Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. nóv. 1957 MORCmSfíí 4Ð1Ð 11 Sr. Jón Auðuns, dómprótastur: Hvassviðri í kirkjum Norðurlanda ÞAÐ VAR EKKI kyrrð yfir vötn- unum í kirkjulífi bræðra vorra á Norðurlöndum vikurnar, sem ég dvaldi þar fyrir skömmu. Margir hafa tjáð mér forvitni sína á að vita, hvað þar hafi verið um að vera. En í Noregi, Svíþjóð og Danmörk hefir komið til átaka, og mikið verið um þau átök skrif- að í blöðin. í Noregi hefir um alllangt skeið verið háð barátta innan kirkjunnar, stundum hörð. Þar, eins og raunar í öðrum löndum í heimi mótmælenda, hefir guð- fræðin tekið allmiklum breyting- um í umróti tveggja eftirstríðs- ára. Bjartsýni aldamótaguðfræð- innar hlaut áföll þung í hörmung- um tveggja stórstyrjalda. Bjart- sýn, frjálslynd guðfræði, heim- speki og lífsskoðun fór að eiga æ örðugri aðstöðu, því að bölsýni styrjaldakynslóðarinnar sótti fast að henni, og var það að vonum. Heimspekin missti vængi til flugs, eins og Albert Schweitzer hefir lýst, lífsskoðunin varð dap- urlegri, listirnar grófari og guð fræðin glataði að verulegu leyti trú Jesú Krists á möguleika mannsins til hins góða, og varð bölsýn, skuggaleg. Guðfræðing- arnir hurfu aftur til sívaxandi trúar á manninn sem syndugt vítisbarn, glötunarbarn, sem enga aðra leið ætti til frelsunar og hjálpræðis en þá, að trúa á end- urlausnina fyrir blóðuga fórn Guðssonarins, sem friðþægt hefði fyrir afbrot þessa afbrotalýðs. Ytri aðstæður móta í ríkum mæli lífsskoðun hverrar aldar. Flestir fljóta þar með straumn- um. Vegna hörmulegra ófara hins kristna heims í tveim heims- styrjöldum vaknaði með nýju afli trúin á, að mannkynið væri í eðli sínu gerspillt, trú, sem frjáls- lynda guðfræðin hélt sig hafa kveðið niður. Menn misstu það þrek til að vona, sem frjálslynda aldamótaguðfræðin var auðug að meðan gamla Evrópa og Vestur- heimur bjuggu við sívaxandi far- sæld og framfarir, og þróunar- kenningin stóð í blóma. Frjálslyndu guðfræðingarnir norsku hnigu í valinn hver af öðrum og undir forystu hins mikil hæfa og lærða mælskumanns, próf. Hallesbys, fór ný gamalguð- fræði, geysilega afturhaldssöm og geysilega „rétttrúuð", sigurför í norsku kirkjunni, með ríkum staðningi norska heimatrúboðs- ins. Eyvind Berggrav Oslóarbiskup, víðkunnur lærdómsmaður og kirkj uhöfðingi á borð við Söder- blom erkibiskup Svía, kom að miklu leyti sem lamaður maður út úr eldraun þýzka hernámsins. Ég hitti hann fyrir skömmu í Osló, og er hann ekki nema svip- ur hjá fyrri sjón. Glæsilegasti kirkjuleiðtogi Norðmanna, fyrir margra hluta sakir, er nú dr. Kr. Schielderup biskup á Hamri. Hann ber uppi merki frjálslynds kristindóms með Norðmönnum, og þess vegna hlaut að leiða til árekstra milli hans og Hallesbys. Um deilur þeirra, kirkjudeil- una norsku, var nokkuð ritað í íslenzk blöð fyrir fáum árum, meðan hún stóð hæst. En fyrir nokkrum vikum blossaði hún upp að nýju. Á fundi biskupa og presta, þar sem leikmenn eiga einnig sæti, hóf Smemo, sem nú er Oslóarbiskup, harða árás á dr. Schielderup, sem þá hafði gefið út bækling (Den grunn hvorpaa jeg bygger) til að skýra málstað sinn, hvers vegna hann trúi ekki á eilífa helvítisrefsingu, trúi ekkí því, að Guð láti nokkrá mannssál kveljast um eilífð í eldi Vítis. Smemo biskup lýsti yfir því, að kirkjan hefði aldrei kennt að eilíf helvítisrefsing væri ekki til. Hann orðaði það svo, en aðr- ir lýstu yfir, að þessi kenning væri óaðskiljanlegur hluti kenn- ingar kristinnar kirkju. Schielderup biskup vildi bíða átekta og svaraði engu að sinni. En áður en fundinum lauk var málið tekið upp að nýju með mikilli ákefð. Þá varði Schielder- up mál sitt, og þar sem yfirgnæf- Sr. Jón Auðuns andi rneiri hluti fundarmanna lýsti fullri andstöðu við kenning- ar hans, spurði hann, hvort þetta ætti að skilja sem brottrekstur sinn úr þjóðkirkju Noregs. Það vildu heimatrúboðsmenn og fylgjendur Hallesbys, en ró- legri mönnum var hætt að lítast á málið. Oslóarbiskup, yfirbiskup Norðmanna, svaraði, að málalok fundarins þýddu ekki brottrekst- ur Sehielderups. Mörg ummæli blaðanna og hitinn í umræðum manna á meðal benti sterklega til þess, að þeir yrðu ekki fáir, sem teldu sig ekki lengur eiga heima í þjóðkirkju Noregs, ef biskup- inn á Hamri yrði rekinn þaðan. Vafalaust hafa sumir þeir, sem í sterkri andstöðu voru við Schielderup á fundinum, óttazt afleiðingarnar. Flestar greinar blaðanna, sem ég sá þessa dag- ana, voru harðorðar gegn kirkju- leiðtogunum og beinlínis látið uppi, að vafasamt væri, hvort kirkja Noregs ætti öllu lengur að vera ríkiskirkja, eins og málum hennar væri komið í höndum leið toga hennar. Mörgum íslendingum eru per- sónulega kunnir þeir menn, sem komu hér mest við sögu. Pró fessor Hallesby hefir tvívegis komið hingað í trúboðsferðir, og fjöldi manna hlýddi á mál hans Schielderup biskup kom hingað fyrir fáum árum, flutti erindi á almennum kirkjufundi og fyrir- lestur í háskólanum. Hann eign- aðist marga aðdáendur. Smemo Oslóarbiskup kom hingað á Skál- holtshátíðina, virðulegur maður í framgöngu. — O — í Svíþjóð stendur baráttan innan •kirkjunnar um annað. Þar er um það barizt, hvort konur séu nægi- lega merkilegar mannverur til þess að gegna fullu prestsem- bætti í heilagri kirkju, hvort karlmenn einir séu ekki færir um að gegna svo háleitu embætti. Mig hefur lengi furðað á, að prest ar skuli treystast til að halda sínu ágæti þannig fram. Þetta mál hefir alllengi verið á dagskrá, en til alvarlegra á- taka kom nú fyrir skömmu, er frumvarp kirkjumálaráðherrans sænska um að konur fengju full- an rétt til prestsembætta í Sví- þjóð, var lagt fyrir kirkjuþingið' En án samþykkis þess getur frum varp kirkjumálaráðherra ekki orðið að lögum, hvað sem líður vilja ríkisþingsins. Og nú fór að hitna í kolunum. Menn bentu á, að ekki væri sæmi legt að bera fyrir sig orð Páls postula um, að „konur skyldu þegja á safnaðarsamkomum" og að þær „mættu ekki kenna“, þar sem sumir merkir biblíugagn- rýnendur teldu mjög vafasamt að þessi orð væru frá sjálfum Páli komin. Aðrar raddir sögðu, að hvað sem skilningi prestanna liði, væri ekki unnt að viður- kenna Pál postula sem löggjafa Svíþjóð í dag. Auðsætt var, að mikill meiri liluti kirkjuþingsins var andvíg- ur kvenprestum, en menn sáu, að hér var í óefni komið, því að meðal almennings var hörð and- s-.aða gegn skoðunum klerka og annarra kirkjuþingsmanna. Þá kom einn biskupanna fram með þá tillögu, að endanleg afstaða yrði ekki tekin að sinni, og var það látið gott heita. Um þetta mál var mikið rætt í sænskum blöðum og víða birt hörð gagnrýni á kirkjuleiðtog- ana. Fullyrt var, að á síðari ár- um hefði sænska kirkjan orðið fyrir kaþólskum áhrifum, sem fjarlæg væru lúterskri kirkju og sænsku þjóðinni. Skorað var á klerkana að gæta sín, bilið milli þjóðarinnar og kirkjunnar væri orðið svo stórt, að kirkjuþinginu væri sæmra að reyna að brúa það bil en stækka það, eins og hér væri verið að stefna að. Menn bentu á það, bæði á kirkj uþinginu og í blaðagreinum, að ekkert orð Jesú væri hægt að nota gegn því að konur tækju að orð Páls postula. En þá lýsti Bo Giertz biskup í Gautaborg yfir því, að kristnum mönnum bæri að trúa því, að Páll hefði bók- staflega talað fyrir munn Jesú. Mörgum ofbauð sú fullyrðing. Af mönnum, sem verulega komu við þessa sögu, munu ís- lenzkum mönnum naumast veru- lega kunnir aðrir en Gautaborg- arbiskup, Bo Giertz. Fyrir nokkr- um árum kom út í ísl. þýðingu skáldsaga hans: í grýtta jörð, í þýðingu séra Sigurbjarnar Ein- arssonar prófessors. —- O — 1 dönsku kirkjunni hvessti líka um sama leyti. Danskur prestur, séra Kalmey- er, gaf út bók á liðnu ári: Religi- on og Moral. Hann segir þar m.a.: „Með Pál postula sem heimild- armann kennir kirkjan, að mað- urinn öðlist sáluhjálp og réttlæt- ist fyrir það að trúa á staðgöngu- þjáningu Jesú Krists. Ef þessi kenning er gerð að þungamiðju kristindómsins, er fótunum kippt undan alvörunni í boðskap Jesú, og í rauninni ekkert rúm eftir fyrir hana. Ef sáluhjálpin fæst fyrir það, að trúa á fuTlnægju- gjörð þjáninga og dauða Krists, er enginn grundvöllur lengur til fyrir siðrænni viðleitni mannsins. Þá er spurningin um hin góðu verk, hina góðu breytni, orðin heimilislaus í kirkjunni, og þá hefir hugtakið synd fengið þá nýju merkingu, að það þýðir blátt áfram: vantrú. .. Þá merkir hið sér fulla prestsþjónustu, aðeins I æðsta illa: vantrú á staðgöngu- þjáningu Krists, og sú vantrú telst þá synd syndanna, já í raun- inni eina syndin“. Um fagnaðarboðskap Krists segir séra Kalmeyer: „Vér höf- um gleymt þessu orði og sett í þess stað innantóman og þýðing- arlausan orðavef um þjáningu annars (Krists) fyrir css og ó- verðskuldaða réttlætingu. Þannig höfum vér svipt orð Krists krafti þeirra, svo að orð hans er ekki lengur skilyrðí fyrir sálu- hjálpinni . . . Þess vegna hefir trúarlífið fölnað. Siðgæðisvið- leitnina höfum vér svipt mark- miði hennar . . . og krafa Krists um breytinina er þá ekki lengur skilyrðislaus og bindandi . . . En Kristur.er von heimsins: orð hans ein geta gefið oss lífsskiln- ing, markmið, sem leiða oss að mannsæmandi lífi“. Af bók prestsins er auðsætt, að hann telur kröfu Jesú sjálfs um breytni og líferni í samræmi við Fjallræðuna vera komna í skugg- ann af kenningu Páls postula um það, að réttlætingin fáist fyrir það eitt að trúa á friðþægingar- dauða Krists. Nú þóttist biskup séra Kalmey- ers, Halfdan Högsbro biskup yfir Lolland-Falster, ekki geta setið aðgerðalaus. Hann veitti presti þungar ávítur og setti honum skilyrði með hörðum orðum. En þá barst málið á óvæntan vettvang, það kom fyrir þjóðþing ið danska. Helge Larsen,- þing- maður fyrir kjördæmi það, sem Framh á bls. 19 // Sól á náttmálum 44 Ný skáldsaga eftir Guðmund G. Hagalm Bókaútgáfan Norðri, 1957. RITVERK Guðmundar G. Haga- líns eru orðin bæði mörg og merk. Hann er sagnamaður öðr- um fremur, hvort heldur er í ræðu eða riti, gæddur mikilli orð gnótt og frásagnargleði. Nú um skeið hefur hann fengizt einkum við ritun ævisagna og frásagna, og á því sviði stendur hann vafa- laust einna fremst íslenzkra rit- höfunda. Skáldsagnagerð hefur hann lagt til hliðar í tólf ár, eftir að hafa skapað persónur sístæðar í íslenzkum bókmenntum, svo sem Kristrúnu í Hamravík o. fl. Mönnum er því að vonum eigi lítil forvitni á að kynnast þeirri skáldsögunni, sem frá Guðmundi G. Hagalín kemur eftir tólf ára hlé, og fullyrði ég, að hin nýja bók verður engum vonbrigði, þeim er unna skáldverkum þessa höfundar. Sól á náttmálum, sagan um Ás- brand Guðmundsson í Hjallatúni, er nútíma saga. Aðalsögusviðið er Hjallatún, vel setin jörð í mið- lungssveit, reist úr kotkreppu af fjórum harðduglegum ættliðum. Samt er þar umhorfs sem víða í miðlnugssveitum þessa lands í dag, heimilisfólkið allt roskið auk eins telpukrakka. Húsbónd- inn er kominn yfir sjötugt, hús- freyjan örlítið yngri, bæði vík- ingar duglegir, hann skapríkur, hún rólegri, bæði samhent eftir langa ævi samstilltra starfa og þögulla dáða. En hver verða ör- lög þeirra miklu verka, sem eftir þau liggja og þá, sem á undan þeim sátu jörðina. Miðsóknarafl höfuðstaðarins hefur sogað börn- in, fimm að tölu, til Reykjavík- ur, þar sem þau hafa komið sér sæmilega fyrir flest og slitið sam bandi við bernskustöðvarnar að öðru leyti en því, að sum sendu þangað börnin á sumrin, meðan þau voru lítil, en nú er sá tími liðinn. Þetta sem sagt hefur verið, er fjarska venjuleg saga í landi voru um sinn, saga, sem a.m.k. kaup- staðarfólkið sættir sig við, en er varla þrautalaus hinum. Það sem afbrigðilegt er við sögu Ásbrands og Hjallatúns er það, að áhrifamiklir menn upp- götva allt í einu, að óvíða eru betri hafnarskilyrði en skammt frá bænum, og taka þeir til við að semja áætlanir um skjóta hafnargerð þar og stofnun út- gerðarbæjar við auðug fiskimið. Þetta vekur hrifningu meðal ráða og peningamanna, og allt virðist klappað og klárt. Hjallatún hækkar eigi lítið í verði, ekki sízt holt og grjót- hólar, grjót þarf i höfnina, lóðir undir væntanlegan bæ. Ásbrandi bónda er boðið stórfé í jörðina, en hann býður braskinu byrginn, neitar að selja jörð ættar sinnar og verk eigin handa og gera að bitbeini gróðamanna fyrir sunn- an. Nú breikkar sögusviðið all- mikið, færist til Reykjavíkur ann að veifið, þeir sem létu sér fátt Guðmundur G. Hagalín um finnast áður, börn þeirra hjóna og aðrir, gera tíðreist heim á óðalið í von um fjárhlut. Hér stefnir höfundur saman ólíkustu persénum, kaupsýslumönnum úr Reykjavík, Hjallatúnshjónum og börnum þeirra í höfuðstaðnum, sem er margt annað betur gefið en skilja gamla foreldra sína, sem ekki vilja selja óðal sitt og ævistarf, þegar nóg fæst fyrir. Söguþráðurinn verður ekki rakinn lengra, en sagan er bæði vel sögð og áhrifamikil, og upp af þessum átökum rís skýr þjóð- félagsmynd — þjóðfélag jafn vægisleysis og keppni eftir fljót- teknum gróða, kjölfesta engin nema hjá aldamótafólkinu í Hjallanesi og skáldinu unga, enda allt það fólk, gamla fólkið og skáldið, mestu þrákálfar að dómi flestra hinna, að það skuli. ekki vilja sleppa kjölfestu sinni, utanveltufólk í dansinum kring um gullkálfinn. Það var áður kunnugt, að Guð- mundur G. Hagalín hefur glöggt auga fyrir persónulegum sér- kennum, og nýtur það sín vel hér sem endranær. Hér er hver persóna fast mótuð og skýr, og er aðdáunarvert, hve vel höfundi oft tekst, í fáum pennadráttum að gera persónur sínar ljóslif- andi fyrir hugskoti lesandans. Eftir fyrsta kaflann, sem er stutt- ur, þekkjum við t. d. mætavel allt fólkið í Hjallanesi. Höfundur ann flestum persóna sinna og reynir að draga fram sem mest gott hjá hverjum og einum. Hér bera þó af Hjallanes- hjónin, bæði eftirlæti Guðmund- ar G. Hagalíns, svo og Kon- kordía Sýrusdóttir, harla minnis stæð, stálgreind og sérkennileg kerling, — að ógleymdu skáld- inu, „atómskáldinu", sem hér er látið njóta sannmælis af mikilli víðsýni, en slíkt er eigi algengt hér hjá okkur. Annars fer varla hjá þvi, að oss virðist vér þekkja persónu- lega mitt á meðal vor margar þeirra manngerða, sem fram koma í þessari bók, því að svo sannar myndir eru þetta af því, sem gerist í dag. Þó þykir mér mest um vert innlifun höf. í líf, störf, hugsunarhátt og málfar fólksins í Hjallanesi, jafnt þess roskna, sem tólf ára telpunnar. Skilningurinn hefði varla orðið næmari,- þótt hann hefði verið einn úr hópi þess. Þetta er að visu engin ný uppgötvun um G. G.H. því að áður var kunnugt, að hann þekkti vel íslenzka bænd ur og sjómenn ,enda alinn upp í slíku umhverfi, og hefur þetta komið glöggt fram hjá honum oft áður. Það sem ég helzt vildi finna að Sól á náttmálum, er dálítill pré- dikunartónn á stöku stað, t.d. í kaflanum um forstjórann og Reykjavíkurför Ásbrands bónda. Sum samtölin eru heldur ekki nógu hnitmiðuð. En sem heild er sagan gott verk, mjög persónuleg, gædd víð sýni og afar jákvæð þrátt fyrir raunsæi sitt. Og ég vona að næsta skáldsaga hans láti ekki bíða eins lengi eftir sér og þessi gerði. Eiríkur Hreinn Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.