Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 12
12
MORCWnr ámn
Fimmtudagur 28. nðv. 1957
Ibsen Guðmundsson
M i nningarorð
HINN 26. okt. sl. andaðist í
Landakotsspítala Ibsen Guð-
mundsson frá Suðureyri í Súg-
andafirði. Fyrir tæpu ári gekk
hann að störfum með öðrum
mönnum og vissi enginn annað
en hann væri heilbrigður. En
kvöld eitt, er hann fór heim að
loknu dagsverki, féll hann niður
á götunni og varð að bera hann
heim. Síðan hefur hann verið
sjúklingur, fyrst heima, síðar f
Sólvangi í Hafnarfirði og að síð-
ustu í Landakotsspítala.
Ibsen Guðmundsson v*r fædd-
ur á Laugum 14. apríl 1892. For-
eldrar hans voru Guðmundur
Sigurðsson frá Gilsbrekku og
Arína Þórðardóttir frá Vatnadai.
Voru þau af mætu og merku fólki
komin, og þó þau væru ung að
árum, höfðu þau áunnið sér hylli
manna og traust, sem óx með
ári hverju, eftir því sem menn
reyndu meir manndóm þeirra og
dugnað. Þau voru í húsmennsku
> á Laugum, þegar Ibsen fæddist,
en tóku jörðina til ábúðar á
næstu fardögum og bjuggu þar
til 1899, en þá fluttu þau að
Langhól, hjáleigu frá Bæ, sem
síðar sameinaðist aðaljörðinní,
þegar Guðmundur tók hluti að
henni, sem losnuðu úr ábúð. í
Bæ bjuggu þau hjón til æviloka,
rúm 40 ár, og þar unnu þau
mestan hluta lífsstarfs síns.
Guðmundur var hinn mesti
dugnaðarmaður, hvort sem hann
vann á sjó eða landi; átti hann
sexæring sem hann var formað-
ur á og sótti sjó með miklum
dugnaði. Hann var einnig mjög
handlaginn og vann að alls konar
smíðum, bæði fyrir sig og aðra.
Hann var með fyrstu mönnum
í Súgandafirði til að fá vélknú-
inn fiskibát. 1 júlí 1906 keypti
hann bátinn Sigurvon og var það
annar vélbáturinn, sem kom í
fjörðinn, en fyrsti vélbáturinn
kom rúmum þrem mánðum fyrr
Meðeigendur Guðmundar voru
Halldór Guðmundsson og Vetur-
liði H. Guðnason, sem fyrst var
formaður bátsins. Þeir Halldór
og Veturliði áttu sinn fjórðapart-
inn hvor, en ekki vissu menn
annað en Guðmundur ætti helm-
inginn. Nú hefur komið í ljós,
að í kaupbréfinu er Ibsen, þá
14 ára, talinn einn kaupandinn
og hefur hann því verið sam-
eignarmaður föður síns frá
upphafi.
Ibsen ólst upp hjá foreldrum
sínum, fyrst á Laugum og síðar
í Bæ. Ungur vandist hann allri
vinnu, eftir því sem hann hafði
þrek til, og er hann var full
þroska vann hann með föður sín-
um að öllum störfum hans. Lagði
hann með því grundvöllinn að
þeirri fjölhæfni, sem síðar varð
honum svo notadrjúg. Á Sigur-
voninni mun hann fyrst hafa far-
ið á sjó, svo talizt geti, og gerð-
ist háseti á henni, þegar hann
hafið aldur til.
Meðeigendur Guðmundar slitu
sameigninni 1915. Seldu þeir þá
sinn hluta í bátnum, en þeir
feðgar keyptu. Hélzt sameign
þeirra meðan Guðmundur lifði.
Ibsen gerðist þá formaður báts-
ins og tók við honum í byrjun
vorvertíðar 1915. Þetta var upp-
haf að löngum og merkum þætti
í lífi hans. Var hann á Sigurvon-
inni í full 40 ár eftir þetta og var
formaður allan tímann, nema 5
síðustu árin. Þetta var langur
tími og margt breyttist á þeim
árum. Þegar Ibsen hóf for-
mennsku mátti kallast að stutt
væri til fiskjar allt árið og afli
var oft góður, en er fram liðu
stundir fór fiskur að fjarlægjast
á vetrum og varð þá erfiðara að
sækja sjó á litlum bátum og kom
að því, að Ibsen varð að láta
bátinn standa á landi yfir vetur-
inn. Stundaði hann þá landvinnu
þann tíma, en er voraði setti
hann aftur á flot og var við
fiskveiðar fram á haust, ef vel
viðraði, allt fram í nóvember.
Það voru ekki fáir menn, sem
voru skipverjar Ibsens á þessum
mörgu árum, og í þeim hóp var
fjöldi unglinga, sem fyrst voru
að fara á sjó og lærðu fyrst hjá
honum til þeirra veka. Má í því
efni segja að bátur hans væri
lítið skólaskip.
Þeir munu óvíða margir, sem
stundað hafa sjómennsku og út-
gerð jafnlengi og Ibsen Guð-
mundsson, án þess að verða fyrir
nokkrum áföllum. Sum árin var
afli góður og afkoma eftir því,
en oft hið gagnstæða og stund-
um árum saman og þrengdi þá
að útgerðarmönnum og sjómönn-
um. Allmargir útgerðarmenn
urðu að leita hjálpar og fá upp
gjöf á skuldum, en Ibsen leitaði
ekki hjálpar og stóð í skilum við
alla. Nokkru mun það hafa ráðið
að hann lagði ekki í eins mikla
áhættu og sumir aðrir, en engu
síður hitt, að hann lagfærði sjálf-
ur það sém viðgerðar þurfti og
hirðing hans á skipi og veiðar-
færum var afburða góð. Dró það
ekki lítið úr útgerðarkostnaði
Þá mun hann hafa, þegar vel
gekk, lagt nokkuð í varasjóð, í
stað þess að nota það til eigin
þarfa.
A þessu langa tímabili gerði
Ibsen oft miklar endurbætúr á
bátnum, yfirbyggði hann og
hækkaði, skipti um vél o. fl.; var
báturinn orðinn mun burðameiri
en hann var í fyrstu. Síðast gekk
Sigurvonin til fiskjar sumarið
1955, var það 50. sumarið hennar.
Um haustið slitnaði hún upp á
höfninni í stórviðri og brimi. Rak
hana á land og brotnaði mikið
Ekki kunni Ibsen við að ónýta
hana. Lét hann endurbyggja
hana sumarið eftir og sparaði í
engu að gera bátinn sem nýjan.
Vélin var nýleg og þurfti lítillar
viðgerðar. En ekki auðnaðist
Ibsen að njóta þessarar viðgerð-
ar, starfstími hans var á enda.
í byrjun nóvember fékk hann
heilablæðingu, sem ekki var
hægt að lækna, en rólegur og
æðrulaus beið hann þess er
verða vildi.
Þó sjómennskan væri aðalat-
vinna Ibsens átti hann þó lengst-
um kú og nokkrar kindur, sem
hann annaðist sjálfur að öllu
leyti. Faðir hans gaf honum
blett í engjum Bæjar. Blettinn
girti hann og þurrkaði með
skurðum, þar sem þörf var á.
Þegar hann svo bar áburð á
blettinn, varð hann brátt sem
bezta tún og mun hann oft hafa
fengið af honum nálægt tveim
kýrfóðrum. Ræktaði hann blett-
inn meðan hann hafði krafta til.
Hinn 1. apríl 1915 kvæntist
Ibsen Lovísu Kristjánsdóttur,
stúlku af góðum ættum. Hún
hafði verið heilsutæp frá
bernsku og var ein af þeim
mörgu sem vart þekkja af eigin
reynslu hvað full heilbrigði er,
en þrátt fyrir það vann hún störf
sín sem húsmóðir, eiginkona og
móðir af mikilli prýði og með
ótrúlegri þrautseigju. Var hún
manni sínum löngum styrk stoð,
bæði í stjórn og störfum. Stund-
um var hún þó frá verki vegna
veikinda og naut þá alúðlegrai
umhyggju manns síns og for-
eldrar hans og systur réttu henni
þá tíðum hjálparhönd.
Þegar Ibsen giftist fór hann
fyrst úr foreldrahúsum og reisti
eigið heimili. Hann lagfærði ver-
búð, sem faðir hans átti á Suður-
eyri og varð hún fyrsta heimili
þeirra hjóna. Lágt var þar til
lofts og þröngt til veggja, en efn-
in leyfðu ekki meira og við það
varð að una, með von um úr-
bót með betri tíma. í þessum
þröngu húsakynnum reyndu
menn fyrst greiðasemi og gest-
risni þeirra hjóna. Nokkrum ár-
um síðar keypti Ibsen stærra
hús, sem hann síða endurbætti
og stækkaði. Einnig byggði hann
við það hús fyrir hey og kvik-
fénað. Allt var þetta snoturt og
frágangur vandaður.
Sambúð þeirra hjóna var hin
bezta, voru þau mjög samhent í
öllu og hafði það ekki litla þýð-
ingu fyrir afkomu þeirra. Hið
sama er að segja um uppeldi
barnanna, sem þau lögðu mikla
alúð við, enda bera börnin þess
ljósan vott. Þau eignuðust 8
börn og eru þau öll á lífi. Yngsta
barnið, drengur, Guðfinnur að
nafni, hefur verið veikur frá
barnsaldri og aldrei náð eðlileg-
um þroska. Þetta var foreldrun-
um þung raun. Gerðu þau allt
sem unnt var til að leita honum
hjálpar, en með litlum árangri.
Hin börnin eru: Þorgeir, skóla-
stjóri í Hafnarfirði, Kristján,
skipstjóri á Suðureyri, Lovísa,
gift kona á Suðureyri, Arína,
gift kona í Keflavík, Halídór, bíl-
stjóri í Keflavík, Guðmundur,
skipstjóri í Reykjavík og Helgi,
skipstjóri á Akranesi. Öll eru þau
systkin í tölu hinna beztu þjóð-
félagsþegna og prýði sinnar
stéttar, hafa þau byggt á hinum
trausta grundvelli, sem lagður
var með uppeldi þeirra í foreldra
húsum.
Ibsen var maður, sem lét ekki
mikið á sér bera, en vann og
hugsaði í kyrrþey. Hann var
stilltur og prúður i framgöngu,
gætinn í orðum og sjaldan eða
aldrei sást hann bregða skapi.
Hann var einn þeirra manna,
sem aldrei féll verk úr hendi, og
ef við þurfti hirti hann ekki um
þó vinnudagurinn yrði langur.
Hann var góður félagi og ávann
sér hylli allra, sem með honum
voru. Segja má að hann hafi ver-
ið af gamla skólanum, en þó
fylgdi hann nýja tímanum eftir
því sem ástæður leyfðu og hann
áleit rétt vera, en sleppti aldrei
því, sem hann áleit gott þó gam-
alt væri og jafnan hélt hann
tryggð við hinar „fornu dygðir“.
Það mátti reiða sig á orð hans og
í öllu bera til hans fyllsta traust.
Mörg síðustu árin vann hann hjá
öðrum nokkurn tíma ársins og
gekk þá að verki með sama dugn
aði, iðni og vandvirkni og hann
vann fyrir sjálfan sig.
Starfstíma þessa atorkumanns
er fyrir nokkru lokið og nú hef-
ur hann fengið lausn frá þraut-
um og verið kallaður til æðra
lífs. En því er svo varið, að þó
við trúum því að dauðinn sé
fæðing til nýs og betra lífs, þá
fylgir skilnaðinum ávallt nokk-
ur sársauki, einkum hjá þeim,
sem næstir standa, sem hér eru
kona hans og börn. Kona hans
er nú farin að kröftum eftir
langt og mikið starf, starf unnið
af áhuga, en oft með veikum
kröftum, sem stundum var of-
boðið. Við skiljum vel tilfinn-
ingar hennar á þessari stund, en
hún er líka rík af ljúfum minn-
ingum frá rúmlega 40 ára sam-
fylgd, sem munu ylja henni á
ófarinni leið. Líkt er um börn-
in. Minningin um góðan föður
mun verða þeim björt leiðar-
stjarna.
Vinir Ibsens, kunningjar hans
og samverkamenn, minnast hans
með þakklæti fyrir samvinnu og
kynni, um leið og þeir flytja nán-
ustu aðstandendum hlýjar sam-
úðarkveðjur.
K. G. Þ.
Gjaldkerastarf
í aðalskrifstofu Happdrættis Háskóla
íslands er laust til umsóknar.
Umsóknir, er tilgreini námsferil og starfs-
feril umsækjanda, skulu sendar skrifstofu
happdrættisins í Tjarnargötu 4, fyrir 7. des-
ember nk.
Bösbnr afgrciðslnmaöur
óskast nú þegar.
Uppl. á skrifstofunni, — ekki í síma.
Bækur & Ritföng
Garðastræti 17.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 73. og 74. tbl. Lögbirtingablaðsins
1957, á Suðurlandsbraut 140, hér í bænum, talin eign Atla
Árnasonar, fer fram eftir kröfu Þorvaldar Þórarinssonar
hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 2. desember 1957,
kl. 2,30 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Tilkynning frá Húsgagnaverzlun Austurbæjar:
OPNUM í DAG
fímmtudaginn 28. nóvember stórkostlega jólasölu
í Listamannaskálanum.
Til að gera öllum kleift að fá sér gólfteppi fyrir jólin, munum við selja mjög
glæsilegt úrval af gólfteppum í mörgum stærðum og mjög fjölbreyttu litaúrvali
með mjög hagkvæmum greiðsluskilmálum. — Einnig húsgögn af ýmsum gerð«
um og mjög fallega standlampa með tilheyrandi veggljósum.
Barnavöggur, dúkkuvöggur og dúkkukerrur, mjög ódýrt.
Einnig verða seldar ljósakrónur og veggljós með 50—60% afslætti.
Manchettskyrtur á kr. 65.00 pr. stk.
Daglega kemur eitthvað nýtt í Skálann.
Húsgagnaverzlun Austurbæjar hf.