Morgunblaðið - 25.10.1957, Side 10

Morgunblaðið - 25.10.1957, Side 10
10 MORCVISBI 4Ð1Ð Föstudagur 25. október 1957 Mark v/ð mikinn fögnuð Keppir NorðurlandaliB í Kaliforníu nœsta hausf? Samkvæmt fréttum, sem borizt hafa frá Norðurlöndum síðustu daga, virðist það nú vera nokk- uð öruggt, að frjálsíþróttalið Norðurlanda fari til Los Angeles næsta haust til keppni. Það er formaður finnska frjálsíþrótta- sambandsins, Reino Piirto, er læt ur hafa þetta eftir sér.' Keppni þessi myndi fara fram í Los Angeles dagana 12.—14. semptembef, eða viku seinna en keppni Finna og Svía í Helsing- fors. Ennþá er það samt óákveðið, hvort keppt verður við Kaliforn- íu eða allt landslið Bandaríkj- anna. Ritari bandaríska frjáls- íþróttasambandsins, Dan Ferris, er því hlynntur, að keppt verði við öll Bandaríkin, en trúlega yrðu yfirburðir Bandaríkja- manna þó of miklar. Síðasta keppni Bandaríkjanna og Norðurlanda fór fram í Oslo, en þá voru nokkrir íslendingar í Norðurlandaliðinu, en bezt stóð sig Örn Clausen, sem varð ann- ar í tugþraut, næstur á eftir heimsmethafanum Bob Mathias. Earnnverndardagurinn er á morgun. Börn, sem vilja selja merki dagsins og Sólhvörf, mæti kl. 9 á laugardagsmorgun við eftirtaldar afgreiðslur: Skrifstofa Rauða Krossins, Thorvaldsensstræti 6; Drafnarborg; Barónsborg; Grænuborg; Steinahlíð; And- dyri Melaskóla, Eskihlíðarskóla, ísaksskóla; Háagerðis- skóla; Langholtsskóla og anddyri Digranesskóla og Kárs- nesskóla í Kópavogi. Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Laugarási. — Komið hlýlega klædd. — Góð sölulaun og brómiði. Stjórnin. Myndin er frá leik dönsku liðanna HIK og OB. Sézt Ungverjinn Mezsaros ( sem er flóttamaður í Danmörku) skora 3. mark OB. Nú er rétti timinn að kaupa ísland í myndum Iceland through a camera og senda hana kunningjum erlendis og hérlendis Culu skáldsögurnar lesnar af konum sem körlum, ungum sem gömlum, um land allt. Afburða spennandi sögur eftir heimsfræga höfunda: Fórnarlambið, metsölubókin eftir Daphne du Maurier, Morðinginn og hinn myrti, eftir Hugh Walpole, Catalina, sftir Somerset Maugham og Snjór í sorg (,,Fjallið“) eftir Henry Troyat. Jólabœkur ísafoldar, Gert ráð fyrir 25 þátttöhaþjóðum á ELLEFU lönd af 29, sem boðið var, hafa nú tilkynnt þátttöku sína í Evrópumeistaramótinu, sem fram fer í Stokkhólmi dag- ana 19. til 24. ágúst nk. Fram- kvæmdanefndin reiknar með að öll þau lönd, sem ætla að taka þátt í 6. Evrópumeistaramótinu hafi tilkynnt þátttökuna 15. okt. (Ekki er enn vitað, hvort fsland hefur tilkynnt, en trúlegt er að svo sé), Belgíumenn voru fyrstir til að tilkynna þátttöku sína, en síðan komu England, Sviss, Nor- egur, Luxemburg, Þýzkaland, Sovétríkin, Finnland, Holland og Spánn. Þýzkaland gerir ráð fyrir að verða með 90 þátttakendur, 60 karla og 30 konur og Rússar segj- ast koma með 100 og gera ráð fyrir að íþróttafólkið komi til Stökkhólms 5. ágúst eða 14 dög- um fyrir mótið. Þeir ætla eftir því að dvelja 14 daga í Sviþ^óð við æfingar áður en keppni hefst. Hollendingar ætla að taka þátt í mörgum greinum, t. d. 800 m., 1500 m, 5000 m„ 10,000 m„ 110 m grindahlaupi, langstökki, kringlukasti, tugþraut og mara- þonhlaupi. Gert er ráð fyrir a. m. k. 800 blaðamönnum til Stokkhólms meðan á Evrópumeistaramótinu stendur. Þau lönd sem flesta blaðamenn hafa tilkynnt eru Belgía, Frakkland, Noregur, Sviss, England og Þýzkaland. Dregið í liapp- drætti KSÍ í kvöld f KVÖLD verður dregið í happ- drætti KSÍ. Vinningurinn er Fiat fólksbifreið að verðmæti 85 þús. krónur. Þeir einstaklingar er fengið hafa senda miða eru beðn- ir að gera skil strax. 9 menn hafa kasfað spjóti yfir 80 m í ár Afrekaskrá heimsins £ spjót- kasti í ár er alveg sérstaklega glæsileg, líklega einhver sú jafn- bezta fram að þessu. Það eru hvorki meira né minna en 9 spjót kastarar, sem hafa kastað yfir 80 m. Hér er skráin: 1. Danielsen, Noregi, 2. Kusnetsov, Rússl. 3. Kopyto, Póllandi, 4. Zibulenko, Rússl. 5. Sidlo, Póllandi, 6. Held, USA, 7. Macquet, Frakkl. 8. Frost, A. ÞýzkaL 9. Will, V. Þýzkal. 10. Ahvenniemi, Finnl. 78,94 m Tveir þessara kappa hafa keppt her a íþróttavellinum í sumar, en það eru Zibulenko og Frost, sem kepptu á Afmælismóti ÍR. GÓLFSLÍPUNIN Barmahlíð 33 Sími 13657 84,00 m 83,73 m 83,37 m 83,34 m 82,98 m 81,47 m 80,60 m 80,09 m 80,00 m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.