Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. nóv. 1957 MORCZJIVBT 4Ð1Ð 3 Útflutningssjóður Athugasemd frá Sverri Júlíussyni. torm. LIÚ llppeldisskóli fyrir stúlkur; Tillaga Ragnhildar Helgadótfur á Alþingi KAGNHÍLDUR HELGADÓTTIR hefur lagt fram á Alþingi svo- hljóðandi tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hefjast þegar lianda um starfrækslu uppeldisskóla fyrir ungar stúlkur. ÚTFLUTNINGSSJÓÐUR lét birta í Morgunblaðinu og Þjóð- viljanum sl. sunnudag yfirlýs- ingu varðandi tekjur sjóðsins og útgjöld til 23. þ. m. Þar eð ég fjallaði um sömu mál í setningarræðu minni á aðal fundi L.Í.Ú. sl. fimmtudag og niðurstöður eru ekki hinar sömu, vil ég taka fram, að það stafar af því einu, að upplýsingar mín- ar voru miðaðar við 19. þ. m., en yfirlýsing sjóðsins við 23. þ. m. Upplýsingar mínar voru byggðar á yfirliti sjóðsins, sem ég hafði í höndum og vann úr og þykir mér rétt að birta það hér eins og mér barst það í hendur: Nauðsyn uppeldisskóla í greinargerð sinni fyrir tillög- unni segir Ragnhildur m. a.: Um nokkurra ára skeið hefur verið starfrækt vistheimili fyrir drengi að Breiðavík í Barða- strandarsýslu. Árangur af því starfi hefur verið mjög mikill — aðeins 1 drengur af 18, sem það- an hafa komið, hefur að ráði lent út á afbrotabraut að nýju. Nú háir það mjög starfi þeirra, sem við ungmennavernd fást, að ekki skuli vera til annað vist- heimili fyrir stúlkur. Barnavernd arnefndir og kvenlögreglan fá nú aftur og aftur til meðferðar mál ýmissa telpna, sem ógerningur er að hjálpa, nema* til sé fyrir þær vistheimili. Ákvæði barnaverndarlaganna Síðastliðin 10 ár hefur ríkis- stjórninni verið skylt Iögum sam- kvæmt að stofna og reka slíkan uppeldisskóla, þegar fé er veitt til þess á f járlögmm. Hinn 4. apríl 1955 var gerð svo hljóðandi breyt ing á lögum um vernd barna og ungmenna, nr. 29/1947: „Hefja skal þegar undirbúning að stofn- un og rekstri vistheimilis fyrir stúlkur. Ríkisstjórninni er heimilt að leita eftir hentugu húsnæði, sem til kann að vera fyrir vist- heimilið, og gera samning um af- hendingu þess og afnot. Enn fremur er heimilt að taka til þessara nota húsnæði, sem ríkið á eða hefur umráð yfir“. Á síðasta Alþingi felldu þing- menn stjórnarflokkanna tillögu um f járveitingu til uppeldis- heimilis fyrir ungar stúlkur, en samþykkt var hins vegar heimild til kaupa á landi til að reisa þar uppeldisskólann. Þótt ekkert fé væri veitt til framkvæmda eða rekstrar, má líta á þessa heimild- argrein sem almenna viljayfir- lýsingu Alþingis um, að veitt verði fé til uppeldisskóla fyrir stúlkur sem fyrst. Nú hefur ríkis- stjórnin látið undir höfuð leggj- ast að nota þessa heimild, svo aðkallandi sem þetta mál er og hefur lengi verið. Nefndarskipunin 1955 í samræmi við breytingu þá á lögum nr. 29/1947, sem áður var getið, fól fyrrverandi menntamálaráðherra stjórnar- nefnd vistheimilisins í Breiða- vík að athuga um undirbúning að stofnun vistheimilis fyrir stúlkur og gera tillögur um hentugt húsnæði og annað, er að málinu lýtur. Nefndin skil- aði ýtarlegri skýrslu með til- lögum um staðarval síðari hluta ársins 1955, og Gísli Jóns son, formaður nefndarinnar, lagði einnig tillögur fyrir f jár- veitinganefnd, byggðar á rann- sóknum þessarar nefndar. Óhæfilegur dráttur Nú mætti ætla, að landkaupa- heimildin frá í fyrra hefði verið notuð í samræmi við niðurstöð- ur þessarar nefndar. Svo er þó því miður ekki. Nú eru 8 márauð- ir liðnir frá því að fjárlög voru afgreidd. Um þessar mundir er á döfinni ný nefndarskipun. Eft- ir þann drátt, sem orðinn er á framkvæmd þessa máls, og það undirbúningsstarf, sem þegar hef ur verið unnið, er ástæða til að óttast, að störf einnar nefndar enn verði fremur til að draga það á langinn en vinda því fram. Þess vegna og vegna þess, að mál- ið hefur þegar beðið lengur en þolanlegt er, er eindregið lagt til, að nú þgar verði hafizt handa í samræmi við athuganir þær, sem þegar liggja fyrir í málinu. Með greinargerðinni er prent- að bréf frá Erlu Guðjónsdóttur lögreglukonu, þar sem hún mælir með stofnun uppeldisheimilisins og skýrir frá þeim örðugleikum, sem nú er við að stríða vegna þess að slíkt heimili skortir. YFIRLIT yfir tekjur og gjöld Útflutningssjóðs pr. 19. nóv. 1957. Tekjur: Frá tollstjóra 171.646.569.91 — Landsb. tsl. 16% yf.g. 91.000.000.00 — Innflutningsskrifst. 12.563.974.48 — ríkisbókhaldi 9.913.671.12 Gengishagnaður: Landsb. ísl. 2.474.901.67 Útvegsb. ísl. 981.669.25 Frá Framleiðslusjóði Gjöld: Rekstrarframlag togara Fiskuppbætur Útflutningsuppbætur 3.456.570.92 288.580.786.43 13.044.336.60 301.625.123.03 62.751.632.15 8.906.057.68 96.367.904.67 Niðurgr. olía: Fuelolía 6.012.455.76 Gasolía 4.369.721.23 10.382.176.99 Uppb. á landbúnaðarv. 30.000.000.00 B-leyfi keypt af innflytj. 16.717.933.91 B-skírteini 14.152.702.83 Lagt fram til B-leyfa kaupa: Landsb. ísl. 3.330.000.00 VTtvegsb. ísl. 1.670.000.00 5.000.000.00 Greidd B-Ieyfa lán: Landsb. ísl 10.000.000.00 Útvegsb. Ísl. 5.000.000.00 15.000.000.00 Tðgjöld vélbáta Iðgjöld Flateyrartogara Kostnaður Ahöld * Fyrirfr. g. húsal. Klapparst. Uppb. á beitusíld Húnafl. ’57 Greiðslur v/Framleiðslusjóðs 6.998.656.00 150.000.00 365.318.26 83.981.00 57.875.76 35.680.00 266.969.920.20 33.059.008.48 300.028.928.68 Sjóður pr. 16. nóv. 1957 1.596.194.35 Brezkir togaraeigendar slíta sambnndi við Dolan er snmdi airœmdo augiýsingu Eins og sjá má af yfirliti þessu og setningarræðu minni, sem birt er í Morgunblaðinu s. 1. föstu- dag, eru niðurstöður í ræðu minni réttar. Hins vegar dró ég saman nokkrar tölur um greiðsl- ur á B-skírteinum til Sölunefnd- ar innflutningsréttinda bátaút- vegsins og S.f.S. kr. 34.152.702.83, en gat ekki um uppbætur á beitu- síld í Húnaflóa 1957, kr. 35.680.00, smáupphæð. Samkvæmt yngra sjóðsyfirlit- inu, pr. 23. þ. m. hafa komið í sjóðinn tekjur á tímabilinu 19. til 23. þ. m., sem nema 16.3 millj. kr. og eru það vissulega mjög ánægjulegar fréttir fyrir fram- leiðendur. Á þessum 4 dögum hefir Útflutningssjóður greitt ýmsar skuldbindingar sínar þ. á. m. upp í verðuppbætur á norð- anlandssíld, kr. 2.0 millj., enda gat ég þess á fundinum að greiðsla þessi væri væntanleg í s. 1. viku. Þjóðviljinn sér ástæðu til þess að gera athugasemdir frá eigin brjósti í sambandi við yfirlýsingu Útflutningssjóðs og segir þar, að mynd sú, sem ég hafi reynt að draga upp af greiðslum sjóðsins, sé í meginatriðum röng, og að | ég hafi vísvitandi reynt að gera ; meira úr því en rétt er, sem sjóð- urinn á ógreitt. Þessum aðdróttunum er raunar fullsvarað með sjálfu yfirliti Út- flutningssjóðs og því sem komið er fram hér á undan. En samt vil ég til viðbótar því benda á eftirfarandi: 1. í yfirliti mínu tilfærði ég ekki tekjur og gjöld Framleiðslu- sjóðs, heldur halla þann, um 20 millj. kr. sem orðið hefur á Fram- leiðslus j óðnum, gagnstætt því sem gert er í yfirlýsingu Útflutn- ingssjóðs. Hér er aðeins um formsatriði að ræða, efnislega skiptir það engu máli. 2. Þá skýrði ég frá því, hve mikið af tekjum Útflutningssjóðs hefði runnið til sjávarútvegsins, og námu þær greiðslur hinn 19. nóv. s. 1. kr. 188.556.427.49, eins og ég sagði í setningarræðu minni Framh. á bls. 19 Aðalfundur Vöku AÐALFUNDUR Vöku, félags lýð ræðissinnaðra stúdenta í Háskóla íslands, var haldinn 22. nóvem- ber. Fráfarandi formaður, Birgir ísl. Gunnarsson, sagði frá félags- starfinu á liðnu ári. Á þeim címa hafði fé- lagið meiri- hluta í stúd- entaráði og hélt það hon- um í kosning- unum í október sl. eins og kunnugt er. Þá var rætt um ýmis mál, er nú liggja fyrir ráðinu og um félagsstarfið í vet- ur. — í stjórn voru kosnir: Jóhann J. Ragnarsson stud. jur. (formað- ur), Jósef H. Þorgeirsson stud. jur., Grétar Haraldsson stud. jur., Ólafur Björgúlfsson stud. med. og Ólafur B. Thors stud. jur. t varastjórn eru: Gottskálk Björns son stud. med. og Þórður Þor- bjarnarson stud. polyt. FYRIR nokkru varð stjórn hins brezka togaraeigendafélags ósátt við auglýsingasérfræðing sinn, Patrick Dolan, og hefur sam- skiptum þeirra lokið með því að félagið segir öllum samningum upp við hann um frekari auglýs- ingar eftir næstu áramót. Félag brezku togaraeigendanna ákvað fyrir um tveimur árum að hefja víðtækar auglýsingaaðgerð- ir til að kynna starf fiskimann- anna og stuðla að aukinni fisk- neyzlu í landinu. Var mikið um þetta talað á sínum tima, en félagið ætlaði að verja milljónum króna á ári í þessa auglýsinga- starfsemi. Birtust risastórar aug- lýsingar frá því í fjölda blaða og sömuleiðis í sjónvarpi, og á auglýsingaspjöldum víðs vegar. Auglýsingin alræmda Maðtar sá, sem falið var að sjá um alla þessa auglýsinga- starfsemi var Patrick Dolan. Hann samdi meðal annars aug- lýsingu þá, sem^ alræmd var hér á landi á sínum tíma, þar sem íslendingum var kennt um slys á brezkum togurum á íslandsmiðum. Þegar íslend- ingar kvörtuðu yfir rangfærsl- um þeim reyndist hann allt annað en vel. Gagnrýni á störf Dolans Það hefur ekki heldur verið sérlega mikil ánægja í Bretlandi yfir auglýsingum þeim, sem Dolan hefur samið. Hafa þær verið gagnrýndar, þótt yfirborðs- kenndar og koma að litlu gagni. Svo var komið fyrir nokkru, að á fundi í brezka togaraeigenda- félaginu bar fulltrúi þeirra tog- ara, sem sigla á fjarlæg mið fram tillögu um að samningum við Dolan væri slitið og var það sam- þykkt einróma. Áður hafði verið tekin ákvörð- un um að verja hvorki meira né minna en 300 þús. sterlingspund- um í auglýsingastarfsemi á næsta ári eða um 12 milljónum króna, en óvíst er nú hvað úr þeim fyr- irætlunum verður. SaumanáiMkeið á Patreksfirði PATREKSFIRÐI, 25. nóv.—Und- anfarið hefur staðið yfir sauma- námskeið hjá kvenfélaginu Sif á Patreksfirði Fimmtán konur tóku þátt í námskeiði þessu, sem stóð yfir í tvær vikur. Kennsla fór fram alla virka daga á kvöldin í litla salnum í samkomuhúsinu Skjaldborg. — Kennari var frú Ragnhildur Helgadóttir frá ísafirði. Árangur kennslunnar var með ágætum og afköst mikil. — Formaður félags- ins er frú Helga Guðmundsdótt- ir á Vatneyri. —Karl. STAKSTEIIVIAR Ekki varanle^ úrræði“ Samkvæmt útreikningum verð lagsráðs L.Í.Ú. og afurðasölu- nefndar aðalfundar þess varð niðurstaðan sú, að miðað við út- gerðarkostnað eins og hann er nú, og greiðslur Útflutningssjóðs þá - myndi tap á meðalbát nema um 140 þús. kr. á næstu vetrarvertíð. Tap á meðaltogara myndi hins vegar nema um tæplega 1,1 millj. kr. á næsta ári miðað við útgerð arkostnað, eins og hann er nú, og greiðslur Útflutningssjóðs til togaranna, að óbreyttu fiskverði. Ekki eru þetta góðar horfur hjá útflutningsframleiðslunni. Og auðsætt er að varla verða þau úrræði talin „varanleg", sem vinstri stjórnin beitti um síðustu áramót til þess að halda útgerð- inni í gangi. Sú sorglega staðreynd blasir nú við að útflutningsframleiðslan er litlu betur sett nú en hún var í fyrrahaust, áður en hinar gífur- legu nýju álögur voru lagðar á þjóðina til þess að bjarga henni. Verðbólgan hefur haldið áfram að aukast, rekstrarkostnaðurinn að hækka og hallinn á útgeröinni að aukast. Ekkert „varanlegt úr- ræði“ hefur fundizt af hálfu vald hafanna til þess að tryggja rekst- ur atvinnutækjanna. Þau eru stöðugt að sökkva dýpra í fen styrkjastefnunnar. Skjótar aðgerðir í friðunarmálunum. Aðalfundur Landsambands út- vegsmanna taldi brýna nauðsyn bera til skjótra aðgerða í friðunar málunum. Sjávarútvegsmálaráð- herra kommúnista minntist hins vegar ekki einu orði á þau mál, er hann ávarpaði fund útvegs- manna. Það var eins og hann hefði steingleymt því, að ráðstaf- anir þyrfti að gera til þess að færa fiskveiðatakmörkin út til þess að tryggja hagsmuni fiski- manna og útgerðarmanna. Hann hafði líka gleymt mörgum djarf- legum fullyrðingum sjálfs sín um það, að ekkert væri auðveld- ara en að færa landhelgislinuna út, ef stjórnarvöldin aðeins vildu það eða þyrðu. Ætli Austfirðingar hafi ekki heyrt einhverjar slíkar yfirlýs- ingar meðan kommúnistar voru í stjórnarandstöðu? Vestfirðingar muna sennilega líka eftir staðhæf ingum eins ráðherra kommún- ista, um að auðvelt væri og sjálf sagt að færa fiskveiðitakmörk og Iandhelgislínu miklu lengra út fyrir Vestfjörðum. En einnig sá kokhrausti maður er þagnaður. Öll loforðin og fullyrðingarnar frá liðnum tíma eru gleymdar þegar þessir gasprarar eru sjálfir komnir í þá aðstöðu að ráða stefnunni í hinum þýðingarmestu málum. Framsókn og Reykjavík Reykjavík hefur undir forystu Sjálfstæðismanna haft forgöngu um hagnýtingu jarðhitans. Ýmsir aðrir staðir, kaupstaðir, kaup- tún og einstök byggðarlög í sveit um hafa fylgt fordæmi höfuð- borgarinnar. En til borana eftir jarðhita þarf dýr tæki, m.a. jarð- bora, sem hægt er að hora með djúpt niður í jörðina eftir heitu vatni. Gunnar Thoroddsen flutti ásamt fleirum frv. um að lækka eða fella niður tolla af slíkum tækjum. Hefði slík ráðstöfun bæði komið Reykjavík, sem nú er að kaupa geysidýran jarðbor og fleiri byggðarlögum, að miklu gagni. En Eysteinn og Framsókn máttu ekki heyra þetta nefnt. Frv. borgarstjórans felldi Fram- sókn með stuðningi kommún- ista og hluta af Alþýðuflokknum í efri deild Alþingis. Engu að síður segir „Tíminn" að Framsókn sé hinn eini sanni vinur Reykjavíkur!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.