Morgunblaðið - 30.10.1957, Page 16

Morgunblaðið - 30.10.1957, Page 16
VEÐRIÐ: Hvass SA, rigning siðdegis jjwMto§>ií» Ferðapisfill eftir séra Sigurð Einarsson. Sjá bls. 9. 246. tbl. — Miðvikudagur 30. október 1957 Einstök ringulreið i herhúðum vinstri stjórnarinnar Yfirlýsingar leiðtoganna um efna- hagsmálin stangast hver á við aðra EINSTÖK ringulreið og upplausn ríkir nú í herbúðum vinstri s'jórnarinnar. Gefa ráðherrar hennar og aðrir leiðtogar út hverja yfirlýsinguna á fætur annarri í efnahagsmálunum, sem stangazt þó hver við aðra. Þannig lýsir fjármálaráðherra þeirri skoðun sinni í útvarps- umræðum frá Alþingi að útgerðin standi mjög höllum fæti. Fé- lagsmálaráðherra kommúnista lætur hins vegar mjög vel yfir af- komu hennar og telur hana enga aukna aðstoð þurfa. t gær birtir svo blað kommúnista þá skoðun Eðvarðs Sigurðssonar frá Dags- brúnarfundi, að hann „vilji ekkert fuliyrða" um það, hvort út- gerðin þarfnist aukinnar aðstoðar um næstu áramót. Ástæða er til þess að rekja er til þess ummæli þessara leiðroga vinstri stjði-narir.nav nokkru i ánar. Kem ur þá íóðin fyrst uð v.mmælum F.ysteins Jónssonar íjurmálsráð- herra í íjáijagaræðu lians fyrir skiimmu. Komst hr: n þar að orði á þessa leið: 22% minna aflaverðmæti „Betur sézt, hvað hér hefur gerzt, ef athugaður er annars vegar fjöldi þeirra skipa, sem haldið hefur verið til veiðanna úthaldsdagar þeirra, og hins veg- ar aflaverðmætið á þessu ári og uridanfarið. Hef ég látið áætla þetta og getur ekki skakkað að ráði. Kemur þá í ljós. að ef mið- að er við fjölda skipa og úthalds- daga á vetrarvertíð annars veg- ar 1955 og hins vegar s. 1. vet- ur, að aflaverðmætið nú á ver- tíömni er raunverulega um 29% minna en 1955 miðað við fram- lagið til veiðanna. Og er við tök- um á sama hátt meðaltal áranna 1954 til 1956 og berum saman við vertíðina í vetur, þá kemur í ljós, að aflinn í vetur er um 22% minni af magni en meðal- afli þessara ára, miðað við út- haldsdaga og bátafjölda". Þetta sagði fjármálaráðherra í útvarpsumræðunum um daginn. Er auðsætt, að hann gerir ráð fyrir mjög aukinni þörf aðstoð- ar við útveginn á næstu vetrar- vertíð. Engra ráðstafana þörf f þessum sömu útvarpsumræð- um talaði annar af ráðherrum vinstri stjórnarinnar, félagsmála- ráðherra kommúnista. Hann komst m. a. að orði á þessa leið í ræðu sinni: „Verðlag á heimsmarkaðnum er nú tiltölulega stöðugt. Líkur eru til, að engar ráðstafanir þurfi •ð gera til hjálpar útgerðinni“. Félagsmálaráðherrann, flokksbróðir sjávarútvegsmála ráðherrans, heldur því með öðrum orðum fram, gagn- stætt því, sem fjármálaráð- herrann gerði, að allt sé í Iagi hjá útgerðinni og „að engar ráðstafanir þurfi að gera til hjálpar“ henni. Edvarð „vill ekkert fullyrða“ Loks kemur svo yfirlýsing frá öðrum flokksbróður sjávarútvegs málaráðherrans, Edvarð Sigurðs- syni, einum aðal „verkalýðsleið- toga“ kommúnista. „Þjóðviljinn" segir í gær frá ræðu, er hann flutti á Dagsbrúnarfundi s. 1. sunnudag. Kemst blaðið að orði um hann á þessa leið: „Edvarð kvað mikið velta á því, að hve miklu leyti ráð- stafanirnar, er gerðar voru s. 1. vetur, myndu duga til þess að skipin gætu haldið óhindrað áfram um næstu áramót. Um það kvaðst hann ekkert vilja fulyrða“. Hver er niðurstaðan? Niðurstaðan af yfirlýsingum stjórnarherranna um afstöðuna til sjávarútvegsins og þarfa hans er þá þessi: Fjármálaráðherrann telur hann standa mjög höllum fæti og þörf aukinna ráðstafana til stuðnings honum. Félagsmálaráðherrann segir „að engar ráðstafanir þurfi að gera til hjálpar útgerðinni". Edvarð Sigurðsson kveðst hins vegar „ekkert vilja fullyrða“ um þarfir útvegsins í þessum efnum. Þegar hér er komið, er ekki ólíklegt að almenningur spyrji: Hver er hin raunverulega stefna vinstri stjórnarinnar gagn- vart sjávarútveginum, eða á hún yfirleitt nokkra stefnu í málum hans? Fisklandanir í Reykja- vík ekkert nýtt fyrir- brigði Tilkynning frá Bœjarutgerð Reykjavikur AÐ gefnu tilefni og til að fyrir- byggja misskilning, skal það hér með upplýst, að togarar Bæjar- útgerðar Reykjavíkur hafa á yf- irstandandi ári lagt upp afla inn- anlands sem hér segir: ísaður fiskur, lagður á land í Keykjavík, 9.824.188 kg. ísaður fiskur, lagður á land á Ólafsfirði og ísafirði, 282.090 kg. Isaður fiskur, lagður á land hér lendis, samtals 10.106.283 kg. Saltfiskur, lagður á land í Rvík, 4 507.907 kg. Framangreint yfirlit er miðað við mánaðamótin ágúst/sept. að því er sum skipin snertir, en mis- munandi tíma í október að því er öðrum viðkemur. Yfirlitið nær þó ekki til þeirra 120.510 kg. sem bv. „Ingólfur Arnarson" lagði hér á land í gær og í dag. Reykjavík, 29. október 1957, Bæjarútgerff Reykjavíkur. ★ Af þessu er það auðsætt að Tíminn fer með fjarstæðu eina í gær, er hann reynir að þakka sér fisklandanir Ingólfs Arnarsonar í ReykjavíkU Ófærð á fjallvegum Orðsending frá Morgunblaðinu VEGNA inflúenzutaraldurs vantar börn til blaffburðar. Meðan þannig stendur a þarf blaðið að fá börn og unglinga til að hlaupa í skarðið og íaka að sér btaðburð Börn þau, sem vilja hjálpa til eru vinsamlegast beðin að hringja til afgreiðslu Morgun- blaðsins, sími 22480, eða korna og tala við afgreiðsluna Aðal- stræti 6. ÓFÆRT hefur verið síðan um helgina á fjallvegum Norðan- lands og hafa vegir teppzt víða. Blaðið hafði tal af Norðurleiðum í gærkvöldi og spurðist fyrir um færðina. Öxnadalsheiði lokaðist á sunnu dagskvöldið og var verið að opna hana í gærdag. Langferðabíll frá Norðurleiðum var þá á leið yfir bana á leið suður í gær, ásamt nokkrum vörubílum. Var ýta á Undan bílunum. I gær var Holtavörðuheiði ill- fær yfirferðar, en einnig þar var áætlunarbíll Norðurleiða að brjót ast norður yfir. Var hann vænt- anlegur að Blönduósi kl. 7 í gær- kvöldi, en sá bíll ætlaði að halda áfram til Varmahlíðar í gær- kvöldi. Á Vatnsskarði var talsverður þæfingur í gær, en vegurinn ekki ófær stórum bílum. Þar var engin ýta til aðstoðar og ekki heldur á Holtavörðuheiði. 19. Iðnþing íslendinga sett í Hafnarfirði í gœr Guðjön Magnússon þingforseti 1 GÆR setti Björgvin Frederik- sen, forseti Landssambands iðn- aðarmanna, 19. Iðnþing íslend- inga. Er þingið haldið í Alþýðu- húsinu í Hafnarfirði. í ræðu sinni við þetta tækifæri minntist Björgvin Frederiksen þess, að aldarfjórðungur er lið- inn, síðan landssambandið var stofnað. Rakti hann nokkuð starf sambandsins á þessum tima og gat þeirra manna, sem mest hafa látið að sér kveða innan vébanda þess. Taldi hann þar fyrsta þá Helga Hermann Eiríksson, sem var fyrsti forseti sambandsins, og Sveinbjörn Jónsson, sem var for- maður Iðnaðarmannafélags Ak- ureyrar, þegar sambandið var stofnað. Björgvin ræddi síðan um mál þau, er þingið fær til úrlausnar, og bar fram þá ósk, að það mætti reynast heilladrjúgt í störfum. Fyrir þinginu liggja m.a. þessi mál: Iðnfræðsla og iðnskólar, framhaldsnám og meistarapróf, skatta- og tollamál, innflutning- ur iðnaðarvara og iðnaðarvinnu, Iðnaðarbankinn og lánaþörf iðn- aðarins, fríverzlun Evrópu, skipu lagsmál landssambandsins, skipu- lagsmál byggingariðnaðarins, hús næðisþörf iðnaðarins og iðnsýn- ingar. . í gær voru kjörnir embættis- menn þingsins. Guðjón Magnús- son, Hafnarfirði, var kjörinn for- seti, Vigfús Sigurðsson, Hafnar- firði, 1. varaforseti, og Finnur Arnason, Akranesi, 2. varafor- seti. Ritarar voru kosnir Sigur- oddur Magnússon og Jón E. Ágústsson, Reykjavík. Þingið sendi forseta íslands sérstaka kveðju. A þingsetningarfundinum fluttu iðnaðarmálaráðherra og bæjarstjóri Hafnarfjarðar ávörp og árnuðu þingfulltrúum heilla. Til þings var kominn í gær 51 íulltrúi, en nokkrir hafa boðað komu sína í dag. Næsti fundur verður í dag kl. 10 f. h. Friðrik dró töluna 13 — vunn Teschner FRIÐRIK ÓLAFSSON tekur um þessar mundir þátt í svokallaðri svæðakeppni sem er undanrás í keppni um heimsmeistaratitilinn. Mótið fer fram í Wageningen í Hollandi og taka þátt í því 18 skák- menn frá 15 löndum. Röð skákmanna (töfluröð), er þannig: 1) Uhlmann(Austur- Þýzkaland), 2) Donner (Hol- land), 3) Alster (Tékkjslóvakíu), 4) Szabo (UngverjaL), 5) Diick- stein (Austur-Þýzkal.), 6) Hann inen (Finnl.), 7) Teschner (V- Þýzkal.), 8) Stalberg (Sviþjóð), 9) Ivkov (Júgósl.), 10) Trifonu- vic -Júgóslafíu), 11) Larsen (Dan mörk), 12) Nibhaus (V-Þýzkal.). 13) Friðrik Ólafsson, 14) Kolorov (Búlgaríu), 15) Lindblom (Nor- egi), 16) Clark (Englandi), 17) Orbaan (Holland) 18) Troianescu (Rúmeníu). Úrslit fyrstu umferðar Fyrsta umferð fór fram á mánudag og urðu úrslit þessi: Ulhman vann Troianescu, Donn er vann Orbaan, Alster vann Clark, Szabo vann Lindblom, Larsen vann Stáhlberg. Jafntefli varð hjá Teschner og Nibhaus og hjá Ivkov og Trifonuvic. Biðskák varð hjá Duekstein og Kolorov og hjá Hanninen og Friðrik. Önnur umferð var tefld í gær- kvöldi og fór þannig: Friðrik vann Teschner, Szabo vann Clark Alster vann Orbaan. Jafntefli gerðu Troianescu og Trifonuvic, einnig Larsen og Ivkov, Nibhaus og Stálberg, einnig Kolarov og Hanninen. Biðskák varð hjá Uhl- man og Donner og Lindblom og Duckstein. Eftir þessar tvær umferðir hafa aðeins tveir menn tvo vinn- inga, þeir Alster og Szabo. — í 3. umferð teflir Friðrik við Stal- berg og hefir svart. Þrjú börn í snjú. — Ljósmyndari Mbl., Ólaíur K. Magnússon, túk myndina í Reykjavík í gær. Aðalfundur Týs í Kópavogi í kvöld f KVÖLD heldur Týr, félag ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, aðalfund sinn að Melgerði 1 og hefst fundurinn kl. 8,30. — For- maður félagsins, Kristinn Wium, flytur skýrslu stjórnarinnar, lesnir verða upp reikningar félags ins og loks verða almennar um- ræður. Félag ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi er eina stjórnmála- félag æskunnar í Kópavogi og hefur starfsemi þess verið með miklum blóma. Eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna á aðal- fundinn. Spilakvöld Sjálfsfæð isfél. í Hafnarfirði I KVÖLD kl. 8,30 halda Sjálf- stæðisfélögin spilakvöld í Sjálf- stæðishúsinu og verður að venju spiluð félagsvist og verðiaun veitt. — Kvöldvaka Stefnis, sem haldin var sl. föstudagskvöid var vel sútt. Var fyrst spiluð félags- vist en síðan dansað. — Næsta kvöldvaka verður haldin innan skamms. STYKKISHÓLMI, 29. okt. — Iðn- skólinn í Stykkishólmi var sett- ur sl. sunnudag. Skólastjóri er Ólafur Haukur Árnason, sem einnig er skólastjóri barna- og unglingaskólans. Nemendur eru 8. — Árni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.