Morgunblaðið - 17.11.1957, Síða 1
24 síður
istkvnnínn ! Piiieau fer til tunáat við Dulles
Morgunblabsins
Kristján H. Magnúss
f DAG hefst sýning á verkum
eftir Kristján heitinn Magnússon
listmálara á vegum listkynning-
ar MorgunblaSsins.
Kristján H. Magnússon vgr
fæddur á ísafirði 6. marz árið
1903. En hann lézt aðeins 34
ára gamali. Var hann þá orðinn
þekktur listmálari. Hann hóf ung
ur listnám hér heima en hélt
fljótlega til Vesturheims. Stund-
aði hann nám við Listaháskólann
í Boston árin 1921—1926. Síðan
hélt hann listnámi sínu áfram við
„The National Academy of Des-
ing“ í New York.
Að námi loknu var honum boð-
ið að sýna verk sín við ýmsa
listaskóla í Bandaríkjunum, m.a.
í Pennsylvaníu og New York. Á
næstu árum hélt hann ennfremur
margar sjálfstæðar sýningar bæði
i Bandaríkýunum og Evrópu og
hlaut ágæta dóma fyrir verk sin.
Fyrsta opinbera listasafnið, sem
keypti af honum listaverk var
„Worcester art museum“ í Banda
ríkjunum. Fleiri erlend söfn, eink
um í Bandarikjunum keyptu
verk hans.
Hér heima hélt Kristján Magn-
ússon einnig margar sýningar á
þessum árum, bæði í Reykjavík
og á ísafirði og seldi fjölda mál-
verka.
Á vegum listkynnlngar Mbl.
eru nú til sýnis 5 olíumálverk
eftir hann og fjórar teikningar.
Mun marga fýsa að sjá listaverk
þessa listamanns, sem féll frá í
blóma lífsins. En við hann voru
vissulega miklar vonir tengdar.
Olíiumálverkin, sem til sýnis
eru eftir hann eru þessi:
Frá Þingvöllum, Brim, sem er
frá Vestmannaeyjum, Ófullgerð
hugmynd, Gleiðarhjalli, sem er
frá ísafirði og Innan frá Öræfum.
Þrjú þessara málverka eru til
sölu hjá syni listamannsins,
Magnúsi Kristjánssyni, listmál-
ara, Þingholtsbraut 49, Kópa-
vogi eða hjá afgreiðslu Morgun-
blaðsins.
Gegn geimskeytum
WASHINGTON 16. nóv. — Skýrt
var frá því í Klrtland í Nýju
Mexico í gærkvöldi, að 16 banda-
rískir vísindamenn ynnu nú að
smíði nýs varnarvopns, flugskeyt
is, sem beitt yrði gegn óvinageim-
skeytum.
Þetta nýja flugskeyti á að bera
kjarnorkusprengjur. í fréttinni
sagði og, að vísindamennirnir
hefðu nú nær Iokið við rannsókn-
ir sínar á áhrifum af kjarnorku-
sprengingu í geimnum.
Frakkar sótfu ekki
þingmannafundinn
í gœr
PARÍS, 16. nóv. — Frönsku
þingmennirnir sóttu ekki
fund þingmannaráðstefnu
Nato-Iandanna í dag. Forseti
ráðstefnunnar sagði á fundin-
um í dag, að hann hefði gert
ítrekaðar tilraunir til þess að
fá áformum Frakka hreytt,
en árangurslaust. — Kvaðst
hann vona, að Frakkar
mundu sækja ráðstefnurnar í
framtíðinni.
Á fundinum voru gerðar marg-
ar samþykktir þar sem þingmenn
létu í Ijós þær skoðanir að
nauðsyn bæri til nánari viðræðna
þingmanna bandalagsríkjanna —
og nánari samvinnu ríkjanna.
Lögð var áherzla á það, að banda
lagsríkjunum bæri að jafna all-
an ágreining sín í milli áður en
Mnstakar stjórnir tækju ákvarð-
anir, sem stofnuðu samvinnu
NATO-ríkjanna í voða.
H örmulegt
flugslys
LONDON 16. nóv. — Fjögurra
hreyfla flugbátur, er lagði upp
frá eyjunni Wight við Englands-
strönd í gær, snéri aftur eftir
skammt flug vegna bilunar í ein-
um hreyflinum. Skömmu áður en
flugbáturinn átti að lenda rakst
hann á hæð á eyjunni og varð
eitt eldhaf á svipstundu. 43 menn
fórust, en 15 af þeim, er með flug-
vélinni voru var bjargað — og
voru þeir allir fluttir í sjúkrahús.
Tvísýnt er um líf tveggja. Meðal
hinna látnu voru þrjú brúðhjón
og flugfreyja, sem var að fara í
fyrstu flugferð sína.
Flugstjórinn, sem einnig fórst,
átti að baki sér 10 þús. flugstund-
ir. Hermenn, sem voru að æfingu
í nánd við slysstaðinn, fóru á vett
vang til þess að reyna að bjarga
farþegunum. Mættu þeir nokkr-
um þeim, sem komust út úr brenn
andi flakinu illa á sig komnir,
með flakandi sár og brennandi
klæði. Segja hermennirnir, að
átakanlegt hafi verið að heyra
angistarópin frá flakinu — þar
sem fólkið barðist um lokað inni.
Fengu hermennirnir ekkert að
gert vegna eldhafsins og brunnu
sem fyrr segir 43 inni.
Foringjar al-
heimskommun-
ismons á iundi
J.ONDON, 16. nóv. — Um 600
erlendir kommúnistaforingjar
sitja um helgina fund með komm
únistaforingjiunum í Kreml, er
þetta fjölmennasti fundur komm-
únistaforingja frá öllum löndum
heims. Ekki hefur verið gefin út
nein tilkynning um umræðuefni
ráðstefnunnar, en talið er, að
kommúnistarnir ræði fyrirhugað-
an fund forsætisráðherra NATO-
ríkjanna og það, hvaða ráðstaf-
anir verði bezt að gera til þess
að spilla árangri þess fundar.
að Pineaiu muni reyna að kynna
sér til hlítar samskipti Banda-
ríkjanna og Túnis.
Franski varnarmálaráðherrann
sagði í ræðu í gær, að afstaða
Breta og Bandaríkjamanna til
Frakka og vopnasendingar þeirra
til Túnis væri samstöðu NATO-
ríkjanna hættuleg. — Hann
kvaðst þess fullviss, að ekkért
mundi fá Frakka til þess að
breyta um stefnu í Alsírmálun-
um, ekki einu sinni bandamenn
þeirra, Bretar og Bandaríkin.
Fyrirœtlanir Caillards
Var skorað á forsætisráðherra !
og utanríkisráðherra bandalags-
ríkjanna að koma oftar saman
og ræða vandamálin. Þá var og
gerð samþykkt, sem hvatti til
þess að haldin yrði Atlantshafs-
ráðstefna 1959, en þá er NATO
10 ára.
o—®—o
Tilkynnt hefur verið, að Pineau
utanríkisráðherra Frakka, ræði
við Dulles utanríkisráðherra
Bandaríkjanna í Washington í
næstu viku. Munu þeir ræða
vopnasendingar Bandaríkja-
manna til Túnis svo og væntan-
lega ráðstefnu forsætisráðherra
NATO-ríkjanna í París í næsta
mánuði. Segir franska útvarpið,
Samkvæmt áreiðanlegum heim
ildum hefur Gaillard, forsætis-
ráðherra Frakka nú í hyggju að
fá stjórnir Bretlands og Banda-
ríkjanná til þess að gefa opinbera
yfirlýsingu um að báðar stjórn-
irnar styðji stefnu Frakka í
Alsírmálunum. Talið er, að
Frakkar muni frekar sætta sig
við vopnasendingarnar til Túnis
að slíkum yfirlýsingum fengn-
um.
Sem kunnugt er, tóku Bretar
Framh. á bls. 23
Að undanförnu hefur Amer, varnarmálaráðherri Egyptalands, dvalizt í Moskvu og rætt við
kommúnistaforingjana í Kreml. Hafa fundir verið tíðir og mikil Ieynd hvílt yfir þeim. I þessu
tilefni hafði egypzki sendiherrann í Moskvu boð inni fyrir Rússana einn daginn og er Amer hér
á myndinni með þeim Krúsjeff og Búlganin.
Enginn sjómaður til íslands fyrr en
allar skuldir hafa verið greiddar
á íslandi 1958 — áður en fær- | félagið vita um það þegar í stað.
eyskir sjómenn ráða sig til starfa Að lokum er því lýst yfir, að
á íslandi fyrir næsta ár. I enginn færeyskur sjómaður megi
Þá eru færeyskir fiskimenn, | ráðast á ísl. fiskiskip fyrr en
sem eiga inni af kaupi sínu á nýr samningur hefur verið gerð-
fslandi hvattir til þess að láta ur og félaginu tilkynnt það.
Bandarískar eldflauga-
stoðvar erlendis ?
ÞÓESHÖFN, 16. nóv. — Stjórn
félags færeyskra fiskimanna hélt
fund í gær og ræddi innstæður
færeyskra sjómanna hjá íslenzk-
um aðilum svo og kjör þeirra á
íslandi. Stjórnin birti að fund-
inum loknum yfirlýsingu og eru
aðalatriði hennar þau, að stjórn-
in telur það ófrávíkjanlega kröfu
til íslenzkra útgerðarmanna og
gjaldeyrisyfirvalda, að greiddar
verði allar eftirstöðvar af kaupi
færeyskra sjómanna frá 1957 og
samið væri um yfirfærzlu á
nettótekjum færeyskra sjómanna
Glæsilegur sigur
MANILA 16. nóvember — Ljóst
er, að Garcia, frambjóðandi þjóð-
ernissinna flokksins við forseta-
kosningarnar á Filippseyjum, hef
ur unnið glæsilegan sigur í kosn-
ingunum. Hann er nú 61 árs að
aldri og tók við af fyrrverandi
forseta Magsaysay, er hann lézt
í flugslysi í marz sl.
NEW YORK, 16. nóvember. —
Bandaríski varnarmálaráðherr-
ann hefur látið svo um mælt, að
Bandaríkin þarfnist eldflauga-
stöðva í öðrum Nato-ríkjum en
Bretlandi. Kvað hann mál þetta
verða eitt aðalumræðuefni for-
sætisráðherrafundar Nato-land-
anna í desember nk. Kvað hann
flugskeyti nú mundu verða
áhrifamesta vopn Nato-ríkjanna.
Kvað hann varnarmálaráðuneyt-
ið vilja fá þessar stöðvar „í skot-
færi“ við hugsanlegan óvin. —
Sagði hann og, að sennilega
myndi hermönnum frá fleiri
Nato-löndum en Bandaríkjunum
falið að fara með vopn þessi í
væntanlegum eldflaugastöðvum,
ef samkomulag næðist við banda
lagsríkin í máli þessu.
PARÍS 16. nóv. —- Margir létu
lífið og aðrir særðust í járnbraut-
arslysi í S-Frakklandi, er vöru-
flutningalest og fullhlaðin fólks-
flutningalest rákust á. Síðustu
fregnir herma, að 26 lík hafi
fundizt í brakinu.