Morgunblaðið - 09.11.1957, Síða 9

Morgunblaðið - 09.11.1957, Síða 9
Laugardagur 9. nóv. 1957 MÖRavwni 4ÐIÐ 9 .... yfir fljótið öruggan á ég ferjumanninn", segir Jón Arason, afmæli í DAG er Jón Arason, sjómaður, áttræður. Hann er ættaður austan úr Flóa, frá Roignheiðarstöðum í Gaulverjabæjarhreppi. I tilefni af áttræðisafmæli Jóns hefur Morgunblaðið átt samtal við hann og fer það hér á eftir. Hann sagðist hafa farið til sjós um tvítugt með Svaninum, eign Sig- urðar í Görðunum. Hjá honum kvaðst Jón hafa verið tvö út- höld, en lengst af reri hann frá Loftsstöðum. — Frá Loftsstöðum reri ég 14 vertíðir, hjá föður mínum Ara Andréssyni, sem var formaður þar í 30 ár. Við spurðum Jón, hvort ekk- ert hefði borið til tíðinda á þess- um árum. Hann svaraði: Jæja, ég komst einu sinni í lífs- hættu. Það var 2. apríl 1908. Fjór- ir skipverjanna drukknuðu en við komumst fimm af. Ástæðan til slyssins var sú, að það brim- aði svo fljótt á sundinu. Það hef- ur aldrei farizt þarna skip svo memi muni, hvorki fyrr né síðar. Þetta bar svo til, að við lögðum á sundið í sléttum sjó, eins og venja var, en þá kemur hann á eftir okkur, tekur sig upp fyrir aftan okkur og fer með okkur í toppnum, þangað til hann brotn- ar og skipið fyllist af sjó. Bátn- um hvolfdi og þeir sem undir honum urðu drukknuðu en við hinir komust á kjöl og var bjarg- að úr landi. — Voruð þið ekki afskaplega hræddir í þessum hrakningum? — Nei, við vorum ekkert hræddir. Ég hugsaði bara um að reyna að bjarga líftórunni. Ég fann ekki til hræðslu. — Eru félagar þínir, sem af komust, allir látnir? — Nei, við erum 3 lifandi. Hallmundur Einarsson, trésmíða- meistari, Eyjólfur Eyfelds, list- málari og ég. — Það má þá segja að sólarlag- ið í Reykjavík hefði beðið tjón við það, að þið hefðuð allir far- izt. — Já, það er rétt, en það mun- aði ekki miklu að Eyvi drukkn- aði þarna. Og Jón Arason heldur áfram: — Við vorum í þessu volki í hálftíma, þar til við komumst á kjöl. Það var óskaplega kalt. Ég hafði ekkert annað að halda mér í en árina mína, hún hélt mér uppi. Það er ótrúlegt, hvað ein lítilfjörleg spýta getur haldið manni lengi uppi. — Segðu mér eitt, hafði þetta ekki mikil áhrif á þig? — Jú, þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég hugsa, að ég hafi feng- ið andlegt áfall við þetta, en þótt undarlegt sé, lýsti það sér einna helst í því, að mig langaði enn meira að komast á sjóinn. Kannski var það vegna þess, að ég var orðinn fullviss um að sjór- inn vildi mig ekki. Ég veit það ekki, en foreldrar mínir og að- standendur allir vildu ekki, að ég færi á sjóinn aftúr og ég vildi ekkert gera þeim á móti. Síðan hef ég aldrei farið á sjó svo heit- ið geti, en alltaf hefur þráin ágerzt og þó ég sé nú orðinn gamall maður hef ég ekki losnað við hana. Við Jón fórum nú að rabba um kjörin í gamla daga. Hann sagði mér, að þau hefðu verið afskap- lega bágborin, og hefði raunar verið kraftaverk, hvernig þjóð- in gat lifað af þá köldu vetra, sem hér komu. Jón segir: sem á áttræðis- * / dag — Kjörin voru afskaplega kröpp, því fátækt var mikil. All- ur útbúnaður var lélegur á nú- tímavísu. Baðstofan var úr torfi með moldargólfi og moldarbálk- um. Lengdin var sem svaraði 3 rúmum. I þeim voru engar sæng- ur, bara heimaunnar rekkjuvoð- ir og salonofin teppi, eins og það var kallað. öðrum húsakynn- um þarf ekki að lýsa. Þau voru öll eftir þessu, frumbýlingsleg í hæsta máta. En það vár alltaf heitt í bænum og það kom sér vel á veturna. Við borðuðum alltaf úr tréaski með hornspón. Þá þekktust engar skálar. Ask- ana settum við svo fram í búr, þar sem þeir biðu næstu máltíð- ar, en spóninum var stungið und- ir sperruna. Og svo var allt borð- að á hnjánum. — Ég ólst upp við svo mikla fátækt, að engu lagi var líkt. Nú er slík fátækt úr sögunni hér á landi sem betur fer. Alltaf varð maður að vera sívinnandi, oft og tíðum sárhungr aður. En þrátt fyrir alla þessa fátækt leið manni yfirleitt vel. Maður var einhvern veginn allt- af ánægður og gerði engar kröf- ur. Já, ég held að við höfum verið miklu ánægðari, ég vil segja hamingj usamari, í gamla daga en nú tíðkast. — Hver heldurðu að hafi ver- ið aðalástæðan til þess? — Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað skal segja. Ég held það hafi verið vegna þess, að þjóðin treysti meira á forsjón- ina en nú. Henni var allt falið. Þá var húslestur lesinn á hverju einasta kvöldi allt árið um kring og hafði það mikil áhrif á barns- sáiina og þó ég sé orðinn þetta gamall, hafa lestrarnir orðið mitt bezta veganesti. Lengi býr að fyrstu gerð, segir einhversstað- ar. Af þessu geturðu séð, góði minn, að á milli okkar og ykkar, unga fólksins, eru þúsund ár. Það er langur tími en samt ekki nema hálf öld. Ég er ekki viss um, hvað stærðfræðingarnir segja um slíka speki, en svona er þetta nú samt. — Mig langar til þess, að þú segir okkur dáiítið meira um trúna í þá gömlu, góð'u daga. , — Jú, en það getur orðið erfitt. Ég tók snemma eftir því, að ef ég setti traust mitt á forsjón- ina, þá brást það ekki. Ég hef alltaf trúað því, að annað líf væri til eftir þetta líf. Hjá öðrum er oft einhver efi í þessum efnum, en hann er ekki til hjá mér, því ég hef svo þráfaldlega reynt það og nú skaltu bara heyra: Einu sinni lagðist ég veikur og lá í 15 vikur. Þá var það einn daginn að inn til mín kemur maður og ávarpar mig. Það var hábjartur dagur, svo ég þekkti manninn strax. Það var §éra Páll Sigurðs- son, prestur í Gaulverjabæ, sem dáinn var fyrir mörgum árum. Ég var 10 ára, þegar hann lézt. Hann kom inn að rúminu til mín og segir við mig: Þú ert veikur, Jón minn. Lofaðu mér að sjá á þér fótinn, segir hann. Svo ég segi við hann: — Hvurnig stend- ur á því, að þú ert kominn hing- að? — Ja, það skiftir engu máli, segir hann, en ég ætla að skoða á þér fótinn. Síðan gerir hann það og þegar hann er búinn að því, þá segir hann: — Þetta þarf að fara í burtu og nú útvega ég þér resept — og mér finnst hann fá mér bláð, en þegar ég ætla að taka það af honum, er það ekkert. En hann segir: Gættu þess að fara með það í rétt apótek. Ég segi við hann: — Það þýðir ekki að fara með þetta, það er ekkert á því. Þá svarar hann: — Mundu það, að þetta er Páll Sigurðsson. Og svo gengur hann út, eins og þú færir héðan úr stofunni. Jæja, svo líður ekki nema klukkutími, þá kemur Filippus Ámundason í Brautar- holti til mín. Hann er ágætur vinur minn. Ég spyr hann, hvort hann þekki nokkurn lækni, sem heiti Páll Sigurðsson. Jú, Filippus segist þekkja hann, svo ég segi við hann: — Blessaður reyndu að koma honum til mín, ég ætla að sjá, hvort hann getur ekki hjálpað mér. Hann gerir svo. Daginn eftir kemur Páll Sigurðs- son læknir, en þegar hann gekk inn í stofuna, sá ég ekki betur en þar færi séra Páll Sigurðsson, a. m. k. var Páll læknir með hans andlit. En þegar hann var kominn inn í stofuna, hvarf séra Páll og við rúmið mitt stóð Páll Sigurðsson læknir, og segir við mig: — Filippus Ámundason beiddi mig að líta til þín. — Já, ég kannast við það, segi ég. Svo skoðaði hann á mér fótinn og segir við mig: — Ég ætla að gefa þér resept, en gættu þess að fara með það í rétt apótek. Ég veit ekki, hvort lyfið er til annars staðar en í Iðunni. Svo kem ég á morgun til þín. En áður en hann fór, spurði ég hann, hvurra manna hann væri. Mér þótti fróð- legt að vita það, eftir það sem á undan var gengið. Þá segir hann mér það, en bætir við: Þú ert Árnesingur, er það ekki? Ég segi það vera. Þá kannastu við hann nafna minn. Ja, hvaða Pál, spyr ég. Hann svarar: — Þú hlýtur að kannast við séra Pál Sigurðsson, ég heiti í höfuðið á honum. Hann dó sama árið og ég fæddist. Þá sagði ég Páli lækni söguna alla, eins og hún hafði gengið fyrir sig, en hann svar- aði: Það er ekki í fyrsta skifti sem hann er með mér, blessaður karlinn. Og svo þarf ég ekki að orðlengja það, að Pálarnir komu mér á fætur eftir hálfan mánuð og síðan hef ég aldrei kennt mér meins í fætinum og treysti á handleiðslu drottins í smáu og stóru. Ég veit að ég er ekkert án hans, heldur Jón Arason áfram, um leið og hann stingur tóbaks- klútnum í vasann. Ég hef oft séð og talað við framliðið fólk og eitt get ég sagt þér, að ég er hárviss um, að enginn maður hefur dáið svo að hann hafi ekki fylgt sjálfum sér til grafar — og gengið næst kistunni, ásamt látn- um ástvinum sínum, ef einhverj- ir eru. Þetta hef ég þráfaldlega séð, en alltaf tapa ég af þeim í miðri kirkju. Síðan segir Jón mér sögu, sem lýsir því, í hve nánu sambandi hann er við föð- ur sinn: — í fyrra stríði setti ég á fót dívanaverkstæði og vann á því. Stundum kom það fyrir, að mig skorti efni og í eitt sinn vantaði mig tilfinnanlega dívana- fjaðrir, sem voru ófáanlegar í bænum, svo ég kveið hálft í hvoru fyrir framtíðinni. Þá heyri ég að sagt er við mig: Efnisvant er orðið hér að skalt framtíð gæta, hann nafni þinn ei neitar þér neyð kann úr að bæta. Ég heyri strax að það er rödd föður míns, sem var van- ur að tala við mig. Hann var ekkert hagmæltur, svo ég muni, en hafði ákaílega gaman af ljóð- um og sagði mér oft meðan hann Jón Arason: — Ástin tók lifði, að reyna að yrkja vísur. Ég segi við hann: — Til hvaða Jóns á ég að fara. — Þú munt rata þangað, segir hann þá og fer. Þá fer ég til kunningja míns Jóns á Bala, sem var bezti vinur minn, datt hann einna helzt í hug, og spyr hann hvort hann geti ekki hjálpað mér um dívana- fjaðrirnar. Hann segir: — Því miður get ég það ekki. Ég er búinn að reyna, en dívanafjaðrir fást ekki í bænum. Þá segi ég honum samtal mitt við pabba. Hann svarar: — Farðu upp á Vatnsstíg til Jóns skálds Magnús- sonar. Ég sagði Jóni, að þangað hefði ég oft farið og alltaf hitt Guðmund innanbúðarmann og hann hafði alltaf neitað mér. En ég fer þó samt og ber upp erindi mitt við hann, segi: — Það vildi ég að þú værir orðinn að dívana- fjöðrum, Guðmundur. Þá skyldi ég kaupa þig allan! Kemur þú eins og vant er, sagði Guðmund- ur, með fjaðrásóttina. En þá gell- ur maður við úr skrifstofunni og spyr mig, hvað ég sé að fara. Ég segi honum erindið. Þetta er þá Jón Magnússon, skáld, sem ég hafði aldrei séð áður. Hann spyr mig, hvort ég starfi við þessa iðngrein og segi ég honum það. Hann spyr hversvegna. Ég segi honum, að það hafi verið vegna þess, að ég hafi misst heilsuna. Þá segir hann þetta: — Ég yildi gjarnan geta hjálpað þér, en dívanafjaðrir fást bara ekki í bænum — kallar samt um leið til Guðmundar og segir honum að láta mig fá eitt gross af fjöðr- um eða 140 stykki og þar með var hnúturinn leystur. Svona hef- ur faðir minn hjálpað mér hér á margvíslegan hátt. — Hvenær fór að bera á þess- um dulrænu gáfum þínum? — Það var ekki fyrr en ég var kominn undir fimmtugt. Éyrst fannst mér það dálítið erfitt, en aldrei varð ég neitt hræddur við hina framliðnu. Það er ekkert að óttast. Þetta eru góðar, blessaðar verur, sem í kringum mann eru. Ég vei't ekki, hvers vegna ég fékk þessa hæfileika, en ég þráði alltaf að fá að vita eitthvað meira en það, sem ég hafði lært í bókum sem ungur maður. Ég var eins og aðr- ir, alltaf efablandinn, en nú hvarflar það ekki lengur að mér. — Þú ert auðvitað ekkert hræddur við að deyja? — Nei, og eitt get ég sagt þér að lokum, að mesti gróði fyrir okkur sem eftir lifum, er að missa ástvini okkar, þótt það þyki sárt í bili. Og Jón Arason heldur áfram: Mín skoðun á eilífðarmál- unum er þessi: Við erum alltaf að læra, alltaf í skóla. Lífið eftir dauðann er ekkert annað en fram mig undir væng ... .... haldsskóli. Menn taka misjafn- lega góða einkunn upp í þennan skóla, en enginn fellur á prófinu. Öllum er gefið tækifæri til að þroskast. Við erum öll jarðbund- in fyrst eftir dauðann en eftir því sem þroskinn verður meiri, eftir því fjarlægjumst við jörð- ina. Þetta sagði Jóm Arason um ei- lífðarmálin, en við snerum okkur að öðru, áður en við hættum rabbi okkar. Ég spurði hann, hvaða maður væri honum minnis- stæðastur af þeim, sem hann hefði kynnzt á lífsleiðinni. Hann sagði þegar í stað: Séra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur og hann bætti við: — Hann var einkargóður ræðu- maður og fluggáfaður. Hann var hár maður vexti, þó hann væri tekinn að bogna dálítið undir það síðasta, skarpleitur með hvasst og stingandi augnatillit, augun blá. Hann var með hvítan hökutopp, að öðru leyti var hann skegglaus. Hann var skapmaður mikill. Það mátti oft sjá það í predikunarstólnum, að hann vildi láta taka eftir því, sem hann sagði. Það var ekki hægt annað en veita honum eftirtekt, sama hvar var. Ég skal segja þér eina litla sögu af honum sem ég held, að lýsi honum allvel. Eitt sinn var hann búinn að messa hjá okkur kl. 2, en klukkan 5 sama dag átti hann að messa í Hafnarfirði. Hann fór þangað í hestvagni, að venju. Ég bað hann um að lofa mér að vera með suður eftir og var það auðsætt mál. Þegar við komum upp í Foss vog, spyr séra Ólafur mig hvað ég ætli að vilja til Hafnarfjarðar. Ég segi honum það, að ég ætli að vera í kirkju hjá honum. Varstu ekki búinn að vera í kirkju í dag, segir hann. Jú, svara ég, en má ég ekki fara tvisvar í kirkju sama daginn? — Jú, segir hann þá, en þú ætlar eitthvað annað að vilja. Já, segi ég og bæti við: — Svo að ég segi þér eins og er, þá ætla ég að vita, hvort þú heldur sömu ræðuna og hjá okkur. Þá ber gamli maður- iiin í lendina á klárnum og segir hvássri röddu: Heldurðu, að ég sé svo andlega fátækur að ég þurfi þess? ★ — Eigum við ekki að snúa okk- ur að einhverju skemmtilegra efni en eilífðar- og kirkjumálum? Segðu mér, þú ert auðvitað bú- inn að vera giftur í mörg ár. — Ég gifti mig, þegar ég varð sjötugur: Ástin tók mig undir væng eítir settum ráðum, hljóp því upp í hjónasæng, hærður í vöngum báðum. Framh. á bls. 15. I fáum orðum sagt:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.