Morgunblaðið - 01.12.1957, Page 11
Sunnudagur 1. des. 1957
MOnailVBT 4ÐTÐ
11
Þorsteinn Císiason sím-
sijóri, SeyBisfirdi 70 ára
ÞORSTEINN GISLASON sím- Islandi. Var það árið 1913 og
stjóri og póstmeistari á Seyðis-
firði verður 70 ára 2. des. n. k.
Þorsteinn er fæddur á Seyðis-
firði 2. desember 1887. Foreldrar
hans voru Gísli Jónsson gull-
smiður og dannebrogsmaður og
kona hans Anna Kristín Jóns-
dóttir.
Standa að Þorsteini stórnaerkar
settir á Austurlandi, sem alþekkt-
ar eru að gáfum, hagleik og
mannkostum.
Gísli sál. Jónsson var t. d. al-
bróðir séra Bergs Jónssonar í
Vallanesi, föður Jóns Bergsson-
ar á Egilsstöðum og hálfbróðir
hins mikla kennimanns, séra
Jóns Bjarnasonar í Winnipeg.
Anna, móðir Þorsteins, var i
móðurætt af Eiríksstaðaætt, en í
föðurætt af Möðrudalsætt. Eru
þessar ættir báðar þjóðkunnar.
Það kom líka fljótt í ljós, að
Þorsteinn bar af öðrum ungum
mönnum á Seyðisfirði, bæði að
því er tók til andlegs og líkam-
legs atgjörvis.
Hann varð fljótt mikill íþrótta-
maður, stundaði fjallgöngur,
skíðahlaup og skauta. En af bar
hvað allt lék í höndum hans.
Hann er listaskrifari og teiknari
ágætur, og völundur hvort sem
er á tré eða málma.
Músíkalskur er hann prýðilega
og spilaði á fiðlu betur en gerð
ist hér á landi í ungdæmi hans
og var um skeið ein af máttar-
stoðunum í hornaflokki á Seyð-
isfirði.
Ekki var andlegt atgjörvi hans
minna þó ekki gengi hann
menntaveginn.
í október 1906 hóf Þorsteinn
ritsímanám hjá Mikla norræna
ritsímafélaginu á Seyðisfirði, og
var skipaður símritari 1. júlí
1907. Fulltrúi stöðvarstjórans var
hann skipaður 1. feb'r. 1917 og
stöðvarstjóri á Seyðisfirði 1. sept.
1926. — 1. apríl 1930 var póst-
afgreiðslan á Seyðisfirði samein-
uð símanum og var Þorsteinn þá
jafnframt skipaður póstmeistari
þar.
Öll störf sín hefur Þorsteinn
rækt með stakri alúð og sam-
vizkusemi og er kunnátta hans
annáluð.
Sem dæmi um hana, og snilli
hans, má geta þess, að hann smíð-
aði með hliðsjón af erlendum
bókum fyrstu loftskeytastöðina á
er fróðleg grein um pað í 1. tbl.
X árg. Símablaðsins árið 1925.
Mun óhætt að segja, að engin
sú bilun gæti komið fram á sím-
stöðinni á Seyðisfirði, sem Þor-
steinn var ekki fær um að gera
við.
En gáfur og gjörvuleiki eru
lítils virði, ef ekki færi saman1
með þeim mannkostir. Er þar
stytzt frá að segja, að ekki þekki
ég vammlausari mann í öllu
framferði sínu og grandvarari en
Þorstein Gíslason.
Þorsteinn er einn af þeim
mönnum, sem telja verður gæfu-
menn. Hann hefur átt því láni
að fagna að hafa með höndum
starf, sem hann hefur áhuga á og
hefur ráðið fullkomlega við. —
Hann hefur notið vináttu og
virðingar samstarfsmanna sinna
og samferðamanna. Og það sem
mest er um vert, hann hefur
eignazt eiginkonu, sem hefur
verið honum ástríkur og sam-
hentur förunautur, Margréti,
dóttur Friðriks bankastjóra
Kristjánssonar á Akureyri. Hef-
ur hún búið manni sínum og
kjördóttur þeirra, sem nú er gift,
friðsælt og elskulegt heimili.
Ég nota þetta tækifæri til þess
að færa Þorsteini vini mínum og
fjölskyldu hans ástarþakkir fyrir
órjúfandi tryggð og vináttu frá
því er ég fyrst man eftir mér.
— Bóka ég að hann megi eiga
eftir að lifa lengi enn við góða
heilsu með fjölskyldu sinni.
Lárus Jóhannesson.
Skrifstofuhúsnæði
til leigu
nú þegar í nýja Hamarshúsinu,
fallegt útsýni yfir höfnina.
Upplýsingar í skrifstofu vorri.
HAMAR H.F.
i
Síðdegiskaffi
Konur úr fulltrúaráði Alþýðuflokksins gangast fyr-
ir kaffisölu frá kl. 2—6 í dag í Ingólfscafé.
((Gengið inn frá Ingólfsstræti og Hverfisgötu).
Alls konar góðgæti verður á boðstólum.
kaffið í Ingólfscafé í dag.
Urekkið
3HELL-benzín með I.C.A.
hindrar glóðarkveikju
og skammhlaup í kertum
og kemur þannig í veg
fyrir óþarfa benzíneyðslu
og orkutap í hreyflinum.
— Þér akið því lengri
vegalengd á hverjum
benzínlítra.
BETRI NÝTNI — AUKIN ORKA — JAFNARI GANGUR
A. Jóhannsson & Smith H.f.
BRAUTARHOLTI 4 — Sími 2-42-44.
Í3 S4F4
Blönefuí qrMÍSmáf oq mýkjandi LANOLIN]
13-13 sápan hefur nú verið bætt með þvi
að blanda í hana hinu græðandi og mýkj-
andi UANOL.IN. — Þetta ásamt efninu G—
11, sem verið hefur í henni frá upphafi og
hefur þá eiginleika að vera bæði bakteríu-
drepandi og iykteyðandi, gerir 13-13 sáp-
una óviðjainanlega.