Morgunblaðið - 01.12.1957, Síða 24

Morgunblaðið - 01.12.1957, Síða 24
VEÐRIÐ Sunnan kalði eða stinningskalði, þokusúlð. Reykjavíkurbréf er á bls. 13. 274. tbl. — Sunnudagur 1. desember 1957 Hátíðahöld stúdenta STÚDENTAR efna að vanda til fjölbreyttra hátíðahalda í dag á fullveldisdaginn. Kl. 11 verður guðsþjónusta í Háskólakape/Uunni. Sr. Harald Sigmar prédikar, en sr. Magnús Runólfsson þjónar fyrir altari. KI. 13,30 flytur 3r. Sigurður Nordal prófess or ræðu úr út- varpssal. KI. 15.30 hefst samkoma í há- tíðasal Háskól- ans. Birgir ísl. Gunnarsson, Norðal £orm- stúdenta ráðs flytur á- varp, en síðan halda ræður þeir dr. Helgi Tómasson, yfirlæknir, sr. Jón Auðuns dómprófastur og Valgarð Thoroddsen, verkfræð- ingur. Steinunn S. Briem leikur á píanó. Kl. 18,30 hefst kvöldfagnaðnr stúdentaráðs að Hótel Borg. Theodór B. Líndal professor, flyt ur þar ræðu og Lárus Pálsson og Guðmundur Guðjónsson syngja. Kl. 20.50 hefst dagskrá Stúd- entafélags Reykjavíkur í útvarp- inu. Þar tala Sverrir Hermanns- son, formaður félagsins, Sigurð- ur Bjarnason, alþingismaður og sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup og auk þess koma fram söngvar- arnir Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson og Lárus Páls- son leikari. Sverrir Birgir Bílslys suður við Stapa Nýtt íslenzkt leikrit eitir Rgnar Þórðarsen ■k Agnar Þórðarson rithöfund- ur, höfudur leikritsins Kjarn orka og kvenhylli, staðfesti það við Mbl. í gær að hann hefði fyrir nokkru gert samning við þjóðleikhússtjóra um sýningar- rétt á nýju leikriti eftir sig og væri sýninðarrétturinn bundinn við yfirstandandi leikár. Um efni þess varðist höf- undur frétta að öðru leyti en því að hér væri um að ræða leikrit er gerðist á síðari árum hér í Reykjavík. í því er í gamni og alvöru fjallað um atriði úr lífi bankamanns. AKVEÐIÐ hefur verið, að Sig- urður A. Magnússon blaðamaður, verði aðalbókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins ásamt Krist- manni Guðmundssyni, sem gegnt hefur því starfi undanfarin ár. Sigurður hefur skrifað nokkra bókadóma hér í blaðið á liðnu án, en auk þéss hefur hann rit- að greinar um bókmenntir og menningarmál í timarit, bæði is- lenzk, bandarísk og dönsk. Sigurður hóf bókmenntanám við Hafnarháskóla haustið 1950, en fór síðan til Grikklands og nam sögu og grísku við háskól- ann í Aþenu. 1953 fór hann til Bandaríkjanna, hélt þar áfram að nema bókmenntir og lauk B.A.-prófi í þeirri grein í New York. Hann kom heim aftur í fyrra- haust og hefur verið blaðamað- ur hjá Morgunblaðinu síðan. Frá hendi hans hefur komið ein bók, „Grískir reisudagar", sem ísa- foldarprentsmiðja gaf út árið 1953. 6. hindi af Merkir íslendingar kemur úf á morgun Stærsta og fjölbreyttasta ritið 1 þessum bókaflokki Á MORGUN kemur út hjá Bók- fellsútgáfunni sjötta og síðasta bindið á hinum vinsælr. bóka- flokki Merkir íslendingar. Hefur dr. Þorkell Jóhannesson rektor séð um útgáfu bindanna allra. Sjötta bindið er á sjöunda hundr- að blaðsíður og hefur að geyma 22 ævisögur. Auk þess er í bók- inni efnisskrá yfir öll sex bind- in ásamt nafnaskrá, sem telur um 4200 nöfn. Bindið hefst á ævisögu Eggerts Ólafssonar og lýkur á ævisögu Sveins Björns- sonar forseta. Myndir fylgja öll- um ævisögunum, ýmist af mönn- unum sjálfum eða rithandarsýnis- hornum. Ílerkir íslendingar er án efa meðal allra merkilegustu rita um þjóðleg fræði, sem út hafa kom- ið á íslandi. í þvi eru alls um 100 ævisögur forustumanna þjóð- arinnar á ýmsum öldum og svið- um, og er það orðið 3000 blað- síður að stærð. Þorkell Jóhannesson ævisaga hins stórmerka fræða- þuls í bréfum, sem hann skrifaði og bréfum sem hann fékk frá þjóðkunnum mönnum. Finnur ritar formála og eftirmála við bókina auk fjölda skýringar- greina og inngangsorða við alla kafla hennar. Hefur Finnur haft Þegar blaðamenn komu að máli orð um að halda ,afram út; gafu íslenzkra sendibrefa, og ma t. v. vænta annars bindis að við Birgi Kjaran, forstjóra Bók fellsútgáfunnar, tjáði hann þeim, að fyrirtækið mundi halda áfram að gefa út rit um þjóðleg efni, og er þegar hafin útgáfa íslenzkra sendibréfa. Fyrsta bindið í þeim flokki er Skrifarinn á Stapa, sendibréf Páls Pálssonar stúdents 1806—1877. Hefur Finnur Sig- mundsson landsbókavörður séð um útgáfu þess. Hér er rakin e. ári. nú í fárra manna höndum. Frey- steinn Gunnarsson skólastjóri sá um þessa útgáfu og ritar formála fyrir henni. Þriðja bindinu hef- ur verið sleppt, en- Freysteinn rekur það helzta, sem á daga Sig- urðar dreif eftir að bókinni slepp- ir. Þessi bók er ein af mörgum ævisögum Bókfellsútgáfunnar, og má meðal annarra nefna ævi- sögur þeirra Einars Jónssonar, Ingólfs Gíslasonar (í 2 bindum), dr. Jóns Stefánssonar, Eufemíu Waage og Thors Jensens (í 2 bindum). Þá mætti og nefna Reisubók Jóns Indíafara í þess- um flokki. Þá kemur út hjá Bókfellsút- gáfunni þýdd ferðabók eftir Jörgen Andersen-Rosendal, sem nefnist Góða tungl og fjallar um konur og ástir í Austurlöndum. Bók þessi er í bókaflokknum Endurminningar og ókunn lönd, og hafa komið út tvær bækur sömu tegundar áður, Sjö ár í Tíbet eftir Heinrich Harrer og Veiðimannalíf eftir J. Hunter. Hersteinn Pálsson hefur þýtt Góða tungl, sem er 220 bls. að stærð og skreytt fjölda skemmti- legra mynda. Auk þessara bóka sendir fyrir- tækið frá sér tvær barnabækur í ár, Bláu Bókfellsbókina fyrir drengi og. unglinga í þýðingu Hersteins Pálssonar og Rauðu Bókfellsbókina fyrir stúlkur í þýðingu Freysteins Gunnarsson- ar. Birgir Kjaran sagði blaðamönn um, að Bókfellsútgáfan hefði nú einkum snúið sér að útgáfu ævi- sagna og ferðabóka, þar sem þær virtust falla íslenzkum lesend- um bezt í geð. Veigamesta ritið að þessu sinni er Merkir íslend- Kefiavík, 30 nóv. EINN harðasti bílaárekstur, sem um getur hér á Suðurnesjum um langt skeið, varð við Stapa í gær- kvöldi. Bandarískur hermaður úr varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli, sem var á flótta undan lög- reglu í bíl, ók með ofsahraða á Keflavíkurvagn frá Steindóri, með þeim afleið. að hermaðurinn var fluttur meðvitundar'Iaus til Bretlands í morgun. Farþegar í almenningsvagninum meiddust. — Einn þeirra, eldri kona, er enn í sjúkrahúsi en hún hlaut áverka í andliti og heilahrysting. Steindósrvagninn, R-1482, var á leið hingað suður frá Reykjavík er þeta gerðist. Var vagninn miðja vegu milli hinna nýju móta Grindavíkurvegar og þeirra gömlu. — Sást þá úr vagninum hvar tveir bílar komu akandi á móti vagn- inum, báðir á fleygiferð. Þeir virt ust aka nær samhliða, en síðan skauzt annar þeirra framúr. — Vagnstjórinn, öruggur og þaul- vanur bílstjóri, sá að hér var eitt- hvað óvenjulegt á ferðinni, ók vagninum út að vegabrúninni og dró mjög úr ferðinni. Bílarnir nálguðust vagninn óð fluga. — Þegar vagnstjór- inn er nær því búinn að stöðva hinn stóra almennings- vagn, en í honum voru 32 farþeg- a , kom bíllinn beint framan á vagninn á svo mikilli ferð, að gizkað hefur verið á að hann hafi verið á um 100 km hraða. Fólkið í Keflavíkurvagninum kastaðist til í sætum sínum við höggið og hlutu þá allmargir skrámur. Er ekki vitað hve marg- i farþeganna meiddust. En vagn- stjórinn, sem sýndi mikla ró og stillingu, var fljótur að átta sig á því að nokkrir þurftu að kom- ast til læknis hér í bænum, til að fá gei't að meiðslum. Gekk það allgreiðlega og fengu allir, nema Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Jaðri í Garði, að fara heim, eftir að læknir hafði búið um meiðslin, en hún hafði skorizt illa í andliti og hlotið hei'.ahrysting og er hér í sjúkrahúsinu rúmliggjandi. í bílnum, sem ekið hafði á áætl- unarvagninn, fannst einn maður, stórslasaður, en með lífsmarki. Var hann fluttur í sjúkrahúsið hér í bænum. Var hann höfuð- kúpubrotinn, kjálkabrotinn, rif- brotinn og með opið fótbrot. Var hann síðan fluttur upp á Kefla- víkurflugvöll. Var hér um að ræða mann úr landher varnarliðsins, B. Emmerson að nafni. — I morgun kl. 9 var hann sendur í flugvél á herspítala í Bretlandi og var hann þá enn rænulaus. Forsaga mál þessa mun vera sú, að hermaðurinn ók í gegnum Keflavíkurflugvallarhliðið, hlýddi ekki fyrirskipun um að nema stað ar og var honum þá veitt eftirför. Ekki var vitað hvort hann átti bílinn, sem hann ók. Grunur leik- ur á, að hermaðurinn hafi verið ölvaður. Báðir bílarnir skemmdust mik- ið, en að sjálfsögðu meira bíll hermannsins, sem var Chevrolet. — Sagið maður, sem skoðaði flak ið af bílnum, að hann hefði hvergi séð vélina, en hún mun hafa ver- ið einhvers staðar undir fram- sætinu. I. & H. Evrópugala eða Evróputorg BRÉF hefur bæjaryfirvöldum Reykjavíkur borizt frá aðalskrif- stofum Evrópuráðsins í Strass- burg. Ráðsskrifstofan fer þar fram á að gata hér í Reykjavik eða torg verði kennd við Evrópu. Bréfi þessu vísaði bæjarráð til nefndar þeirrar er ákveður nöfn gatna og torga í bænum. Gufuboranir SAMEIGNARFYRIRTÆKIÐ Gufuboranir ríkisins og Reykja- víkurbæjar, það sem keypti gufu- borinn mikla, sem svo mjög hef- ur verið á dagskrá að undan- förnu, hefur skrifað bæjarráði. Er óskað upplýsinga um, hvar bæjarráð óski eftir, að borað verði fyrst með hinum nýja gufu bor fyrirtækisins. Á fundi bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn var fyrir- spurn þessari svarað og þess ósk- að að boranir hefjist á svæðinu austan Nóatúns og sunnan Sig- túns. Bíl siolið Þriðja rit Bókfellsútgáfunnar um þjóðleg fræði er Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Bala- skarði, sem hann skráði sjálfur. Kom bókin upphaflega út í 3 j ingar, og er þar að finna geysi- bindum á árunum 1913—1933, en mikinn og fjölbreyttan fróðleik upplag var þá lítið og seldist um land og þjóð á síðustu öld- upp á skömmum tíma. Er hún ’ um. í FYRRINÓTT eftir klukkan 3, var bílnum G-298, sem er rauður Buick, stolið af Skothúsvegi. — Var bíllinn ófundinn í gærkvöldi og eru þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir, beðnir að gera rannsóknarlögreglunni aðvart. Fnllveldislagiiaðnr Heiudallor HEIMDALLUR efnir til fullveld isfagnaður í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík í kvöld kl. 8,30. Verð ur þar mjög vandað til dagskrár atriða eins og jafnan hefur ver- ið á fullveldishátíðum félagsins á undanförnum árum. Baldvin Tryggvason lögfræð- ingur, varaform. Heimdallar, mun flytja ávarp og minnast full veldisins. Síðan syngur Kristinn HaVsson óperusöngvari, Helga Valtýsdóttir leikkona les upp ljóð eftir ung skáld og Karl Guð- mundsson leikari fer með gaman vísur og hermir eftir ýmsum mætum mönnum. Að lokum verð ur stiginn dans. Verði aðgöngumiða er mjög stillt í hóf, og verða þeir til sölu í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 2 í dag. Prófkosning Sjálfstæðismanna PRÓFKOSNINGAR um val manna á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 26. janúar nk. standa nú yfir. Kjörgögn hafa nú verið send mcðlimum Sjálfstæðisfélaganna i bænum, en aðrir kjósendur í Reykjavík, sem fylgja flokknum að málum, geta kosið í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Félags- bundnir Sjálfstæðismenn, sem ekki fá kjörgögn með skilum, geta einnig komið þangað og kosið. Skrifstofan í Sjálfstæðishúsinu er opin sem hér segir: Sunnu- dag kl. 2—7. Mánudag og þriðjudag kl. 9—12, 1,30—7 og 8—10. Bréfin með kjörseðlinum ber að senda á skrifstofuna, og skulu þau komin þangað eigi síðar en á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.