Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.11.1957, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. nóv. 1957 MORGVTSJtl 4 f) IÐ 9 Dalvíkurhöín stórskemmdir á bátunum. Svo er alkunnugt ofurkappið á vetr- arvertíðinni og nauðsyn þess að verða sem fyrstur á miðin, en hvorttveggja veldur þetta tak- markalausri ofreynslu vélanna, þessara dýru hluta, enda véla- notkun og vélaskipting bátanna alls óeðlileg. Allt lýnir þetta hve óæskilegt er að þurfa að senda vélbátana víðs vegar að af land- inu á þennan eina blett. Væri hægt að komast hjá þessu myndi það einnig hagkvæmt fyrir út- gerðirnar sunnan lands, er rýmk aði á miðunum og drægi úr ofur- kappinu. Eitt er svo enn og auðvitað það sem mesta hefir þýðingu og það eru aflabrögðin sjálf. Það hefir komið fyrir að vertíð fyrir sunn an hefir að miklu leyti brugðist og þá er skellur aðkomubátanna mestur, sem mestu hafa til kost- að. Sé svo að ekki aflist nema fyrir tryggingu þá er betra að hafa minna en halda sig á heima slóðum. Það er því enginn efi á því að brýna nauðsyn ber til þess að búa svo í haginn fyrir bátana að þeir geti gert út hér fyrir norð an yfir vetrarmánuðina. Það má telja nokkurn veginn öruggt að fiskur er hér fyrir hendi, þótt minna sé að jafnaði en fyrir sunn an. Það má t.d. benda á það að vélbáturinn Hagbarður var gerð ur út frá Húsavík í fyrravetur og gafst sú útgerð sæmilega, afl- inn var að vísu nokkru minni að meðaltali í róðri en fyrir sunnan en þar er gert ráð fyrir 10—12 skippundum sem meðalafla. Sá galli er þó á útgerð hér nyrða að engin baktrygging er fyrir útgerðina ef illa gengur. Hlutatryggingasjóði er ætlað að gegna þessu hlutverki og hann gerir það fyrir sunnan. Landinu er skipt í bótasvæði og úthlut- anir fara fram eftir aflamagni skipanna og gilda þar um sér- stakar reglur. í þennan sjóð leggja allir bátar á landinu hvort sem fiskað er lítið eða mikið og hvar sem fiskað er. Þar sem afla- magn er jafnaðarlega meira fyr- ir sunnan en víðast hvar annars staðar á landinu fá útgerðirnar fyrr styrk úr hlutatrygginga- sjóði, ef afli bregst, þar sem bóta skylda kemur til við hærra afla- magn en t. d. hér fyrir norðan. Fari svo að útgerðarmenn nyrðra hugsi til vetrarútgerðar hér er nauðsynlegt að fundinn verði nýr grundvöllur á bóta- svæðinu fyrir Norðlendingafjórð ung. Hefir Fiskiþing Norðlend ingafjórðungs gert um það sam- þykkt að skora á Alþingi að efla svo hlutatryggingasjóð að hann nái til að virka hér fyrir norðan. Það þarf enginn að efa að við þetta myndu lifnaðarhættir ger- breytast hér heima í hinum ýmsu útgerðarstöðvum Norðurlands. Það farandlíf, sem fjöldi fólks verður að lifa mikinn hluta árs ins er fjarri því að vera heppi- legt fyrir framþróun þeirra staða er fólk þetta byggir. Héðan að norðan hafa verið gerð ir út á vetrarvertíð í 4 mánuði 25 til 30 bátar og mun láta nærri að fjöldi þeirra skiptist þannig niður á hafnirnar: 6 frá Húsavík, 2 frá Grenivík, 7 frá Akureyri, 4 frá Dalvík, 4 frá Ólafsfirði og 2 frá Siglufirði. Á. þessa báta þarf Aí alveg sérstökum ástælum er þvottahús, í alveg yfirfullum gangi, hér í borginni til sölu. Þvottahúsið hefir mikið húsnæði, stórvirkar vélar, ágæt viðskiptasambönd, þaulæft og trúverðugt starfslið og margt fleira, sem allt er fyrsta flokks í sinni röð. Hér er boðið framtíðar fyrirtæki. Nánari upplýsingar gefur PÉTUR JAKOBSSON, löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12. Sími 14492. VERITRS Handsnúnar saumavélai' með Ijósi. Automatisk sikk-sakk og mynstur- saumavél í tösku. Automatisk sikk-sakk og mynstur- saumavél í eikarskáp. Garðar Gíslason hf. REYKJAVlK 350 til 400 sjómenn. Auk þeirra fara svo oft og einatt nokkuð margir menn *uður til þess að vinna að útgerðinni í landi. Þó vinnur þetta fólk ekki meira en svo að hráefninu sem það dregur á land en að það skilar fiskinum slægðum. En ef þessi afli væri dreginn á land í heimahöfn myndi hann skapa mun fleira fólki þar atvinnu við fullnaðarverkun ým- ist í frystihúsum eða í salt. En á sama tíma er jafnan atvinnuskort ur í sjávarplássunum hér nyrðra. Færi svo að vetrarútgerð hæf- ist hér er líklegt að það myndi einnig reka á eftir því að lokið yrði við ýmsar hálfgerðar hafnir hér norðan lands svo sem á Húsa- vík, Dalvík og Ólafsfirði. Það er því á flestan hátt hagur að breyta til um útgerðarhætti, því fróðir menn telja að betra sé að draga 2 fiska á land í heimahöfn heldur en 3 suður á landi. Eitt atriði má benda á ennþá sem mikla þýðingu hefir fyrir útgerðina hér norðanlands. Hér á Akureyri héfir nú verið byggt stórt og mikið hraðfrystihús, sem unnið getur afla allra Akureyrar togaranna. Þeir lögðu hins vegar upp afla sinn víða á höfnunum hér í kring svo sem Sauðárkróki, Ólafsfirði, Dalvík og víðar áður en þetta hraðfrystihús tók til starfa, en nú er að sjálfsögðu loku skotið fyrir að svo verði í framtíðinni að minnsta kosti svo nokkru nemi. Verkefni frystihús- anna á þessum stöðum hefir stór- minnkað og þá einkum er sízt skyldi. Það mun því að öllu athuguðu vera stórt skref í áttina til jafn- vægis í byggð landsins að efla svo hlutatryggingarsjóð að megi koma að haldi fyrir önnur bóta- svæði en Suðurland. vig. Sigurgeir Sigurjónsson hæstarcttariögmaður. Aðalstræti 8. — Sími 11043. V.S. NJÖRÐUR E. A. 767, stærð 93 rúmlestir — og V.S. SVAIMUR G. K. 462, stærð 15 rúmlestir, eru til sölu. Fiskveiðasjóður Islands. 2jo heibergja íbúð á hitaveitusvæði í vesturbænum óskast til kaups. EIGIMIR Austurstræti 14 — 3. hæð. Sími 10332. Námskeið um notkun Dýptarmæla og Asdictækja fyrir skipstjórnarmenn fiskiskipa, hefst 3. desember í húsi Fiskifélags Islands. — Tilhögun verður þannig: Þriðjud. 3. des. kl. 20.30 :Notkun og viðhald ATLAS mæla Miðvikud. 4. des kl. 20.30: — — ELAC mæla Fimmtud. 5. des. kl. 20.30: — KELVIN og HUGHES mæla Föstud. 6. des. kl. 20,30: — — SIMRAD mæla Laugard. 7. des. kl. 16.30: Asdic, kostir þess og takmarkanir. Sunnud. 8. des. kl. (tími ákveðinn síðar): Sýnt á Asdictæki í notkun á Rvíkurhöfn. Mánud. 9. des. kl. 20.30: Erindi. Fiskirannsóknir (Jakob Jakobsson, fiskifrseðingur) Þátttaka tilkynnist fyrir mánudaginn 2. des til Fiskifé- lags íslands, sími 10500 eða Kristjáni Júlíussyni, sími 16201, kl. 18—19. FISKIFÉLAG ISLANDS. — Bezt oð auglýsa 1 Morgunblaðinu — Golfteppi nýkomin Tegund: Stærð: Verð: AKRA 250 x 350 cm Kr. 3.757.00 ALESIA 240 x 350 — — 2.806.00 — 264 x 320 — — 2.580.00 — 300 x 400 — — 3.960.00 OLYMP 140 x 200 — — 482.00 — 200 x 280 — — 964.00 — 225 x 270 — — 1.046.00 — 260 x 260 — — 934.00 — 270 x 360 — — 1.520.00 BORNHOLM 230 x 274 — — 1.198.00 2120 300 x 400 — — 5.355.00 2200 300 x 400 — — 5.355.00 495 300 1 o o X — 5.840.00 1505 300 x 400 — — 5.840.00 2195 300 x 400 — — 5.355.00 2195 250 x 350 — — 3.905.00 BAGDAD 250 x 350 — ... 1.890.00 Kristján Siggeirsson hf LAUGAVEGI 13 SIMI 1-38-79.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.