Morgunblaðið - 01.12.1957, Side 12

Morgunblaðið - 01.12.1957, Side 12
12 MORCVNBL AÐIÐ Sunnudagur 1. des. 1957 Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargiald kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. FULLVELDI í 39 AR IDAG eru 39 ár liðin síð-1 an fullveldi Islands var viðurkennt. Þá var grundvöllurinn lagður að þeim ákvörðunum, sem þjóðin tók sum arið 1944, fyrst með almennri þjóðaratkvæðagreiðslu og síðan með staðfestingu hennar á Þing- völlum við öxará er lýðveldið var stofnað. Enda þótt aðeins séu liðnir tæpir fjórir áratugir síðan full- veldi íslands var viðurkennt hinn 1. desember árið 1918 hætt- ir þó mörgum við að vanmeta þýðingu þess atburðar. Menn segja að lýðveldisstofnunin sé það, sem máli skipti. Það sem gerðist 1918 sé algert aukaatriði. Þetta er auðvitað hin mesta firra. Fullveldisviðurkenning- in markaði þáttaskil og var í raun og veru endir sjálfstæðis baráttunnar gagnvart Dönum. Með henni var ákveðið að ís- land væri frjálst og fullvalda ríki í persónusambandi einu við Danmörku um konungs- dóminn. Að 25 árum liðnum voru dyrnar opnar til algers skilnaðar við yfirþjóðina. Sú staðhæfing skaut að vísu upp kollinum, bæði meðal ís- lendinga og Dana, að íslending- ar gætu ekki losnað úr konungs- sambandinu nema með stjórn- lagarofi. Þessi staðhæfing tilheyrir liðn- um tíma og ástæðulaust er að hefja rökræður um hana nú. En auðvitað var hún hin frá- leitasta og hefði aldrei náð nein- um hljómgrunni á íslandi, né heldur staðizt fyrir alþjóðlegum dómstól. Stefnan í sjálfstæðisbaráttunm gagnvart yfirþjóðinni hafði ver- ið mörkuð 1. desember 1918. — Hvað sem öllum vangaveltum leið hafði skilnaðurinn í raun og veru verið ákveðinn þá. Kom það einnig í ljós í svari leiðtoga stjórnmálaflokkanna við fyrir- spurn Eigurðar Eggerz árið 1928. S j álf stæðisbaráttan er ævarandi. En þótt lýðveldi hafi verið stofnað á íslandi og það sé í dag alfrjálst land heldur barátt- j an fyrir frelsi þess ófram. Sjálf stæðisbaráttan er ævarandi. — Meðan íslenzk þjóð er til heldur baráttan fyrir sjálfstæði lands hennar áfram. Hún er fólgin í því að tryggja stöðugt grundvöll hins ytra og innra sjálfstæðis. Hið innra sjálfstæði er fólgið í andlegu og efnalegu sjálfstæði fólksins. í henni tekur hver ein- asti tslendingur virkan þátt. — Þroski fólksins er undirstaða menntunar þess og menningar. Varðveizla fornra menningar- verðmæta, tengslin við fortíðina og heilbrigður þjóðarmetnaður eru hornsteinar hins andlega sjálfstæðis. Það er einmitt íslenzk tunga og bókmenntir, sem kyn- slóðirnar hafa varðveitt gegnum aldirnar, sem ríkastan þátt hafa átt í því að afla íslandi viður- kenningar og virðingar meðal menningarþjóða heimsins. Þess vegna fæli ræktarleysi þjóðarinn ar sjálfrar gagnvart þessum dýr- mætasta arfi sínum í sér stór- fellda hættu fyrir hið pólitíska sjálfstæði. Sem betur fer skilur mikill meirihluti íslenzku þjóð- UTAN UR HEIMI ~S)ctmciníciaÉt ctnna cimciniciCýOur jjuncpi 11 feóíir! rct á/i err- VeÁ QöUeL fifa - Uerkviv' YLIarfon iffranxlo arinnar þetta. Hún mun þess vegna standa trúan vörð um tungu sína og fornan menning- ararf. Hins fjórhagslega sjálfstæðis verður þjóðin að gæta með á- byrgri og skynsamlegri fram- komu í daglegri eyðslu sinni og kröfum á hendur fram- leiðslu sinni. — í þeim efn- um hefur henni því miður orðið verulegur fótaskortur. Er það eitt af nærtækustu verk- efnum hennar í dag að átta sig á villu sinni og byggja lífsbaráttu sína á traustari og skynsamlegri grundvelli. Afstaðan út á við. Baráttuna fyrir sjálfstæði Is- lands út á við verður þjóðin að miða við aðstæður hvers tíma. Þegar fullveldi landsins var við-' urkennt var lýst yfir ævarandi hlutleysi þess. Sú yfirlýsing var í samræmi við reynslu smáþjóð- anna í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá hafði frændþjóðum okkar á Norðurlöndum tekizt að halda sér utan við styrjöldina * með hiutleysi sínu. I síðari heimsstyrjöldinni varð engri þjóð gagn að hlutleysisyfir- lýsingu. Jafnvel ísland flæktist inn í styrjöldina þrátt fyrir hlut- leysisyfirlýsingu sína. Eins fór fyrir þjóðum Norðurlanda og flestum öðrum smáþjóðum Ev- rópu. Eftir styrjöldina sannaðist það með frelsisránsstefnu Rússa, að í hlutleysisyfirlýsingum var ekk- ert skjól. Island átti því ekki annarra kosta völ en nágrannalönd þess. Það hætti að setja traust á hlut- leysið og leitaði skjóls í varnar- samtökum vestrænna þjóða. Þau samtök hafa þegar unnið mikið gagn. Er það von allra frelsisunnandi þjóða að þeim tak- ist að hindra nýja styrjöld með því að gera ofbeldisöflunum Ijóst, að árás af þeirra hálfu hljóti að enda með skelfilegum ósigri þeirra. Raunar mun öllum þjóðum nú verða það stöðugt ljós ara að styrjöld háð með eldflaug- um og helsprengjum þýðir eyð- ingu heilla landa og álfa. Frelsisbarátta vestrænna þjóða og viðleitni þeirra til þess að skapa sér öryggi og þroskamöguleika er þess vegna í dag fólgin í því, að byggja upp varnir sem hindri að árásarstyrjöld geti nokkru sinni brotizt út. í þeirri viðleitni vill ís- lenzka þjóðin eiga sinn þátt, þótt hlutur hennar verði þar smár. Það er mjög miður farið, að traust hins frjálsa heims á ís- lendingum hefur verið veikt verulega með þátttöku kommún-_ ista í ríkisstjórn íslands. Álykt- un sú, sem þrír lýðræðisflokkar samþykktu með kommúnistum hinn 28. marz 1956, gerði öryggis- og sjálfstæðismál þjóðarinnar að leiksoppi í höndum ábyrgðar- lausra afla. Enda þótt sú yfir- lýsing hafi nú verið svikin, og þar með sannað að Framsókn og Alþýðuflokkurinn meintu ekkert með henni, annað en að auðvelda sér stjórnarsamvinnu við komm- únista, hefur hún engu að síður valdið íslandi miklu álitstjóni. sköffóttar ? S. Þ. fjalla nú um Alsír-málið, og nærri má geta, að Christian Pineau, franski utanríkisráðherr- ann, hefir margt og mikið um að hugsa. En það virðist ekki hafa haft nein áhrif á kímni- gáfu hans. iíT'-ttI; lii;1' .u !^tíÍ“t r ;;T’: 1 Pineau — krotaði á blað Bandaríski fulltrúinn, Cabot Lodge, kom að franska utanríkis- ráðherranum niðursokknum í að krota tölur á blað: — Eruð þér að reyna að reikna út ástandið í Alsír? spurði Cabot Lodge vingjarnlega. — Nei, svaraði Pineau eld- snöggt. Ég hefi aðeins verið að reikna út, að í Frakklandi höfum við haft svo mörg ráðuneyti, síð- an fjórða franska lýðveldið var stofnað, að samanlagður þungi ráðherranna nemur 11 lestum! o—O—o Dr. Göbbels, litli doktorinn, er reyndar ekki lengur á meðal vor hér á jörðu, en verk hans lifa! Þeir, sem fylgzt hafa vel með kvikmyndagerð munu minnast þess, að hann lét árið 1940 gera kvikmynd um Búastríðið, „Ohm Krúger“, og var Emil Jannings i aðalhlutverki. Myndin var þátt- ur í áróðri hans gegn Englend- ingum. Vinsæl kvikmynd í Kaíró Varla hafa menn vænzt þess að sjá þessa mynd aftur, en sagt er, að Nasser forseti, sem ekki ber eingöngu blíðar tilfinningar . Nasser — honum þykir ekki i sérlega vænt um Englendinga í brjósti til Englendinga, hafi náð sér í eintak af myndinni, — og sé hún nú sýnd í Kaíró og njóti mikilla vinsælda. o—O—o Á Savoyhótelinu í Lundúnum er þegar hafinn undirbúningur að mikilli hátíð, sem hundruð í gesta munu sækja á gamlárs- kvöld. FuIIveðja prins Þá er afmælisdagur hins nýja Aga Khans, Karim prins, og er hann þá fullveðja. f tilefni af þessu hafa foreldrar hans, sem reyndar eru skilin, efnt til þess- arar veizlu. Efsta nafnið á listanum er Sylvia Casablanca. Hún er 17 ára að aldri, ung og fögur dóttir efnaðs Mexíkóbúa, sem búsettur er í Genf. Eru þegar á kreiki sögur um, að ungi prinsinn og Sylvía séu trúlofuð. Allt bendir til þess, að Marlon Brando verði bráðlega álíka sköllóttur og Yul Brynner var, þegar bezt lét. Undanfarið hefir enni Brandos sífellt farið hækk- andi. Hefir borið talsvert á þessu, þar sem hann sneiðir í lengstu lög hjá því að nota hárkollu í kvikmyndum, en lætur hins veg- ar lita hár sitt til samræmis við hlutverkið. T. d. lét hann lýsa hár sitt, er hann lék ungan, þýzk- an liðsforingja. ,,Tinbrúðkaup“ Það er venja í Buckingham Palace að reyna að halda einka- málum brezku konungsfjölskyld- unnar innan veggja hallarinnar. Því var svo hljótt um tíu ára hjúskaparafmæli Elísabetar drottningar og Filips prins. Þau héldu upp á daginn með smá- veizlu, aðeins nánustu vinir og skyldmenni voru viðstödd. Einnig skiptust þau hjónin á gjöfum. Varð það til þess, að ýmsar sög- ur komust á loft um, hverjar gjafirnar hefðu verið. Sagt er, að Filip hafi gefið drottning- unni gimsteinaskart, sem hann hafi sjálfur gert teikningu að, hvítar nellikkur og rafmagns- kerti — og þessi síðastnefnda gjöf varð til þess, að menn tóku að tala sín á milli um „tinbrúð- kaup“. Sunday Express skýrði frá því, að Margrét prinsessa hefði vald- ið konungsfjölskyldunni miklum vonbrigðum með því að fara í leikhús og í „party“ á eftir. Hún kom ekki heim fyrr en undir mið- nætti, þegar veizlunni var um það bil að ljúka. o—-O—o Rússneski fiðlusnillingurinn frægi, Davíð Oistrakh, er lítið hrifinn af þeim sterku lýsingar- orðum, sem höfð eru um hann. „Það er ekki hægt að kalla neinn mann mesta fiðlusnilling heims- ins. Enginn er beztur af þeim öllum. Allir hafa þeir miklar tónlistargáfur til að bera — Isaac Stern, Nathan Milstein, Zino Francescatti, Heifetz ....“ íbúarnir í litla japanska þorp- inu Sawara voru fyrir nokkru viðstaddir óvenjulega jarðarför. Þetta var mikil jarðarför, 200 gestir voru viðstaddir og fjöl- margir Búddhaprestar í litklæð- um. Eftir jarðarförina var mikil átveizla. En það merkilega var, að sú, sem verið var að jarða, vel efnuð, roskin kona, sat sjálf til borðs. Hún heitir Tei Kuwa- bori og er 78 ára að aldri. Hún er sprelllifandi. Frú Kuwabori hefir löngum verið talin sérkennileg. Hún gift- ist ung kennara nokkrum, en hjónabandið var ekki hamingju- samt, og þau skildu. Tók hún þá það til bragðs að stofna ný- lenduvöruverzlun í fæðingarbæ sinum. Verzlunin gekk mjög vel, og þessi dugnaðarkona er nú meðal efnaðri borgara bæjarins. En hún fann ætíð upp á ýmiss konar tiltækjum, og nú síðast datt henni í hug að vera við- stödd sína eigin jarðarför. Þess vegna bauð hún til veizlu og var sjálf viðstödd frumsýningu á sinni eigin jarðarför. Hún var mjög ánægð með veizluna, og bað prestana að sjá um, að jarð- arförin færi fram á nákvæm- lega sama hátt, þegar að því kæmi í fullri alvöru. Ljósa hárið varð grænt. Kom hann ljóshærður til Hollywood. Eitt sinn stakk hann sér til sunds í laug sinni, og viti menn — þiárið á honum var grænt, þegar hann kom aftur upp á yfirborðið. Það var of mikið af klóri í vatninu, og olli það þessari kynlegu litarbreyt- ingu. Nú vill hann fá aftur sinn eðlilega dökka háralit — en hár- greiðslumaðurinn hans varar Skyldi unnustan vera eins hrif- in, ef Brando yrði sköllóttur? hann við að láta lita hárið á sér svo oft: Þér færizt sífellt nær því að verða sköllóttur! Maður nokkur var búinn að hanga lengi inni hjá framkvæmda stjóranum. Hann þurfti alltaf að segja eitthvað áður en hann færi og að lokum var framkvæmdastjór inn farinn að þreytast. — Það var nú eitthvað sem ég ætlaði að segja við yður ennþá, sagði maðurinn, en ég get bara ekki munað það í svipinn. — Ætli það hafi ekki verið „góða nótt“, svaraði framkvæmda stjórinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.