Morgunblaðið - 10.10.1957, Side 14
14
MORCVTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. okt. 1957
Stúlka
eða unglingspiltur óskast til afgreiðslustarfa í kjöt-
búðina Langholtsvegi 17. — Upplýsingar í Slang-
arholti 24, efri hæð, eftir kl. 8, sími 14598.
Ungiingur
piltur eða stúlka, óskast til sendiferða.
TRYGGINGARSTOFNUN RÍKISINS
Laugavegi 114
Vélbátar
Til sölu eru 2 vélbátar, annar sem nýr 70 smálesta,
hinn 39 smál. 10 ára með ónýtri aflvél, en að öðru leyti
í góðu standi. Bát þessum getur fylgt ný 235 ha. Mann-
heim-dieselvél ef óskað er. — Nánari uppl. veita þeir
Þorgils Ingvarsson og Björn Ólafs bankafulltrúar í
Landsbankanum í Reykjavík.
LANDSBANKI ÍSLANDS
Þorgerður
minningarorð
ÞAÐ var blíða og alúð, sem var
aðalsmerki á skapferli hennar.
Alúð í starfi, alúð við vini
sína og alúð í frændrækni.
Ævi hennar var að vísu stutt, en
henni var vissulega vel varið,
því hvarvetna flutti hún með sér
kærleika, umhyggju og hjálp-
semi.
Þorgerður Sigfúsdóttir, eða
Gerða eins og hún oftast var
kölluð, var fædd 24. marz 1925,
dóttir Sigfúsar skipstjóra á Isa-
firði, síðar kaupmanns í Reykja-
vík, Guðfinnssonar Einarssonar
Hálfdánssonar á Hvítanesi og
konu hans Maríu Kristjánsdóttur
Sveinssonar, sem lengst af bjó að
Bæjum á Snæfjallaströnd. Hún
var því af hreinu vestfirzku bergi
brotin í báðar ættir. Foreldrar
hennar eignuðust 8 börn og kom-
ust 7 til fullorðinsára. Hún átti
því láni að fagna að eiga dá-
samlegt æskuheimili, enda mun
vandfundin betri og samstilltari
fjölskylda en þessi. Þetta heimili
hefur alla tlð verið þekkt fyrir
gestrisni og ástríki og fór alúð
Gerðu heitinnar vel í þessu and-
rúmslofti.
Sigfúsdóttir
Bernskuárum sínum eyddi hún
á ísafirði, þar sem hún gekk í
barna- og gagnfræðaskóla, enda
voru bernskustöðvarnar henni
alla tíð mjög kærar. Til Reykja-
víkur fluttist hún með foreldrum
sínum 16 ára gömul. Árið 1946
fór hún í ársdvöl til Danmerkur
og stundaði þar húsmæðranám.
Eftir heimkomuna vann hún
verzlunarstörf, en hugur hennar
mun þó hafa hneigzt til annarra
starfa. Hún hóf nám í Ljósrhæðra
skóla íslands haustið 1949 og lauk
þaðan prófi haustið 1950. Síðan
starfaði hún sem ljósmóðir á
fæðingardeild Landsspítalans í 2
ár. Við erum því margar mæð-
urnar, sem í dag í huganum send-
um Gerðu þakklæti okkar og
Ijósubarnanna fyrir kunnáttu
hennar og hjálpsemi. Árið 1954
fór hún til Noregs og Danmerkur
til aukins hjúkrunarnáms. Síðast-
liðin tvö ár starfaði hún öðru
hverju við hjúkrunarstörf og var
við þau er hún veiktist fyrir mán-
uði síðan. Auk góðs uppeldis var
Gerða því vel menntuð og starf-
söm stúlka. Hún átti allt það til
sem nýtan þjóðfélagsþegn, góða
eiginkonu og móður má prýða.
Hún giftist 19. nóv. 1955 Guð-
mundi Þorlákssyni, prentara. Þau
eignuðust eina dóttur, Guðlaugu,
sem nú er rétt eins árs gömul.
Þau höfðu því stofnsett heimili
fyrir aðeins tveimur árum þegar
hið sviplega fráfall hennar bar
að.
Ég votta eiginmanni, foreldr-
um og öðrum ástvinum innileg-
ustu samúð mína og minna um
leið og ég kveð þessa ljúfu
frænku mína.
„Þú, sem að hér
harmar það ljós, sem var tekið
Smekkvísi í frágangi og fegurð í útliti, ásamt
einfaldleik í meðförum gerir Parker 61 hríf-
frá þér,
trúðu því, kærleikans kraftur
kveikir það aftur“.
Halldóra Einarsdóttir.
ÞORGERÐUR er dáin. Mér varð
hverft við er ég heyrði helfregn-
ina. Þó hafði ég vitað að hún lá
mikið veik i sjúkrahúsi, en að
svo stutt væri til vistaskiptanna
fyrir henni, kom mér á óvart.
„Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir".
Ég kynntist Þorgerði sálugu í
æsku okkar, en lítið þó. Næst
lágu leiðir okkar saman er við
störfuðum báðar á Fæðingar-
deild Landsspítalans, og breytt-
ust þá kynni okkar í vináttu, sem
aldrei bar skugga á, en varð til
þess að við fórum saman til út-
landa. Eftir heimkomuna lágu
leiðirnar enn saman, við hjúkr-
unarstörf, og var svo þar til hún
veiktist.
Það var ekki hægt annað en
þykja vænt um hana. Betri vin-
konu gat enginn átt eða eignazt.
Hún vildi gjöra og gjörði allt sem
hún var beðin um, til hjálpar
hverjum sem þess þurfti með og
í hennar valdi stóð. Hún mátti
aldrei aumt sjá, án þess að bæta
ástandið hverju sinni.
Kunningi okkar beggja sagði
við mig, er við töluðum saman
um fráfall hennar.
„Mér fannst hún vera engill“.
Þessi fáu orð eiga að vera vin-
arkveðja, virðing og hinzta þakk-
læti mitt til hennar.
S. M.
ÉG átti því láni að fagna að hafa
kynni af Þorgerði um 10 ára
skeið og bar aldrei skugga á þau
kynni, enda hefði slíkt verið
næsta ólíklegt svo óvenjulega
dagfarsgóð og heilsteypt sem hún
var. Það er vissulega erfitt fyrir
ástvini hennar að sætta sig við
að húi, skuli vera hrifin svo
andi gjöf! Þessi algjörlega nýi penni fyllist
bleki á aðeins 10 sekúndum með háræðakerfi
eingöngu! Ennfremur áfyllingarskaptið er
hreint að lokinni áfyllingu ... hreinsar sig
sjálft. Hinn fagri Parker 61 er vissulega til-
valinn fyrir yður til gjafa handa þeim sem
þér viljið bezt.
Eini sjálfbJekungurinn með sjálffyllingu
... án nokkurra hreyfihluta
Verð: 61 Heirloom penni: Kr. 866,00. Settið: Kr. 1260,00
61 Heritage penni: Kr. 787,00. Settið: Kr. 1102,00
Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík.
Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Reykjavík.
CP3-3®
.skyndilega á brott af s.ionarsvið-
mu á blómaskeiði lífsins, þegar
i-amtíðin virtist brosa við henni
og þau hjónin höfðu búið sér
glæsilegt heimili og eignazt elsku
lega litla dóttur, sem nú er á
öðru ári. En enginn veit hvenær
kallið kemur og þá er gott að
vera vel undir það búinn, og geta
kvatt með hreina samvizku. Og
það gat Þorgerður heitin. Með
breytni sinni, einlægni og hjarta-
hlýju ávann hún sér traust og
bylli allra sem kynntust henni.
Það verða því mörgum þung
spor að kveðja hana í hinzta sinni.
En bjartar og fagrar minningar
munu vera þeim, sem sárast eiga
um að binda, mikil huggun og
ityrkur í sorg þeirra.
Hvíldu í friði.
Mágur.