Morgunblaðið - 17.11.1957, Qupperneq 16
Sunnudagur 17. nóv. 1957.
16
MORCVNRLAÐIB
Kvenfólk og bœkur eiga ekki saman
Rakbað við bókasafnarann og fornbóka-
salann Stefán Ratn, sem selur aldrei
bœkur nema hann eigi tvö eintök
STEFÁN RAFN kom, að okk-
ar beiðni, upp á ritstjórnarskrif-
stofur Morgunblaðsins, ekki alls
fyrir löngu og sagði, að hann
væri nýbúinn að skrásetja bóka-
safn sitt. Við fórum að spyrja
hann um safn þetta og sagði
hann, að það væri allmerkilegt.
Okkur væri heimiít að skoða það,
ef við vildum, það væri geymt
í kjallaranum á Grundárstíg 10,
húsi Hannesar Hafsteins. —• Það
á vel við að geyma bækur þar,
sögðum við, og Stefán féllst á
það.
Daginn eftir örkuðum við upp
á Grundarstíg og þar tók Stefán
á móti okkur, leiddi okkur inn í
bókaherbergið, benti á hillurnar
og sagði: Hér sjáið þið mitt ævi-
starf. Þetta eru ekki svo fáar
bækur.
— Nei, hvað heldurðu, að þær
séu margar?
— V.il ekkert um það tala, það
getur.vakið öfund.
— Sleppum því þá. Hvenær
byrjaðirðu að safna bókum?
— Ja, það má eiginlega segja,
að ég eigi tvöfalt afmæli um
þessar mundir. Ég verð fertugur
á mánudag og svo hef ég safnað
bókum í tvo áratugi.
— Hvers vegna heldurðu, að
þú hafir byrjað á þvi? .
— Ætli það hafi ekki verið
vegna þess, að ég bjó við þröng-
an bókakost í æsku. Fyrsta bók-
in, sem ég fékk, voru ljóðmæli
Hannesar Hafsteins, auðvitað
fyrsta útgáfa frá 1893. Móðir mín
gaf mér bókina í tannfé, þeg-
ar ég var tveggja ára. Það er
eiginlega táknrænt fyrir mína
bókasöfnun, að ég skuli hafa
fengið þessa bók Hannesar fyrst.
Ég hef nefnilega alltaf lagt alúð
við skáldskapinn og hef safnað
ljóðabókum frá byrjun.
— Heyrðu Stefán, samtalið er
að verða svo langt, að það er
bezt við skrifum eitthvað af þessu
niður. Áttu ekki pappír?
— Jú, ég átti nú að eiga ein-
hvern páppír handa ykkur. Ann-
ars er ég aldréi með neinn pappír
á mér, það kemur sér oft illa,
þegar mér dettur í hug vísukorn
úti á götu, þá hleyp ég heim, en
þegar þangað kemur er vísan
gleymd. Allt út af pappírsleysi.
— Já, það er ekki gott. En
hvaða bók er þetta, sem þú varst
að lesa, þegar við komum?
— Það er ljóðabók eftir Davíð.
Ég var að lesa kvæðið hans um
bókasafnarann, Sálmur bóka-
safnarans heitir það víst, en mér
er illa við þetta orð þarna sálm-
ur, það á ekki heima þarna. Kvæð
ið er eins og talað út úr mínu
hjarta: — Að eigin bækur sé bezt
að lesa / er boðorð — sem hjart-
að skilur. — Ég ætla annars að
sýna ykkur nokkrar sjaldgæfar
bækur, sem ég á. Hér sjáið þið
Nýja testamentið frá 1807. Á
titilblaðinu stendur, að bókina
megi ekki selja, en ég keypti
hana fyrir 100 krónur og þykist
hafa gert reyfarakaup. Það get-
rrr vel verið, að ég hafi brotið
boðorðin, en það verður þá að
hafa það. Og Stefán hlær hátt
og heldur fast um bókina. Bætir
við: — Hér er svo 8. útgáfa
Passíusálmanna frá 1722. Ég hef
sérstaklega safnað Passíusálmun-
Stefán Rafn
um og fékk þetta eintak hjá Þor-
steini Þorsteinssyni sýslumanni,
hann er mér oft hjálplegur, bless
aður karlinn. Þetta er merkilegt
einstak, Gunnar Hall á t.d. ekki
fyrir neðan 10. útgáfu af Passíu-
sálmunum samkvæmt bóka-
skránni, og 10. útgáfa hans er
meira að segja defekt.
— Þú ættir nú að láta okkur
hafa þetta eintak, við ætlum
að reyna að koma upp góðu bóka
safni á blaðinu. •
— Nei-nei, læt aldrei bækur,
kemur ekki til mála. Þið fáið
hana ekki einu sinni lánaða. Ég
rek fornbókaverzlun á Grettis-
götunni, eins og þið kannski vit-
ið, en gengur erfiðlega: Ég get
enga bók selt nema ég eigi tvö
eintök af henni. Maður verður
víst ekki ríkur á því, ónei. Og
svo ætlið þið að fá 8. útgáfu af
Passíusálmunum!
Og flýtir sér að setja þá á sinn
stað í bókahillunni.
— Hver heldurðu, að sé sjald-
gæfasta bókin, sem þú átt?
— Ja, það er ekki gott að
segja, ég á nokkrar bækur, sem
ekki eru til í Landsbókasafninu,
en það er víst ekkert merkilegt,
það vantar svo margt í það. En
hérna sjáið þið Hervarar sögu frá
1811, útgefin eftir íslenzkum
handritum, taktu það fram. Hún
er ekki til á Landsbókasafhinu.
— Er það þá ekki bara vegna
þess að þú hefur hnuplað henni
þar!
Lítur á okkur með tvíræðum
svip, brosir svo og segir glettn-
islega:
— Þessar aðdróttanir falla nið
ur dauðar og ómerkar, því að
ég fékk hana frá Noregi. Þið
getið fengið að sjá reikninga og
faktúrur, ef þið viljið. Nei, ég
vil ekki eiga nema þær bækur,
sem ég get gert einhverja grein
fyrir. En segið mér, hafiði séð
Hervarar sögu áður? Nei, mig
grunaði það.
Og bendir á tvo, þrjá tugi af
kössum á gólfinu: — Allir þess-
ir kassar eru fullir af sjaldgæf-
um bókum. Þetta eru brennivíns-
kassar, en það gerir ekkert, þeir
eru jafngóðir fyrir það.
— Er ekki dýrt að geyma bæk-
ur í brennvínskössum, spyrjum
við.
— Dýrt, hvers vegna?
— Jú, verðurðu ekki að kaupa
þá fulla af flöskum? kannski að
óregla og söfnunarástríða verði
að fara saman?
— Onei, ekki held ég. Annars
er bókasöfnun hálfgerð óregla.
En ég bragða aldrei áfengi reyki
aldrei sígarettu og fer aldrei i
bíó eða á böll. Ekki einu sinni í
Gúttó. Bækurnar eru mitt tóbak
og brennivín. Ég hugsa og lifi
fyrir þær eins og drykkjumaður-
inn hugsar og lifir fyrir brenni-
vínið. Þetta er ástríða, þa§ er
rétt, eða ættum við heldur að
segja ást? Ég elska mínar bæk-
ur eins og aðrir menn ungar stúlk
ur. Bækur og kvenfólk eiga ekki
saman, það er af og frá.
-r- .En hvað segirðu um það,
eru bækur til að lesa þær?
— Ja, sumar bækur, ætli það
ekki. Annars er skemmtilegast að
handfjalla bækur, horfa á þær,
finna að maður á þær, halda
fast utan um þær. Yfirleitt hef ég
lesið eitthvað i öllum þessum
bókum, en í fáum allt. Ég held
ég mundi geta sagt ykkur, um
hvað allar þessar bækur fjalla.
það er ekki svo lítið.
— Nei.
— En aðalatriðið er sem sagt
— að eiga aðeins þær bækur sem
maður getur gert grein fyrir.
Við kveðjum og göngum út,
en Stefán kallar á eftir okkur:
— Viljið þið ekki sjá fleiri
bækur, sjaldgæfar bækur. Hér er
t.d. bók um Angantý eða Jóhann
Jónsson skáld — prentuð á rauð-
an ástarpappír — útgefin 1946 —
bækur þurfa sko ekki að vera
gamlar til að vera fágætar —
sumar bækur — bækur...........
— m.
□---------------------□
STYKKISHÓLMI, 16. nóv. —
Þrtír bátar stunda nú sjóróðra
héðan. Afli hefur verið heldur
tregur eða um 3—4 lestir í róðri.
Mestur afli hefur verið 5 lestir
í einum róðri. Gæftir eru góðar.
— Árni.
□---------------------n
2 LESBÖK BARNA'N A LESBÓK BARNANNA S
unni Grasaferð, sem flest
ykkar hafið vafalaust
lesið.
Sextán ára gamall
kveður Jónas fóstra sinn,
sem kennt hafði honum
undir skóla. Hann held-
ur nú suður yfir fjöll og
heiðar og sezt í fyrsta
bekk Bessastaðaskólans.
Að loknu námi í Bessa-
staðaskóla lá leið Jónas-
ar eins og annarra ís-
lenzra námsmanna, sem
afla vildu sér framhalds-
menntunar, til háskólans
í Kaupmannahöfn. Fyrst
í stað hugðist Jónas nema
lögfræði, en bráðlega
sneri hann sér eingöngu
að náttúruvísindum, enda
stóðu þau fræði huga
hans nær, eins og kvæði
hans sína.
Á háskólaárum Jónas-
ar höfðu íslenzkir Hafnar
stúdentar með ser öflug-
an félagsskap. í fjarvist
þeirra að heiman glædd-
ist ættjarðarást þeirra og
trú á það að ísland gæti
og ætti að verða frjálst.
Þeir settu sér það mark
að vinna að því að afmá
merki dönskunnar úr ís-
lenzku máli og skapa
fagrar nýjar íslenzkar
bókmenntir. Nokkrir þess
ara manna sameinuðust
um að stofna tímaritið
Fjölni, og var Jónas einn
aí þeim. Á þessum árum
yrkir Jónas sum beztu
kvæði sín. „ísland, far-
sælda frón“ birtist í
fyrsta heftinu, sem út
kom af Fjölni (1835). Það
var herhvöt til allra ís-
lendinga um að hefja
land sitt til fornrar
frægðar.
Gustaf Fröding:
Seljaljóð
Heyr bjöllunnar hringing og hjarðijóðsins tóna
um haglendið lyftast á villiflug kátt!
Kýrnar, þær taka undir sönghljómsins sóna
og silast í skyndi í heimfararátt.
Heyr selstúlku kalla yfir keldur og mó:
„Kýrin mín. Ló-Ló mín. Ló-Ló-Ló.“
Bergmál vaknar í bjargaþró,
svarar úr hellunum
hátt upp í fellumim:
„Ló-Ló mín. Ló-Ló-Ló.“
Hringingar titrandi hverfa og stíga,
hæglátur kvöldblærinn andar um skóg,
draumþungir skógarnir dvalanum hníga.
Einungis lokkandi
ljóðöldur brokkandi
um lofthafið svella, yfir mýri og mó.
í fjarlægðir skuggi hvert röðulskin rekur,
rísa í tjarnspeglum þokusker.
Húmtjaldið dökknar og þrúðvanginn þekur,
þungbúinn myrkvaldur skógstigtu fer. .
Strengina svæfir hver blálækjarbuna,
um birkið fer svcfnhrollur, dottar hver eik.
Hægar og fjarlægar hjarðljóðin duna,
í haganum dimmgrænum bregða á leik.
Sigurður Kristinn Draumland,
íslenskaði.
Danska stjórnin veitti
Jónasi styrk til náttúru-
fræðirannsókna á íslandi.
Ferðaðist hann um nálega
allt landið á fjórum sumr-
um, en dvaldist í Reykja-
vík á vetrum. Á sumar-
ferðum sínum orti hann
mörg fallegustu kvæði
sín. Náttúrulýsingar hans
eru heillandi og bera þess
stundum vott, að hann er
staddur á þeim stað, sem
hann yrkir um, eins og
t.d. í kvæðinu „Fjallið
Skjaldbreiður".
Síðustu æviár sín
dvaldi Jónas í Danmörku.
Hann var þá heilsuveill
orðinn, fátækur og ein-
mana, f jarri ættjörð sinni.
Vorið 1845 varð hann
fyrir því slysi að fót-
brotna illa, er hann var
á leið upp dimman stiga
tíl herbergis síns. Sex
dögum síðar andaðist
hann af völdum þessara
meiðsla, hinn 26. mai
1845, aðeins 37 ára að
aldri.
Kæra Lesbók!
Ég ætla að senda þér
vísu sem ég lærði þar
sem ég var í sveit. Ég
ætla að senda mynd með,
sem ég hef teiknað sjálf.
0 la.
Eina nóttina nú fyrir
skömmu,
eina nótt þegar allt var
svo hljótt,
þá mælti hann Óli við
mömmu.
Ó mamma æ vaknaðu
fljótt.
Hún spurði með undrun
og ótta,
hver ósköpin gengju á
hér.
Hún spurði með undrun
og ótta.
Já Óli hvað gengur að
þér?
Nei Óli gat alls ekki
svarað,
hann uppi í bólinu sat.
Nei Óli gat alls ekki
svarað,
hann orgaði meir en
hann gat.
Hún spurði. Hvað er þetta
Óli,
því ertu eins trylltur og
Ijón?
Hún spurði. Hvað er þetta
Óli,
því orgarðu svona eins
og flón?
Þá sagði hann þann
draum sem hann dreymdi
á að dreyma slíkt enginn
er fús.
Þá sagði hann þann
draum sem hann dreymdi.
Mig dreymdi ég væri
orðinn mús.
— Dísa Ðalamær.
SKRÍTLUS AMKEPPNIN
10. Nonni fékk að sjá
nýfæddan bróður sinn,
sem var hárlaus.
Nonni: Hvaðan kom
hann, þessi?
Mamma: Frá himnum.
Nonni: Þeir hafa vist
góðar hárklippur þar.
11. Halldór (kemur heim
úr skólanum): Veiztu það
mamma, að ég var sá eini,
sem gat svarað spurningu
kennarans í dag?
Mamma: Það var gam-
an. Hvað spurði hann um?
Halldór: Hann spurði,
hver það væri, sem hefði
brotið rúðurnar í leik-
fimisalnum!
Vigdís, 10 ára.
12. Brúðguminn hafði
sofið yfir sig og þegar
hann kom á járnbrautar-
stöðina, va,r lestin rétt ný-
farin. Hann flýtti sér á
simstöðina og sendi brúð-
urinni eftirfarandi skeyti:
„Giftu þig ekki fyrr en
ég kem. Jón“.
13. Menn voru á ferð í
klifi einu. Gatan var mjó
í veggbröttu fjalli. Einn
maðurinn var lofthrædd-
ur. Hann lagðist niður og
skreið meðfram hamra-
veggnum. Félagar hans
hlógu að honum og köll-
uðu hann raggeit. Þá svar
aði hann: „Það er betra
að vera raggeit í fimm
mínútur, en að vera dauð-
ur alla sína ævi“.
14. Meiddirðu þig ekkl
í fallinu, Sæmi?
Sæmi: Nei, ekki í fall-
inu, en þegar ég kom nið-
ur, fótbrotnaði ég.
15. Sveinn: Af hverju
vantar báða vísifingurna
á þig?
Jón: Þú veizt, að ég er
trésmiður og ég fór með
þennan í vélsögina, en
þessi fór, þegar ég var að
sýna verkstjóranum,
hvernig hinn fór.
Þ. S. G., Kópavogi.
16. Tveir drengir voru
að skoða á sér hendurnar
og annar sagði hróðugur:
„Mínar hendur eru ó-
hreinni en þínar".
Þá sagði hinn: „Það er
líka von, þú ert tveimur
arum eldri“
iSl
l' n d i r brúna, börn,
undir brúna!