Morgunblaðið - 17.11.1957, Page 8

Morgunblaðið - 17.11.1957, Page 8
9 MORGVISBI 4 ÐIÐ Sunnudagur 17. nðv. 1957. Auknar strætisvagnaferðir, umferðar- miðstöð og betri umferðarreglur Greinargerð Gísla Halldórssonar verkíræðings um umferðarmálalillögur skipulagsmálanefndar Yarðar EINS og áður hefur verið sagt frá í Morgunblaðinu hafa nefndir starfað á vegum landsmálafélagsins Varðar að því að gera tillögur um ýmis mál er varða framtíð Reykja- víkur. Skipulagsmálanefnd félagsins fjallaði um skipu- lagsmál höfuðstaðarins, um- ÍG HÆG! EG BEYGt Til VINSTRI m \EG BEY&t iTIL HÆGRI ferðarmál, lóða- og gatnamál og fegrunarmál. Skilaði hún áliti og tillögum á félagsfundi 22. október, eins og sagt var frá hér í blaðinu á sínum tíma. Voru þá rakin ýmis atriði úr tillögunum, en í dag birtist gerinargerð sú, er Gísli Halldórsson verkfræðingur las á fundinum, og fjallar um tillögurnar í umferðarmálum. HIN mikla aukning í bílafjölda og á fólks og vöruflutningum Um bæinn hefur leitt af sér ýmis vandamál. Eitt af þessum vandamálum er falið í því að finna nægilega mörg og góð bílastæði nálægt helztu viðskiptasvæðum bæjarins, ekki hvað sízt í miðbænum. í ýmsum borgum hafa menn neyðst til að byggja sérstök bíla- geymsluhús, þar sem bílunum er ekið upp á margar hæðir, eða fluttir í lyftum. En jafnframt eru notuð öll auð svæði sem hugsan- legt er. Bílastæðavandamálið er því ekki verra í Reykjavik heldur en víða annars staðar. En ljóst er að leyta þarf sem beztra úrræða um það. Og ekki má byggja svo ný hverfi í bænum, að ekki sé hugs- að fyrir bílastæðum um leið. Veruleg bót á vandræðunum í niiðbænum myndi fást, ef strætis- vagnaferðir yrðu svo tíðar og greiðar að menn minnkuðu notk- un einkabifreiða og leigubíla að verulegu leyti, innan Hringbraut- ar. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði og vegna sparnaðar virðist einnig æskilegt að draga úr þeirri gífur- legu bílanotkun, sem hér tíðkast og sem hefur í för með sér mikla notkun á erlendum gjaldeyri. Hugsanlegt er, að ef ferðum strætisvagna yrði fjölgað, þá mætti takast að fá fleiri til að ferðast með þeim, í stað þess að aka í einkabílum og leigubílum. Um þetta mætti-og ætti að-skapa almenningsálit, er stuðlaði að auknum sparnaði. Fleiri og betri biðskýli, helzt Hjólbarðar af ýmsum stærðum fyrirliggjandi PSteJúnsson S/ Hverfisgötu 103 — Sími 13450 Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldinn n.k. mánudagskvöld kl. 9, í húsi V. R. í Vonarstræti. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning kjörnefndar. Stjórnin. upphituð, myndu stuðla að auk- inni notkun strætisvagna. Margir kveinka sér við að bíða úti í hryssingsveðri, kannske 10 mín- útur eða lengur, eftir vagni. Af slíkum biðum getúr hlotizt alvar- legt heilsutjón. Ekki sízt virðist æskilegt að komið verði upp skýli og þjón- ustu fyrir almenning við Lækjar- torg, á meðan þar er miðstöð strætisvagnaferða. 0—0 Telja verður, að í sambandi við stækkun miðbæjarins tii suðurs, að Skerjafirði, beri að koma upp umferðamiðstöð sunn- an við Hringbrautina, náiægt Miklatorgi. Umferðarmiðstöð þessi verði þá bæði miðstöð fyrir strætisvagna og langferðabíla. Einnig verði þar þá bílastöðvar aðrar og svæði fyrir þyrilvængjur. í sambandi við þessa umferða- miðstöð verði víðáttumikið bif- reiðastæði, ætlað einkabifreiðum og öðrum bifreiðum. Þarna skyldi verða miðstöð allra ferðalaga um bæinn og unnt að leysa úr öllum algengum þörf- um ferðalanga í sambandi við löng eða skömm ferðalög. Á þessum stað ættu t.d. að vera ferðaskrifstofur og önnur fyrir- greiðsla, svo sem póst- og síma- afgreiðsla, veitingastaðir, verzl- anir, hótel, farangursgeymslur og fyrirtæki er sæi um vörusending- ar, rakatastofa, skópússun, snyrti stofur hvíldarherbergi o. fl. Frá stöð þessari færu bílar reglulega með flugfarþega til Reykjavíkur eða Keflavíkurflug- vallar. Eins mætti fara á þyril- vængju, bæði út á flugvöll og e.t.v. til annarra staða, ef svo þætti henta. AVALBR/W7 \ f r«E>. s't/Z> ts L A 4/ X> A t/ T ) Á breiðum götum gerir hún mögulegt að aka í mörgum sam- hliða röðum og margfaldar þann- ig flutningaafköst götunnar. (Sjá myndir 1—5). Eitt hið nauðsynlegasta til að bæta umferðina er það að tekin verði ákvörðun sem fyrst um það, hvort á íslandi eigi að vera vinstri eða hægri handar akstur. Að þeirri ákvörðun tekinni ber að stefna að því að aðeins verði fluttir inn bílar sem hafa öku- mannssætið staðsett réttum meg- in. Með vinstri handar akstri á sæti bílstjórans tvímælalaust að vera hægra megin í bifreiðinni. Rétt virðist að taka upp merkingar á sem allra flestum götuhornum, þannig að sýnilegt sé, þar sem ekki eru ljósmerki, hvað sé aðalgata og hvað auka- gata. Það virðist mjög óeðlilegt að ízB (ÉÍ9 \ AÐAL&KAVT MYN3> 6 Umferðamiðstöðin ætti að geta | verið glæsileg nýtízkubygging eða byggingar úr stáli og gleri. I kringum hana yrðu grasi gróin svæði með malbikuðum bílastæð- um. Byggingarnar mætti upp- lýsa að utan með flæðiljósi. 0—0 Telja verður að verulegar umbætur megi gera á umferða- reglum, er hafi í för með sér auk- ið öryggi, jafnframt því að öku- hraði getur aukizt og þar með tímasparnaður. Umbætur þessar liggja í því m.a. að gera hverjum ökumanni að skyldu að halda sem næst beinu striki, þar sem hann ekur eftir beinni götu, en sveigja aldrei snögglega í veg fyrir bií- reið, sem kann að vilja aka fram úr. Hægja og heldur ekki á sér of snögglega, en gefa merki við breytingu á stefnu eða lækkun á hraða. Með þessari reglu, sem tíðkast í Bandaríkjunum og víðar, er sá í sökinni, sem ekur í veg fyrir ann- an, sem er að aka fram úr hon- um. Eins er hann í sök, ef hann staðnæmist snögglega, án þess að gefa merki, og veldur þar með slysi. Regla þessi gerir auðvelt að halda uppi, ekki aðeins miklu hraðari akstri, heldur og örugg- ari en nú tíðkast hér á landi. gata eins og Hofsvallagata skuli ekki vera rétthærri en hliðargöt- urnar, svo að nefnt sé dæmi. Slíkt fyrirkomulag lækkar eðli- legan ökuhraða eftir Hofsvalla- götunni, og svo er mjög víða. Hofsvallagatan yrði þá 2. flokks aðalbraut þar sem hún mætir Hringbrautinni sem er 1. flokks aðalbraut. Mér sýnist, að þar sem götur koma saman á þann hátt sem stafurinn T segir til um, þá eigi umferðin sem getur haidið áfram eftir beinni línu að hafa réttinn yfir umferðina sem verð- ur að sveigja. Á þá sá, sem kem- ur inn í beinu götuna að sæta lagi með að komast inn í hana, þegar umferðin leyfir. Með þessu verð- ur umferðin eftir aðalgötunni Örugg enda þótt hún sé hröð. Merkja má á gatnamótum allar aðalgötur með gulu, tvöföldu striki, þvert yfir aukagötuna. Sýnir þetta þverstrik að lögboð- ið er að fara varlega og að hin gatan á réttinn. Vegna snjóa á vetrum og ófull- gerðra gatna er þó nauðsynlegt að nota einnig götuspjöld með endurvarpskúlum, er lýsa gegn bifreiðinni, þegar dimmt er. Ég vil benda á þær tafir er oft verða á tveggja brauta ak- vegum, svo sem Suðurlandsbraut inni, þegar bílar sem ætla að beygja út af til hægri geta það ekki vegna umferðarinnar, held- ur staðnæmast og tefja fjölda bíla, sem eru fyrir aftan þá! mynd nr. 6). Erlendis er venjulega bannað að beygja þvert yfir slíkar aðal- brautir og lagður hliðarvegur frá aðalbrautinni í hring til baka að henni — og siðan undir eða yfir aðalbrautina. Hins vegar má til sparnaðar, ef ekki má af kostnaðarástæðum fara undir eða yfir aðalbrautina, nota merkjaljós fyrir götumótin, þar sem hliðarvegurinn kemur aftur þvert á aðalbrautina og yfir hana. Þyrfti að taka upp þetta fyrirkomulag. Til bráðabirgða mætti hini vegar breikka aðalbrautina á gatnamótum og gera bifreiðum fært að aka út á breiðuna og hleypa framhjá sér bílaröðinni sem ella verður að bíða, unz hlé kerrist á umferðina og unnt er að beygja þvert yfir aðalbrautina. Ég tel að æskilegt værl, að ákveðnar bezínstöðvar hefðu opið allan sólarhringinn. Eins væri æskilegt að benzín- stöðvar og bifreiðastöðvar hefðu opna snyrtiklefa í góðu ástandi til almenningsnota meðan stöð- in er opin. Ættu stöðvarn- ar að sjá sóma sinn í þessu fremur en láta gera sér slíkt að skyldu til þjónustu við almenning. Ég tel að utnferðarhrlng- ar þeir sem nú tíðkast á nokkrum gatnamótum, séu ekkl til fram- búðar og takmarkl ökuhraða, miðað við það sem vera mundi með góðum merkjaljósum. Mun það og vera ætlun viðkomandi yfirvalda að taka upp ljósmerkin svo fljótt sem verða má, að því er frétzt hefur. Æskilegt er að fjölgað verðl umferðarijósum í bænum og eru þau eitt hið bezta ráð til aS tryggja greiðan og öruggan akst- ur. Lagt er til að vörubílum verði bönnuð umferð um vissar götur innan Hringbrautar á vissum tímum nema þeir eigi erindi í hús við götuna. Sér í lagi þarf að bægja vöru- bílum frá helztu og þrengstu v'erzlunargötunum, nema þeir eigi þangað brýnt erindi. Framfylgt verði reglum um hávaðalausa umferð og hart tekið á óþarfa flauti bifreiðastjóra, skarkala frá ónýtum hljóðdeyf- um og öðrum óþarfa hávaða. Verði athugað hvort ekki sé unnt að taka upp hávaðamælingar i umferðinni hér, svo sem tíðkast sums staðar erlendis. Ég vil að lokum leyfa mér að endurtaka það, að ég tel það að- kallandi mál og undirstöðuatriði að ákveða sem fyrst hvort hér á landi verði til frambúðar vinstri eða hægri handar akstur. Hefði ég persónulega viljað leggja til að hér yrði ráðandi hægri handar akstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.