Morgunblaðið - 09.11.1957, Page 16
ÓPERUFLOKKUR frá ríkisleik-
húsinu í Wiesbaden er kominn
til Reykjavíkur til að sýna söng-
leik Mozarts, Cosi fan tutte, í
Þjóðleikhúsinu. Fyrsta sýningin
«r í kvöld.
Blaðamenn hittu hina þýzku
gesti í gær. Fyrirliði hópsins, dr.
Schramm leikhússtjóri, ræddi
nokkuð um þessa fyrstu heim-
sókn þýzks óperuflokks til ís-
lands, um starfið í söngleikahöll-
um Þýzkalands, nýjustu óperur
þýzkra tónskálda — og um Moz-
art og Cosi fan tutte. Leikstjór-
inn sagði, að þessi gamansama
ópera væri e.t.v. fegursti söng-
leikur snillingsins og yrði nú
flutt íslendingum á þann hátt, I
sem tíðkazt í Þýzkalandi, þar
sem byggt er í senn á fornum
erfðavenjum og nýjum hugmynd
um.
Leiktjöld frá Wiesbaden hafa
verið sett upp á sviði Þjóðleik-
hússins. Þau eru einföld og ný-
tízkuleg í sniðum, öll kolsvört í
grunninn, en skreytt með fín-
gerðu, hvítu strikaflúri.
í kvöld kl. 8 kemur svo hinn
dimmraddaði Svisslendingur Pet
er Lagger fram á sviðið í gervi
Don Alfonso og gengur frá sínu
fræga veðmáli við 2 unga liðsfor-
ingja (Heinz Friedrich og Rein-
hold Bartel) um að hann geti
slökkt loga kærleikans í brjóst-
um ástmeyja þeirra. Þarf að vísu
mikið til, því að meyjarnar eru
hinar trygglyndustu lengi vel.
Spretta af þessu hinir flóknustu I
atburðir.
Er ekki að efa, að allir verða
í kvöld í jafngóðu skapi og þeir,
sem ljósmyndari Mbl. sá á sviði
Þjóðleikhússins í gær. Á mynd-
inni eru: dr. Schramm, söngkon-
urnar Lois Toman (Dorabella,
önnur af ástmeyjunum) og Trude
Kortegast (Despina, hin ráð-
snjalla þjónustustúlka), flautu-
leikarinn Kehrmann, óperusöng-
konan Marianne Dorke (Fiordil-
igi, hin kærastan), Hirschfeld,
ambassador Þjóðverja á íslandi
og Vilhjálmur Þ. Gíslason, for-
maður Þjóðleikhúsráðs.
(Ljósm.: Ól. K. M.).
Utanríkisráðuneyti íslands óskaði
þess að sendiherra Rússa fengi að
tala í útvarp *
Lofgjörð um kommúnistabyltinguna
vakti undrun og andúð hlustenda
ÞAÐ vakti mikla athygli útvarpshlustenda sl. fimmtudagskvöld
er sendihcrra Rússa hér á landi tók að flytja ræðu í útvarpið að
loknum kvöldfréttum. Var tilefni þess afmæli rússnesku byltingar-
innar. Hefur það yfirleitt ekki tíðkast að sendiherrar erlendra ríkja j
flyttu útvarpsræður á þjóðhátíðardögum landa sinna.
Þessi minning hins rússneska byltingarafmælis í Ríkisútvarpinu
mun hafa farið fram samkvæmt óskum íslenzka utanrikisráfiu-
neytisins. Vakti þetta rússneska útvarp mikla andúð meðal fjölda
hlustenda, enda gersamlega óvenjulegt.
„Umfram allt að varðveizlu
friðar“
Ræða sendiherrans var fyrst og
fremst lofgjörð um kommúnista-
byltinguna og lýsing á árangri
hennar. Kvað hann utanríkis-
málastefnu Sovétríkjanna „miða
umfram allt að varðveizlu frið-
ar“ eflingu jafnræðisviðskipta
ríkja á milli á grundvelli gagn-
kvæmrar tillitssemi. Þróun, vin-
áttu og samstarfs allra þjóða.
Það hefur verið og er enn stefna
vor að öll deilumál þjóða beri að
að leysa á friðsamlegan hátt“,
sendiherrann.
Varðarkaffi í Valhöll
\ dag kl. 3-5 s.d.
Hvað mundi ungverska þjóðin
segja um framkvæmd þessarar
yfirlýsingar í verki? Eða Eist-
lendingar, Litháuar og Lettar?
Sovétrikin og ísland
Undir lok raéðu sinnar minntist
sendiherra Rússa nokkuð á skipti
íslendinga og Rússa. Komst hann
m.a. að orði á þessa leið: „Það er
álit manna í Sovétríkjunum að
þau auknu verzlunarviðskipti, er
þróast hafa milli Sovétríkjanna
og íslands árin eftir stríðið, hafi
skapað grundvöll fyrir góð sam-
skipti landanna á öðrum sviðum
einnig. Efling góðra samskipta
landa vorra mun einnig gera sitt
til að efla málstað friðarins í
heiminum".
Vekur tortryggni
Þessi ummæli hljóma ekki illa.
íslendingar vilja góð samskipti
við allar þjóðir, einnig Rússa. En
fyrir nokkrum dögum lýsti annar
af ráðherrum kommúnista í ríkis-
stjórn íslands því yfir, að ekki
mætti gagnrýna Rússa vegna
þess, hve mikil viðskipti þeir
ættu við okkur. Slík afstaða gef-
ur óneitanlega tilefni til tor-
tryggni gagnvart þeirri sam-
vinnu, sem sendiherra Rússa tal-
ar um að fylgja eigi verzlunar-
viðskiptunum „á öðrum sviðum
einnig“. f sambandi við friðar-
yfirlýsingarnar má á það benda,
að hingað til hefur friðarvið-
leytni Rússa byggzt á því einu
að krefjast skilyrðislausrar undir
gefni og fylgi við þeirra eigin
stefnu. Nú síðast hafa fulltrúar
Rússa í afvopnunarnefndum
Sameinuðu þjóðanna lagt þar
niður störf vegna þess að þeir
hafa ekki einir geta ráðið þar
öllu.
Bálför Jóns Sigurðs-
sonar frá Kaldaðar-
nesi
BÁLFÖR Jóns Sigurðssonar frá
Kaldaðarnesi, fyrrverandi skrif-
stofustjóra Alþingis fór fram í
Fossvogskapellu í gær. Hófst hún
með _því að Einar Vigfússon og
Páll ísólfsson léku samleik á cello
og orgel. Þá söng karlakór sálm-
inn Á hendur fel þá honum.
Síðan flutti séra Jón Auðuns
dómprófastur kveðjuorð en að
þeim loknum var á ný samleikur
á cello og orgel.
Þá var sunginn sálmurinn
Hærra minn guð til þín. Athöfn-
inni lauk í kirkjunni með því að
sungið var síðasta versið úr Allt
eins og blómstrið eina.
Sýning Félags áhugaljósmyndara
opnuð í Listamannaskálanum í da"
Skjaldborg segir
upp samningum
Ein stéttarfélagið innan vé-
banda Alþýðusambands íslands,
félag það sem klæðskerar eru
aðilar að Skjaldborg, hefur sagt
upp kaup- og kjarsamningum fyr-
ir félagsmenn sína.
Um síðustu mánaðarmót var
samningunum sagt upp. Klæð-
skerameistarafélagið hefur haldið
einn fund með ráðamönnum
Skjaldborgar. Þær kröfur eru
gerðar að grunnkaup klæðskera
hækki um 8—9%. Síðan þessi
fundur var haldinn hefur annar
ekki verið boðaður. Samningarn-
ir renna út hinn 1. desember
næstkomandi.
Geta má þess að formaður
Skjaldborgar er Helgi Þorkels-
son klæðskeri, sem verið hefur
einn helzti forsprakki kommún-
ista innan verkaiýðsheryfingar-
innar hér í bænum.
Slys við Akraneshöfn
AKRANESI, 8. nóv. — Laust
eftir hádegi gerðist það, er verið
var að skipa upp vörum úr Helga
felli, að járnbiti slóst í höfuðið
á einum verkamanninum, Jóni
Andrési Benediktssyni, til heim-
ilis að Akurgerði 9. Marðist hann
og skarst á höfði, leið í ómegin
við höggið og marðist á fæti, er
hann féll á hafnargarðinn. Var
þegar kallað á sjúkrabíl, er flutti
Jón Andrés upp í sjúkrahús. —
Reyndust meiðsli hans miklu
tninni en á horfðist í fyrstu, og
fékk að fara heim til sin, er lækn
rinn hafði gert að meiðslum
íans. —Oddur.
<osið í niðurjöfn-
marnefnd
Á FUNDI bæjarstjórnar aðfara-
nótt föstudags var kosið í nið-
urjöfnunarnefnd Reykjavíkur.
Kosningu hlutu: Guttormur Er-
lendsson, Einar Ásmundsson, Sig-
urbjörn Þorbjörnsson, Björn
Kristmundsson og Haraldur Pét-
ursson.
Varamenn eru: Björn Snæ-
björnsson, Þorvarður Jón Júlíus-
son, Eggert Jónsson, Halldór
Jakobsson og Eyjólfur Jónsson.
* í DAG kl. 4 opnar borgarstjórinn
í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen
sýningu Félags áhugaljósmynd-
ara í Reykjavík í Listamannaskál
anum. í dag verður sýningin
aðeins opin fyrir gesti, en almenn
ingi á morgun. Mun hún standa
yfir í tvær vikur frá kl. 14—22,
virka daga og 10—22 sunnudaga,
Þetta er í annað sinn sem Fé-
lag áhugaljósmyndara heldur hér
sýningu. Fyrri sýningin var hald
in í Bogasal Þjóðminjasafnsins
árið 1954. Voru á henni innan við
100 myndir. Var hún mjög vel
sótt.
Þessi sýning er öllu yfirgrips-
meiri en hin fyrri. Á henni eru
hátt á annað hundrað svart-
hvítra stækkana, áhugamanna og
atvinnuljósmyndara bæði er-
lendra og innlendra. Þá verða
sýndar daglega yfir 200 litskugga
myndir. Einnig er Ijósmynda-
tækjasýnig frá ýmsum Ijósmynda
verzlunum í bænum.
fHeim-
dallur
Fjöltefli
ó morgun
SKÁKMEISTARINN Guðmund-
ur Ágústsson teflir fjöltcfli við
Heimdellinga í Valhöll á morgun
kl. 2.
Málfundafélagið Óðinn:
Almennur launþega-
fundur á morgun
Rætt um verðstöðvunarstefnu rikis-
stjórnarinnar
Á MOGUN kl. 2 e.h. heldur Málfundafélagifi Óðinn, félag sjálf-
stæöisverkamanna og sjómanna almennan launþega-fund í Sjálf-
stæðishúsinu og verður Bjarni Benediktsson ritstjóri frummæl-
andi á fundinum.
Umræöuefni fundarins er: Verðstöðvunarstefna rikisstjórnarinnar.
Hefur dýrtíðin stöðvast?
ALLT SJÁLFSTÆÐISFÓLK VELKOMIÐ
Þetta mun vera fyrsti almenni fundurinn sem hin nýkjörna stjórn
Málfundafélagsins Óðins efnir til og er ekki að efa að launþegar
munu fjölmenna á þennan fund.
Framsögumaður á fundinum er eins og áður segir Bjarni Bene-
diktsson ritstjóri en umræðuefni fundarins er mál, sem snertir alla
launþega, hin svokallaða verðstöðvunarstefna ríkisstjórnarinnar.
Hefur dýrtíðin stöðvazt?
Allt Sjálfstæðisfólk er velkomið á fundinn meðan húsrúm leyfir.