Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 28. nóv. 1957 MOitC. r'TVBÍ 4©ÍÐ 19 — Eisenhower — Útflufningssjóður Framh. aí bls. 1 Nixon fer á Parísarfundinn Eins og kunnugt er, var gert ráð fyrir að Eisenhower sækti fund æðstu manna Atlantshafs- ríkjanna í París í næsta mánuði. Af þessu getur ekki orðið. Ekki er talið líkiegt, að fundinum verði frestað, þar sem hann er mjög aðkallandi, en sennilega mun þá Nixon varaforseti verða fyrir bandarísku nefndinni á fundinum. Samkvæmt frétt frá AFP til- kynnti formæiandi utanríkis- ráðuncytisins seint í kvöld, að Nixon mundi fara á fund NATO- leiðtoganna fimmtán í París, ef ákveðið verði að halda fundinn og Eisenhower sjái sér ekki fært að fara. Endanleg ákvörðun um það, j hvort leiðtogarnir eigi að koma saman í París 16. des., verður tekin af fastaráði Atlantshafs- bandalagsins á morgun, fimmtu- dag. Áreiðanlegar heimildir herma, að ríkisstjórnir Banda- ríkjanna, Bretlands, Frakklands, Vestur-Þýzkalands, Ítalíu, Grikk lands, Noregs og Tyrklands hafi látið á sér skilja, að halda beri fundinn á þeim tíma, sejn um var rætt. — Kirkjur Norburlanda Framh. af bls. 11 presturinn á heima í, gerði fyrir- spurn til kirkjumálaráðherra, frú Bodil Koch: hvort biskup hefði ekki farið út fyrir verksvið sitt og móðgað prestinn stórlega. Bodil Koch svaraði mjög fim- lega, en gat ekki hindrað það, að umræður miklar urðu í þinginu og hnigu mjög á sveif með Kal- meyer presti. Á svipaða lund voru flestar blaðagreinar, sem ég sá, og sérstaklega tók próf. Sör- en Holm fast í strenginn með presti. Helge Larsen, sem er þing- maður fyrir radíkala flokkinn, vildi láta biskup sæta ávítum og studdi dæmum, að danskir prestar hefðu áður ritað á líka lund og séra Kalmeyer, en ekki sætt ávítum fyrir. Hann benti á, að kirkjumálaráðherra skipaði presta í Danmörku, og því bæri honum vald til að setja presta af embætti. Högsbro biskup hefði farið út fyrir verkahring sinn. Fyrrv. menntamálaráðherra, próf. Flemming Hvidberg, sem er þingmaður íhaldsmanna, minntist á handritafundinn síðasta við Dauðahafið og spáði því, að þegar búið væri að vinnu úr þeim, myndu niðurstöður rannsóknanna verða mjög til stuðnings sjónar- miðum Kalmeyers prests. Þá tók enn til máls jafnaðarmaðurinn Lysholt Hansen, var miklu á- kveðnari gegn Högsbro biskupi og krafðist þess, að biskupunum yrðu sett ákveðin erindisbréf, sem þeir væru bundnir af. Líklega er þetta mál úr sögunni að sinni, sem þingmál í Danmörk, m.a. vegna hinnar „diplomat- ísku“ ræðu frú Bodil Koch kirkju málaráðherra. En málið er og verður á dagskrá hjá þjóðinni, þ. e. a. s. þeim, sem á kirkju- málunum hafa áhuga. I engri þessara deilna voru menn ósammála um kenningu Krists. Um hitt var deilt, hve mikið rúm kenning þess dýrðar- manns, Páls postula, ætti að skipa í kirkjunni. Og sú spurning hlýt- ur oftar og oftar að koma upp jöfnum skrefum við það, að í æ ríkara og ríkara mæli hnígur lút- ersk guðfræði nútímans að því að gera kirkjuna strang-lúterska, með Pál og heil. Ágústínus og guðfræði þeirra í baksýn. Löngu eftir daga Lúters var gerður sá fræðilegi samanburður á prédik- un Jesú og guðfræði Páls, að kirkjan verður ekki felld í um- gerð hins lúterska rétttrúnaðar, án þess til átaka komi og menn deili með svipuðum hætti og menn hafa deilt í kirkjum Norð- urlanda síðustu vikurnar. Framh. af bls. 3 á aðalfundi L.Í.Ú., að viðbættum kr. 35.680.00, sem eru uppbætur á beitusíld á Húnaflóa 1957, sem ég sá ekki ástæðu til að geta um. Þjóðviljinn segir aftur á móti að greiddar hafi verið 223 millj. kr. vegna útflutningsframleiðslunn- ar 1957, og er það alveg rétt, en 30 millj. af þessari upphæð hafa verið greiddar sem verðuppbæt- ur á útfluttar landbúnaðarafurð- ir; ég gat þessa í minni ræðu, en sá ekki ástæðu til að nefna upp- hæðina, þar eð ég var að gefa fulltrúum sjávarútvegsins upp- lýsingar um verðuppbætur á sjávarafurðir, og getur hver sem er gert sér í hugarlund hvort ég hafi með þessu viljað gera minna úr því, sem Útflutningssjóður hefir greitt til sjávarútvegsins vegna framleiðslu 1957, en efni stóðu til. Mismunurinn á þessum tölum, rúmar 4.5 millj. kr. er því það, sem Útflutningssjóður hefir greitt sjávarútveginum þessa 4 daga, samanber hinar mismun- andi dagsetningar á sjóðsyfirlit- unum. Þá segir Þjóðviljinn, að ég hafi ekki getið þeirra 10 milljóna, sem hann telur að verið hafi í sjóði hjá Útflutningssjóði, „og verið væri að úthluta til greiðslu", en eins og sjá má af yfirliti því, sem hér er birt að framan, og ég fékk frá Útflutningssjóði 20. nóv. s. 1. voru engar 10 millj. í sjóði, held- ur aðeins kr. 1.596.194.35, en aft- ur á móti skýrði ég frá láni því, sem viðskiptabankarnir Lands- bankinn og Útvegsbanki íslands hefðu lánað Útflutningssjóði til kaupa á B-skírteinum, og tók til- lit til þess í þeim upplýsingum, sem ég gaf fundinum. En eins og menn sjá, var lán þetta ekki Guðríðar Jónsdóttir Ijósmóðir tilfært á yfirliti því, sem ég byggði á. Vegna þeirra ummæla Þjóðvilj- ans, að háar fjárhæðir hafi legið í sjóði Útflutningssjóðs og ég hefi orðið þess var hjá ýmsum sjávar- útvegsframleiðendum, að þeir teldu það nokkuð einkennilegt að slíkt gæti átt sér stað þegar sjóðurinn er á eftir með greiðsl- ur sínar, vil ég fullvissa framleið- endur um það, að slíkt á sér aldrei stað, því bæði formaður og framkvæmdastjóri Útflutnings- sjóðs eru mjög árvakir með að úthluta greiðslum strax og tekj- urnar eru komnar í sjóðinn. En vandinn er bara sá, að tekjurnar hafa verið minni en gert var ráð fyrir í fyrstu. Þjóðviljinn telur, að ég hafi „vísvitandi reynt að gera meira úr því en rétt er, sem sjóðurinn á ógreitt“. Vil ég í þessu sambandi upp- lýsa, að tölur þessar eru byggðar á upplýsingum frá þeim aðilum, sem greiðslurnar innheimta og úthluta þeim til eigenda útflutn Minningarorb í DAG er til moldar borin frá Fossvogskirkju Guðríður Jóns- dóttir fyrrverandi ljósmóðir, er andaðist að heimili sínu Máva- hlíð 38 hér í bæ í hárri elli hinn 14. þ. m. Hún var fædd að Stóru- Borg undir Eyjafjöllum hinn 2. maí 1863, en fluttist í bernsku með foreldrum sínum austur í Mýrdal, þar sem hún ólst upp. Meðal systkina hennar má nefna Sigríði, er giftist Bjarna lækni Jenssyni á Breiðabólsstað á Síðu, og Sigmund bónda að Hamra- endum í Breiðavík, sem látinn er fyrir nokkrum árum, en mörg fleiri voru þau systkin, og munu nú öll látin. Guðríður nam ljós- móðurfræði og stundaði ljósmóð- urstörf um áratugi á Síðu og í Landbroti, og annaðist einnig hjúkrunarstörf, m. a. er margir sjóhraktir skipbrotsmenn útlend- ir lágu í kalsárum á Breiðabóls- stað, svo að taka varð limi af sum um. Fyrir það starf sitt hlaut hún heiðursviðurkenningu frá Vil- hjálmi Þýzkalandskeisara, og sýn ir það, hvert orð hún gat sér meðal þeirra, er hún hjúkraði. Ekki verður hér annars rakin ævisaga hennar að öðru en því, að mestan hluta ævinnar starfaði hún öðrum á einn eða annan hátt. Hún var ágæt hannyrðakona, og fékkst mjög við fatasaum, og þótti ekki á betra kosið, en eiga hana að til þeirra hluta. Fjöldmörg síðari ár ævi sinnar dvaldist Guðríður á heimili Jens Bjarnasonar systursonar síns og konu hans Guðrúnar Helgadótt- ur, og með frú Guðrúnu. dvald- ist hún áfram, eftir að maður hennar féll frá. Varð með þeim föst og innileg vinátta, enda tryggðin óslítandi á báða bóga. Frú Guðríður bar ellina frábær- lega vel, enda þótt hún ætti stund um við þunga sjúkdóma að etja á síðustu árunum. Líkaminn var þrátt fyrir það léttur og lifandi, og andinn sívakandi og frjór, minnið og skerpan ósljóvguð. Hún átti því á marga lund ljúfa elli, og naut þess að lifa með vinum ingsuppbótanna. Það getur ekki farið neitt á milli mála, hvenær kröfur þessar falla í gjalddaga, vegna þess skýra samnings er Landssamband ísl. útvegsmanna gerði við sjávarútvegsmálaráðu- neytið 21. desember 1956, en þar er samið um, að útflutningsupp- bætur vegna framleiðslu 1957 skuli greiddar 1 mánuði eftir að gjaldeyrisskil hafa verið gerð, og eru tölur þær, er ég gaf upp, í samræmi við það. Varðandi aðrar rangfærslur Þjóðviljans, vísa ég til áður- nefndrar ræðu minnar og orð- lengi þetta ekki frekar. Sverrir Júlíusson. Lausn frá embætti FORSETI íslands hefur í dag, að tillögu heilbrigðismálaráðherra, Hannibals Valdimarssonar, veitt Henrik Linnet, héraðslækni í Hvolshéraði, lausn frá embætti frá 1. janúar 1958 að telja sam- kvæmt eigin ósk. sínum fram til hins síðasta. Allt um það mun hún nú hvíldinni' fegin, því að ævin var orðin löng, j og ekki alltaf gengið á rósum. Bið ég Guð að lokum að blessa , minningu merkrar konu, og veita | vinum hennar, er eftir lifa, frið sinn og huggun fyrir alla þjón- ustu henni veitta. Björn Magnússon. Krúsjeff Frh. af bls. 1. Stalins-armurinn, sem stendur umhverfis Suslov (manninn sem lagði til árið 1948, að Júgóslavar yrðu reknir úr alþjóðasamtökum kommúnista), er sagður andvíg- ur því, eins og málum er nú hátt- að í heiminum, að Júgóslavar dragi sig út úr samstarfi komm- únista og taki upp hlutleysis- stefnu og samvinnu við Vestur- lönd. Tító hatar Súslov Það er alkunnugt í Moskvu, að Tító vill ekki undir nokkrum | kringumátæðum eiga samvinmi við Suslov, sem hann lítur á sem erkióvin sinn og Júgóslavíu. Það virðist nokkurn veg- inn öruggt, að Komintern verð- ur ekki endurreist, og má kannski þakka það afstöðu Títós. Kom í veg fyrir för Maos Það er haft eftir öruggum heimildum bak við járntjald, að Krúsjeff framkvæmdastjóri rússneska kommúnistaflokks- ins hafi komið í veg fyrir, að J Mao Tse-tung forseti Kína! færi í heimsókn til kommún- j istaríkjanna í Austur-Evrópu. | Það var tilkynnt í síðustu! viku, að Mao hefði flogið rak- ] leitt til Peking. Er almennt j álitið, að Krúsjeff hafi hindr- að för hans til kommúnista- ríkjanna af ótta við það, að hann kynni að vinna sér aukna hylli í hinni hörðu bar- áttu um það, hver sé hinn eig- inlegi leiðtogi alþjóðakommún ismans þessa stundina. L0KAÐ I DAO frá kiukkan 1—4, vegna minningarathafnar Elinbjargar Þorsteinsdóttur. Raflampagerðin Hjartanlegar þakkir færi ég öllum þeim mörgu vinum mínum og vandamönnum, sem með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum, heiðruðu mig á sjötugsafmæli mínu 20. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Andrea Andrésdóttir, Reynimel 46. Eiginmaðurinn minn, faðir og tengdafaðir okkar EINAR ÓLAFSSON kaupmaður, Skagabraut 9, Akranesi, andaðist í Sjúkra- húsi Akraness 27. þ.m. Guðrún Ásmundsdóttir Ólafsson, Einar Jón Ólafsson, Lydia Björnsson, Ingvar Björnsson. FILIPPUS MAGNÚSSON, kjötmatsmaður, Vitastíg 13, andaðist á Landsspítalanum 14. nóv. sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Margrét Jörundsdóttir, Jörundur Þorsteinsson. Útför konu minnar KATRlNAR ÞORSTEINSDÓTTUR sem andaðist 20. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 29. nóv. kl. 3 e.h. Hannes Pálsson. "mmiinwi i nnii—ii—— wimaw^———m——a—b———p—b Jarðarför móður okkar VIGFtJSlNU VIGFtJSDÓTTUR, Sólvallagötu 4, Keflavík, fer fram föstudaginn 29. nóvember klukkan 1,30 e. h. Börnin. Jarðarför systur okkar KATRlNAR JÓNSDÓTTUR fer fram laugardaginn 30 .nóv. n.k. og hefst með hús- kveðju að heimili hennar Bræðraborg, Hellu, kl. 11 árd- Jarðsett verður að Árbæ. Fyrir mína hönd, systkina og annarra vandamanna. Bjarni Jónsson, Hellu. Jarðarför mannsins míns SIGURJÓNS STEFÁNSSONAR Garðastræti 40, sem lézt 24. þ.m., fer fram frá Dómkirkj- unni föstudaginn 29. nóvember kl. 2.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þórunn Jensdóttir. Útför bróður okkar GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Þjóðólfshaga, er andaðist 21. þ. mán. fer fram frá Marteinstungukirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 12. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 9 fyrir hádegi sama dag. Systkinin. Jarðarför hjartkærs eiginmanns míns fósturföður og afa SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR vélstjóra, Njarðargötu 61 fer fram frá Fríkirkjunni föstu- daginn 29. nóvember kl. 1.30 e.h. Hólmfríður Björnsdóttir, Þorsteinn B. Jónsson, Jón Guðinundsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.