Morgunblaðið - 17.11.1957, Side 2

Morgunblaðið - 17.11.1957, Side 2
s MORGUNBL AÐIÐ Sunnudagur 17. nðv. 1957 * v. Hvernig fé Hitaveitu Reykja- víkur hefur verið ráðstafað T'iminn birfir upplognar tölur og róg um Hitaveituna dag eftir dag TÍMINN birtir nú daglega árásargreinar um Hitaveitu Reykjavíkur, þar sem búnar eru til tölur, sem hvergi standa og skrökvað til um allt, þannig að segja má að í greinum þessum sé naumast eitt satt orð. Blaðið talar um „Hitaveituhneykslið“ og að „34 millj. kr. hafi verið dregnar út úr rekstrinum á £áum árum“. Ekki verður séð hvernig þessi tala er fundin, enda er það sem út af henni er spunnið, tóm staðleysa. Á árunum 1952—1956 hefur Hitaveitan haft til ráðstöfun- ar, umfram rekstur, um 40 millj kr. og hefur þessu fé verið ráðstafað þannig: millj. kr. Aukning Reykjaveitu og Reykj ahlíðarveitu 7,2 Aukning veitunnar innanbæjar 4,1 Keypt hitaréttindi 1,6 Afborganir af lánum 15,2 Skúlatún 2, eign Hita- veitunnar 9,3 Aukning birgða og tækja 2,4 Alls 39,8 Tíminn gefur í skyn að Reykjavíkurbær skuldi Hita- veitunni stórfé en ef aðstaða ilitaveitunnar gagnvart bæj- arsjóði er athuguð, eins og hún var um s.l. mánaðamot, kemur í Ijós að Hitaveitan skuldar bæjarsjóði um 4 millj. króna. „Tíminn“ gerir tilraun í þá átt að tortryggja að Hitaveit- an skuli hafa lagt fé í bygg- ingu hússins Skúlatún 2 og segir að þar sé um að ræða lán Hitaveitunnar til bæjar- sjóðs. Þetta er rangt, því Hitaveitan er eigandi þessa húss og hefur þar bækistöð sína auk þess sem hún leigir þar öðrum bæjarstofnunum húsnæði. Eru leigutekjur Hitaveitunnar af þessari eign áætlaðar um hálf milljón kr. á ári og er því hér um hag- kvæma ráðstöfun að ræða fyrir Hitaveituna. Það má líka taka fram í þessu sam- bandi að bæjarstjórn hefur öll án athugasemda samþykkt framlög Hitaveitunnar til byggihgar Skúlatúns. Það er með þetta, eins og fleira, að þá er farið að tortryggja og skrökva upp tölum og heil- um sögum, þegar bæjar- stjórnarkosningar eru fram- undan. Þetta þekkja bæjar- búar af fyrri reynslu og bregða sér ekki við það. Þetta mál er nánar rætt I í forustugrein blaðsins í dag.' Tízkuflíkur, gíerveggir og blóm Litið inn í hið nýja tízkuhús Maikaðsins l>EIR, sem leið hafa átt um Lauga veginn innanverðan að undan- förnu hafa veitt því athygli, að eitthvað hefir verið að gerast bak við volduga timburgirðingu kring um húsið, sem venjulega er kennt við Röðul. Kl. 10 mínútur fyrir 11 í gærmorgun voru tréflekarnir slegnir niður og við vegfarendum blasti glerveggur og salarkynni hins nýja tízkuhúss Markaðsins. í allan gærdag var þarna þröng á þingi og mátti sjá kvenfólkið smeygja sér í kápur og setja upp hatta frá Frakklandi, Englandi og vestan frá Ameríku, og regnhlif- ar, hanzkar, veski og klútar voru einnig teknir fram og skoðaðir. Blaðamaður Mbl. leit þarna inn í gær og virti fyrir sér húsakynni. Það sem fyrst vekur athygli, er glerverkið á framhliðinni. Snotur steinstétt er framan við húsið og nær óslitin nokkuð inn á gólfið. Er hinum geysistóru rúðum kom- ið einhvern veginn fyrir ofan á steininum án þess að sjáist móta fyrir nokkrum listum. Inni eru grá teppi á öllum gólfum og flest- ir veggfletir málaðir í ljósgráum lit, en súlur nokkru dekkri. Járn- myndir og blóm eru til skrauts. Á gólfhæðinni á auk þess sem fyrr greinir að selja undirfatnað, snyrtivörur og ýmsar gjafavörur, krystal o. fl. Á 2. hæð eru seldir kjólar af öllum gerðum, dragtir, sloppar, pils, peysur. Þar eru m. a. kjólar, sem saumaðir eru á sailmastofu fyrirtækisins á 3. hæð þessa sama húss, og var blaðamönnum sagt, að þeir væru um 40% ódýrari en •ams konar útlendir kjólar. Svo er að sjá, sem í öllum krók um og kimum hússins sé unnið að einhverju, sem verða má til þess að fríkka reykvísku kven- þjóðina, og ber sízt að lasta það, því að maður getur löngum á sig blómum bætt eins og Tóta litla sagði. Mun meira að segja eiga að koma upp snyrtistofu í kjall- aranum. Blaðamaðurinn ræddi litla stund við Rúnu Guðmundsdóttur, verzl unarstj. Kvaðst hún vera mjög ánægð með hina nýju verzlun og kvað arkitektinn, Guðmund Kristinsson og iðnmeistarana, Sigurð Guðjónsson og Þórð Finn bogason svo og starfsmenn Teppa hf., hafa u ■-"* vel sitt verk. Verzlunai stjórinn sýndi blaða- manninum nýjustu tízkuflíkurn-. ar. Bar þar mest á höfuðfötum með beri-lagi, eins konar alpahúf um, sem nú þykja bera af. Blaða maðurinn þóttist vera hinn fróð- asti á þessu sviði og spurði, hvort ekki væru til hattar með suð- vesturlínunni. Fékk hann það svar, að þeir tilheyrðu sumar- tízkunni og væru þess vegna ekki til. B[ins vegar hefðu verið til pokahattar, þegar opnað var í gærmorgun, en þeir voru allir búnir. Kápurnar voru flestar með fláa í hálsmálinu en rykkingum í baki og kjólarnir með poka- sniði, ýmist þannig, að þeir voru beinir frá öxlum eða teknir sam an í mittið og pilsið pokað. Leizt blaðamanninum vel á varning- inn og er ekki að efa, að kven- þjóðinni í Reykjavík verður tíð- förult í tízkuhúsið á nsestunni, Stjórn Stúdentafélagsins við líkneski Jónasar í gær. — Frá vinstri: Runólfur Þórarinsson cand. mag., Halldór Rafnar lögfræðingur, Sverrir Hermannsson viðskiptafræðingur formaður félagsins, með blómsveiginn, Helgi Helgason lögfræðingur, Lárus Guðmundsson stud. theol. og Már Elías- son hagfræðingur. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) re/sf/ gœr trá því Stúdenta- minnisvarða Jónasar 50 ár liðin í félagið HIN nýkjörna stjórn Stúdenta- félags Reykjavíkur lagði í gær, á 150 ára afmæli Jónasar Hall- grímssonar, blómsveig að styttu hans suður í Hljómskálagarði, og var við hann hnýttur hvítur og blár borði, litirnir í stúdentafán- anum. Það voru stúdentar sem á sín- um tíma höfðu um það íorgöngu að reisa þessa styttu af Jónasi. Var það í garði hússins Gimli við Lækjargötu. Þaðan var hún flutt sunnan Hljómskálann, en argatan var breikkuð, þar sem hún nú stendur í birkilundi fyrir sunnan Hljómskálagarðinn, en þaðan horfir góðskáldið í ópress- uðu buxunum suður yfir garð- inn, sem á síðari árum hefur tek- ið miklum breytingum og er nú fjölsóttur af ungum sem göml- um á góðviðrisdögum. Það var um miðja síðustu viku að síldin fór að láta á sér kræla á ný eftir langvarandi aflaleysi. Voru það Akranesbátarnir Keilir og Höfrungur, sem fyrstir fengu síld í svonefndu Skerjadjúpi. — Voru þeir með um 20 net og fengu um eina tunnu í hvert. Síð an hefur síldaraflinn farið dag- vaxandi. Útgerðarmenn eru von- góðir um að síldin muni enn grynnka verulega á sér. Hér sé um að ræða síld sem halda muni frekar kyrru fyrir. í gærdag var Keilir hæstur með 200 tunnur, en flestir hinna bátanna voru með um og yfir 100 tunnur. Var síldin ýmist fryst til beitu eða þá söltuð en mjög þykir þetta falleg sölt- unarsíld. Fyrir sjómenn geta verið mikil uppgrip á „reknetjasíld“. Háseta hlutur er kr. 6,37 pr. tn. og er þá Stytta Jónasar Hallgrímssonar á sér harla merkilega sögu, en hugmyndinni var fyrst hreyft í Stúdentafélaginu 1897. — En allt fram yfir aldamót eru „pening- arnir allt of fáir“, eins og segir í 50 ára afmælisriti Stúdentafélags Reykjavíkur 1921. En vegna þrautseigju félagsins varð þessu stórvirki lokið og 16. nóv. 1907 stóð líkneskið á fótstalli. Þann dag fór fram afhjúpun þess. Er þeirri athöfn lýst þannig í fyrr- nefndu afmælisriti Stúdenta- félagsins: „Stúdentar komu undir blys- um sunnan af melum. Veður hafði litið illa út árdegis en klukkan 2 var komið stillilogn og gott veður. Mesti manngrúi var kominn saman kringum líknesk- ið. Hér var ekki aðeins heiðurs- dagur Stúdentafélagsins sem upp var runninn ,heidur heiðursdag- innifalið orlofsfé. Þannig komust hásetarnir á Keili eftir róðurinn í fyrrinótt upp í kr. 1274. Þó ekki hafi gengið greiðlega að fá menn til starfa á síldarflot- ann ennþá, þá eru útgerðarmenn vongóðir um að úr muni rætast. Mikið er nú í húfi, ekki aðeins fyrir útgerðarmenn og sjómenn, heldur þjóðina í heild, að sjé- menn fáist hið bráðasta í skips- rúm síldarbátanna. Geta má þess að í fyrra var mjög góður afli seinni hluta nóv embermánaðar og í desember. Akranesbátar hafa jafnan lengst stundað þessar veiðar og hafa vertíðarlok hjá þeim verið rétt fyrir jól. í fyrra var afli Akra- nesbáta í desember um 200 tunn ur að jafnaði í róðri. Stundum komust bátarnir þar upp í 600 tunnur í róðri ur allra landsmanna, sem ýmist áttu að sjá eða heyra um afhjúp un fyrsta líkneskisins, sem af- hjúpað hefur verið yfir nokkrum íslending. Bjarni Jónsson frá Vogi sté í ræðustólinn eftir að sungið hafði verið kvæði eftir Jón Ólafsson með nýju lagi eftir Árna Thorsteinsson. Ræðumað- ur sagði frá samskotunum, sem hann hafði bezt gengizt fyrir, og lýsti Jónasi Hallgrímssyni og störfum hans í snjöllu erindi. I miðri ræðu hans svipti íor- maður Stúdentafélagsins, Sigurð ur Eggerz, cand. jur. hjúpnum af líkneskinu og mælti á undan þessi orð: „Fyrir 100 árum átti fsland Jón as Hallgrimsson í vöggu. Móðir hans söng honum ljóð, en skáld- barnið með fallegu, djúpu aug- unum, hlýddi á. Árin liðu, Jón- as kvað, en öll íslenzka þjóðin hlýddi á. Hann snart hjarta- streng þjóðarinnar. Ljóðin hans deyja aldrei. ísland hefur í dag sett sínum bezta'íslendingi minn isvarða. — Stúdentafélagið minn- ist stúdentsins, sem það aldrei gleymir. — 1 nafni félagsins af- hjúpa ég minnisvarða Jónasar Hallgrímssonar". Þannig fór þessi athöfn fram I Lækjargötu fyrir hálfri öld, en um kvöldið var samsæti í Hótel Reykjavík, Ama Magnússonar stofnunin vígð Kaupmannahöfn 16. nóvember. _ Einkaskeyti til Mbl. ÁRNA Magnússonar-stofnunin (Arnamagnaeanske Institut) var vígð í gær í Proviantgárden viff hátíðlega athöfn. Viffstaddir voru m. a. sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, félagsmálaráffherr- ann Bomholt, Starcke og próf. Jón Helgason. Formaður Árna Magnússonar-nefndar, prófessor Brondum Nielsen, sagði í ræffu sinni viff þetta tækifæri, aff þessi nýja rannsóknarstofnun væri mik iff gleffiefni og vinnuskilyrði væru þar öll hin beztu. Ræddi hann um framtíðarverkefnin og gat þess m. a., aff áætlaff væri aff gefa út stóra forníslenzka orðabók og mundi sú bók vekja heimsathygli. FálL Lifnar yfir vertíðinni, en menn vantar á síldarbáta LÍF HEFUR á ný færzt yfir verstöðvarnar hér á Suðurnesjunum, við Faxaflóann og yfirleitt alla staði, þar sem bátar stunda reknetjaveiðar. — Loks virðist síldin vera gengin á miðin, stór og falleg. Útgerðarmenn vonast til þess að geta sem fyrst mannað síldveiðibátaflotann, en i gær munu aðeins milli 25 og 30 skip hafa verið að veiðum og var aflinn ágætur, eða um 3000 tunnur alls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.