Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVNBl iÐlf) Flmmtudagur 28. n<5v. 1957 uttMoMfr Otg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitsijorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Asknftargjald kr. 30.00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. TELJAST HANNIBAL OG LÚÐVÍK EKKI TIL SIÐAÐRA MANNA ? ÞJÖÐVILJINN gerir í gær enga athugasemd við yfirlýsingu Alþýðublaðs- ins daginn áður er hljóðaði svo: „Endurskoðun varnarsamnings ins hefur ekki verið rædd síðan umræðurnar féllu niður í nóvem- ber í fyrra, hvorki í sambandi'við lánveitingar né annað.“ Ótalin eru þau stóryrði, sem Þjóðviljinn hefur fyrr og síðar haft um þá, er bera ábyrgð á því, að ísland skuli varið eins og önnur þjóðlönd. Síðast í gær er þar löng grein, eftir Viktoríu Halldórsdóttur, sem hún nefnir Helryk. Þar segir m. a. um Guð- mund í. Guðmundsson, utanríkis- ráðherra: „Hans framkoma í utanríkis- málum hefur verið svo óíslenzk til þessa, að fjöldi fólks álítur hann engan Bjarnabetrung, og er sárt til þess að vita að sá ráð- herra sem skreytir sig með nafni íslenzkrar alþýðu, skuli ekki fara að vilja alþýðunnar í landinu og hreinsa til í hernámshreiðri því sem hann tók við út ötuðu af ósóma á íslenzkri grund. Það er krafa allra siðaðra manna á Is- landi að unnið sé að því að her- stöðin hér verði fjarlægð, að landið verði hreinsað —-------“. ★ Samkvæmt lýsingu Viktoríu Halldórsdóttur teljast þeir Hannibal Valdimarsson og Lúð- vík Jósefsson, ráðherrar Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn- inni, ekki til „siðaðra manna“ þar sem upplýst er að í heilt ár hafa þeir ekki „rætt“ „endur- skoðun varnarsamningsins", hvað þá „unnið“ að henni. Óheilindin í öllum málflutningi kommúnista um þetta mál eru yfirgengileg. Meðal fylgismann- anna er reynt að halda við æs- ingunni gegn vörnum landsins með stóryrðum og skömmum, en innan ríkisstjórnarinnar minnast ráðherrarnir ekki á, að hér þurfi að breyta til. Yfirlýsing Spaaks, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins um, að hann telji nýja heimsstyrjöld alls ekki yfir- vofandi, ýtir einu sinni ekki við erindrekum kommúnista um að framfylgja því loforði, er þeir hafa notað um stærri orð en nokkuð annað. Þeir þurfa og á Spaak að halda í allt öðru sambandi. Hannibal Valdimarsson sagði í viðtali við erlendan blaðamann í sumar, að íslenzka stjórnin þyrfti endilega að fá erlent lán. Skömmu síðar var einmitt leitað til Atlantshafs- ráðsins undir forystu Spaaks um fyrirgreiðslu í þeim efnum. Við þá, sem máls léðu á að láta fé í samskotalánið, var einkum til þess vitnað, að nú væri í fyrsta skipti leitað fyrirgreiðslu At- lantshafsráðsins í þvílíkum efn- um og af hinum minnsta bróð- ur. Þess vegna væri um að gera að bregðast vel við. Ríkisstjórnum bandalagsþjóð- anna var það og í fersku minni, að Island var að því komið að verða fyrsti hlekkurinn, er brysti í varnarkeðjunni. Einmitt þann hlekkinn þurfti að hressa við og með þeim hætti, er þegar var bú- ið að sýna að væri áhrifaríkast- ur við núverandi valdhafa hér. ★ Rússneska konan, sem sagði í New Times, að ísland hefði nú á tæpu ári fengið þrjú lán sem „greiðslu fyrir hernám“, flut.ti engin ný tíðindi. Frásögn henn- ar var í fullu samræmi við það, er bandaríska stórblaðið New York Times sagði jafnskjótt í fyrra og umæðunum um varnar- samningana var lokið hér í Reykjavík. Sú umsögn var síðan staðfest í Þjóðviljanum. Alþýðublaðið og Tíminn vilja gera lítið úr vitnisburði þessar- ar rússnesku konu, af því að hún sé rússneskur kommúnisti, jafn- framt því, sem hún er kölluð „vinkona" Bjarna Benediktsson- ar. Má þar um segja, að Bjarni eigi fleiri vini en hann sjálfur veit. Vitnisburður rússnesku kon- unnar er einmitt sérstaklega mik- ilsverður af því, að hún er ný- komin frá samfundum við stjórn- arliða á íslandi. Frásagnir hennar af farmannaverkfallinu og bak araverkfallinu sýna glöggt, hverja hún umgekkst á íslandi og hverrar fræðslu hún naut. Sú fræðsla er oft röng og öf- ugsnúin. Asakanir kommúnista á aðra eru yfirleitt lítils virði, svo og þær játningar, er þeir gera um eigið athæfi eftir pynd- ingar í löndunum bak við járn- tjald. Þvílíkar aðfarir þekkjast ekki hér á landi. Þegar stjórnar- liðar segja óhikað í sínum hóp, það sem stutt er óyggjandi rök- um annars staðar frá, að þeir hafi verzlað með varnir lands- ins og notað þær til að útvega sér, sárþurfandi, lánsfé, þá er engin ástæða til að ætla, að rangt sé hermt. Fjárþörf ríkisstjórnarinnar er mikil, og þótt Rússar vildu gjarnan einnig fá að leggja í púkkið, þá meta þeir meira það sem kom fram í Réttargrein Ein- ars Olgeirssonar, að hafa örugga kommúnista í stjórn eins Atlants- hafsríkis. Brynjólfur Bjarnason vekur í fyrradag í Þjóðviljanum sérstaka athygli á hinni „merku grein Einars Olgeirssonar" og er það enn ein sönnun þess, að þar er rússnesku línunni fylgt. Víst er það rétt, að öll er þessi atburðarás íslendingum til lítill- ar sæmdar. En á ófrægingunni bera þeir ábyrgð, er að atburð- unum standa en ekki hinir, sem við þeim vara. Á Islandi lifa menn enn í frjálsu þjóðfélagi og ekki er .hægt að hindra þá í að skýra frá því, er miður fer. Ritstjóri Tím- ans hefur verið staðinn að því, ! að ganga á milli erlendra frétta- stofnana, sem hér höfðu þegar umboðsmenn, í því skyni, að afla séí sjálfum umboðanna og ráða þar með fréttaflutningi frá land- inu. Sú tilraun fór út um þúfur og varð honum sjálfum einung- is til skammar. Hvorki með þeim hætti né öðr- um mun takast að koma í veg fyrir réttmæta gagnrýni á mein- semdum þjóðfélagsins. Enda er gagnrýnin öruggasta ráðið til að koma í veg fyrir þá stjórnar- J hættj, er hljóta að verða íslen^ ingum til skammar hvar sem til I spyrst. UTAN UR HEIMI McElroy hefur nú bætzt í hóp keppinauta Nixons NEIL H. McElroy er einungis búinn að gegna varnarmálaráð- herraembætti Bandaríkjanna í sex vikur — og nú þegar hefur hann bætzt á lista þeirra, sem lík- legir eru taldir til þess að verða fyrir valinu sem forsetaefni republikanaflokksins fyrir kosn- ingarnar 1960. Jafnaðlaðandi maður hefur ekki sézt í Washing- ton lengi, segja þeir, sem þekkja McElroy — og enda þótt hann hafi að undanförnu ein- ungis fengizt við flugskeytafram- leiðsluna, þá þykjast forystu- menn republikana sjá fram á það, að McElroy lætur ekki þar við sitja. McElrov kom á réttum tíma En það er ekki einungis þetta, sem gefið hefur McElroy byr undir báða vængi. Hann tók við varnarmálaráðherraembættinu á rétta andartakinu — í þann mund, er bandaríska þjóðin krafðist breytinga og endurbóta á varnarkerfinu, þegar þjóðin horfði ekki í skattgreiðslurnar til varnarmálaframkvæmdanna — og stóð í fyrsta skipti í langan tíma einhuga með varnarmála- ráðherranum í aukningu útgjald- anna til hernaðarþarfa: McElroy birtist á sjónarsviðinu á sama tíma og rússnesku gervitunglin. Aldurinn hefur sitt að se«ia Og það er enn fleira, sem mæl- ír með McElroy — þegar að út- neíningu forsetaefnisins kemur. Hann er hár vexti, laglegur, virðulegur og lítið eitt gráhærður maður — alþýðlegur, vingjarn- legur og að öllu samanlögðu mundi vart nokkur maður geð- þekkari í sjónvarpi. Hann er frá Ohio, úr annáluðu republikana- héraði, menntaður í Harward — af góðum ættum. Auk þess er hann á bezta aldri með tilliti til forsetakjörs, en bandarískir kjós- endur taka mjög mikið tillit til aldurs forsetaefnanna. Þeir kjósa enga unglinga í forsetaem- bætti — og í kosningabaráttunni hefur aldur frambjóðendanna oft ráðið miklu. McElroy er nú 53 ára að aldri — og virðist að því leyti standa nær því að verða fyrir valinu sem forsetaefni en allir aðrir líklegir úr hópi republik- ana. Nixon varaforseti er ekki nema 44 óra, Knowland öldunga- deildarþingmaður 49, Kennedy öldungadeildarþingmaður 40 ára. „Dálítið hægileg“ Það kemur ykkur ef til vill spánskt fyrir sjónir, að Banda- ríkjamenn séu farnir að hugsa til næstu kosninga — strax að nýaf- stöðnum kosningum. Bandaríski blaðamaðurinn James Reston, sem ritaði á dögunum grein um McElroy og væntanlegar kosn- ingar er á sama máli hvað því j viðvíkur — og segir það dálítið hlægilegt. Hins vegar segir hann, að stjórnmálin séu i rauninni „dálítið hlægileg" svo að ekkert óeðlilegt sé við það, að forystu- menn stjórnmálaflokkanna geri sér rellu út af næstu forseta- kosningum. Og það er engin vit- leysa, að helztu foringjar repu- blikana fá sífellt meiri áhuga á nýja varnarmálaráðherranum með næstu forsetakosningar 1 huga. Neil H. McElroy Fróður og hreinskilinn. McElroy hefur hvarvetna getið sér gott orð enda þótt nafn hans yrði ekki víðfrægt fyrr en hann tók við ráðherraembættinu í fyrra mánuði. Það vakti mikið umtal í þinghúsinu í Washington hversu góð frammistaða hans var á fundi, sem öldungadeildarþing- menn boðuðu hann til skömmu eftir að hann tók við embætti — og kröfðu hann upplýsinga um þróun eldflaugaframleiðslunnar. Hrifning blaðamannanna, sem sóttu fyrsta blaðamannafund hans, varð ekki minni. Þeir undr- uðust hve hann var vel heima í öllu, sem að vísindum laut, hann gaf ákveðin svör, var fljót- ur að átta sig — og játaði hrein- skilninslega án allra málaleng- inga, ef hann skorti þekkingu eða vald til þess að svara spurning- um til fullnustu. Verk hans verða metin og vegin. Það er því augljóst, að Nixon, Knowland og Kennedy hafa feng- ið harðan keppinaut þar sem McElroy er. Athygli bandarísku þjóðarinnar beinist sífellt meir að þessum skörulega, vingjarn- lega ráðherra, sem nú fer með þýðingarmestu mál hennar. Þeir, sem bezt þekkja til málanna, telja, að McElroy verði vafalaust meðal þeirra, sem einna helzt koma til greina við útnefningu forsetaefnisins í lok þessa kjör- tímabils nema þá að hann geri mjög vítaverðar skyssur í ráð- herraembættinu. Verk hans munu því verða metin og vegin á sínum tíma, en hvort hann ] stenzt þá gagnvart þeim mæli- kvarða, sem bandarískir republik anar leggja á forsetaefni sitt, skal ósagt látið. Hefi aldrei séð Lagar- fljót jafnlífið Urkomuleysi veldur óþœgindum á Héraði Fljótsdalshéraði, 21. nóv. UM SÍÐUSTU mánaðamót gerði hér norðaustanátt með fjúki og frosti, sem hélzt í viku. Aldrei var þó stórhríð. Sauðfé var úti flesta eða alla daga, en var víðast um Út-Hérað gefið eitthvað. Snjór var talsverður, og jarðlag illt, því síðast var bleytusnjór, sem fraus er upp birti. Lakari vegir um Út-Hérað urðu ófærir en til efri sveita Héraðs náði þetta lítið eins og vant er. Þar spilltust hvorki vegir né hagar. Síðan upp birti hefir oftast verið suðvestlæg átt, og kyrrt veður. Hins vegar náði þíðviðrið seint til okkar, þótt það væri um land allt. Einn daginn var kaldast á Egils- stöðum á öllu landinu. Upp úr miðjum f.m. náði þó hingað sunn anátt með rigningu, svo nú er komin allgóð jörð, enda þótt enn sé talsvert eftir af snjónum. Nú eigum við að fá hláku og rigri- ingu aftur á morgun, sem verður vel þegin, bara að spáin bregðist nú ekki eins og stundum fyrr. Úrkomuleysi Úrkomuleysi hefir einkennt tíð arfarið mjög síðustu árin, og þó líklega aldrei meir en í sumar. í haust fundust kindur dauðar í pyttum, sem þær höfðu orðið of nærgöngular við að svala þorsta sínum. Þess munu fá eða engin dæmi áður. Lagarfljót hefir í sumar borið augljós merki um úr komuleysið, varð snemma sára- lítið. Þó urðu einkum brögð að þessu er kólna tók. f allt haust er það svo lítið, að ég hefi aldrei séð það eins þau 65 ár, sem ég hefi dvalið hér á bakkanum, og man fullvel eftir. Ég fullyrði að með því að þræða beztu brotin mátti vaða það, og fór aldrei dýpra en í mjólegg. Fljótið lagði um daginn, og var um hálfan mánuð undir ísi, en er nú aftur orðið autt út í Vífilsstaðaflóa. Úrkomuleysið á haustin er ekki kært þeim sem hafa vatnsafls- stöðvar. Einkum illt ef allmikið frost kemur í jörðina, áður snjóa leggur, eins og nú varð. Þá er hætt við, að rafmagnið verði lítið í langvarandi frostum í vetur. Úrkomuleysið í sumar fór illa með sendna garða. Líka komu frost í öllum mánuðum, sem gerðu víða skaða. Uppskera úr görðum varð því ærið misjöfn. Hins vegar var sauðfé vænt og heyskapurinn sæmilegur. Nýting var ágæt á fyrra slætti, en há hraktist nokkuð víða. Heilsufar Flenzan hefir breiðzt hér undralítið út. hennar hefir lítið eða ekki orðið vart í Egilsstaða- þorpi, þrátt fyrir sífelldar sam- göngur við firðina og Reykjavík. Hún barst samt fljótt á fjóra bæi á Jökuldal, en mun nú vera út- rokin þar. í Héraðshreppi er hún sögð á einum bæ, og á einum bæ, var hún í Hjaltastaðaþinghá. Það er vonandi að hún breiðist hér lítið út eftir þetta. Slæmt kvef hefir gengið hér víða í sum ar og haust, eða þessi landlæga flenza. Mun það eiga drjúgan þátt í því hvað nýja flenzan hefir breiðzt lítið út. Menn eru ónæmir fyrst á eftir. Að öðru leyti hefir heilsufar verið allgott. Eiríkur Sigfússon fyrrum bóndi í Dagverðargerði lézt þar í byrjun þessa mánaðar. Hann hafði um langa hríð verið heilsubilaður, og síðustu árin oftast í rúminu. Ekkja hans og tvö börn búa í Dagverðargerði góðu búi, og hafa byggt þar og bætt jörðina talvert. — G. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.