Morgunblaðið - 01.12.1957, Síða 4
4
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 1. des. 1957
í dag er 336. dagur ársins.
Sunnudagur 1. desember.
Jólafasta.
Árdegisflæði kl. 00,43.
Síðdegisflæði kl. 13,17.
Slysavarðstofa Reykjuvíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður L
R (fyrir vitjanir) er á sama stað,
frá kl. 18—8. Sími 15030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunni, sími 17911. Ingólfs-apótek,
Laugavegs-apótek og Reykjavíkur
apótek eru opin daglega til kl. 7
nema á laugardögum til kl. 4. —
Er.nfremur eru Holts-apótek, Apó
tek Austurbæjar og Vesturbæjar-
apótek opin daglega til kl. 8, nema
á laugardögum til kl. 4. — Þrjú
síðast talin apótek eru öll opin á
sunnudögum milli kl. 1 og 4.
Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er
opið daglega kl.. 9—20, nema á
laugardögum 9—16 og á sunnudög
um 13—16. Sími 34006.
Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16.
Hafnarf jarðar-apótek er opið
alla virka daga kl. 9—21. Laugar
daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi-
daga kl. 13—16 og 19—21. Nætur-
læknir er Clafur Einarsson, sími
60275. —
Keflavíkur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga
frá kl. 9—16 og helga daga frá
kl. 13—16. Næturlæknir er Hrafn
kell Helgason.
Akureyri: — Næturvörður er í
Stjörnu-apóteki, sími 1718. Nætur
læknir er Erl. Konráðsson.
I.O.O.F. 3 = 1391228 == E. T.
I. Sp.
□ MlMIR 59571227 — 1
□ EDDA 59571237 — Kosn.
V. St. M. — 1
* AFMÆLI *
80 ára er í dag Guðrún Jónsdótt
ir. Hún verður stödd hjá dóttur
l sinni, Skúlagötu 60.
K^fBrúökaup
1 dag verða gefin saman í hjóna
band af prófessor Sigurbirni Ein-
arssyni, ungfrú Jóna Guðjónsdótt
ir, skrifstofumær og Gústaf Jó-
hannesson, bankagjaldkeri. Heim-
ili ungu hjónanna verður á Hring
braut 39.
í dag (sunnudag) verða gefin
saman í hjónaband af séra Garð-
ari Þorsteinssyni, ungfrú Eyrún
Jóhannsdóttir, Nönnustíg 5, Hafn
arfirði og Eiríkur K. Davíðsson,
Miklaholti, Mýrum. Heimili þeirra
verður á Hábraut 2, Kópavogi.
í dag verða gefin saman ungfrú
Ingibjörg Ólafsdóttir og Guðmund
ur M. Björnsson, tannlæknanemi,
Reynihlíð í Garðahreppi.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Ásdis Magnús-
dóttir og Guðjón Friðgeirsson, —
kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði.
Sönn frásögn um hetjulund og þrek hinna mörgu afreksmanna,
sem að jafnaði er ekki getið á forsiöum dagblaðanna, — garp-
anna í gulu sjóstökkunum.
Um atburði þá, er bókin greinir frá hefur norska skáldið Arnulf
Överland orkt mikið kvæði, og er erindi þetta úr því:
Hetjur — nei menn, er má hvern dag sjá
í hópi kunningjanna,
eins og Pétur og Eilert og aðra þá
ættingja, vini og granna.
SVALT ER Á SELTU er sönn frásögn um einhverja mestu hetju-
dáð, sem drýgð hefur verið við strendur Noregs, er bjargað var
áhöfn flutningaskipsins ROKTA, sem strandaði í skerjagarðin-
um að áliðnum vetri 1937.
SVALT ER Á SELTU er óður til sjómanna um allan heim og gæti
frásögnin eins vel verið tekin úr harðri baráttu íslenzkra sjó-
manna við úfið haf og ofsa vinda.
SVALT ER Á SELTU kom út í Noregi í fyrra og varð þegar
metsölubók. Nú í ár kemur hún samtímis út í Danmörku, Sví-
þjóð, Finnlandi, Hollandi og hér.
SVALT ER Á SELTU er sannkölluð sjómannabók.
. B O KAUTGAFAN
ROÐULL
5.1. fimmtudag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra ÁreMusi
Nielssyni ungfrú Ólafía Jensdótt-
ir, Vallargerði 16, Kópavogi og
Gústaf Kristjánsson, iðnnemi,
sama stað.
Fyrra laugardag voru gefin
saman í hjónaband á Akureyri,
Kristin Haraldsdóttir, Brekkugötu
37 og Björn Arason, búnaðarráðu
nautur, Ráðhústorgi 5. Heimili
þeirra verður í Reykjavík.
jHSHjónaefni
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Anna Jensen, Braut-
arholti 22 og Magnús Gunnarsson,
sjómaður, Háagerði 63.
5.1. laugardag opinberuðu trúlof
un sína ungfrú Ásdís Sveinsdóttir
verzlunarmær, Grenimel 16 og Sig
urjón Ari Sigurjónsson, starfsmað
ur hjá L. H. Muller, Bræðraborg-
arstíg 13.
Ymislegt
Farsóitir í Reykjavík vikuna 10.
til 16. nóvember 1957, samkvæmt
skýrslum 21 (29) starfandi lækna.
Hálsbólga .............. 26 ( 35)
Kvefsótt ............... 68 ( 40)
Iðrakvef ............... 13 ( 20)
Influenza ............. 326 (745)
Hvotsótt ............. 2( 0)
Kveflungnabólga .... 17 ( 17)
Rauðir hur.dar ...... 1 ( 2)
Hlaupabóla .............. 1 ( 3)
Ristill ................ 2 ( 2)
Aðventklrkjan: — Sunnudaga-
skóli í dag kl. 11 f.h. ÖII börn vel-
komin.
K.F.U.M. og K., Hafnarfirði. --
Sunnudagaskólinn hefst kl. 10,30;
drengjafundurinn er kl. 1,30 — og
almenn samkoma kl. 8,30. — Þórir
Guðbergsson talar.
Akureyrarkirkja: — Sunnudaga
skóli kl. 10,30 árdegis í dag. —
Messa kl. 2 síðdegis. — Fundur í
stúlknadeild kl. 5 síðdegis. — Séra
Kristján Róbertsson.
Hlulavelta Kvennadeildar Slysa
varnarfélags íslands í Reykjavík,
hefst kl. '/ í dag í Verkamanna-
skýlinu. Margt góðra niuna. Ágóð-
inn rennur allur til slysavarna.
Kristniboðsfclag karla. — Hin
árlega kaffisala til ágóða fyrir
kristniboðið í Konso, fer fram í
Kristniboðshúsinu Betaniu og
hefst kl. 3 í dag. — Fréttabréf frá
Benedikt Jasonarsyni kristniboða
í Konso, verður lesið kl. 10 um
kvöldið. —
Orfi lífsins: — Þa/r sem nú börn
in eiga hlut i holdi og blóði, þá
hefur hann og sjálfttr fengið hlut
deild í því mjög svo á sama hátt,
í blaffinu á föstudag var stutt
samtal við ungan danskan kenn-
ara, Arne Stinus, sem hér hefur
boðist ti! að kenna dönsku, en
ekki fengið. Þessi mynd af Stinus
átti að fylgja viðtalinu, en varð
útundan þá.
til þess að luann fyrir dauðann
gæti að engu gert hcrnn, sem hefur
mátt dauðans, það er að segja
djöfulinn. (Hebr. 2, 14).
Enginn ætlar að verða of-
drykkjumaður, — Þeir voru allir
hófsmenn í fyrstu. Varist áfeng-
ið. — Umdæmisstúkan.
Samtíðin, desemberblaðið er
komið út. —
Læknar fjarverandi
Garðar Guðjónsson, óákveðið.
Staðgengill: Jón Hj. Gunnlaugs-
son, Hverfisgötu 50.
Jónas Sveinsson fjarverandi til
8. desember. — Staðgengill:
Gunnar Benjaminsson.
® Félagsstörf
Prentarakonur halda jólafund í
Eddu í félagsheimilinu, næsta
þriðjudag.
Guðsi>ekifélagsstúkan Fjóla í
Kópuavogi heldur fund n.k. þriðju
dagskvöld kl. 9 i barnaskólanum
á Digraneshálsi. Grétar O. Fells
flytur þar erindi.
Kaupið JÓLAFRAKKAi
þar sem úrvalið er mest
P. EVFELD
Ingólfsstræti 2 — Sími 10199.
Hlutavelta kvennadeildar Slysa-
varnafélagsins í Reykjavík. — Hin
góðkunna, árlega hlutavelta
F vennadei'.c’ar Slysavarnafélags
íslands í Reykjavík verður haldin
í Verkamannaskýlinu í dag og
hefst kl. 2.
Bræörafélag Óháða safnaðar-
ins heldur fund kl. 2 í dag í fé-
lagsheimiliinu Kirkjubæ.
FHAheit&samskot
Huiigríinskirkja í Suurbæ, afh.
Mbl.: J G krónur 50,00.
Spurning dagsins
TEIJIÐ þér, að undlegri velferð
mannsins gcti stafað luelta af geim
vísindunum og aukinn áherzlu á
rannsóknir á efnisheiminum?
Séra Gunnar Árnason: „Nei. En
öll aukin þekk,
ing á að miða til
hins góða enda
mannleg skylda
að leita sannleik
ans og umbóta á
hverju sviði og
verjum tíma.
Hins vegar er
unnt að misnota
alla hluti og sú
hætta stafar af
því, sem býr með manninum sjálf
um. Nauðsyn ber til þess nú á
tímum að leggja ekki jafneinhliða
áherzlu á rannsóknir efnisheims-
ins og gert hefir verið um skeið,
en því trúi ég, að mennirnir muni
brátt sjá það. Og þá mun sann-
leikurinn og gildi krjstindómsins
veiða öllum lýðum ljós“.
Stei'án Jónssion,
fréttamaður:
„Þetta er
hreinn skiln-
ingstrés-gam-
bítur. Menn
geta notað næst
um alla vitn-
eskju hvort
heldur sem er
til góðs eða
iHs. Um það
hafa svo marg
ir greindir menn sagt svo margt
skynsamlegt, að mér getur ekki
dottið neitt nýtt í hug. Nú senda
menn eldflaugar og gervitungl út
í geiminn til þess að finna ráð
til að skjóta vetnissprengjum
heiman að frá sér, nákvæmlega í
miðjuna á þéttbýlustu íbúðarhverf
unum í borgum annars staðar í
heiminum. Og af því stafar vel-
ferð mannsins mikil hætta. Eklci
bara líkamleg, lieldur í báða
enda. — Það er þctla með það
góða og það vonda. — Maður
verður held ég bara að treysta
því, að sá eljumikli húmoristi
haldi áfram með beztu manna
hjálp að skemnxta sér við það að
breyta því, sem mennirnir gera
sér til bölvunar, þeim til bless-
unar (Hugsið ykkur bara ef hann
hætti því).
Og ég hugsa að Friðrik muni
hafa það------—“•
lljörn JónsMon,
frmkv.stj. flug-
öryggisþjónust-
unnar' „Það fer
ekki hjá því, að
almennt hljóti
menn að brjóta
heilann um óend
anleik himin-
geimsins og
hvernig umhorfs
sé á öðrum hnött
um. Ekkert er
hins vegar líklegra til þess að
koma mönnum úr andlegu jafn-
vægi en heilabrot um efni, sem
lítil von virðist vera að komast
til botns í. Ég tel því vitr.eskj-
una um stöðugt vaxandi þekkingu
á geimnum, andlegu heilbrigði
hins hugsandi manns nauðsynlega.
Stöðnun á þessu sviði hlýtur að
leiða til afturfara — andlega sem
tæknilega. Auk þess tel ég, að
með áframhaldandi og aukinni á-
herzlu á rannsóknir á atominu og
geimnum muni tæknin að lokum
hjálpa okkur til að öðlas1 skiln-
ing á tilgangi tilverunnar og brúa
bilið milli hins andlega og hins
tæknilega þroska mannsins.