Morgunblaðið - 10.10.1957, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.10.1957, Qupperneq 19
Fimmtudagur 10. okt. 1957 UORGVNBT4ÐIÐ 19 tslenzka sundfólkið iogðist I Asíuflenzn og gut litið keppt — en þeir sem kepptu náðu góðum árangri' HÓPUR ísl. sundfólks fór um s.l. mánaðarmót til Rostock í A-Þýzka- landi í keppnisferð. Var sunddeild Ármanns boðið í gagnkvæmt boð fyrir heimsókn þýzkra sundmanna hingað, og fóru 3 Ármenn- ingar ásamt Guðm. Gíslasyni ÍR og Helga Sigurðssyni Ægi. Lítið varð úr keppni, en gott sem það var, því sundfólkið lagðíst flest í Asíuinflúenzu og varð af keppninni. Stórmót Flokkurinn er kominn heim, nema tveir og hafði blaðið tal af Pétri Kristjánssyni í gær. Skýrði hann svo frá m.a.: Mótið sem við vorum boðin til var í Rostock og þangað boðið fjölda útlendinga. Voru keppend- ur hátt á annað hundrað eða tvö hundruð og þarna voru flokk- ar m.a. frá Svíþjóð, Finnlandi og Póllandi. Mótið fór fram í nýrri og stórglæsilegri sundhöll sem Fétur — 2 í 100 m. félagið Empor í Rostock er skrif- að fyrir, en hún er ein sú glæsi- legasta sem ég hefi séð. Rúmar hún um 4 þús. manns í sæti og laugin sjálf er unaðsleg og glæsi- leg. Áhorfendasvæðin voru sneisa full. Góður árangur Við mættum öll í sundhöllinni á laugardag og ég keppti í 100 m skriðsundi. Sigurvegari varð A. Salamon Póllandi á 58,3, en ég varð annar á 59,1 sek. Þriðji varð Belczyk Póllandi á 59,4 sek. og 5. Egil Nylenna Noregi 59,6. Alls voru keppendur 13. Guðmundur Gísiason keppti í 100 m baksundi og fór vel af stað. Keppnin var hörð en hann var greiniiega annar við 75 m markið. Þá skeði það að af slysni kveikti einn starfsmanna sund- hallarinnar á Ijósum í botni laug- arinnar, en það þýðir að sund- menn eigi að hætta — keppnin sé ógild vegna einhvers galla. Sumir hættu en tveir héldu á- fram m.a. Guðm. En sundið var dæmt ógilt í heild. Við tókum og þátt í 4x100 m f jórsundi þennan dag. Guðmund ur synti baksundið á 1:11,8 mín og skilaði 7 m forskoti í okkar riðil sem var veikari riðillinn. Einar Kristinsson synti bringu sundið á 1:20,0 og tapaði öllu for- skotinu. Pétur synti * flugsundið á 1:13,1 og Helgi skriðsundið á 1:03,3. Heildartími okkar var 4:47,8 mín og við urðum nr. 5. Sigurvegarar urðu Pólverjar á 4:37,3 sveit Berlinar önnur á sama tíma, sænsk sveit þriðja á 4:42,5 4. Empor Rostock 4:46,1, ísland nr. 5, Finnland nr. 6 4:55,9. Alis voru sveitirnar 8 talsins. Asiulnfluenza Aðfaranótt sunnudagsins veikt umst við öll aí Asiuinfluenzu nema fararstjórinn ögmundur Guðmundsson og Helgi Sigurðs- son. Við höfðum flest um 39 stiga hita er við vöknuðum nema Ágústa Þorsteinsdóttir sem var hressari. Hún fór til sundhallar- innar ásamt Helga. Þar skoðaði læknir hana og bannaði henni þátttöku enda var hiti hennar þá 38,4. Helgi synti því einn þennan dag, keppti í 400 m skriðsundi og varð annar á 4:57,3 mín. Sig- urvegari var Klaus Göhlich, Berlin á 4:52,7 3. Egil Nylenna Noregi á 5:02,5. AIIs voru kepp- endur 10. Flokkurinn skiptist Það veiktust sem sagt allir í flokknum nema Helgi Sigurðsson og fararstjórinn Ögmundur Guð- mundsson. Sagði Pétur að þau hefðu öll legið allþjáð þennan dag (sunnudaginn). Á mánudags morgun voru þau enn með háan hita og Guðmundur veikastur með yfir 40 stig. Þá var ákveðið að allir tækju ferjuna til Gedser og héldu sem fyrst heim, nema Guðmundur sem ekki var ferða- fær og varð fararstjórinn ög- mundur, eftir hjá honum. Ætluðu þeir að taka ferjuna á þriðju- dagskvöld og munu þeir hafa gert það, enda var Guðmundur að hressast á mánudagskvöld er hin fóru. Pétur sagði að það hefði verið slæmt að Ágústa og Guðmundur gátu ekki keppt. Skriðsund kvenna vannst á 1:09,4, lakari tíma en met Ágústu og baksundið vannst á 1:10,0 og annar maður hafði 1:13,8. Má ætla að Ágústa hefði unnið eða orðið nr. 2 í versta falli og Guðm. hefði örugg lega átt að ná 2. sæti. Með slíka útkomu hefði ferðin verið stór- glæsileg. Vlnna Annasl hreingerningar GUNNAR JÓNSSON Sími 23825. —- Handritamálið Framh. af bls. 11 Dönsk blöð segja, að hann sé aðallega meðal lýðháskólanna og mun það mjög að þakka starfi Bjarna Gíslasonar. En talsvert fleiri fylla þann flokk, og fer fjölgandi, það er mér vel kunn- ugt. Er þar mest um vert, að meiri hluti danskra ráðherra styður þennan vinaflokk betur en undanfarið, og einkum þá menn, sem skrifa — í vorn stað — í dönsk blöð. Þeir fá stundum ónot hjá kunningjum sínum — en þakkarbréf frá íslandi eru þeim þá kærkomin. Það er engin ágizk un mín. Það er heldur ekki vansa laust fyrir ísland, að eina Kaup- mannahafnardagblaðið, sem allt- af hefir stutt að heimflutningi handritanna, síðan farið var að tala um þau, Kristilegt Dagblað, skuli vera ófáanlegt í bókabúð- um Reykjavikur, þótt mörg ðnn- ur dönsk blöð séu þar á boðstól- um. í hvert skipti, sem ég kem til Hafnar, tel ég mér skylt að taka hlýlega í hönd ritstjórans, vonandi gjöra það fleiri landar minir. Hann á það _ skilið, og gleymir því ekki. En íslendingar þurfa að gjöra meira en þakka einstökum Dönum. Sögufróðir og pennafærir menn þurfa að skrifa í dönsk blöð og svara árásar- greinum, og helzt ættu einhverjir að skipa sér við hlið Bjarna Gíslasonar, og leitast við að flytja erindi um málið í sem flestum æskulýðsfélögum Dana, þar sem engin er skilnaðargremja — og í stjórnmálafélögum, þar sem sennilega verður nú reynt — af öðrum — að vekja þá gremju. Hefði Bjarni átt 4 eða 5 slíka starfsbræður undanfarin ár, væru handritin líklega komin heim. Sigurbjörn Á. Gíslason. I. O. G. T. St. l'revja nr. 218 Fundur í kvöld kl. 8,30. Félag ar, f jölmennið. — Æ.t. Helgi — 2 í 400 m. Æfingarskiiyrðin En minnisstæð verður ferðin, sagði Pétur, eigi að síður Mót- tökurnar voru góðar og laugin ógleymanleg. Þessa sundlaug hafa sundmenn út af fyrir sig og er hún ekki opin almenningi nema miðvikudaga og laugardaga. Hví- lík skilyrði miðað við okkur sem höfum aðgang að okkar laug 6 tíma á viku. Sælan eystra Pétur sagði að ekki ríkti vel- sæld í Rostock í A-Þýzkalandi, Þegar þau lágu veik sótti að þeim ákafur þorsti en vatn var ekki til — af því er lítið sem ekkert vegna eitrunar í því. Mjólk er skömmtuð og fengu þau sáran skammt enda eru Islendingar vanir mikilli mjólk. Gosdrykkir eru engir til. Svona er nú sælan þar eystra. Félagslíl Sunddeild K.R. Sundæfingar eru byrjaðar og verða í vetur í Sundhöll Reykja víkur eins og hér segir: Börn: Þriðjudaga kl. 7,00— 7,40 e.h. — Fimmtudaga kl. 7,00 —7,40 e.h. Fullorðnir: Þriðjudaga kl. 7,30 —8,30 e.h. Fimmtudaga 10 7,30— 8,30 e.h. Föstudaga kl. 7,45—8,30 eftir hádegi. Sundknaltleikur: Mánudaga kl. 9,50—10,40 e.h. Miðvikudaga kl. 9,50—10,40 e.h. KR-ingar! Mætið vel á æfingar. —— Stjórnin. St. Dröfn nr. 55 Fundur í kvöld kl. 8,30. Kosning embættismanna. — Æ.t. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30 Endur- upptaka, inntaka. Hagnefnd sér um kappræður. Hlustað á leikþátt í útvarpsdagskrá. Fjölsækið. — Æ.t. Þingstúka Reykjavíkur Fundur annað kvöld kl. 8,30 að Fríkirkjuvegi 11. — Fundarefni: 1. Stigveiting. 2. Einar Hannesson: Ferða- saga á þing norrænna ung- templara. 3. Séra Árelíus Níelsson: Und- irbúningur að stofnun sam- bands ungtemplara. 4. önnur mál. Kaffi eftir fund. Félagar, fjöl- Sunddeildir K.R. og Ármanns Skemmtifundur verður haldinn föstudaginn 11. október kl. 9 í K. R.-húsinu. — Fjölmennið. Skemmtinefndirnar. Ægiringar! Sund- og sundknattleiksdeildin halda aðalfund n.k. mánudag kl. 8 e.h. að Grundarstíg 2A (skrif- stofa ISÍ II. hæð). — Stjórnirnar. Þróttur — Handknattlciksdeild Æfing hjá Mfl., 1. fl. og 2. fl. karla, í kvöld kl. 8,30 að Háloga- landi. — Stjórnin. ÁRMANN Æfingar í kvöld í íþróttahúsinu. Stóri salur: kl. 7 1. fl. kvenna. Kl. 8 2. fl. kv; kl. 9 íslenzk glíma. Mætið vel og stundvíslega. — Stjórnin. Handknattleiksdeili' Ármanns Mætið öll á æfingu í kvöld. — Kl. 6 3. fl. karla; kl. 6,50 kvenna- mennið og komið með nýja stig-1 flokkur; kl. 7,40 meistara-, 1. og félaga. — Þingtemplar. I 2. flokkur karla. — Stjórnin. Ný tveggju herb. íbúð við Kleppsveg, til sölu. — Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðl. Þoriákssonar og Guðrn. Péturssonar, Aðalstræti 6, (Morgunblaðshúsinu) Símar 1-20-02, 1-32-02 og 1-36-02 Hafnarfjörður Dansskóli Hermanns Ragnars tekur til starfa fimmtud. 17. okt í GT-húsinu, Hafnarfirði. Kennt verður: Barnadansar m. a. dansar sem ekki hafa verið kenndir hér áður. Gamlir og ný ir dansar m.a. Mambo cha-cha- cha og Calypso. — Framhalds flokkar fyrir þau böm sem voru í fyrra. Byrjendaflokkar fyrir börn og unglingaflolckur í „Lalin-American“ dönsum. Innritun og uppl. í síma 50363 frá kl. 9—12 f.h. daglega Hjartans þakkir til allra þeirra, nær og fjær, sem glöddu okkur á 50. hjúskaparafmælinu 28. september, með gjöfum, blómum, skeytum, himsóknum og hlýjum handtökum. — Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Björnsdóttir, Þorgeir Jónsson StykkishólmL Jarðarför konunnar minnar GUÐRÚNAR HÁKONARDÓTTUR fer fram laugardaginn 12. okt. og hefst með húskveðju að Bakkastíg 1, kl. 11 árd. — Jarðsett verður að Hvals- nesi kl. 2 sama dag. Magnús Þórarinsson. Faðir okkar og afi EINAR JÓNSSON sjómaður, Njálsgötu 69, verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni föstudaginn 11. okt. kl. 2. — Húskveðja fer fram frá heimili hins látna kl. 1. — Blóm eru vinsam- legast afþökkuð. — Þeir, sem vildu minnast hans láti Dvalarheimili aldraðra sjómanna njóta þess. — Útvarpað verður frá kirkjunni. Sigurður Einarsson, Vigberg Einarsson, Valur Einarsson, Diana Einarsdóttir og barnabörn. Útför konu minnar SIGRÍÐAR KORNELÍUSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. október kl. 2,30. — Athöfnin hefst með bæn á heimili hinnar látnu, Bárugötu 11, kl. 1,45. Fyrir mína hönd og dætra okkar Óskar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.