Morgunblaðið - 01.12.1957, Page 20
20
MORGUNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 1. des. 1957
> ' — — Sannleikurinn um Eftir GEORGES SIMENON —«
Þýðing: Jón H. Aðalsteinsson ^ 'ébé 1 t^oncje
II. N — ■■ ' — '
Svar: Ég hafði óljósan grun um
að þannig mundi fara fyrir okkur,
en ég var ekki viss um það.
Francois varp öndinni. Dómar-
inn virti hann fyrir sér, en andlit
hans gaf ekkert til kynna nema
óskipta athygli.
— Ég þreyti yður vonandi ekki?
Má ég halda áfram?
— Já, ef þér viljið gera svo vel.
— Ég endurek þá:
.... en ég var ekki viss um
það.
Spurning: Hvað meinið þér með
orðunum, að þannig mundi fara
fyrir okkur? Þér notið fleirtölu-
mynd, sem ég skil ekki.
Svar: Ekki ég heldur.
Spurning: Hafði lengi verið ó-
samkomulag á milli ykkar?
Svar: Það hefur aldrei verið ó-
samkomulag milli mín og manns
míns.
Spurning: Yfir hverju höfðuð
þér að kvarta frá hans hálfu?
Svar: Ég hafði ekki yfir neinu
að kvarta.
Spurning: Höfðuð þér ástæðu
til afbrýðisemi?
Svar: Ég veit það ekki, en ég
var ekki afbrýðisöm.
Spurning: Úr því að verknaður
yðar byggðist ekki á afbrýðisemi,
hver var já orsök hans?
Svar: Ég veit það ekki.
Spurning: Hefur verið sinnis-
veiki í fjölskyldu yðar? Úr hverju
dó faðir yðar?
Svar: Hann dó úr blóðkreppu-
sótt, sem hann fékk af að drekka
óhreint vatn.
Spurning: Og móðir yðar er heil
brigð til líkama og sálar? Bolland-
er læknir lýsir því yfir, eftir að
hafa rannsakað yður, að þér séuð
fullkomlega ábyrg gerða yðar. —
Hvernig var sambandið milli yð-
ar og manns yðar?
Svar: Við bjuggum undir sama
þaki. Við eigum einn son.
Spurning: Rifust þið oft?
Svar: Aldrei.
Spurning: Var nokkuð, sem
benti til þess, að maður yðar hefði
náið samband við nokkra aðra?
Svar: Ég hef ekki kært mig um
að hugleiða það mál.
Spurning: En ef svo hefði verið,
hefðuð þér þá hefnt yðar á einn
eða annan hátt?
Svar: Ég hefði látið mig það
engu skipta.
Spurning: Þér haldið því þá
fram, að þér hafið í marga mánuði
verið ákveðin að stytta manni yð-
ar aldur, og að þér vitið ekki
hvers vegna þér tókuð svo örlaga-
ríka ákvörðun?
Svar: Það er rétt.
Spurning: Hvenær og hvar kom
uzt þér yfir éitrið?
Svar: Ég man ekki nákvæmlega
daginn, en það var í maí.
Spurning: Þremur mánuðum áð
ur en þér frömduð glæpinn? Hald
ið áfram.
Svar: Ég fór inn til borgarinn-
ar til að kaupa sitt af hverju með
al annars ilmvötn.
Spurning: Afsakið að ég gríp
fram í fyrir yður, en þér dvölduzt
mestmegnis á La Chataigneraie?
Svar: Síðustu þrjú ár hef ég
dvalizt þar svo til alltaf vegna
heilsu sonar míns. Hann er ekki
veikur í venjulegri merkingu þess
orðs, en veikbyggður og þarfnast
sveitaloftslags.
Spurning: Bjó maður yðar hjá
yður á La Chataigneraie?
Svar: Ekki að staðaldri. Hann
fór að heiman tvisvar til þrisvar
í viku. Stundum kom hann heim
4 kvöldin og fór aftur á morgn-
ana.
Spurning: Þökk. Haldið nú á-
f”am. Þér fóruð til borgarinnar
dag nokkurn í maí....
Svar: Ég man að það var ná-
lægt miðjum mánuðinum. Ég hafði
tekið of lítið af peningum með mér
og fór þess vegna til verksmiðj-
unnar.
Spurning: Til verksmiðju
manns yðar? Fóruð þér oft þang-
að? —
Svar: Nei, mjög sjaldan. Ég
hafði ekki áhuga á störfun manns
míns. Hann var ekki í skrifstof-
unni. Ég fór inn í rannsóknarstof
una, þar sem ég bjóst við honum
þar. Maðurinn minn er efnafræð-
ingur og fæst við ýmiss konar til-
raunir. 1 litlum skáp með glerhurð
sá ég að stóðu nokkrar flöskur
með álímdum miðum.
Spuming: Hafði yður aldrei
fyrr komið í hug að útvega yður
eitur?
Svar: Ég held ekki. Ég veitti
arsenikmiðanum athygli. Ég tók
flöskuna og stakk henni niður í
handtöskuna mína. Það var aðeins
lítið eftir af hinu hvítleita dufti.
Spurning: Og þá ákváðuð þér
að nota eitrið?
Svar: Ef til vill. Það er erfitt
að segja.....Síðan kom maður-
inn minn og lét mig hafa peninga.
Spurning: Krafðist hann þess,
að þér gerðuð grein fyrir útgjöld-
um yðar?
Svar: Nei. Hann lét mig alltaf
hafa eins mikla peninga og ég fór
fram á.
Spurning: Þér hafið þá geymt
eitrið í þrjá mánuði og beðið eftir
hentugu tækifæri til að nota það.
Hvað olli því að þér völduð ein-
mitt þe.man sunnudag?
Svar: Ég veit það ekki. Ég er
dálítið þreytt, herra dómari, og ef
þér leyfið. .. .
Rannsóknardómarinn leit aftur
upp. Hann var ruglaður og honum
leið illa. Hann varð að beita sig
hörðu til að reyta ekki á sér þunnt
hárstrýið.
— Þetta var allt, sem mér tókst
að fá fram, bætti hann við. Ég
vonaði að þér gætuð gefið mér
fyllri upplýsingar.
Embættismannsfasið hvarf af
honum og hann leit biðjandi til
Francois Donge. Því næst stóð
hann upp og reikaði fram og aft-
ur um litla herbergið með kölkuð-
um, gljáhvítum veggjunum, svo
utan við sig, að hann stakk hönd-
unum á kaf í vasana á allt of víð-
um buxunum.
— Ég þarf tæpast að segja yð-
ur, herra Donge, að það er altal-
að hér í bænum að orsökin hafi
verið afbrýðisemi, og viss nöfn
hafa verið nefnd. .. Slíkur orð-
rómur má auðvitað ekki hafa á-
hrif á réttvísina. En er ekkert,
sem bendir til að kona yðar hafi
vitað um einhver þau sambönd,
sem þér kunnið að hafa haft utan
hjónabandsins?
Hann tók nokkur hröð skref í
viðbót, en snarstanzaði af undr-
un, þegar Francois svaraði:
— Kona mín vissi um öll mín
ástarævintýri.
Bútasala Bútasala
Bútasalan heldur áfram í nokkra daga.
Mikið úrval.
Oólfteppagerðin H.f.
Skúlagötu við Barnónsstíg.
Trésmiðaiélag Reykjavíkur
Byggingarfélag verkamanna
Þeir, sem eiga rétt á styrk úr Elli- og ekknastyrkt-
arsjóðum félagsins, sendi umsóknir til skrifstofu
félagsins, Laufásvegi 8, fyrir 10. desember nk.
Með umsókninni eiga að fylgja upplýsingar um
atvinnutekjur og fjölskyldustærð.
Stjórnin.
N ý k o m i ð
Haftar
síðasta sending fyrir jól.
Hattabúð Reykjavíkur
Laugaveg 10
MARKUS
í Reykjavík
A&alfundur
félagsins verður haldinn í Iðnó mánudaginn 2. des-
ember kl. 8,30 e. h.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
G ólfteppahreins un
Þeir, sem ætla að láta hreinsa teppi sín fyrir jól,
eru vinsamlegast beðnir að koma með þau, sem fyrst
OólfteppahreirBsunHn
Skúlagötu 51,
Sími 23570. (Hús Sjóklæðagerðarinnar HF.)
Eftir Ed Dodd
I — Eigið þér við að þér hafið
sagt henni frá þeim sjálfur?
— Já, þegar hún spurði.
— Afsakið ef ég er nærgöngull,
en mér finnst þetta svo undarlegt
að ég verð að biðja um skýringu.
Þér höfðuð þá ekki aðeins eitt,
heldur mörg slík sambönd?
— Þó nokkur. Én flest þeirra
voru ekki mjög alvarleg og oft af
hreinni tilviljun.
— Og þegar þér komuð heim,
sögðuð þér konu yðar....
— Ég leit á hana sem félaga.
Hún var alltaf skilningsgóð.
Hann hafði sagt þetta ósjálf-
rátt, en orðalagið kom honum
kunnuglega fyrir. Andartak þagði
hann hugsandi.
— Var langt síðan þér byrjuð-
uð að sýna henni slíkan trúnað?
— Mörg ár. En ég get ekki sagt
nákvæmlega hvenær. .. .
— Og þið bjugguð þð saman
eins og hjón? Ég á við, eins og eig
inmaður og eiginkona.
— Fremur sjaldan. Heilsa konu
minnar leyfði ekki, einkum eftir
að sonur okkar fæddist. ...
— Ég skil. Hún gaf yður m.eð
öðrum orðum frelsi til að leita
þess annars staðar, sem hún gat
ekki veitt yður.
— Eitthvað í þá áttina, þó það
væri kannske ekki beint þannig.
— Og þér fenguð aldrei neinn
pata af afbrýðisemi hjá konu yð-
ar?
sUlitvarpiö
Suimadagur 1. desember:
(Fullveldisdagur Islands).
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Hátíð háskólastúdenta: —.
Messa í kapellu Háskólans (Séra
Haraldur Sigmar prédikar; séra
Magnús Kunólfsson þjónar fyrir
altari). 13,30 Hátíð háskólastúd-
enta: Sigurður Nordal prófessor
flytur ræðu. 14,00 Miðdegistónleik
ar (plötur). 15,00 Kaffitíminn:
Þorvaldur Steingrímsson o. fl,
leika. 15,30 Hátíð háskólastúdenta
Samkoma í hátíðasal Háskólans.
17,00 Á bókamarkaðnum: Þáttur
um nýjar bækur. 17,30 Barnatími
(Helga og Hulda Valtýsdætur).
18,30 Hljóplötuklúbburinn (Gunn-
ar Guðmundsson). 20,20 Útvarps-
hljómsveitin leikur; Hans-Joacliim
Wunderlich stjórnar. 20,50 Dag-
skrá undirbúin af Stúdentafélagi
Reykjavíkur. 22,35 Danslög: Sjöfn
Sigurbjörnsdðttir kynnir plöturn-
ar. 22,05 Danshljómsveit Gunnars
Ormslev leikur. Söngvari: Hauk-
ur Mortens. 24,00 Dagskrárlok.
Múnudagur 2. desember:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Búnaðarþáttur: Offram-
leiðsla eða varasjóður (Ólafur
Jónsson ráðunautur á Akureyri).
18.30 Fornsögulestur fyrir börn
(Helgi Hjörvar). 18,50 Fiskimál:
Frá útgerð Vestfirðinga; síðari
hluti (Arngrímur Fr. Bjarnason
kaupmaður á ísafirði). 19,05 Þing
fréttir. — Tónleikar. 20,30 Ein-
söngur: Nanna Egilsdóttir syng-
ur; Fritz Weisshappel leikur
undir. 20,50 Um daginn og veg-
inn (Aðalbjörg Sigurðardóttir).
21.10 Tónleikar (plötur). — 21,20
Á málþingi í útvarpssal. — Um-
ræðuefni: Er jólahaldið að vaxa
mönnum yfir höfuð? Fundarstjóri
Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur.
22.10 Hæstaréttarmál (Hákon
Guðmundsson hæstaréttarritari).
22.30 Kammertónleikar (plötur).
23.10 Dagskrárlok.
1) — Kalli bangsi vill vera vin-
ur þinn. Taktu nú molasykurs-
pokann og bjóddu honum.
— Jæja, ég skal reyna.
— Kalli bangsi, hérna er sykur.
En Vermundur þarf ekki að kalla
hátt. Bagnsinn hefur mikinn
áhuga á sykrinum. Svo mik-
inn að hann ætlar að þrifa pok-
ann af Vermundi.
Þriðjudagur 3. desember:
Fastir liðir eins og venjulega,
18,30 Útvarpssaga barnanna: —
„Ævintýri úr Eyjum“ eftir
Nonna; XII. (Óskar Halldórsson
kennari). 18,55 Framburðar-
kennsla í dönsku. 19,05 Þingfrétt-
ir. — Tónleikar. 20,25 Daglegt mál
(Árni Böðvarsson). Í20,30 Hugleið
ingar um orðlist og myndlist
(Kristin Jónsdóttir listmálari). —
21,00 Tónleikar (plötur). — 21,30
Útvarpssagan: „Barbara" eftir
Jörgen-Frantz Jacobsen; XXV.
(Jóhannes úr Kötlum). 22,10
„Þriðjudagsþátturinn". — Jónas
Jónasson og Haukur Morthens
hafa stjórn hans með höndum. —
23,10 Dagskrárlok.