Morgunblaðið - 17.11.1957, Side 13

Morgunblaðið - 17.11.1957, Side 13
Sunnudagur 17. nóv. 1957. MORCUIVBT 4Ð1Ð 13 Mynd af líkani orkuversins við Efra-Sog. REYKJAVÍKUHBRÉF Afmæli tveggja afbragðsmanna Á afmælisdegi Jónasar Hall- grímssonar og Jóns Sveinssonar er sérstök ástæða til að minnast einfaldleikans, hins ljúfa og létta, er einkennir verk tveggja þess- arra snillinga, þótt harla ólíkir séu að mörgu. Málsnilld Jónasar og frásagnargáfa Nonna hafa ekki náðst fyrirhafnarlaust Báðir hafa þroskað hæfileikana, er þeir fengu í vöggugjöf, Jónas með þeim árangri, að Ijóð hans munu lifa á meðan íslenzk tunga er töluð, og Jón svo, að rit hans hafa vejið lesin víðar en nokk- uð annað, sem á íslenzku hefur verið skrifað. Virkjun Efra-Sogs Þegar komið er austur fyrir Miðfell blasir nú við ljósadýrð í hæðunum handan við Sog og Þingvallavatn. Þar er risið þorp þeirra, er vinna við virkjun Efra-Sogs, og eru þar nú þegar um 70 verkamenn auk verkfræð- inga. Verið er að vinna að því að undirbúa jarðgöngin milli Úlfljótsvatns og Þingvaliavatns Þau eiga að verða um 380 metra löng og eru því mun styttri en göngin við írafoss-virkjunina. sem eru um 650 metrar. Mann- virkjagerðinni austur þar miðar vel áfram og er hún jafnvel nokkuð á undan því, sem áætlað hafði verið, enda eru hér rösk- leikamenn að verki. Þegar því er lokið verður Sogið fullvirkjað, og þó er ríkið ekki enn orðið gjaldþrota, en svo sögðu Fram- sóknarmenn á sínum tíma að verða mundi afleiðing þess, ef ríkisábyrgð yrði veitt fyrir virkj- unarkostnaðinum. Raunar skal ekki fullyrt, að þeir hafi sjálfir trúað þessari fjarstæðu sem þeir fundu upp í blindu hatri sínu gegn Reykvíkingum. Kjördæmamálið Grein séra Jónasar Gíslasonar um kjördæmamálið, er birtist hér í blaðinu fyrir nokkrum dög- um, hefur vakið mikla athygli. Áður hafði annar ungur mennta- maður, Gísli Jónsson mennta- skólakennari á Akureyri, skrifað eftirtektarverða grein um þetta efni í íslending. Hvort sem menn telja, að í þessum greinum séu gerðar tillögur um þá lausn málsins, er endanlega verður of- an á, eða ekki, þá ættu allir að kynna sér þær. Kjördæmamálið m: eitt erfiðasta úrlausnarefni íslenzkra stjórnmála, enda hafa fáar raunhæfar tillögur komið fram um lausn þess. í stjórnar- skrárnefndinni síðustu voru full- trúar Sjálfstæðismanna hinir einu, sem gerðu ákveðnar tillög- ur og kváðu sig fúsa til við- ræðna um fleiri en eina lausn, ef samningar gætu tekizt. Full- trúar hinna flokkanna fengust ekki með neinu móti til að segja skoðun sína á tillögum Sjálf- stæðismanna, hvað þá, að þeir bæru við að bera fram eigin tillögur. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu, að núverandi skipan er óhafandi. Stjórnarflokkarnir hafa lofað að reyna að leysa málið, en lítt mun þeim tilraunum hafa þokað áfram. Sennilega eru þær ekki einu sinni byrjaðar. Ljóst er, að Jón Emils hreyfði mál- inu í fullri óþökk flokksmanna sinna, enda hirða þeir lítt um almennar umræður um málið. Þvílíkar umræður eru þó þjóð- arnauðsyn, því að neyðartillögur samþykktar á síðustu stundu, þegar allt er komið í óefni, er ekki æskilegasta aðferðin, þótt hún kunni að verða óumflýjan- leg. Einmitt af þeim sökum er mikilsvert, að menn kynni sér hinar skilmerkilegu og skynsam- legu greinar séra Jónasar Gísla- sonar og Gísla Jónssonar. Veltuskattur Björn Ólafsson hefur borið fram á Alþingi frumvarp um veltuskatt. I frumvarpinu er gerð ákveðin tillaga um eitt erfið- asta atriðið í tekjuöflun sveitar- félaganna. Vegna hinna gífur- legu gjalda, sem ríkið hefur gert sveitarfélögunum að standa und- ir, hafa þau ekki komizt hjá því að láta veltuskatt vera innifal- inn í útsvörunum. Þessi skattur er víða svo mikill að hann er kominn að því að sliga þau fyr- irtæki, sem hann þurfa að greiða. Lengi vel var eitt látið ganga yfir alla gjaldendur í þessum efnum. Á meðan svo stóð voru forkólfar kaupfélaganna allra manna ákafastir í því að fá sett- ar nýjar reglur um veltuskatt- inn, er gerðu hann viðráðanlegri en áður. Meðal þeirra, sem höfðu sig frammi í þeirri viðleitni, voru Eysteinn Jónsson og Skúli Guð- mundsson. Þá gerðist það, að einhverjir grófu upp gamalt laga- boð, sem þótti benda til þess, að samvinnufélögin hefðu rétt til að vera að mestu undanþegin þessari skattheimtu. Þessi skoð- un þótti að vísu mjög umdeilan- leg en varð þó að lokum ofan á í Hæstarétti. Þá brá svo við, að allur áhugi „samvinnumannanna" á umbot- um í þessum efnum hvarf. Ey- steinn Jónsson hélt því að vísu glottandi fram á stjórnarfundi, að vissulega væri áhugi sinn óskert- ur frá því sem verið hefði, en á samri stundu hætti hann öll- um tilburðum til að leysa málið. Þegar Björn Ólafsson hafði á Alþingi flutt rökfasta ræðu til stuðnings máli sínu, stóð upp Halldór Sigurðsson, sveitarstjóri í Borgarnesi, og kvað þörf á því að endurskoða alla útsvarslög- gjöfina, en varhugavert væri að taka þetta eina atriði útúr. Áhug- inn til að reyna að draga málið á langinn leynir sér ekki. Óheil- indi Framsóknar og óttinn við að mæta öðrum í samkeppni, þar sem allir standa jafnt að vígi, eru enn einu sinni látin opin- berast í alþjóðaraugsýn. Fulltrúaráðið Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna i Reykjavík hélt aðalfund sinn s.l. fimmtudag. í fulltrúa- ráðinu sameinast sterkustu stjórnmálafélögin á íslandi. Þau samtök byggjast á óeigingirni og styrkri sannfæringu fulltrúanna um að frelsið er hollasti aflvaki þjóðfélagsins. Störf fulltrúaráðs- ins hafa stöðugt eflzt eftir því sem bærinn hefur stækkað og vandamál flokksskipulagsins orð- ið flóknari. Til forystu þess hafa ætíð valizt ágætir menn. Nægir þar að nefna Guðmund Benediktsson, bæjargjaldkera, Jóhann Hafstein, bankastjóra og núverandi formann Birgi Kjar- an. Allir hafa þessir menn innt af höndum ómetanlegt starf, sem Sjálfstæðismenn vissulega kunna að meta, og raunar andstæðing- arnir ekki síður, ef satt er það, sem nú er fullyrt, að í undirbún- ingi sé löggjöf, sem fyrst og fremst eigi að miða að því að lama starf fulltrúaráðsins. Ef ætlunin væri að koma á umbót- um við kosningafyrirkomulag til bæjarstjórnar, þá hefði vitanlega verið leitað um það allsherjar- samkomulags og málið a. m. k. tekið upp fyrr en kosningaskjálft inn hefur heltekið valdhafana. Hér sem ella óttast þeir leik við jafna aðstöðu og vilja því breyta reglunum á síðustu stundu, sjálf- um sér til hags. Ef úr verður, munu kjósendur meta þá við- leitni réttilega og frumkvöðlar rangindanna fá makleg mála- gjöld. Forniaður Óðins og forseti Aljíýðu- sambandsins Tíminn hefur nú hvað eftir annað brigzlað hinum nýkjörna formanni Óðins, Magnúsi Jó- hannessyni um það, að hann sé trésmiður og því ekki hæfur til að vera formaður í félagi verka- manna og sjómanna. Það er rétt að Magnús Jóhannesson hefur ekki alls fyrir löngu öðlazt tré- smiðsréttindi, er hann hafði sýnt fyrirmyndar dugnað í að afla sér. En þótt Tímanum þyki frá- leitt, að trésmiður sé formaður Óðins, þá hefur hann ekkert Við það að athuga, þótt forseti Al- þýðusambands Islands sé Hanni- bal Valdimarsson, maður, sem alla sína starfsævi hefur verið opinber starfsmaður og búið við allt önnur kjör en þeir, sem hann nú hefur valizt til forystu fyrir. Að sinni skal ekki um það rætt, hvort eðlilegt sé að Hannibal Valdimarsson hafi ver- ið kjörinn til þessa trúnaðar eða ekki, en aðeins bent á þau óheil- indi Tímans að hampa skólastjór- anum Hannibal til þeirrar veg- tyllu, er hann hefur hlotið hjá Alþýðusambandinu en fordæma að trésmiður skuli kosinn for- maður Óðins. Hótun um viðskiptabann Óneitanlegt er, að Hannibal Valdimarsson er rétt kjörinn forseti Alþýðusambands íslands. Hitt er víst, að hann er nú alveg slitinn úr tengslum við heilbrigð- an hugsunarhátt alþýðu íslands. Ef svo væri ekki, mundi hann hafa látið undir höfuð leggjast pílagrímsförina • austur til Moskvu á byltingarafmælið. — Jafnvel Tíminn kemst ekki hjá því að fordæma það ferðalag, og er þó vitað, að það var gert með samþykki Hermanns Jónassonar, enda hlutaðist Framsóknarflokk urinn hér í bæ til um, að einn helzti forvígismaður hans innan verkalýðshreyfingarinnar færi austur sem fylgdarsveinn Hanni- bals. Þjóðviljinn finnur og að hér þarf mikils við til að berja niður gremjuna yfir þátttöku Hanni- bals í Moskvugleðinni. Blaðið er þá ekki að skera neitt utan af því, heldur segir berum orðum úf af aðfinningunum við ferða- flan Hannibals: „Er þetta vísvitandi tilraun til að eyðileggja þessi viðskipti, sem hver maður veit að við megum ekki missa, ef við eigum að geta rekið framleiðslustarfsemi okkar óhindrað til þess að skapa þjóð- inni lífsafkomu?“ Síðar í sömu grein, sagði Þjóð- viljinn: „Bjarni Benediktsson veit vel hvað markaðskreppa þýðir fyrir þjóð eins og íslendinga. En allur almenningur veit það líka og skilur því vel, hvert verið er að stefna með framkomu þeirri, sem hér er gerð að umtalsefni.“ Ekki er um að villast að Is- lendingum er hótað með mark- aðstapi í Rússlandi, ef þeir taki ekki þátt í dansinum kringum : Krúsjeff, enda fór rússneski j sendiherrann ekki dult með hvað j fyrir honum vakti í ræðunni, sem I hann hélt í íslenzka útvarpið með I atbeina íslenzku ríkisstjórnarinn- I ar á byltingarafmælinu 7. nóv. sl. Hann sagði: „Það er álit manna £ Sovét- ríkjunum að þau auknu verzl- unarviðskipti, er þróazt hafa milli Sovétríkjanna og íslands árin eftir stríðið hafi skapað grundvöll fyrir góð samskipti landanna á öðrum sviðum einn- ig. Efling góðra samskipta landa vorra mun einnig gera sitt til að efla málstað friðarins í heimin- um“. Menn eru nú farnir að skilja við hvað Rússar eiga, þegar þeir tala um eflingu friðar í heim- inum, þar með eru meint alger yfirráð Rússa og sams konar frið- un annarra landa eins og menn þekkja nú frá Ungverjalandi. „Alvarlegar tölur44 Óþarft ætti að vera að rifja upp fyrir íslendingum sjálfum, að aðstaða okkar er ólík flestra annarra þjóða að því leyti, að allt, sem gert hefur verið til uppbyggingar eða fjárfestingar, ef menn vilja orða það svo, hefir þurft að gera á örfáum áratug- um. Segja má, að landið væri að þessu leyti ónumið um síð- ustu aldamót. Þá voru svo að segja engin mannvirki til í land- inu, allt hefur síðan þurft að reisa frá grunni. Þetta hefur m. a. þau áhrif, að ásókn í fram- kvæmdir, er óhjákvæmilega mun meiri hér en víðast hvar ann- ars staðar, þar sem núlifandi kynslóðir hafa tekið við full- numdum og uppbyggðum lönd- um. Eins er það, að samanburður á fjárfestingu til svokallaðrar neyzlu annars vegar og atvinnu- rekstrar hins vegar hér á landi og annars staðar er af þessum sökum ærið villandi. Þótt ótrú- legt sé, er þetta eitt af því, sem núverandi valdhafar á íslandi virðast ekki gera sér ljóst. Sl. þriðjud. birti Þjóðv. eins konar yfirlit og áréttingu á skrifum að- alefnahagsráðunauts ríkisstjórn- arinnar um fjárfestingarmál og gerði blaðið þar kenningar hans að sínum og hefur ekkert stjórn- arblaðanna enn, þegar þetta er ritað gert neinar athugasemdir við þ^r kenningar. Þar er þó býsnast m. a. yfir þessu: „Neyzlu-fjárfesting er hér hlut- fallslega miklu meira en í nokkru öðru nálægu landi.“ Meðal þess, sem þarna er talið ískyggilegast, er þetta: „Tölurnar eru þó mun alvar- legri ef betur er að gáð, þannig er verulegur hluti af raforku- framkvæmdum bein neyzlu- fjárfesting------- Þá höfum við það! Blað stærsta stjórnarflokksins lýsir yfir þvi, ómótmælt af hinum, að rafvæð- ing landsins, sem menn hingað til hafa talið með mestu fram- förum, sé eitt hið „alvarlegasta“, sem skeð hafi í þjóðfélagi okkar að undanförnu! Jllálcg staðreynd4 Ekki nóg með það, heldur seg- ir enn í Þjóðviljanum: „Það er hláleg staðreynd, að á undanförnum árum hefur marg falt meira fé verið bundið í land- búnaði en sjávarútvegi, sum árin allt að því tífalt meira!“ Auðvitað er slík reikningsað- ferð alveg fráleit. Til rétts sam- anburðar þarf að bera saman mörg ár en ekki taka einstök út úr. Ennþá meira máli skiptir þó hitt, að allar eftirtölur við land- búnaðinn í þessum efnum lýsa algerri vanþekkingu á því, hver þjóðarnauðsyn er að heilbrigðum landbúnaði á tslandi. Án hans er menningu og raunar tilveru þjóð- arinnar stefnt í beinan voða. Það ættu allir íslendingar hvar í stétt og stöðu sem er að láta sér skiljast. Tengsl Þýzkalands og íslands eíld í Hannover FRÁ 29. nóv. til 10. des. nk. verða fluttir í Hannover í Þýzkalandi nokkrir fyrirlestrar, sem helgað- ir eru þeim tilgangi að eíla tengsl in milli Þýzkalands og fslands. Er efnt til þessara fyrirlestra fyrir tilstilli Steuben-Schurz félagsins í Neðra-Saxlandi og íslandsvina- félagsins þar. Þann 29. nóv. verður opnuð í ríkisbókasafninu í Hannover bókasýning, þar sem verður úrval þýzkra bóka, sem fjalla um fs- land, og íslenzkra bóka, er fjalla um Þýzkaland. Sama kvöld verð- ur haldin í Gamla ráðhúsinu í Hannover fyrirlestur um „ísland milli austurs og vesturs".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.