlum sið-
venjum, sem hafa horfið annars
staðar. Margt gamla fólksiris vill
heldur dveljast á elliheimilum
en vera hjá börnum sínum, ein-
mitt vegna þess að þar finnur það
aftur hinn forna íslenzka anda.
Yngra fólkið venur og mjög kom-
ur sínar á þessi heimili um helg-
ar, en þar eru jafnan haldnar
alls konar skemmtahir og fræðslu
kvöld. T.d. er jólahald á elliheim-
ilunum með sérstökum íslenzk-
um hætti.
í rauninni eru kirkjan og elli-
heimilin styrkustu stoðir íslenzkr
ar menningar vestan hafs, sagði
séra Harald. Kirkjublaðið „Sam-
einingin“ hefur t.d. komið út óslit
ið í rúmlega 70 ár og er þannig
með elztu íslenzku ritum. Séra
Valdemar Eylands er ritstjóri
þess.
f Ameríku eru nú 4 íslenzk
elliheimili, 2 í Bandaríkjunum
(Blaine í Washington-fylki og
N-Dakota) og 2 í Kanada (Gimli
og Vancouver). Þar eru haldnar
íslenzkar guðsþjónustur á hverj-
um sunnudegi.
Þekkti K.N.
Séra Harald sagði, að íslenzk
meiming mætti sín mikils
Kanada. Kandadíska þjóðin er
ekkj ein heild, heldur samsafn
sundurleitra menningarhópa
miklu ríkara mæli en Bandarík-
in. Evrópsk áhrif eru miklu
meiri í Kanada en Bandaríkjun-
um. íslenzk ljóðagerð hefur ver-
ið með miklum blóma í Kanada.
Séra Harald kvaðst hafa pekkt
K.N. í bernsku og minnast hans
fyrir glaðværð hans og léttlyndi.
Hann var mjög barngóður maður
og sérstaklega örlátur, þegar
hann var undir áhrifum! Annars
hefur Stephan G. haft langmest
menningarleg áhrif.
Þau hjónin hlakka mjög til
dvalarinnar hér. Þau höfðu þegar
kynnzt íslandi nokkuð af lestri
blaða og bóka, og kom landið
þeim því ekki á óvart. En þau eru
sérlega hrifin af kyrrðinni hér
og hinu rólega lífi, sem stingur
mjög í stúf við hávaðann og
gauraganginn í amerískum borg-
um. Þá róma þau og gestrisnina
hér, en henni höfðu þau að vísu
kynnzt að nokkru vestan hafs.
Séra Harald hefur nú byrjað
kennslu í guðfræðideild, en þar
mun hann kenna inngangsfræði
Garnla testamentisins og rit-
skýra Markúsar-guðspjall. „Ég
vona bara, að stúdentarnir ætlist
ekki til of mikils af mér fyrst
í stað að því er snertir íslenzku-
kunnáttuna", segir hann kvíðinn,
En hann þarf áreiðanlega engu
að kvíða í þeim sökum, því hann
talar íslenzku ágætlega af manni.
sem aldrei hefur komið hingað
áður.
Nýr vélbáfur til sö/i
M.b. Björn, S.H. 90, byggður í Danmörku 1956, 21.85
smál. — br. með 110 ha. hráolíuvél (Hundested), er til
sölu. — Bátur, vél, dýptarmælir, spil og allt annað í
bezta lagi. — Upplýsingar gefur:
JÓN N. SIGURÐSSON, hrl.
Laugavegi 10, Reykjavík.
Sími 14934
Bókhaldari
Maður eða kona óskast til bókhalds- og gjaldkera-
starfa á málflutningsskrifstofu tvo tíma á dag (kl. 2—4).
Kaup eftir samkomulagi. -— Umsóknir með uppl. um
fyrri störf sendist afgr. blaðsins fyrir 13. þ. m. merkt:
„Bókhaldari — 6933“.
Sendisveinn
óskast hálfan eða allan daginn
Verzlun O. Ellingsen hf.
Timburhús til sölu
á stórri, ræktaðri lóð í hjarta bæjarins. í húsinu eru 3
herbergi og eldhús á hæð og 2 herbergi og eldhús í risi,
auk kjallara. Engin lán hvíla á eigninni. Eignaskipti
koma til greina. — Tilboð merkt: „Centralt — 6945“,
sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld n. k.
Ríkisstofnun
óskar að taka á leigu skrifstofuhúsnæði, 2—3
herbergi. — Tilboð sendist í pósthólf 987 fyrir
n. k. sunnudag.
DAGRENIMIIMG
Nýtt hefti er komið út og flytur m. a- eftirtaldar greinar:
1. „Kemur þú til að ræna og rupla“ — Hugleiðing
út af atburðunum við Miðjarðarhafsbotn.
2. Þeir dagar koma — Svar til Sigurbjörns Einars-
sonar prófessors, eftir Jónas Guðmundsson.
3. Frelsishreyfing, sem hafin var í blóði — Nið-
urstöður Ungverjalandsskýrslu Sameinuðu þjóð-
anna.
4. Guðspjall hjálpræðisins eftir Henry G. Houghton.
Dagrenning fæst í lausasölu hjá Eymundsen og ísafold
en bezt er að vera fastur kaupandi.
Skrifið eða hringið í síma 1-11-96
TBineritið Dagrenning
Reykjavík
oo
% VETRARTÍZKAN #
r Síðdegiskjólar V
Kokteilkjólar
Kápur
Mjög glæsilegar sendingar
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5