Morgunblaðið - 17.11.1957, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1957, Blaðsíða 24
V EÐRIÐ Suðaustan stinningskaldi, rigning öðru hverju. 262. tbl. — Sunnudagur 17. nóvember 1957. Reykjavíkurbréf er á bls. 13 I»essir menn voru við undirritun samninganna um byggingu sýninga- og íþróttahússins (talið frá vinstri): Haraldur Árnason, Böðvar Pétursson, Björgvin Sigurðsson, Páll Líndal, Guðmundur Halldórsson, Björgvin Frederiksen, Gunnar Ásgeirsson, Sigur- jón Danívalsson, Jónas B. Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Sveinn Guðmundsson, Sveinn B. Valfells, Harry Frederiksen, Sigurður Magnússon og Gísli Halldórsson. (Ljósm.: Pétur Thomsen) Sýninga- og íþróttahöll við Suðurlandsbraut Samnsngar undirritabir i gær milli Reykjavikurbæjar, Sýningarsamtaka * atvinnuveganna, BÆR og IBR í GÆRMORGUN voru undirritaðir í skrifstofu borgarstjóra samn- ingar um byggingu sýninga- og íþróttahúss í Reykjavík. Aðilar að samningnum eru Reykjavíkurbær, Bandalag æskulýðsfélaga Reykjavíkur, Iþróttabandalag Reykjavíkur og nýstofnað hlutafélag: Sýningarsamtök atvinnuveganna hf., en að því standa 12 aðilar, sem f jalla um málefni er snerta verzlun, iðnað, útveg og landbúnað Islendinga. — Sjö manna byggingarnefnd hefur verið kosin og er Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, formaður hennar. Eins og kunnugt er hefur vantað mjög tilfinnanlega í höfuð- staðnum stóran sal fyrir ýmiss konar sýningar og hefur orðið að notast við skólahús, hús í smíðum eða önnur salarkynni, er á ýms- an hátt hafa verið mjög óhentug. Þá vantar sal fyrir íþróttir og fjölsóttar samkomur. Reykjavíkurbær hefur beitt sér fyrir sam- starfi þeirra aðila, sem hér eiga hlut að máli, og hefur árangurinn orðið sá, að glæsileg sýningahöll mun brátt rísa af grunni. Samvinna um húsbyggingu í samningi þeim, er undiritað- ur var í gær, segir, að reist skuli bygging, þar sem fram geti farið vörusýningar og íþrótta- sýningar, og einnig aðrar fjöl- mennar samkomur, t. d. hljóm- leikar, fyrirlestrar, íþróttaæfing- ar, listsýningar, leiksýningar o. fl. Hafa samningsaðilar skuld- bundið sig til að inna af hendi greiðslur til byggingarinnar í ákveðnum hlutföllum. Sömu hlutföll skulu einnig gilda um ábyrgð á skuldbindingum öllum og um eignarhlutdeild í húsinu. Hlutur bæjarsjóðs Reykjavíkur er 51%, BÆR og ÍBR 8% og Sýningarsamtök atvinnuveganna h. f. 41%. Reist við Suðurlandsbraut Byggingin skal reist norðan- vert við Suðurlandsbraut, sunn- an fyrirhugaðs Þvottalaugavegar. Á hún að verða 3000—4000 ferm. að gólffleti. í henni eiga að vera einn stór sýningarsalur, þar sem iðka má íþróttir, svo og aðstaða til veitinga, íbúð húsvarðar o. fl. Austur af sýninga- og íþrótta- húsinu á að skipuleggja sýninga- svæði og verður samtökum át- vinnuveganna gefinn kostur á að reisa þar sýningarskála. Iþrótta- svæðið í Laugardalnum og hinn fyrirhugaði almenningsgarður austur af því eru þarna á næstu grösum. Byggingarnefnd hússins Byggingarnefndin er skipuð 7 mönnum. — Bæjarstjórn kýs þrjá, borgarstjóri skipar einn að fenginni tillögu BÆR og ÍBR, en Sýningarsam- tök atvinnuveganna h. f. kjósa þrjá. Borgarstjóri skipar for- mann nefndarinnar. Varamenn eru tilnefndir á sama hátt. VHvatarkaffi í Sjáif stœ&ishúsinu í dag Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt býður Reykvíkingum upp á kaffi í dag. Kl. 2 verður Sjálfstæðishús ið opnað og geta þá allir, sem vilja fengið þar afbragðs kaffi með fjölbreyttu „meðlæti“, kök- um og smurðu brauði, tertum og kleinum. Standa þessar veiting- ar frameftir degi. Allt þetta hafa félagskonurnar gefið sjálfar. Einnig annast þær framreiðsluna sjálfar. Ungar. stúlkur úr félaginu ganga um beina. Allur ágóði af Hvatarkaffinu rennur til starfsemi félagsins. Eru kosningar nú framundan og vilja Hvatarkonur taka sem öfl- ugastan þátt í undirbúningi þeirra og leggja fram sinn skerf til þess að góður málstaður sigrL Samningar um byggingu sýninga- og íþróttahússins voru undir- ritaðir i gærmorgun í skrifstofu borgarstjóra. — Guðmundur Halldórsson, Gísli Halldórsson og borgarstjóri fylgjast hér með undirrituninni. (Ljósm.: Pétur Thomsen) í bygginganefndinni eiga sæti: Jónas B. Jónsson fræðslustjóri (form. nefndarinnar), Björgvin Frederiksen bæjarfulltrúi og Böðvar Pétursson verzlunarmað- ur (kosnir af bæjarstjórn), Harry Frederiksen, Sveinn Guðmunds- son og Sveinn Valfells (kosnir af Sýningasamtökunum) og Sig. Magnússon kaupmaður (frá BÆR og ÍBR). Mjólkursamsalan, Sláturfélag Suðurlands, Framleiðsluráð land- búnaðarins og Sölufélag garð- yrkjumanna. Stjórn hlutafélagsins skipa: Sveinn Guðmundsson (formað- ur), Guðmundur Halldórsson (ritari), Harry Frederiksen (vara form.), Björgvin Frederiksen og Jón Bergs. Sýningarsamtök atvinnai. veganna h. f. Sýningarsamtök atvinnuveg- anna h. f. voru stofnuð á s. 1. sumri vegna þeirrar húsbygging- ar, er nú hefur verið samið um. Hluthafar eru Félag ísl. iðnrek- enda, Landssamband iðnaðar- manna, S.Í.S., Iðnaðaímanna- félagið í Reykjavík, Verzlunar- ráðið, Búnaðarfélagið, Vinnu- veitendasambandið,' Fiskifélagið, Aðalfundur Sjálfsfæðisfélags *bureyrar AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Akureyrar verður haldinn n.k. mánudagskvöld í fundarsal Landsbankans og hefst fundur- inn kl. 8,30. Auk venjulegra að- alfundarstarfa mun Jónas G. Rafnar, lögfræðingur, flytja er- indi um stjórnmálaviðhorfið. Friðrik í Hann vann Orbaan - Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. WAGENINGEN, 16. nóv.: — Friffrik Ólafsson vann Orbaan í tólftu umferff og er nú í öffru sæti meff níu og hálfan vinning. Önnur úrslit úr 12. umferff urðu sem hér segir: Donner vann Lar- sen, Teschner vann Hanninen, jafntefli gerffu Trojanescu og Lindblom, Uhlman og Niephaus og Alster og Trifunovic. Biff- skákir urðu hjá Clarke og Kol- arov, Szabo og Ivkov og Dúck- stein og Stáhlberg. Staffan er nú þessi: 1. Szabo 10 v. og biffskák. 2. Friffrik Ólafsson 9(4. 3.—4. Larsen og Donner 8 5.—6. Uhlmann og Trifunovic 8 v. 7. Stáhlberg 7 og biðskák. 8. Teschner 6. 9.—11. Dúckstein, Ivkov og Avísunum stolið í GÆRMORGUN var kært til rannsóknarlögreglunnar innbrot og ávísanaþjófnaður, er framinn hafði verið í skrifstofu Dósa- verksmiðjunnar hér í bæ. Það voru þegar gerðar ráðstaf- anir til þess að stöðva þær ávísan ir, sem þjófarnir höfðu stolið og gátu nýtt, en það var um seinan, a.m.k. varðandi þá hæstu. Ávísun þessi var upp á 12 þús. kr. og hafði í gærmorgun verið inn- leyst með vanalegum hætti hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, því ekki hafði bönkum eða sparisjóðum verið tilkynnt um þjófnaðinn er komið var með ávísun þessa. Þjófarnir hafa stolið fjórum á- vísunum alls, en möguleikar voru á að þjófarnir gætu selt þrjár þeirra, 12 þús. kr. ávísunina, aðra kr. 1933 útgefin af Efna- gerð Reykjavíkur á Dósaverk- smiðjuna og 518 kr. ávísun frá Jóh. Hellerup í Keflavík á Sterl- ing hf. Grænlendingarnir urðu að fara lieim HÉÐAN fóru í fyrradag með Dr. Alexandrine áleiðis til Græn- lands, þrír þeirra manna í Góð- von, sem eru á oddinum við stofn un flugfélags Grænlendinga. Að vísu hefur félagið enn ekki verið sofnað, þó það hafi verið skírt. Hér áttu menn þessir nokkrar viðræður við forstöðumenn Flug. félags íslands um ýmislegt er að Grænlandsflugi lýtur, þvi fáir munu hafa staðbetri þekkingu á því en einmitt forráðamenn Flug félagsins. Áttu viðræður þessar að halda áfram, en á fimmtudagskvöld aft urkölluðu Grænlendingarnir frekari framhaldsfund, með því að „Drottningin" færi næsta dag áleiðis til Góðvonar og þá ferð mættu þeir ekki missa. Þar með var frekari umræðum frestað, Sennilega mun málið ekki verða tekið upp á ný fyrr en jafnvel næsta vor. Munu við- ræðurnar milli þessara merkis- bera grænlenzkra flugmála og forráðamanna Flugfél. íslands aldrei hafa komizt á það stig að rætt yrði um leigu flugvéla F. t til hins væntanlega grænlenzka flugfélags, því Grænlendingarnir voru farnir áður en þeim áfanga væri náð. öðru sæfi - Donner vann Larsen Trojanescu 5 og biffskák. 12. Niephaus 5. 13. Kolarov 4!4 og 2 biðsk. 14. Alster 4!4. 15. Clarke 3!4 og biffskák. 16. Hanninen 3!4. 17. Lindblom iy2. 18. Orbaan 1. HERMANN Pilnik, stórmeistarL teflir fjöltefli viff Heimdellinga í Valhöll kl. 2 í dag. Þeir sem geta hafi meff sér töfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.