Morgunblaðið - 17.11.1957, Side 23
Sunnudagur 17. nðv. 1957.
MORGVNBLAÐ1Ð
23
fyrir takmörkun á ræktar-
svæði er landbúnaðarframleiðsla
Bandaríkjanna meiri en nokkru sinni
Esra Taft Benson skýrir hvernig offram-
leiðsla Bandaríkjanna er notuð öðrum þjóð-
um til hagsbóta
Á FUNDI í FAO — matvæla-
stofnun S. Þ., sem nýlega var
haldinn í Rómaborg flutti Ezra
Taft Benson landbúnaðarráðherra
Bandaríkjanna ræðu, sem fjall-
aði um það vandamál, sem hefur
verið ofarlega á baugi, offram-
leiðslu á landbúnaðarafurðum og
sölu afurðanna til annarra landa.
Komu fram í ræðunni ýmsar
merkilegar upplýsingar.
Benson ræddi um það, að með
vísindalegum aðferðum hefði
Bandarískum bændum tekizt að
auka stórlega afrakstur af land-
inu. Þetta hefði leitt til þess, að
ef heimilt hefði verði hömlu-
laust að stækka ræktunarsvæð-
ið, þá hefði framleiðsla land-
búnaðarafurða orðið svo mikil,
að engin leið hefði verið að nota
hana alla.
Þess vegna hefur Bandaríkja-
stjórn farið inn á þá braut, að
takmarka ræktunarsvæðið. Nú
væri ræktarsvæði þar í landi
minna en það hefði nokkru sinni
verið síðustu hálfa öld. Þrátt
fyrir það mun framleiðsla nú
hafa verið meiri en nokkru sinni
áður, jafnvel meiri en árið 1948
og 1956, sem hingað til hafa verið
metár. Ef ræktunarsvæði hefðu
ekki verið takmörkuð má áætla
að hveitiuppskeran í ár hefði
orðið 175 milljón skeffum meiri
og af maís 220 milljón skeffum
meiri og af baðmull um 2 milljón
böllum meiri. Sýnir þetta að þó
offramleiðslan sé mikil í Banda-
ríkjunum í dag, hefði hún orðið
margfalt stórkostlegri, ef opin-
berar ráðstafanir hefðu ekki ver-
ið gerðar til að takmarka rækt-
unina.
Benson minntist þvi næst á það,
að hinar miklu birgðir af land-
búnaðarvörum í Bandaríkjunum
og sala þeirra til annarra landa
ylli óróleika meðal landbúnað-
arþjóða. Hann benti þó á það, að
Bandaríkin hefðu ætíð frá því
um miðja síðustu öld flutt út
mikið af landbúnaðarafurðum.
Aðrar landbúnaðarþjóðir gætu
ekki krafizt þess að þeim útflutn-
ingi yrði hætt til þess að halda
uppi verði á afurðunum.
Við verðum að hafa tvö atriði
í huga, þegar við seljum land-
búnaðarafurðir úr landi, sagði
Benson. í fyrsta lagi, að víða í
heiminum er skortur á matvæl-
um og þau eru jafnvel svo dýr,
að almúginn getur ekki keypt
nægju sína. Við höfum sterka
löngun til að nota hina miklu
umframframleiðslu okkar til þess
að hjálpa því fólki. En að hinu
atriðinu verðum við líka að gæta,
að sala okkar á landbúnaðaraf-
urðum valdi ekki hruni í land-
búnaði annarra þjóða.
þegar útflutningur okkar á land-
búnaðarafurðum var meiri en
nokkru sinni fyrr, var sala ann-
arra landbúnaðarþjóða saman-
lögð einnig meiri en nokkru sinni
fyrr, sagði Benson.
Þá vék Benson að lokum, að
því, hvernig bandarískar land-
búnaðarafurðir væru nú notaðar
til uppbyggingar í ýmsum lönd-
um. Þessu væri svo hagað, að
Bandaríkjastjórn lánaði öðrum
þjóðum andvirði afurðanna til
margra ára. Þær væru svo seld-
ar í viðskiptalandinu og tækju
ríkisstjórnir viðskiptaþjóðanna
þetta fé til ýmiss konar verk-
legra framkvæmda og framfara.
Fljótondi eldilaugastöðvor
ó Norður-íshaiinu?
PARÍS 16. nóvember — Banda-
ríski öldungadeildarþingmaður-
inn Henry Jackson upplýsti það
á þingmannafundi Nato-landanna
í París, að bandaríska stjórnin
hefði nú til athugunar hugmynd
um að komið yrði upp fljótandi
eldflaugastöðvum á Norðursjó og
fshafinu. Þessar fljótandi eld-
flaugastöðvar munu verða fjöldi
kafbáta, sem útbúnir verða lang-
drægum kjarnorkueldflaugum.
Er áætlað, ef úr framkvæmdum
verður að ákveðinn fjöldi kafbáta
verði jafnan á varðbergi í hafinu
eins nálægt Rússlandi og unnt er.
Frá Washington herma fregnir,
að utanríkisráðuneytið banda-
riska hafi ekkert á móti að hug-
Fundinum lokið
PARÍS 16. nóvember — Lokið ér
fundi ráðherra frá 17 Evrópu-
löndum, sem að undanförnu hafa
fjallað um væntanlegt frjálst
verzlur/arsvæði í Evrópu. Næst
mun verða efnt til fundar um
þetta mál í janúar nk.
Talið er að mikill árangur hafi
náðst á fundinum og hefur aðal-
lega verið rætt um landbúnaðar-
afurðir á frjálsa verzlunarsvæð-
inu. Brezki ráðherrann, sem fund
inn sat, mun gefa skýrslu um ár-
angur hans og gera ýmsar
tillögur til úrbóta — *
Dágöð sildveiði
AKRANESI 16. nóv. — 6 rek-
netjabátar héðan fengu í nótt alls
um 720 tunnur síldar, það er 120
tunnur á bát. Keilir var með um
200 tunnur, Ver 135 tunnur, Höfr-
ungur 130, Sigrún 127, Reynir 83,
Böðvar 40. Hjá síðasta bátnum
lentu netin í talsverðum hnút.
Síldin er falleg og öll fryst.
— Oddur.
mynd þessari verði komið í fram-
kvæmd, en hins vegar hefur ekki
verið staðfest, að Jackson hafi á
fundinum skýrt frá þessu í um-
boði Bandaríkjastjórnar.
Verður
handritamálið
tekið upp að nýju ?
Kaupmannahöfn 16. nóvember.
Einkaskeyti til Mbl.
POLITIKEN ræðir í dag um skóla
mannaávarpið og segir, að það
veiti stjórninni ástæðu til þess
að taka handritamálið á ný á dag-
sltrá. Kveður blaðið Jörgensen
menntamálaráðherra sennilega
sammála sjónarmiðum þeim, sem
fram koma í ávarpinu. Forsætis-
ráðherrann hefur áður látið í Ijós
skoðanir sínar á málinu, sem einn
ig eru samkvæmar ávarpinu, en
Starcke er á öndverðum meiði
svo og meirihluti stjórnarandstöð
unnar. Undir þessum kringum-
stæðum mun lausn málsins vart
fást nema að óvenjuleg samninga
lipurð sé fyrir hendi. — Páll.
8,000 km.
NEW YORK, 16. nóvember.
Bandaríski flugherinn hefur
tilkynnt, að bandarísku flug-
skeyti með óvirkri kjarnorku-
hleðslu hafi verið skotið
8.000 km. Hafi skeytið.kom-
ið niður nákvæmlega á þeim
stað, er því var ætlað að falla
til jarðar. Er þetta skeyti af
gerðinni Snark. Segir í til-
kynningunni, að nú sé öllum
Ijóst, að bandaríski herinn
geti skotið fjarstýrðu kjarn-
orkuskeyti til hvaða staðar á
jörðu sem er.
Ezra Taft Benson landbúnaðar-
ráðherra Bandaríkjanna
Við Bandaríkjamenn neytum'
sjálfir 90% af landbúnaðarfram-i
leiðslu okkar. Þegar við höfum!
selt afganginn, höfum við ætíð1
reynt að gæta þess að valda öðr- !
um landbúnaðarþjóðum ekki j
tjóni með þeirri sölu. Við fylgj-1
um grundvallarreglum FAO um
dreifingu á umframframleiðslu
og höfum þar að auki sett okk-
ur þrjár meginreglur:
1) Að keppa heiðarlega á
heimsmarkaðnum.
2) Að selja aðeins fyrsta flokks
afurðir.
3) Að taka þátt í alþjóðavið-
skiptum, sem eru hagkvæm báð-
um aðiljum og veita viðskipta-
þjóðum aðstöðu til að afla sér
gjaldeyris til að geta keypt af-
urðir okkar.
Þá minntist Benson á það, að
Bandaríkin hafa gefið öðrum
þjóðum um það bil fjórðung af
offramleiðslu sinni. Hluti af
þessu hefur verið sem gjöf frá
ríkisstjórn til ríkisstjórnar til að
koma í veg fyrir hungursneyð.
Annar hluti hefur farið til stofn-
ana, svo sem skóla í öðrum lönd-
um, til þess að bæta upp vöntun
í mataræði almennings, sem nauð
synlegt var að bæta af heilbrgiðis
ástæðum. í þessu hefur verið
vandlega gætt að matvælagjafir
þessar valdi ekki hruni í land-
búnaði annarra þjóða. Enda vildi
ég benda á það, að síðastliðið ár
— Gaillard
Frh. af bls. 1.
og Bandaríkjamenn ákvörðunina
um að senda Túnis vopn vegna
þess að óttazt var, að Túnis
mundi annars leita til kommúnista
ríkjanna eftir vopnum. Frakkar
hafa hins vegar þverneitað Túnis-
stjórn um vopn vegna þess að
þeir óttast að vopnin lendi í hönd
um uppreisnarmanna í Alsír og
ekkert annað vaki fyrir Túnis-
stjórn með vopnakaupunum en
að láta þau af hendi við upp-
reisnarmenn.
o—•—o
í Frakklandi er mikil ólga
vegna vopnasendinganna og telja
mörg frönsku blöðin að fram-
koma Breta og Bandaríkjanna sé
móðgun við Frakkland. Fullyrða
nokkur blöð, að Gaillard muni
ekki vilja ræða við þá Eisen-
hower- og Macmillan, er þeir
koma til Parísar í næsta mánuði
til þess að sitja fund NATO.
Ekki hefur franska forsætisráðu-
neytið fengizt til að gefa neinar
yfirlýsingar um þessa staðhæf-
ingu.
Fullvíst er talið, að Túnisstjórn
hafi samið við Egypta um all-
miklar vopnasendingar til Túnis,
o—•—o
Atlantshafsráðið hélt tvo fundi
í dag og sat franski fulltrúinn
fundina. Þegar síðast fréttist
hafði enn ekki verið skýrt neitt
frá umræðum á fundinum, en
vitað er, að rætt var um vopna-
sendingar Breta og Bandarikja-
manna til Túnis.
Þakka innilega vinum mínum öUum, er mimdu mig
og glöddu á 70 ára afmæli mínu.
Jóhanna Rokstad.
Móðir okkar
ÞORGERÐUR ÞÓRODOSDÓTTIR
andaðist laugardaginn 16. þ.m. að heimili sinu Faxabraut
3, Keflavík.
Guðmundur, Sigurþór og Siggeir Guðfinnssynir.
LUDVIG ARNE KNUDSEN
lézt 6. þ.m. Jarðarförin hefir farið fram.
Hjartans þakkir til allra, er sýndu honum kærleika og
vinarhug.
Aðstandendur.
Þökkum hjartanlega hluttekningu og vináttu við and-
lát og jarðarför móður okkar og tengdamóður
MÁLFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
Börn og tengdabörn hinnar látnu.
Útför
KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR
sem lézt í Elliheimilinu Grund hinn 8. þ.m., fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. þ.m. kl. 10.30 f.h.
Systkinin frá Mýrarhúsum.
Móðir mín, tengdamóðir og amma
ÁRNFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR
sem lézt í Landsspítalanum 8. þ.m. verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. nóv. kl. 1,30 e.h.
Steingrímur Jónsson, Ragnheiður Ingibergsdóttir og synir
SIGRÍÐUR JÓSEFSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðju-
daginn 19. nóvember n.k. kl. 1,30 e.h.
Anna Guðmundsdóttir, Njálsgötu 74.
Faðir minn
LÁRUS THORARENSEN
andaðist að Elliheimilinu Grund föstudaginn 15. þ.m.
Jarðsett verður á Akureyri.
Birna Lárusdóttir.
..... .......................... 1
ÓSKAR ÁRNASON
rakarameistari verður jarðsettur frá Fossvogskirkju n.k.
þriðjudag 19. nóv. kl. 3 síðd.
Eiginkona, móðir, börn og tengdabörn.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við
fráfall og jarðarför sonar og bróður okkar
GUÐBJARNAR HELGA JÓNSSONAR
Sérstaklega þökkum við Kvenfélagi Stafholtstungna
fyrir rausnarlega aðstoð.
Fyrir hönd vandamanna.
Kristín Helgadóttir,
Fróðhúsum, Borgarfirði.
Móðir mín
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
andaðist að heimili mínu, Mjóuhlíð 14, 8. þ.m. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. þ.m. kl. 1,30.
Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna.
Þorsteinn Jóhannesson.
Jarðarför vinkonu okkar
LOVÍSU EIRÍKSDÓTTUR
sem lézt á Elliheimilinu Grund 8. þ.m., fer fram frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 18. þ.m. kl. 1,30 e.h.
María Júlíusdóttir,
Halldóra Gísladóttir,
Valgerður Jónsdóttir.