Morgunblaðið - 01.12.1957, Page 23

Morgunblaðið - 01.12.1957, Page 23
Sunnudagur 1. des. 1957 MORGVISBL 4Ð1Ð 23 Spennandi ævintýri, sem að mestu gerast í undirheimum undirdjúpanna, í hinum full- komna kafbáti Nemos skip- stjóra. Sérstæð, spennandi og ævintýraleg bók. Vesturgötu 2 — Laugaveg 63, sími 24330 Kveðjuathöfn JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR, saumakonu, sem lézt á Landsspítalanum 24. þ. m. fer fram í Fossvogskirkju mánud. 2. des. kl. 2 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd okkar systkinanna. Helgi Jónsson, Mávahlíð 20. eftirlíking af gömlu olíu- lömpunum. Verð kr. 358.00 _ _ 410.00 _ _ 434.00 Agæt tækifærisgjöf Kveðjuathöfn um eiginmann minn og föður okkar STEIN LEÓ SVEINSSON frá Hrauni á Skaga, fer fram frá Dómkirkjunni, mánu- daginn 2. des. kl. 3 e.h. Guðrún Kristmundsdóttir og börn. ................ I Innilegt hjartans þakklæti til allra nær og fjær, sem auðsýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför eig- inmanns míns og föður AXELS WALDEMARS CHRISTENSEN Steiþóra og Ingeborg Christensen. JóhaBtma Jónsdófitir F. 10. apr. 1907. D. 24. nóv. 1957. „Að knýja fjærri öllum stolta strengi að stíga hátt og syngja bezt í deyð“. ÞESSI spámannlegu orð E. Ben. lýstu vel þessari frænku minni, henni Jóhönnu Jónsdóttur. Hún var sjúklingur frá æsku. Margir dagar og vikur, já, mörg ár rúmliggjandi eftir uppskurði, í gipsi eða með hitasótt allt eftir stigi sjúkleikans. En samt voru erfðir og eðlis- kostir af þeirri gerð, að ekkert gat bugað. Sjálfstæðisþráin svo mikil, að naumast var verki úr hendi sleppt, þótt ekkert yrði hreyft af líkamanum, nema hendurnar of- an á sænginni. Og vinnubrögðin, saumarnir, það mátti sjá list- hneigð hennar á öllu, sem hún vann, hvert nálspor bar svip henn ar sjálfrar, átti eitthvað af sál hennar, traust, fallegt. Hún varð snemma sjúk og sárs aukinn yfir því varð meiri í þess ari viðkvæmu sál, en nokkur orð fá lýst, en samt — hún gat ekki gefizt upp, vildi ekki deyja. Oft voru læknar og hjúkrunarkonur gjörsamlega orðlaus af undrun, þegar hún sneri við til lífsins eft- ir einhverja aðgerðina, sem gerð var „svona til að reyna‘“. Lífs- þrek hennar var yfirgengilegt, skapið mikið, hjartað heitt, hug- urinn heiðríkur eins og stjörnu- bjartur himinn. Og ekki var legið lengur en varð í hvert skipti. Alltaf unnið, til þess að vera og verða sem minnst öðrum háð. Hve allt var alltaf bjart, hreint og fallegt í stofunni hennar Jó- hönnu frænku. Það hljóta allir að muna, sem nutu gestrisni henn ar, en þeir voru ekki svo fáir, þar var líkt og hver smáhlutur ætti sína sál, sína sögu, aðild og rétt, ekkert var gjört eða látið af handahófi. Og hlýjan sem streymdi frá þessari sterku konu, sem gat þó verið svo ströng og ósveigjanleg einkum gagnvart gjálfri sér, þeim vorgeislum nærgætni og ástúðar getur eng- inn gleymt, sem naut þeirra. Og umhverfis Jóhönnu fannst víst flestum alltaf bjart, þrátt fyrir ský, örorku og þjáninga þrátt fyrir vonbrigðin öll. Ég kom til hennar síðast að Reykjalundi fyrir nokkrum dög- um. Enn var sami krafturinn, hlýjan og birtan. En þó fannst mér eitthvað hafa breytzt ein- hver mildi og ró hafði færzt yfir svip hennar, einhver auðmýkt, sem ekki hafði áður veitt svo mjúkan bjarma. Og þá þegar hún hvarf mér inn i fallegu salarkynn in, fannst mér eins og hún svifi fremur en gengi. Það var eins og hún hefði sigrað jörðina og væri henni ekki lengur háð. Og svo rétt stuttu síðar kom engill dauðans og laut henni, leysti hana úr síðustu fjötrunum og leiddi sál hennar inn í helgidóm Drott- ins. Hún sofnaði brátt, seinast of þreytt til að nokkurt orð færi um varir hennar, en sólhlý bros svifu við og við yfir andlitið hugþekka, brámildur bjarmi, sem þakkaði öllum læknum, hjúkrunarkonum og vinum heit- ar og á yndislegri.hátt en orðin, hversu fögur sem þau voru. Þannig var.líf þessarar ógleym anlegu konu, lifað að vissu leyti utan og ofan við alfaraveg. Hún var bróðurdóttir skáldsins Jóns Trausta og vissulega var hún líka skáld, hennar skáldrit var hún sjálf, persóna hennar, hver dag- ur lífssögu hennar. Allt bar blæ hins óraunverulega og eilífa, en var um leið hetjusaga viðkvæmr- ar konu í hörðum heimi, sem þó átti geisladýrð kærleikans henni til handa. Frænka. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæbtarcttarlögmcnn. Þcrshamri við Templarasund. Gunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti op hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Simi 18259. Rock, Rock, Rock Skemmtun í síðdegiskaffitimanum Óli Ágústar, Edda Bernhards, Sæmi og Lóa skemmta Hljómsveit hússins Ieikur Dansað í dag. — Komið tímanlega, forðizt þrengsli. SILFURTUNGLH). I. O. G. T. Víkingur Fundur annað kvöld. Minnst 53 ára afmælisins. Sameiginleg kaffi drykkja. Kvikmyndasýning (ný mynd) o. fl. — Æ.t. Jóladúkar Jólalöberar. — Ámálaður strammi með gami. Falleg- ir gjafapakkar jneð haim- yrðavÖrum. Einnig hin marg eftirspurðu vöggusetl. Veralunin JENNY Skólavörðustíg 13A. Barnastúkan Æskan Fundur í dag kl. 2. Píanóleikur og ýmislegt fleira til skemmtunar. ---Gæzlumenn. [rlendur bréfritari Þýzk stúlka óskar eftir starfi á skrifstofu hálfan daginn. Getur tekið að sér þýzkar og enskar bréfa- skriftir. Vön bókhaldi og al mennri skrifstofuvinnu. — Nánari uppl. í síma 15155. EldflauBÍn Tom Swift, sóguhetjan ur kjarnorkukafbátnum hefir smíðað eldflaug og flýgur henni á mettíma umhverfis jörðina, og lendir í margvís- legum æsandi ævintýrum. Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim mörgu vinum og vandamönnum, bæði nær og f jær, sem heiðruðu mig á 80 ára afmæli mínu hinn 20. nóvember sl. með heimsóknum, heillaskeytum, blómum og góðum gjöfum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Rósa Jónsdóttir, frá Yzta-Bæ, Hrísey. RdÐUU\ Spánskir borðlampar Mjög fallegir borðlampar, Faðir minn MAGNÚS SIGURÐSSON Skuld, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu aðfaranótt 30. nóvember. Fyrir hönd systkina minna og annarra vanda- manna. Svelnbjörn Magnússon. Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir og bróðir KARL G. MAGNÚSSON, fyrrv. héraðslæknir, andaðist að heimili sínu Ægissíðu 56, aðfaranótt laugardagsins 30. þ.m. Eltn G. Jónsdóttir, Guðrún S. Karlsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, Pétur J. H. Magnússon. Jarðarför föður okkar og fósturföður TEITS GUÐBJÖRNS SIGURJÓNSSONAR fer fram þriðjudaginn 3. desember n.k. og hefst með hús- kveðju að heimili hins látna Kirkjuvegi 39, Keflavík, kl. 1,30 e.h. Hulda Teitsdóttir, Öskar Teitsson, Þórunn Teitsdóttir, Eiríkur J. Sigurðsson. Útför mannsins míns ELLH)AGRÍMS RÖGNVALDSSONAR Rauðarárstíg 22 fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. þ. m. kl. 1,30. Blóm afbeðin, en þeir sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Borghiídur Ólafsdóttir. Útför móður okkar JÚLÍÖNU JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 3. desember kl. 1,30 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélag Reykjavíkur. Helgi Bjarnason Ólafur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.