Morgunblaðið - 01.12.1957, Síða 6
6
MORCVHBL AÐ1Ð
Sunnudagur 1. des. 1957
iMi SKÁK iai
Verðnr Friðrib Ólafssjmi veitf
stórmeistaranafnbóf ?
Ég vcer ekkert ofantekin fyrir
Kaapmannahöfn
Afmælisrahb við Þuriði Lange 85 ára
— HELDUR þú að veröldin sé
MBL. sneri sér nýlega til Ás-
geirs Þórs Ásgeirssonar, forseta
Skáksambands íslands, og spurði
hann, hvort Friðrik Ólafsson
hefði með taflmennsku sinni í
Wageningen unnið til stórmeist-
aratitils, og bað hann að gera
grein fyrir þeim reglum, sem
um veitingu nafnbótarinnar gilda.
Ásgeir hefur af þessu tilefni sent
blaðínu eftirfarandi grein:
Sérstök nefnd, sem starfar á
vegum alþjóðaskáksambandsins
(FIDE) sér um veitingar alþjóða-
stórmeistara — og alþjóðameist-
aranafnbóta. Venjan er sú, að
skáksamband skákmannsins send
ir nefnd þessari umsókn, sem
hún síðan fjallar um á ársþingi
alþjóðaskáksambandsins. Við út-
hlutunina styðst nefndin við
ákveðnar reglur, sem þó hafa
verið í endurskoðun tvö síðustu
ár. Mönnum er vel Ijóst, að á
getu eins skákmanns verður ekki
lagður neinn algildur maelikvarði,
enda er ekki um neina fasta
stærð að raeða. Úrslit í einu móti
geta oft oltði á heppni, enda þótt
tilviljun komi minna til greina,
þegar kemur upp í efstu raðir
skákmanna.
Fimm stórmeistarar tóku þátt
í alþjóðlega skákmótinu í Wag-
eningen í Hollandi, — þeir Ivkov,
Larsen, Stáhlberg, Szabo og
Trifunovic. Þá kepptu þar 6 al-
þjóðlegir meistarar, — þeir
Donner, Friðrik, Kolarov, Teschn
er, Trojanescu og Uhlmann, svo
og 7 menn, sem enga alþjóðlega
nafnbót höfðu. Þannig kepptu
11 menn í móti þessu, sem höfðu
fengið viðurkenningarnafnbót al-
þjóðaskáksambandsins, og má
af því ráða, hversu sterkt mótið
var.
Samkvæmt reglum nefndar-
innar telst þetta mót til 2. flokks
A, þar sem það fullnægði skil-
yrðum þess flokks, þ. e. að þátt-
takendur voru fleiri en 16 og að
50% þeirra hefðu nafnbót al-
þjóðajneistara eða stórmeistara.
Til þess að alþjóðlegum meist-
ara sé veitt stórmeistaranafnbót,
þarf hann að hafa náð „stór-
meistaraárangri" einu sinni í al-
þjóðlegu skákmóti í fyrrgreind-
um flokki. Lágmarksskilyrði
fyrir stórmeistaraárangri eru
eftirfarandi: Alþjóðlegi meistar-
inn þarf að hafa hlotið 50% vinn-
inga gegn stórmeisturum móts-
ins, 70% gegn alþjóðlegum meist-
urum mótsins og 80% gegn öðr-
um keppendum mótsins.
Sé litið á afrekaslrrá Friðriks
verður útkoman þessi: Hann hef-
ur hlotið 50% vinninga gegn
stórmeisturunum, 80% gegn al-
þjóðlegu meisturunum og tæp
93% gegn þeim, sem eftir eru.
Hann hefur því fullnægt tilskildri
hundraðstölu gegn stórmeistur-
unum, þjarmað meir en nóg að
alþjóðlegum meisturum og leikið
þá nafnbótarlausu grátt.
Væru einhverjir ennþá í vafa
um, hvort Friðrik verðskuldaði
stórmeistaranafnbót, þá hyrfi sú
efasemd með öllu, ef Friðrik
fengi rúm 50% vinninga á olíu-
mótinu í Texas.
Þá skal þess að lokum getið,
að ársþing alþjóðaskáksambands-
ins verður haldið um miðjan
ágúst 1958 í Dubrovnik, Júgó-
slavíu.
Ásgeir Þór Ásgeirsson.
★
Á fundi í stjórn Skáksam-
bands íslands, sem haldinn var
í gær, var samþykkt að sækja
um það, að Friðrik Ólafssyni
verði veitt stórmeistaranafnbót.
Fullveldisfagnaöur
á Akranesi
UNGIR Sjálfstæðismenn efna til
fullveldisfagnaðar á Hótel Akra
nesi kl. 8,30 í kvöld. Þar tala þeir
Ólafur Thors, Pétur Ottesen og
Geir Hallgrímsson. Guðmundur
Jónsson syngur og Hjálmar Gísla
son flytur gamanþátt. Að lokum
verður dansað. — Aðgöngumiðar
eru seldir í hótelinu frá kl. 1 í
dag.
Fullfrúaráðsfundur
Kl. 5 í dag verður fundur í full
trúaráði Sjálfstæðisfélaganna á
Akranesi. Fundurinn verður á
Hótel Akranesi og munu þeir,
sem tala á fullveldisfagnaðinum
í kvöld, sækja fundinn.
Stjórnmálanám-
skeib á Akranesi
ÞÓR, félag ungra Sjálfstæðis-
manna á Akranesi, mun gangast
fyrir stjórnmálanámskeiði. Hefst
það á Hótel Akranesi annað
kvöld og verða þar flutt erindi
um ræðumennsku og fundarsköp.
Sigurður Helgason, lögfræðingur
mun sjá um námskeið þetta, og
eru ungir Sjálfstæðismenn hvatt
ir til að sækja það.
að batna? —
— Ég veit það ekki. Aðstaða
fólksins í lífsbaráttunni hefur
batnað og mannúðin er meiri.
En ég veit ekki hvort manneskj-
urnar eru andlega og siðferðilega
þroskaðri.
Þannig komst frú Þuriður
Lange, sem í dag á 85 ára af-
mæli m. a. að orði þegar Mbl.
hitti hana snöggvast að máli í
gær á heimili dóttur hennar, frú
Thyru Loftsson tannlæknis, á
Sóleyjargötu 19.
— Þú ert Húnvetningur að
ætt?
— Jú, ég er fædd að Spákonu-
felli í Húnavatnssýslu. Foreldr-
ar mínir voru Björg Jónsdóttir
frá Háagerði og Jakob Jósefsson
frá Spákonufelli. En þau flutt-
ust þaðan þegar ég, var á 1. ári
og settust að á Árbakka, sem vai
næsta jörð við Spákonufell. Þar
átti ég heimili í 27 ár. Eg átti
heima í Húnavatnssýslu fram til
ársins 1898.
í skóla á Ytri-Ey.
— Hvert lá leiðin fyrst að
heiman?
— í skólann að Ytri-Ey til frú
Elínar Briem, sem var mikil vin-
kona móður minnar. Ég fór þang-
að kornung og var þar nokkra
vetur, stundum nokkra mánuði í
einu. Á 18. árinu fór ég svo til
Reykjavikur og lærði þar sauma
skap. Gerðist svo kennari í hann-
yrðum og karlmannafatasaum
við skólann að Ytri-Ey. Kenndi
þar í tvo vetur, árin 1894 og
1895.
Það var gaman að vera á Ytri-
Ey. Frú Elín Briem var ágætlega
menntuð kona. Kennarar auk
hennar voru þessi ár þær Þórey
Jónsdóttir, er síðar giftist Birni
Arnasyni á Þverá í Hallárdal,
Björg Þorláksdóttir frá Vestur
Óshólum, systir Jóns Þorláksson-
ar, síðar forsætisráðherra, og
fyrsti kvendoktor á íslandi, og ég.
Kennd voru bæði bókleg og verk
leg fræði, matreiðsla og sauma-
skapur. Skólinn var ákaflega vin-
1. desember
EGAR ég kom á Lækjartorg
í gærmorgun og litaðist um
í blíðviðrinu,, fór ég ósjálfrátt að
reyna að setja mér fyrir hugar-
sjónir, hvernig þarna hefði verið
umhorfs að morgni dags hinn 1.
desember 1918, þegar mannfjöldi
safnaðist saman á stjórnarráðs-
blettinum til að fagna því, að
ísland var orðið fullvalda ríki.
íslenzki fáninn blái, hvíti og
rauði, var þá í fyrsta sinn dreg-
inn að hún á stjórnarsetrinu, en
danskir sjóliðar munduðu byssur
sínar á blettinum og frá varðskip-
inu íslandsfálki var skotið 21
fallbyssuskoti. Þá hefur verið
nokkuð öðruvísi umhorfs en nú
er, húsin við torgið hafa sum
verið rifin og önnur byggð í
þeirra stað, göturnar hafa fengið
nýjan svip og sjálfsagt þætti okk-
ur klæðnaður þeirrar tíðar manna
nokkuð annkannalegur nú.
Morgunblaðið 2. desember 1918
segir m. a. svo frá hátíðinni:
„Dagurinn í gær var mesti blíð
viðrisdagur, sem komið hefur
lengi, og lagði forsjónin þannig
sinn skerf að þessi merkilega
stund gæti orðið sem hátíðlegust.
Kl. l\Vz tók fólk að streyma úr
ölium áttum að Lækjartorgi.
Mannfjöldinn safnaðist allt í
kringum stjórnarráðsblettinn, en
þeir, sem sérstaklega hafði verið
boðið að vera við athöfnina, em-
bættismenn, ritstjórar, ræðis-
menn erlendra ríkja o. s. frv.
söfnuðust við dyr stjórnarráðs-
ins......
sæll. Var hann sóttur víðs vegar
að af landinu.
Elckert oftantclcin fyrir
Kaupmannahöfn
— Langaði þig ekki til þess að
ílendast og búa fyrir norðan?
— Nei, eiginlega ekki'. Mér
fannst sveitin mín yndisleg og
Þuríður Lange
mér þykir.alltaf vænt um hana.
En það var útþrá í mér. Mig
langaði til að læra meira.
Niðurstaðan varð því sú, að ár-
ið 1896 fór ég til Hafnar til fram-
haldsnáms í hannyrðum og mat-
reiðslu í skóla frk. Zahle. Hún
var víst náskyld Zahle, sem síðar
varð forsætisráðherra Dana.
— Hvernig leizt þér svo á
kóngsins Kaupmannahöfn?
— Mér fannst hún indæll bær.
En ég var ekkert ofantekin fyrir
henni.
— Hvað segirðu?
— Ég sagðist ekki hafa verið
neitt ofantekin fyrir Kaupmanna
höfn. Þetta er góð og gömúl
norðlenzka, sem ég fyrirverð mig
ekkert fyrir. En mér líkaði vei
við borgina. Og heimurinn var
nú stærri en fyrir norðan.
Kl. 11% hófst athöfnin með því,
að lúðraflokkurinn lék „Eldgamla
ísafold". Þá hélt ráðherra Sigurð-
ur Eggerz ræðu. . .“ (Jón Magn-
ússon forsætisráðherra var erlend
is).
„Vér biðjum alföður að styrkja
oss til að lyfta fánanum til frægð
ar og frama.
Gifta lands vors og konungs
vors fylgi fána vorum.
Svo drögum vér hann að hún.“
„I sama bili sveif íslenzki ríkis-
fáninn að hún á stjórnarráðshús-
inu“ segir síðan í Morgunblaðinu
„og í sama bili voru fánar dregnir
á stöng víðs vegar um bæinn. Þá
kvað við 21 skot frá varðskip-
inu. . . “
Danski varðskipsforinginn flutti
síðan ræðu, lúðrasveitin lék
„Kong Christian" og hrópað var
nífalt húrra fyrir konunginum.
Þá flutti forseti sameinaðs þings,
Jóhannes bæjarfógeti Jóhannes-
son, ræðu, leikið var „Det er et
yndigt land“ og hrópað húrra fyr-
ir Danmörku. Loks lék lúðra-
flokkurinn „Ó, guð vors lands“,
en síðan var hrópað húrra fyrir
hinu íslenzka ríki. Kl. 2 var svo
guðsþjónusta í dómkirkjunni.
Hinn 2. og 3. desember er nokk
uð ritað um braginn á hátíðinni
Eftir eitt ár fór ég svo aftur
heim að Ytri-Ey til kennslu þar.
Síðan til Kaupmannahafnar aft-
ur til þess að læra að teikna og
fullkomna mig í hannyrðum.
Dvaldi nú ytra í eitt ár.
— Hvað gerðist merkast á
þeim tíma?
— Ég kynntist manninum mín-
um, Jens Lange málara frá Rand-
ers, í þessari ferð. Við giftumsj
6. janúar árið 1900 og stofnuðum
heimili á Laugavegi 10 í Reykja-
vík. Þar hef ég átt heima nærri
því fram til þessa dags.
í Reykjavík hélt ég svo áfram
að kenná. Kenndi við Kvenna-
skólann hér árin 1899—1927. Var
þar samtíma þremur forstöðu-
konum, þeim Þóru Melsteð, Ingi-
björgu H. Bjarnason og Ragn-
heiði Jónsdóttur.
Maðurinn minn dó árið 1931.
Við áttum eina dóttur.
Þetta er þá lífshlaupið. Er
nokkuð meira að segja? segir
frú Þuríður. Hvað á 85 ára
gömul kona n’orðan úr landi að
fjölyrða frekar um ævi sína?
Mannskaðinn mikli
á Skagaströnd
— En hvernig hefur lífið svo
verið?
— Það hefur verið gott og
fallegt. Erfiðleikarnir hafa verið
mér eins og öðrum hollur skóli.
En mér finnst mesta breytingin
frá uppvexti mínum til efri ára
vera fólgin í því, hve sparsemin
og nýtnin hafa lækkað í sessi en
eyðsla og óhóf færzt í aukana.
Ég held að sú breyting sé ekki
holl fyrir þjóðina okkar, þótt
margt hafi breytzt til batnaðar
meðal hennar.
Þetta sagði þessi háaldraða og
greinda kona, sem stendur nú á
hálfníræðu. Hún heldur minni
og heyrn ágætlega en sjón henn-
ar er nokkuð tekin að daprast.
Þó getur hún lesið sér til gagns
með gleraugum. Hún fylgist vei
með og gæti rakið ættir Hún-
vetninga aftur í aldir ef hún
vildi. Og hún er ekkert .ofantek-
in“ fyrir glysi heimsins frekar en
fyrir Kaupmannahöfn, þegar hún
kom þangað í fyrsta skipti fyrir
60 árum.
í Morgunblaðið. Er þar kvartað
yfir ýmsu og segir blaðið m. a.:
„íslendingar eru þannig skapi
farnir, að þeir láta ógjarnan bera
á tilfinningum sínum. Þeir hríf-
ast ekki eins og aðrar þjóðir af
því, sem fram fer, eða láta að
minnsta kosti ekki á því bera.
Þetta kemur einna bezt í Ijós á
hátíðlegu stundunum, og svo var
einnig í gær ....
Inflúenzan á eflaust mikinn
þátt í því, að fagnaðurinn í fyrra-
dag varð eigi meiri og almennari
en raun varð á. Hennar vegna var
það einnig, að ýmislegan undir-
búning vantaði. Lúðraflokkurinn
var t. d. svo illa æfður að raun
var á að hlýða. Vel hefði mátt
á því fara, að ýmis félög bæjarins
hefðu komið í skrúðgöngu á há-
tíðarstaðinn og að sveigar hefðu
verið lagðir við minnisvarða
Kristjáns konungs níunda og Jóns
Sigurðssonar. Að þetta fórst fyrir
má allt saman kenna hugsunar-
leysi, stafandi af sjúkdómsönnum
undanfarið ....
En svo er annað, sem ekki er
hægt að afsaka. Fólk sýnir ónær-
gætni, sem því er alls ekki sam-
boðin. Það vita allir, að ótilhlýði-
legt er að skeggræða við náung-
ann, meðan verið er að halda
ræður. Það vita allir, að siður
er að taka ofan fyrir þjóðsöngv-
um á opinberum samkomum. ÞaS
vita allir, að ekki á að hrópa
tífalt húrra fyrir konunginum,
og þeir, sem ekki kunna að telja
upp að níu ættu helzt að þegja .
Jólatónleikar
DÖMKIRKJUNNAR
verða haldnir í dómkirkjunni suiuiudagskvöid
klukkan 8,30.
Lúðrahljómsveit barna og unglinga leikur jólalög undir
stjórn Karls Runólfssonar og lítil stúlka, Guðný Guð-
mundsdóttir leikur einleik á fiðlu.
Dr. Páll ísólfsson leikur tilbrigði um Heims um ból
eftir Bach.
Frú Hildur Bemhöft cand. theol. flytur erindi: Torf-
kirkjan gamla. — Drengjakór syngur undir stjórn frú
Guðrúnar Pálsdóttur og lítil stúlka, J. Walker, syngur
einsöng.
Að lokum syngur Dómkórinn.
Reykvíkingar! í gömlu Dómkirkjunni verður yður flutt-
ur fyrsti andblær jólanna. Fjölsækið jólatónleikana.
Aðgöngumiðar við innganginn.
Kirkjunefnd Kvenna Dómkirkjunnar.
S. Bj.
sbrifar úr
dagiega lífinu
>