Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 8
8
MORCrNfíT 4010
Fimmtudagur 28. nóv. 1957
AKUREYRARBREF
Hallarekstur togaranna - Ný „bjargráð"
þuría að koma til - Skattborgararnir greiða
hallann, en stærstu atvinnufyriítækin eru
skattfrjáls - Efla þarf hlutatryggingarsjóð
svo norðlenzkir bátar geti slundað
veioar frá hem*ahöíxjLum
AKUREYRI hefir verið mikill út
gerðarbær, en með nýsköpuninni
hófst fyrst stórútgerð héðan er
togararnir komu til sögunnar.
i>að er því ekki óeðlilegt þótt út-
gerðarmál séu hér á hvers manns
vörum, ekki hvað sízt vegna þess
hve togararekstur hefir gengið
treglega að undanförnu. Fari svo,
sem vonandi verður aldrei, að
leggja verði þessum mikilvirku
atvinnutækjum- bæjarbúa eru
vissulega margir á flæðiskeri
staddir með atvinnu. Að undan-
förnu hefir verið lagt mikið fé
í það að skapa útgerðinni aðstöðu
til fiskverkunar í landi, sem ekki
var fyrir hendi áður. í óhemju
fjárfestingu hefir verið lagt. til
þess bæði að leysa vanda útgerð-
arinnar hér og til þess að skapa
bæjarbúum lífvænleg kjör og fyr
irbyggja flótta úr bænum. Eins
og nú horfir með þessa stórút-
gerð er mikill vandi fyrir dyrum.
Tapreksturinn er geigvænlegur
og engin fyrirtæki geta til lengd-
ar starfað ef þau standa ekki á
traustum fjárhagslegum grund-
velli.
Nýlega sendi bæjarstjórn Akur
eyrar nefnd suður til Reykjavík-
ur til þess að ræða við ríkisstjórn
ina um fjárhagsvandræði Út-
gerðarfélags Akureyringa. Sú för
hefir ekki borið sýnilegan ár-
angur ennþá.
Fjárhagsvandræði Útgerðarfél-
agsins hafa mjög verið til um-
ræðu hér í bænum og ýmsu um
kennt og hafa sumir ádeilendur
á félagið ekki verið vandir að
meðulum og tíðum sézt yfir aðal-
atriðin í málinu. Út í þær deilur
skal ekki farið hér. Hins vegar
er skylt að benda á að fullkom-
lega eðlilegar orsakir liggja til
þess að nauðsynin hefir aldrei
Akureyrarhöfn
verið meiri en nú að leggja þess-
ari grein útgerðarinnar lið, úr
því ekki hafa fundizt önnur úr-
ræði en styrkir til þess að fleyta
rekstrinum áfram.
Þegar hin „varanlegu úrræði“
ríkisstjórnarinnar sáu dagsins
ljós um s.l. áramót var ársafli
togaranna áætlaður 4600 tonn á
ári og styrkurinn úr Útflutnings-
sjóði miðaður við það, 5000 til
6600 kr. á úthaldsdag eftir því
hvaða veiðar eru stundaðar. Nú
hefir það komið í ljós að afla-
brögðin hafa brugðizt á yfirstand
andi ári og styrkurinn hvergi
nægt. Sífelldur taprekstur hefir
því hrjáð velflestar togaraútgerð-
ir landsins og stærstu útgerðirn-
ar, sem flesta hafa átt togarana,
hafa tapað mestu.
Hallarekstur á útgerðinni hér
er því síður en svo nokkurt eins-
dæmi. Athyglisverðar eru upp-
lýsingar bæjarstjórans á Akra-
nesi, sem sagði á dögunum í Tím
anum að bæjarbúar hefðu orðið
ekki endalaust hægt að fara ofan
í vasa skattborgaranna og hirða
þaðan milljónir í taprekstur. Hér
á Akureyri eru reknir fjórir tog-
arar á vegum Útgerðarfélags
Akureyringa. Á bak við þessa út
gerð verður bærinn að standa og
styðja hallareksturinn með fram
lögum. Þetta kemur hvað verst
við hér í bæ, bæði þar sem tog-
ararnir eru svona margir og enn-
fremur hitt að gjaldgeta bæjar-
félagsins er hér hlutfallslega
minni en annars staðar þar sem
stærsta atvinnufyrirtæki bæjar-
ins, Kaupfélag Eyfirðinga býr við
alls óverjandi skattfríðindi og
tekjustofnar bæjarins hvíla fyrst
og fremst á einstaklingum í bæn
um.
En úr því að farið er að ræða
j um útgerð er ekki úr vegi að at-
j huga ofurlítið hagsmunamál vél-
' bátaflotans hér á Norðurlandi.
Nýlega átti ég tal við dugandi
útgerðarmann úr einni verðstöðv
anna hér við Eyjafjörð. Benti
hann á margt, sem mjög er vert
athugunar.
Sú venja hefir verið um alllangt
skeið að vélbátar úr verstöðvun-
um hér norðanlands hafa sótt
Oiafsf jarðarlioi
að fórna 7,5 milljónum i halla-
rekstur togaranna úr eigin vasa,
en þar eru gerðir út tveir tog-
arar. Dæmin eru viðar að og
nægir að minna á Vestmannaeyj-
ar, Seyðisfjörð og Siglufjörð.
Sumir þessara aðila hafa hrein-
lega gefist upp og það jafnvel
áður en „bjargráð" ríkisstjórn-
arinnar komu til, sem eins og að
framan segir, hafa á engan hátt
reynst fullnægjandi.
Og þetta þarf engan að undra.
Fátæk bæjarfélög ráða ekki við
langvarandi taprekstur og það er
suður í Faxaflóa á vetrarvertíð.
Auðvitað er þetta kostnaðarsamt
og á margan hátt óhagstætt auk
þeirrar mannfækkunar, sem verð
ur á smærri stöðum þar sem
kannske margir bátar eru fjarri
heimahöfnum í allt að 4 mánuði.
Útgerð bátanna þarf að útvega
sér aðstöðu fyrir sunnan, sem
kostar stórfé, og sumir hafa jafn-
vel byggt sér eigin verbúðir.
Þegar svo margir bátar safnast
saman á fáum höfnum má lítið
út af bera, enda margar hafnirnar
ótryggar, og geta þá orðið
Hœð og rishteð
90 ferm. að grunnfleti við Skipasund til sölu.
Á hæðinni eru 3 herbergi, eldhús og bað, en í ris-
hæðinni eru 2 herbergi, eldhús, salerni og geymsiur.
Þvottahús í kjallara. Sér hiti og sér lóð.
Eignin er í ágætu ástandi.
IMýja fasieigrtasalari
BANKASTKÆTI 7
Sími 24300 og ki. 7,30—8,30 e. h. 18546.
Dömur
Mjög glæsilegt úrval af nýjum
samkvæmiskjúlaefnum
Laugaveg 60 — Sími 19031.
Munið hið bekkta
HEIMAPERMANET
Fæst í flestum
suyrtivöruverzlunun
um land allt